Austri - 09.06.1988, Page 3
Egilsstöðum, 9. júní 1988.
AUSTRI
3
Pistillinn f |
Sigurjón (V y
Friðriksson lj
Forsetakjör
Það undur hefur nú gerst að mót-
framboð hefur komið fram við kjör
til forseta íslands, en eins og kunn-
ugt er hefur frú Vigdís Finnboga-
dóttir gefið kost á sér til endurkjörs
þriðja kjörtímabilið. Ég held að
engir hafi reiknað með mótfram-
boði nú, sem heldur aldrei hefur
gerst í sögu lýðveldisins þegar
starfandi forseti hefur gefið kost á
sér til endurkjörs.
Þetta tiltæki er þeim mun
ósmekklegra þar sem í hlut á kona
sem á síðustu dögum framboðs-
frests býður sig fram gegn Vigdísi,
sem fyrst kvenna var kjörin forseti
í lýðræðisríki og hefur að flestra
dómi staðið sig frábærlega vel í
forsetaembættinu. Hún er í senn
svo alþýðleg og höfðingleg í allri
framkomu og sínum embættisverk-
um að vakið hefur athygli almenn-
ings í landinu. Þá hefur hún borið
hróður þjóðarinnar út um allan
heim og alls staðar eftir henni tekið
hvar sem hún fer sökum hæfileika
hennar og glæsileika.
Þar sem túlkun lýðræðisins er
hér teygð til hins ýtrasta með þessu
framboði, svo jaðrar við misnotk-
un, er ekki annað að gera en bregð-
ast við þessari óvæntu uppákomu
með því að neyta atkvæðisréttarins
í væntanlegum kosningum 25. júní,
og sýna frú Vigdísi verðugt traust
með því að tryggja henni glæsilega
kosningu.
Nú er kominn sá tími að fólk er
mikið á faraldsfæti og er því áríð-
andi að allir muni eftir utankjör-
staðaatkvæðagreiðslu, sem ekki
verða heima á kjördag. Því heiti ég
á alla sem vilja halda forsetaem-
bættinu utan pólitísks loddara-
skapar og fáránleika, sem þetta
mótframboð er, að vísa því eftir-
minnilega á braut með því að
tryggja forseta vorum 100% kosn-
ingu.
Ökuleikni
Bindindisfélag ökumanna held-
ur í sumar, eins og endranær,
keppni í ökuleikni, og verður
keppt á 40 stöðum á landinu.
Ökuleiknin skiptist í tvo þætti,
umferðaspurningar og þrautaakst-
ur, og þar er það leiknin sem máli
skiptir, ekki hraðinn. Ökuleikn-
inni er skipt í kvenna- og karla-
riðla en reiðhjólakeppni er skipt
eftir aldri, 9-11 ára og 12 ára og
eldri.
Föstud. 10. júní hefst hringferð
um landið. Fyrst verður keppt á
Hellu og daginn eftir á Höfn.
Sigurvegarar úr karla- og
kvennariðlum munu fara í úrslita-
keppnina þann 3. sept. n.k. og þar
er utanlandsferð í verðlaun. Sá
sem ekur villulaust um þrauta-
planið í keppninni, hlýtur
MAZDA bíl að launum.
Kaupfélag Héraðsbúa
auglýsir
Nýbreytni í viðskiptaháttum
Sama verð og í Reykjavík, enginn flutnings- eða vátryggingarkostn-
aður.
Héðan í frá færðu eftirtaldar vörur á Reykjavíkurverði hjá okkur:
Candy: ísskápar, frystikistur, þvottavélar, uppbvottavélar^~ .
Pfaff: Saumavélar, saumaborð. ^
Braun: Kaffikönnur, hrærivélar. ^ J J L} J J
Starmix: Ryksugur. 0 p jj j"|
Starmíx Ger'ðsvovel aðreynaviðskiptin.
NESVlDEÓ S 71780
AUSTFIRÐINGAR
Munið sundráðstefnuna í Valaskjálf n.k. laugardag kl. 14:00.
Dagskrá:
Formaður U.í.A setur ráðstefnuna
Stuttar framsögur flytja:
Ólafur Sigurðsson íþróttakennari Neskaupstað:
Skóla og íþróttasund.
Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri Seyðisfirði: Rekstur sundlauga.
Már Sveinsson formaður Sundráðs U.í.A.:
Hollustuhættir sundlaugavatns.
Guðfinnur Ólafsson formaður Sundsambands íslands:
Uppbygging sunds sem keppnisíþróttar og tengsl Sundsambands
íslands við Héraðssamböndin.
Allir sem vilja aukinn veg sundíþróttarinnar og breytta þróun sund-
mála á Austurlandi eru hvattir til að koma og taka þátt í ráðstefnunni.
Ungmenna og íþróttasamband Austurlands og Sundsamband íslands.
Vefnaðarvörudeild.:
Joggingfatnaður
á alla fjölskylduna.
Sportskór og kínaskór
í öllum stærðum.
Gardínuefni í úrvali.fá
Búsáhaldadeild:
Sólstólar, sólbekkir og borð.
Ferðaborð m/4 stólum.
Gasgrill, kolagrill, grilláhöld.
Veiðivörur í úrvali.
KHB
Egilsstöðum
Vopnfirðingar - Nágrannar - Ferðafólk
Hjá okkur fáið þið allt fyrir ferðalagið og útileguna.
Alls konar viðlegubúnaður:
S.s. tjöld, svefnpokar,
ferðasett o.fl.
Útigrill, kol
og auðvitað kjötið á grillið.
í söluskála er opið alla daga frá 8-23.
Þar erum við með
alls kyns smávörur fyrir bílinn,
bensín, olíur.
Auk þess alla algenga matvöru.
Kaupfélag Vopnfirðinga
Vopnafirði