Austri - 09.06.1988, Page 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 9. júní 1988.
Austraspurning
Ætlar þú að fylgjast með skák-
mótinu í Valaskjálf?
(Spurt íTrésmiðju Fljótsdalshéraðs)
Borgþór Svavarsson.
— Nei, það geri ég ekki.
Viggó Jónsson.
— Nei, ég býst ekki við því.
Sigurjón Bjarnason.
— Já, það getur vel verið, ef ég hef tíma.
örvar Þ. Einarsson.
—Ég, nei. Ég ætla að fylgjast með því á síðum Austra.
Helgi Hrafnkelsson.
— Já, ég ætla að fylgjast með því.
Björgvin Sigvaldason.
— Já, ég ætla það.
Stjórnarbót er vonlaus án
persónukjörs fulltrúa
Til þess að ná þeim markmiðum,
sem eru líf og framtíð íslenzks
þjóðfélags: Byggð um allt ísland í
jafnvægi lífsskilyrða hvers lands-
hluta. Þar sem samstilltir kraftar
náttúrlegra gilda, búvits og félags-
anda fólksins í fóstri náttúru
svæðisins til sjávar og sveita, í
þekkingu samtímans eru siðræn lög
lífsbókarinnar! Megininntak er
manngildi.
Stjórnarbót er vonlaus án per-
sónukjörs fulltrúa. Persónukjör,
þar sem hver maður velur aðeins
hluta fulltrúa. Efling sveitarfélag-
anna verði gerð með stjórnsýslu-
stigi sem nær yfir hvert svæði, þeir
sem í það eru kjörnir eru valdir úr
sveitarstjórnarmönnum hvers
svæðis, þeirra, sem gefa kost á sér
af eigin hvötum, eða eftir óskum
annarra á svæðinu. Allir kjósendur
svæðisins velja úr þeim hópi þrjá
menn. Skrifa á sérstakan kjörseðil
nöfn þriggja manna úr hópi þeirra
sem í framboði eru. í>á skiptir ekki
máli hvort þeir eru í einum hópi
eða þremur, á einum eða þremur
listum, ef það skilst betur, og þar
raðað í stafrófsröð.
Jafnframt því að breyta í þetta
kerfi fylgir ákvörðun um alla mála-
flokka úr ríkiskerfinu til sveitar-
félaganna ásamt yfirstjórn á hverju
svæði. Þar má ætla að um verði að
ræða 30-40% af ríkisreikn. síðustu
ára. Á móti því kemur sama upp-
hæð ríkistekna, segjum t.d. 35
hundraðshlutar, sem skiptast á
milli svæðanna eftir gjaldeyrisöflun
hvers svæðis, og greiðast mánaðar-
lega til hvers svæðis þ.e. þeirrar
yfirstjórnar sem felst í viðbótar
stjórnstiginu.
Svæði! Fjórðungur, Fylki, Ping!
Hvaða nafn sem verður valið, hefi
ég ákveðið form í huga, sem ég hefi
áður kynnt, og kynnt hefir einnig
verið í stjórnarskrárdrögum. En
hugmyndin er: Vesturland, þ.e.
núverandi 2 kjördæmin, Norður-
land, eins og stendur að Fjórðungs-
sambandi Norðurlands, - Austur-
land, frá Gunnólfsvík á Skeiðarár-
sand, - Suðurland, frá Skeiðarár-
sandi með Vestmannaeyjum og
Reykjanesi, - Höfuðborgarsvæði,
frá suðurmörkum Hafnarfjarðar í
Hvalfj arðarbotn.
Það, sem styður þetta sérstak-
lega f mínum huga, er sú skipting
þess hluta ríkisteknanna, sem ég
tel í fyrstu þurfa að koma til fram-
kvæmda til að mæta verkefnahlut
svæðanna.
Jónas Pétursson.
Skiptingin milli svæðanna miðist
við gjaldeyrisöflun hvers svæðis!
Þess vegna þurfa svæðin að spanna
mismunandi byggðarlög, svo að
sem mest jafnvægi náist, sem bak-
hjarl hins eflda stjórnstigs sveitar-
félaganna!
Menn skulu varast, ef þetta lítur
nýstárlega út við fyrstu sýn, að
blása á það. Ef sérhyggja og skækla-
tog á að standa að baki björgunar-
aðgerða íslenzkra byggða í stað
félagslegrar samhyggju, þá skríður
jörðin áfram undan fótum okkar í
fjármagnið og valdafaðminn við
Faxaflóann. Þess vegna ríður á að
nú þegar ljúki menn upp augum um
allt land, líti til allra átta og komist
að niðurstöðu um hvernig er far-
sælast að skipta í svæði. Það gerist
ekki í andstöðu við fólkið. En
umfram allt: hlustið ekki á róg-
tungur sundrunaraflanna. Högg-
ormstungur sleikja sífellt! Auðvit-
að verður svæðaskiptingin að hvíla
á samhug fólksins. Með öðrum
hætti verður hún ekki það afl, sem
í henni felst. Þess vegna lífsnauð-
syn að rekja í sundur óljósar hug-
myndir sem enn hafa einkennt orð-
ræðu um framkvæmd markmiða.
