Austri


Austri - 03.05.1990, Blaðsíða 6

Austri - 03.05.1990, Blaðsíða 6
Egilsstöðum, 3. maí 1990. 17. tölublað. Fimmtugur unglingur: Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar bauð til hátíðardansleikjar Þann 25. apríl síðastliðinn héit Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. upp á 50 ára afmæli sitt með há- tíðardansleik í Skrúð. Að sögn Gísla Jónatanssonar, kaupfélagsstjóra, var þangað boðið öllu starfsfólki frystihússins og félagsmönnum kaupfélagsins með mökum, auk annarra vel- unnara fyrirtækisins. Var öllum boðið upp á veitingar og síðan var haldinn dansleikur, þar sem Tríó Eyþórs lék fyrir dansi. Var þessi hátíðardansleikur vel sóttur og þótti takast hið besta. Bæði Hoffellið og Ljósafellið voru í landi á laugardaginn, og tóku skipshafnir þeirra þátt í skemmtuninni. Hoffellið kom inn á laugardaginn og landaði þá 80 tonnum af fiski og Ljósafellið landaði 120 tonnum af fiski á mið- vikudaginn í síðustu viku. Var uppistaðan í afla beggja skipanna þorskur. G.I. Lóðsbátnum á Höfn hvolfdi í ósnum - mildi að ekki urðu mannskaðar Lóðsbátnum á Höfn hvolfdi í Hornafjarðarós á miðvikudag í sl. viku og var Torfi Finnsson, skip- stjóri, hætt kominn, en hann var staddur í brúnni þegar báturinn snérist skyndilega um 180 gráður. Með Torfa um borð voru tveir skipverjar af togaranum Þórhalli Daníelssyni, en hann hafði tekið niðri í ósnum daginn áður og var lóðsinn að toga í hann þegar óhappið varð. Mennirnir komust allir á kjöl og var þeim bjargað af áhöfn trillunnar Drífu sem kom á slysstað u.þ.b. 15 mínútum eftir að slysið átti sér stað. Ágætt veður var þegar þetta gerðist og sakaði mennina ekki. Orsök þess að bátnum hvolfdi er talin vera sú að bátinn rak fyrir straumi þegar hann var að toga í togarann og því kom átakið skakkt á lóðsinn. Þegar til átti að taka virkaði sleppi- krókur ekki og því hvolfdi bátnum. Hér marar lóðsinn í hálfu kafi en hann fór alveg á hvolf þegar óhappið varð. Á föstudaginn drógu tvær jarð- ýtur bátinn upp í fjöru á Suður- fjörutanga og var dælt úr honum sjó og síðan var hann dreginn til hafnar. Talið er mjög kostnaðar- samt að gera við hann og eru m.a. öll tæki og vélar mikið skemmd eða jafnvel ónýt. Þessum sama lóðsbát hvolfdi í Hafnarfjarðarhöfn í fyrra og fórst þá einn maður. Báturinn var ekki stöðugleikaprófaður eftir þann atburð. B. Lóðsbáturinn Björninn kominn að bryggju eftir óhappið. Austram.lSverrir. lomiuiiliB munstruð steinsteypa í stéttar og plön. Hitaveita Egilsstaða og Fella: Tæring í miðlunargeymi Miðlunargeymir Hitaveitu Egilsstaða og Fella var tæmdur í síðastliðinni viku til þess að hægt væri að skoða hann innan,en slíkt hefur aðeins einu sinni verið gert áður frá því geymirinn var byggður fyrir rúmum átta árum. Við skoðunina kom í ljós að tölu- verð úrfelling hefur sest innan á veggi geymisins og tæringarpollar komu í ljós. Eru þeir a.m.k. 2 milimetrar á dýpt, en geymirinn er smíðaður úr 6 millimetra plötustáli. Björn Sveinsson, hitaveitu- stjóri, segir að ekki hafi verið ákveðið hvernig brugðist verði við þessari tæringu en bjóst hann þó við að geymirinn verði tæmdur aftur í sumar og