Austri


Austri - 25.09.1986, Side 5

Austri - 25.09.1986, Side 5
Egilsstöðum, 25. september 1986. AUSTRI 5 I jrdæmi >er 1986 Um haustið sama ár hóf ég nám í íslensku og málvísindum við Há- skóla íslands, en hvarf frá því námi og settist í Kennaraháskólann vet- urinn eftir. Þaðan Iauk ég kennara- prófi 1978. Meðan ég var í skóla stundaði ég ýmsa vinnu á sumrin, Iengst þó sem gjaldkeri við Búnaðarbanka íslands. Fyrst eftir að námi lauk starfaði ég áfram við Búnaðar- bankann á Egilsstöðum. Haustið 1980 fór ég að kenna við Mennta- skólann á Egilsstöðum og kenndi þar í 3 vetur. S.l. vetur hóf ég síðan störf hjá vikublaðinu Austra. Auk þessara starfa hef ég frá því ég stofnaði mitt heimili verið í því margrómaða en misjafnlega metna húsmóðurstarfi. Ég hef starfað í ýmsum félögum sem tengjast áhugamálum mínum. Ég fór að starfa með Framsóknar- mönnum á Egilsstöðum 1982 og sat í sveitarstjórn Egilsstaðahrepps fyrir Framsóknarflokkinn 1982- 1986. Ég er nú formaður Fram- sóknarfélags Fljótsdalshéraðs og sit í miðstjórn Framsóknarflokks- ins. Ég er gift Gunnari Jónssyni bónda á Egilsstöðum og eigum við tvo syni, Kára Sveinbjörn f. 23. okt. 1978 og Baldur Gauta f. 1. apríl 1983. Við búum á Egils- stöðum í Egilsstaðahreppi Þórdís Bergsdóttir Nafn mitt er Þórdís Bergsdóttir og er fædd á Ketilsstöðum á Völlum 7. júlí 1929. Foreldrar mínir voru, Sigríður Hallgríms- dóttir frá Ketilsstöðum og Bergur Jónsson bóndi þarfrá Egilsstöðum. Nám stundaði ég í Menntaskól- anum á Akureyri í tvo vetur auk þess eitt og hálft ár utanskóla. Á skólaárunum vann ég við landbún- aðarstörf og önnur þau störf sem til falla í sVeitum ásamt störfum við veitingarekstur, en foreldrar mínir ráku sumargistihús á þeim árum, síðar skrifstofustörf hjá Pósti og síma, póstmaður ásamt eftirlits- störfum við fiskvinnslu. Núverandi störf, póstmaður og heilbrigðisfull- trúi (með starfsréttindum) hjá Sey ðisfj arðarkaupstað. Að ógieymdu hef ég rekið fyrir- tæki, síðan ég gifti mig, sem kallast heimili og var um tíma heimavinn- andi húsmóðir. Félagsmál: Fyrir utan störf í áhugamannafélögum, hef ég séð um framkvæmdastjórn fyrir Orlof húsmæðra á Austurlandi síðan 1973, bæjarfulltrúi fyrir Framsókn- arflokkinn á Seyðisfirði frá 1974 þar til s.l. vori en starfa þar enn í nokkrum nefndum. Innan SSA hef ég starfað í fræð- sluráði nokkur ár þar af formaður í tvö ár, á nú sæti í samgöngunefnd. Á s.l. vori var ég kjörin í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa og uni mér vel í því karlasamfélagi. í miðstjórn Framsóknarflokksins um árabil og ein af stofnendum Landssambands framsóknarkvenna og í landsstjórn þeirra samtaka fyrir Austurland frá upphafi. Eiginmaður minn er Tómas Emilsson frá Stuðlum í Reyðar- firði, við eigum 6 börn. Þau heita, Bergur, Sigurður, Hildur Þuríður, Þórdís, Emil og Tómas. Núverandi heimili er Öldugata 11, Seyðisfirði. A. Þórhalla