Austri - 25.09.1986, Page 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 25. september 1986.
Kynning á frambjóðendurr
Framsóknarflokksins í Austurlandskjc
til prófkjörs, sem fram fer í Valaskjálf 4. októfc
Birnir Bjarnason
Ég er fæddur 3. júli 1940 í Reykja-
vík þar sem ég ólst upp, ég er því
borgarbarn frá blautu barnsbeini.
Foreldrar mínir eru Bjarni Bjarna-
son, brunavörður og Ósk Svein-
björnsdóttir.
Ég lauk stúdendsprófi frá Land-
búnaðarskólanum í Kaupmanna-
höfn 1967. Á skólaárunum vann ég
eins og skólastrákar gera, ýmist við
sjó eða í sveit en ég hef verið dýra-
læknir frá 1967. Hvað félagsstörfin
varða, þá eru þau nokkur, helst er
að nefna að ég hef setið í hrepps-
nefn tvö kjörtímabil hér á Höfn og
var oddviti Hafnarhrepps annað
þeirra, formaður Kaupfélags Aust-
ur-Skaftfellinga frá 1979 og núver-
andi formaður Dýralæknafélags
íslands.
Kona mín er Edda Flygenring,
við eigum þrjú börn, Sigrúnu
Birnu, Garðar Ágúst og Hildi
Björgu.
Við búum að Hlíðartúni 41,
Höfn.
Einar Baldursson
Nafn mitt er Einar Baldursson
og ég er fæddur 25. ágúst 1949 í
Loðmundarfirði en var alinn upp á
Sléttu í Reyðarfirði. Faðir minn
var Baldur Einarsson og móðir
mín, Guðbjörg Sigurjónsdóttir. Ég
lauk prófi frá Eiðum og fór svo í
kennaraskólann og hef mikið
stundað kennslu síðan. Nú í dag
rek ég fyrirtækið, Austursíld hf. á
Reyðarfirði. Eins og aðrir þar
stundaði ég ýmis störf á skólaár-
unum bæði til lands og sjávar.
Ég sat í sveitarstjórn frá 1978-8ó
hér á Reyðarfirði og á vegum
Eramsóknarflokksins hef ég sinnt
ýmsum störfum var t.d. í stjórn
S.Ú.F. í fjögur ár og í stjórn
K.S.F.A. og þar af formaður í eitt
ár. Núna síðustu árin í miðstjórn.
Svo eru auðvitað önnur félagsmál,
s.s. Lions og fleira.
Eiginkona mín er Anna Ingvars-
dóttir og eigum við 3 börn, Aðal-
björgu, Baldur Martein og Láru
Björk.
Við búum að Heiðarvegi 25b á
Reyðarfirði.
Guðrún Margrét Tryggvadóttir
Ég er fædd 7. júní 1946. For-
eldrar mínir eru Jóhann Tryggvi
Jónsson og Ólafía Andrésdóttir.
Ég er fædd og uppalinn í Hafnar-
firði. Hvað nám varðar þá fór ég að
afloknum grunnskóla í Kvenna-
skólann og tók landspróf þaðan,
síðan tók ég stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reykjavík.
Síðan fór ég í meinatækninám í
Tækniskólanum og lauk prófi
þaðan 1969.
Starfsferill minn hófst í fiskvinnu
fram til 15 ára aldurs á sumrin og
svo vann ég í Kaupfélagi Hafnfirð-
inga. Um 1970 var ég ráðin sem
meinatæknir við Heilsugæslustöð-
ina hérna á Egilsstöðum og hef
verið þar síðan.
Pað hefur verið upp úr 1980 sem
ég fór að starfa eitthvað í pólitík og
hef verið talsvert í því síðan. Ég fór
í framboð til sveitarstjórnarkosn-
inga á Egilsstöðum 1982 og síðan í
framboð til alþingiskosninga 1983
og lenti þar í fjórða sæti. Síðan þá
hef ég setið tvisvar á þingi sem
varamaður, fyrst í maí-júní 1985 og
svo aftur í mars-apríl 1986. Ég er
formaður Framsóknarfélags Egils-
staða og er núna varaþingmaður og
ég hef einnig gegnt starfi formanns
fræðsluráðs Austurlands þar til
núna.