í framhaldi af því yrði hann sennilega sandblásinn og sementkústaður. Mikið er í húfi fyrir hitaveituna að lausn finnist sem kemur í veg fyrir frekari tæringarskemmdir, því samkvæmt heimildum Austra kostar nýr geymir nærri 70 millj- ónir kr. B. Björn Sveinsson, hitaveitustjóri, sést hér festa á filmu tœringarskemmdir inni í miðlunargeymi HEF í sl. viku. Innfellda myndin sýnir tank veitunnar, en hann rúmar um 600m3 af vatni. Ausmm.lB Reyðarfjörður: Snæfuglinn fekk á sig brotsjó Togarinn Snæfugl frá Reyðar- firði fékk á sig brotsjó síðastliðinn fimmtudagsmorgun, er skipið var á veiðum í Reyðarfjarðardýpi um 50 til 60 sjómílur frá landi. Tölu- verðar skemmdir urðu á skipinu. Að sögn Hallgríms Jónassonar, forstjóra Fiskverkunar Gunnars og Snæfugls, sem gerir togarann út, var veður ekki slæmt, er þetta óhapp varð. Ekki urðu nein slys á mönnum um borð eða á tækj- abúnaði skipsins, en sjór komst í tvo klefa í skipinu og einnig í matsal á neðri þiljum, svo að timburklæðning í klefunum og í matsal eyðilagðist. Hér mun vera um að ræða margra milljóna króna tjón. Skipið mun hins vegar halda áfram veiðum eins og ekkert hafi í skorist og er það ekki væntan- Milljóna tjón varð á Snæfuglinum nýverið er skipið fékk á sig brotsjó. legt inn til löndunar fyrr en 12. maí. Að undanförnu hefur Snæfugl- inn aðallega verið að veiða grá- lúðu, karfa, ufsa og ýsu, en þorskur vill einnig slæðast með, þó ekki hafi verið ætlunin að veiða hann vegna kvótans. Veið- arnar hafa annars gengið vel, að sögn Hallgríms. g.I. KURL 43 tonn á beltum Nýlega keypti Myllan sf. á Egilsstöðum jarðýtu af stærri gerðinni, og er hún reyndar sú stærsta á Austurlandi. Ýtan er 43 tonn á þyngd, af gerðinni Komatsu DÍ55 og knýr hana nærri 400 ha. rokkur. Vélin var keypt, lítið notuð, frá Bretlandi og verður hún notuð fyrst um sinn í Odds- skarðsvegi, en Myllan sf. er með verk fyrir Vegagerðina þar. Eigendur Myllunnar eru þeir Unnar Elisson og Agnar Eiríksson. Á myndinni hér að ofan má sjá annan af eig- endum fyrirtækisins, Unnar Elisson, við hlið nýju ýtunnar. Ný hársnyrtistofa Ný hársnyrtistofa var opnuð í Fellabæ, fyrir fáum dögum, undir nafninu Hárhúsið. Eig- endur stofunnar eru Áslaug Ragnarsdóttir og Margrét Lilja Eðvaldsdóttir hárskerar. Bjóða þær viðskiptavinum sínum upp á alla almenna hársnyrtingu s.s. klippingu, permanent, litanir, strýpur, djúpnæringu, skeggsnyrtingu og rakstur. Stofan er til húsa þar sem bókabúð Sigbjöms Brynjólfssonar var áður, en hún hefur flutt sig um set í nýtt húsnæði. Á myndinni er Margrét Lilja að snyrta hár viðskiptavinar og sagði hún aðspurð mikið vera að gera hjá þeim stöllum. Skop Sonur minn kemur aldrei þegar ég kalla á hann. Hann verður áreiðanlega þjónn þegar hann verður orð- inn stór. ★ ★ ★ Kjötkaupmaðurinn hafði eignast son um nóttina og var auðvitað í sjöunda himni, þegar hann var að segja kunn- ingjunum frá erfingjanum: „Hugsið ykkur“, sagði hann, „Strákurinn er þrjú og hálft kíló með beinum og öllu saman.“ Speki Vinnan hefur ekki alltaf ham- ingju í för með sér. Hins vegar er engin hamingja án vinnu.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.