Snæþórsdóttir Nafn mitt er Þórhalla Snæþórs- dóttir. Ég er fædd 24. nóvember 1946. Faðir minn var Snæþór Sigur- björnsson, bóndi og móðir mín Sig- urbjörg Sigbjörnsdóttir, ég er fædd og uppalin í Gilsárteigi í Eiðaþing- há. Ég tók landspróf frá Eiðum,fór síðan í húsmæðraskóla og svo í Hótel og veitingaskóla íslands, lauk þaðan prófi á matreiðslumanns- sviði. Seinna fór ég í Eiða og þá á viðskiptabraut. Mikið til þann tíma sem ég hef ekki setið á skólabekk hef ég starfað við skólana á veturna sem skólabriti, á sumarhótelunum á sumrið bæði sem kokkur og sem hótelstjóri. Ég tók við framkvæmda- stjórn og umsjón vikublaðsins Austra þegar Jón Kristjánsson fór á þing. í félagsstörfum var ég ekki mikið framan af, en eftir að ég kom í Eg- ilsstaði hef ég unnið með JC-Hérað sem ég lít á sem góðan félagsmála- skóla. Ég fór fyrst á kjördæmaþing 1982 á Hallormsstað og er það með því fyrsta sem ég starfa í pólitík og 1984 var ég kosin í stj órn Kj ördæma- sambandsins þá sem gjaldkeri og 1985 tók ég við starfi formanns þess og síðustu tvö árin þá hefur fléttast saman vinnutími minn og sá tími sem ég hef unnið að félagsmálum, ýmist fyrir Austra eða fyrir sam- bandið sem slíkt. Ég er fráskilin og á tvö börn, Guðbjörgu Fjólu og Snæþór Sigur- björn. Við búum að Miðgarði 6, Egilsstöðum. VINNINGUR: OPEL KADETT-BIFREIÐ AÐ VERÐMÆTI KR. 425.000.- Þau annast sölu á eftirtöldum stööum. Vopnafirði: Kristján Magnússon Borgarfirði: Björn Aðalsteinsson Seyðisfirði: Þórdís Bergsdóttir Mjóafirði: Sigfús Vilhjálmsson Norðfirði: Guðmundur Ármannsson Eskifirði: Emil Thorarensen Reyðarfirði: Einar Baldursson Fáskrúðsfirði: Þórunn Stefánsdóttir Stöðvarfirði: Ólafur Guttormsson. Breiðdalsvík: Jóhanna Guðmundsdóttir. Djúpivogur: Þórarinn Pálmason. Höfn: Páll Helgason, Stóra-Bóli. Egilsstaðir: Guðrún Tryggvadóttir. Fljótsdalshérað: Vigdís Sveinbjörnsdóttir. Útgefnir miðar 1000. Verð miða kr. 1000. Upplýsingar í S 2291/3834/1584 Dregið 1. nóvember 1986 (Einungis úr seldum miðum) SKYNDIHAPPDRÆTTI K.S.F.A. Ályktanir og tillögur aðalfundar SSA á Egilsstöðum 28. - 29. ágúst 1986 (Hluti) Tillaga um dreifbýlisnefnd á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga 20. aðalfundur SSA haldinn á Egilsstöðum 28. og 29. ágúst 1986, beinir þeim tilmælum til Sambands íslenskra sveitarfélaga að á vegum þess starfi „dreifbýlisnefnd" á sama hátt og undanfarin ár, og stjórnum landshlutasamtaka sveitarfélaga verði falið að tilnefna í nefndina einn mann úr hverju kjördæmi (utan Reykjavíkur), eins og gert var fyrir tveimur árum. Tillaga um skólaakstur og fleira Aðalfundur SSA, haldinn á Eg- ilsstöðum 28. og 29. ágúst 1986, varar eindregið við hugmyndum menntamálaráðherra um stórkost- legan niðurskurð á framlögum ríkis til skólaaksturs, heimavistargæslu ogrekstursskólamötuneyta. Fund- urmn telur ekki óeðlilegt að þessi ’ iál séu tekin til endurskoðunar með