4>4aki minn er Haraldur Hrafn-
kelsson og við eigum 3 börn, en þau
eru, Dagrún Björk, ÓlafurTryggvi
og Eyrún Harpa. Við búum að
Tjarnarbraut 17, Egilsstöðum.
Halldór Ásgrímsson
Nafn mitt er Halldór Ásgríms-
son og er fæddur 8. september 1947
á Vopnafirði og uppalinn þar og á
Höfn í Hornafirði. Foreldrar mínir
eru Ásgrímur Halldórsson fram-
kvæmdastjóri og Guðrún Ingólfs-
dóttir. Ég útskrifaðist úr Samvinnu-
skólanum 1965 og lauk námi sem
löggiltur endurskoðandi 1970 og
svo framhaldsnám við Verslunar-
háskólann í Bergen og í Kaup-
mannahöfn á árunum 1971-73. Á
skólaárunum vann ég við ýmis störf
til sjávar og sveita. Að skólaárum
loknum var ég lektor við Háskóla
íslands frá 1973-75, þingmaður
Austfirðinga frá 1974 og sjávarút-
vegsráðherra frá 1983. Éélagsstörf
mín hafa fallið mest saman við mitt
aðalstarf en ég var ungur að árum
þegar ég varð þingmaður.
Kona mín er Sigurjóna Sigurðar-
dóttir og við eigum þrjár dætur sem
heita, Helga, Guðrún Lind og íris
Huld.
Lögheimili mitt er að Skólabrú
1, Höfn Hornafirði.
Jón Halldór Kristjánsson
Ég er fæddur 11. júní 1942 að
Stóragerði í Skagafirði. Foreldrar
mínir eru Kristján Jónsson, bóndi
og Ingibjörg Jónsdóttir.
Ég stundaði nám við Héraðsskól-
ann í Reykhölti og tók landsprófið
þaðan á sínum tíma. Þar næst fór
ég í Samvinnuskólann í Bifröst og
útskrifaðist þaðan 1963. Ég vann
verslunarstörf hjá Kaupfélagi Skag-
firðinga á skólaárunum. Einnig
vann ég eins og títt var þá, í vega-
vinnu, sláturhúsi, landbúnaðar-
störf og í síld og síðan réðist ég til
Kaupfélags Héraðsbúa sem versl-
unarstjóri árið 1963 og vann þar
samfleytt við það til 1978, en þá var
ég ráðinn sem félagsmálafulltrúi á
sama stað, var í því starfi í 5 ár eða
þangað til ég tók sæti á Alþingi
þegar Tómas Árnason gerðist seðl-
abankastjóri, var varamaður og
tók fyrst sæti á Alþingi 1978 og tók
síðan sæti árið 1984 sem aðalmað-
ur. Ég hef verið í ýmsum félögum
sem hafa verið á vegum Framsókn-
arfélagsins í mínu byggðarlagi,
fyrir Kjördæmasambandið hef ég
einnig unnið, hef verið ritstjóri
Austra frá 1974. Ég er í ýmsum
öðrum félagsstörfum, var sýslu-
nefnarmaður fyrir Suður-Múla-
sýslu um nokkurra ára skeið. Hef
verið í starfsmannafélögum sam-
vinnuhreyfingarinnar og verið
stjórnarmaður í Landssambandi
samvinnustarfsmanna. Nú síðast er
ég stjórnarformaður K.H.B. Ég
hef verið endurskoðandi Byggðar-
sjóðs um nokkurra ára skeið og er
núna endurskoðandi Fram-
kvæmdasjóðs íslands. Einnig hef
ég tekið þátt í margs-
konar annarri félagsstarfsemi.
Maki minn er Margrét Einarsdóttir
frá Egilsstöðum, börn eru Viðar,
Ásgerður Edda og Einar Kristján .
Ég hef lögheimili á Bláskógum 14
á Egilsstöðum, en núverandi dval-
arstaður minn er Asparfell 12 í
Reykjavík, bý þar yfir veturinn á
meðan þingstörf standa yfir.
Jónas Hallgrímsson
Ég er fæddur 19. apríl 1945 og ég
er fæddur og uppalinn á Siglufirði
og flutti 11 ára til Reykjavíkur.