Að fengnum þessum breytingum
á formi til afls og ábyrgðar í stjórn-
stigi sveitarfélaganna og með
algjöru valdi yfir þeim samfélags-
þáttum, þeim verkefnum, sem
koma heim í byggðarlögin, þá
koma til breytingar á skipan Ál-
þingis, sem myndar ríkisstjórn og
fer með löggjöfina.
Deilt er um atkvæðavaldið: Al-
kunn er setningin: einn maður eitt
atkvæði. Ég hefi sett fram tillögu.
Hið fyrzta: algjört persónukjör!
Kosið í einu lagi fyrir landið allt.
Hver kjósandi velur þrjú nöfn.
Framboð eða tilnefning á hópum
(listum) og úr hópi þeirra velur
hver kjósandi þrjú nöfn hvorki
færri né fleiri og kjörseðill aðeins
með þremur línum, sem kjósandi
skrifar nöfnin á í kjörklefa (eða
vélritar). Þingmenn verði 45, ekki
fleiri. Framboðshópar (listar) eru í
stafrófsröð. Kjósandi velur þrjá -,
af þremur listum, tveimur, eða ein-
um lista. Aðeins þrjú nöfn. Allir 45
þingmennirnir persónukjörnir -
þeir 45 er flest atkvæði fá. Flokkar,
eða samtök munu standa að fram-
boðunum og fjöldi hvers hóps tak-
markaður við visst hámark. Það
yrði með þessum hætti ómetanleg
endurbót á stjórnmálalegu sið-
gæði, þegar enginn frambjóðandi
er fyrirfram kosinn, í stað lista-
kosninganna nú, þar sem út úr
áflogum prófkjöranna koma að
mestu leyti sjálfkjörnir þingmenn
peningalegra valdahópa!
Markmið byggðahreyfingar,
sem ég átti mestan þátt í að móta:
Þannig sett fram 1985.
1. Að styðja og vernda byggð um
allt land.
2. Að styðja og vernda þjóðlíf sem
byggir á heimaöflun í samræmi
við lífbeltin tvö, gróðurbeltið og
hafið umhverfis, í ljósi þekking-
ar á samhengi nota og verndar.
3. Að í stjórnarskrá komi svæða-
skipting, fylki eða þing og
stjórnun og vald á svæðunum
hvíli á sveitarfélögunum. Þar
tilheyri land, vatns- og hitaorka,
sem ekki er í einkaeign hverju
svæði, og verður sameign fólks-
ins þar. Megin þeirra umsvifa í
samfélagsmálum sem nú eru á
valdi ríkisins falli í hlut sveitar-
félaga á hverju svæði í réttlátu
hlutfalli skyldu og réttar. Reyna
skal til hlítar hvort enn er traust
í því sem forðum hét: „bestu
manna yfirsýn".
4. Að á hverju svæði komi sjálf-
stæður viðskipta- og gjaldeyris-
banki og verði staða þeirra
banka, skyldur og réttur,
tryggður í stjórnarskrá.
Manngildi er meira en auðgildi.
Héraðsbúar — Borgfirðingar
Jón Kristjánsson alþingismaður boðar til viðtals-
funda um þingmál o.fl. á eftirtöldum stöðum.
Brúarásskóla fyrir Hlíð, Jökuldal og Tungu laugar-
daginn 11. júní kl. 15:00.
Arnhólsstöðum fyrir Skriðdal og Velli sunnudaginn
12. júní kl. 15:00.
Végarði fyrir Fljótsdal og Fell sunnudaginn 12. júní
kl. 20:30.
Hjaltalundi fyrir Hjaltastaða- og Eiðaþinghár mánu-
daginn 13. júní kl. 15:00.
Fjarðarborg fyrir Borgarfjörð mánudaginn 13. júní
kl. 20:30.
Allir velkomnir
m ksfa
Að lokum þetta:
Ég hefi ekki komist hjá að læra
allt lífið. Hugsjónir mínar hafa
ekkert breyzt. Þingvera mín var
minn háskóli. Þingveran hefir gert
námið auðveldara árin á eftir.
Mesti styrkur minn nú er sá, að
tæpast getur nokkur núið mér þvi
um nasir að ég sé með persónupot!
Takið mark á mér lesendur! Þessi
ritsmíð, tillögurnar, eru þraut-
hugsaðar fyrir íslenzka velferð!
Á fyrztu sumardögum 1988
Jónas Pétursson
V 800 Litadýptarmælir.
7” skjár. 50 KHZ
niSONAR
Keflavík
Símar 92-11775 - 92-14699
TÆKI FYRIR
LITLA BÁTA
frá Raylfieon
og Apehso
R20/21 Ratsjár
16/24 mílur
Dagsbirta
Tengjanlegur við Loran
DXL 6600 Loran/Skrifari.
100 Vegpunktar.
6 sjálfvirkar
truflanagildrur.
Gisting
Veitingasala
Bar - Dansleikir
Ráðstefnusalir
Fundarsalir
Bíó
HÖTEL
VALASKJALF
EGILSSTÖÐUMs 97-11500