hagkvæmnissjónarmið í huga, en minnir á að mörg sveitarfélög eru ekki í stakk búin til að mæta auknum útgjöldum vegna reksturs grunnskóla nema til komi nýir tekjustofnar til að mæta þeim kostnaði. Tillaga um jöfnunarsjóð sveitarfé- laga Aðalfundur SSA, haldinn á Eg- ilsstöðum 28. og 29. ágúst 1986, telur nauðsynlegt að við endur- skoðun laga um tekjustofna sveit- arfélaga verði ákvæðin um Jöfn- unarsjóð tekin til sérstakrar endur- skoðunar með eftirfarandi í huga: a. Tekjum sjóðsins verði breytt þannig að þær verði ákveðinn hundraðshluti af heildartekjum ríkissjóðs, þannig að þær breyt- ist ekki við innbyrðis breytingar á tekjustofnum ríkisins. b. Jöfnunarsjóðsframlag til þeirra sveitarfélaga sem veita afslátt frá hámarksnýtingu tekjustofna verði skert sem því nemur á svipaðan hátt og nú er gert varð- andi aukaframlög Jöfnunar- sjóðs. c. Aukaframlög verði í auknum mæli notuð til að jafna tekjur sveitarfélaga. Tillaga um framhaldsnám í sér- kennslu Aðalfundur SSA, haldinn á Eg- ilsstöðum 28. og 29. ágúst 1986, í- trekar stuðningsyfirlýsingu sína frá síðasta aðalfundi, um nauðsyn og mikilvægi þess, að komið verði á fót framhaldsnámi í sérkennslu fyrir kennara á Austurlandi. Fundurinn skorar á menntamála- ráðherra að veita heimild til þess að námið geti hafist vorið 1987 í sam- ræmi við áætlun Fræðsluskrifstofu Austurlandsumdæmis. TiIIaga um flugmál Aðalfundur SSA, haldinn á Eg- ilsstöðum 28. og 29. ágúst 1986, í- trekar tillögu frá síðasta aðalfundi um flugmál og uppbyggingu Egils- staðaflugvallar, þar sem skorað er á samgönguráðherra og ríkisstjórn að tryggja fjármögnun svo hraða megi framkvæmdum og auka þann- ig öryggi flugsamgangna í fjórð- ungnum. Tillaga um heilbrigðiseftirlit Aðalfundur SSA, haldinn á Eg- ilsstöðum 28. og 29. ágúst 1986, samþykkir að beina því til sveitar- félaga á Austurlandi að gera átak í því að bæta heilbrigðiseftirlit. Þá samþykkir aðalfundurinn að stefna að því að ráðinn verði full- menntaður heilbrigðisfulltrúi til starfa í fjórðungnum árið 1988. Jafnframt er skorað á heilbrigðis- ráðherra að beita sér fyrir því að heilbrigðiseftirlit á landsbyggðinni verði styrkt á fjárlögum, þar sem m.a. mikill ferðakostnaður tor- veldar eftirlitið. Greinkrgerð: Hreint og heilnæmt umhverfi eru mannréttindi sem þarf að standa vörð um. Virkt heilbrigðiseftirlit er nauðsynlegt til þess að svo megi verða. Þá á matvælaiðnaður fjórð- ungsins allt sitt undir því að hrein- lætismál séu í góðu lagi. Þessu eftirliti verður ekki sinnt sem skyldi án þess að fenginn verði til starf menntaður heilbrigðisfull- trúi í fjórðungnum. Ef gjaldskrá fyrir heilbrigðiseft- irlitið er nýtt, eiga sveitarfélögin að hafa tekjur sem koma á móti því gjaldi sem þau þyrftu að leggja til SSA, sem yrði vinnuveitandi slíks starfsmanns í nafni sveitarfélag- anna í fjórðungnum.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.