Foreldrar mínir heita Hermína
Guðrún Sigbjörnsdóttir og Hall-
grímur Elías Márusson. Hvað
menntun varðar þá var ég mjög
latur að læra framan af og því til
sönnunar þá náði ég ekki lands-
prófi nema með skömm, síðan er
ég gagnfræðingur frá Gagnfræði-
skólanum á Siglufirði. Par næst tók
ég verslunarpróf frá Verslunar-
skóla íslands og þaðan tók ég upp
á því að fara í Búnaðarháskólann í
Hólum f Hjaltadal og er það ein
besta menntunin sem ég hef fengið
um dagana og svo er það að sjálf-
sögðu þessi sígilda og langbesta
menntun, lífsmenntun.
Ég var bóndi í 4-5 ár norður í
Arnarnesi við Eyjafjörð og sam-
hliða því var ég við verkstjórn hjá
verktökum á Reykjavíkursvæðinu.
Svo um 1969 þá fór ég til starfa hjá
Álafossi fyrst sem innkaupastjóri
og tveim árum seinna tók ég við
stöðu deildarstjóra útflutnings-
verslunar Álafoss til ársins 1973, en
þá um haustið fór ég sem bæjar-
stjóri til Seyðisfjarðar og var í því
skemmtilega starfi til 1984 og þá
um sumarið stofnuðum við fyrir-
tæki sem heitir Austfar hf. og síðan
hef ég verið framkvæmdastjóri
þess.
í félagsmálum hef ég lítið verið í
pólitík, var að vísu í framboði til
sveitarstjórnarkosninga í vor og
það er það eina sem ég hef verið í
pólitík. Ég sat í stjórn Sambands
sveitarfélaga og var formaður þar
um skeið. Síðan hef ég setið frá
upphafi í svokallaðri Vest-Nordan
nefnd sem annar fulltrúi íslend-
inga, en Vest-Norden er samstarf
Grænlendinga, íslendinga og Fær-
eyinga um ferðamál. Svo hef ég
haft þá ánægju að stjórna ferða-
málanefnd Vest-Norden og hún er
að uppskera ríkulega þessa dag-
ana, en ég var einmitt að opna 200
manna sýningu í morgun (19.9) og
svo hefur maður tekið þátt í alls-
kyns annarri félagstarfsemi.
Kona mín heitir Svava Friðrika
Guðmundsdóttir frá Arnarnesi við
Eyjafjörð. Við eigum saman 4
börn, Heiðrúnu Sólveigu, Hall-
grím Má, Gunnhildi Helgu og Sig-
urbjörgu Jóhönnu. Við búum á
Öldugötu 14 á Seyðisfirði.
Sigurður Jónsson
Ég er fæddur 31. maí 1958 og er
fæddur og uppalinn á Hánefs-
stöðum, Seyðisfirði. Foreldrar
mínir eru Jón Sigurðsson og Svan-
björg Sigurðardóttir. Ég tók
landspróf frá Reykholti 1974 og
því næst tók ég stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1978
og síðan er ég byggingaverkfræð-
ingur frá Háskóla íslands 1982.
Ég hef unnið við landbúnað og
svo hef ég unnið við ýmsa bygginga-
vinnu og hef unnið sem verkfræð-
ingur hjá Verkfræðistofu Austur-
lands.
Ég hef stundað ýmis félagsstörf í
skóla, m.a. einn stofnenda og fyrsti
formaður, Félags Umbótasinnaðra
Stúdenta í Háskóla íslands 1981-
1982. Hef verið í stjórn Sambands
ungra framsóknarmanna frá 1982.
Ég var fyrsti varamaður í hrepps-
nefnd Seyðisfjarðarhrepps, aðal-
fulltrúi á þing SSA, aðalfund Iðn-
þróunarfélags- og Iðnþróunarsjóðs
Austurlands.
Ég er ógiftur og bý á Hánefs-
stöðum, Seyðisfirði.
Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir
Ég heiti Vigdís Magnea Svein-
björnsdóttir og er fædd ll.janúar
1955 í Reykjavík. Par ólst ég upp
til 12 ára aldurs, en þá flutti fjöl-
skyldan í Garðabæ.
Foreldrar mínir eru Pálína
Hermannsdóttir húsmóðir og
Sveinbjörn Dagfinnsson ráðuneyt-
isstjóri í landbúnaðarráðuneytinu.
Ég tók landspróf við Gagnfræða-
skóla Garðabæjar og settist að því
loknu í Menntaskólann við Hamra-
hlíð og lauk þar stúdentsprófi 1974.