Austri


Austri - 10.01.1991, Blaðsíða 2

Austri - 10.01.1991, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 10. janúar 1991. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Skrifstofa Austra Lyngási 1, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson Útgáfu- og auglýsingastjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Guðgeir Ingvarsson Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-11984 Áskrift kr. 360.- á mánuði. Lausasöluverð kr. 95,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449 Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Starfs- hættir Alþingis Um þessar mundir standa yfir viðræður formanna þingflokka á Alþingi um veigamiklar breytingar á starfs- háttum þess. Þessar breytingar, ef af verður, sæta tíð- indum enda eru þær breyting á stjórnarskrá landsins og verður að fjalla um þær í almennum kosningum. Stjórn- arskráin hefur verið í skoðun sérstakrar stjórnarskrár- nefndar um langt skeið, en nú er útlit á að vítækt pólu- tískt samkomulag takist um breytingar þeirra ákvæða sem snúa að löggjafarsamkomunni. Veigamesta breytingin sem rætt er um er sú að afnema deildaskiptingu Alþingis. Þetta er mjög afgerandi breyt- ing á öllum starfsháttum löggjafarsamkomunnar og þetta nýtur æ meira fylgis. Ekki er vafi á því að störf þingsins verða einfaldari í sniðum við að það starfi í einni deild. Nú háttar þannig til að tvær þingnefndir starfa í sömu málunum, ein í hverri deild. Við breytinguna mun þeim fækka og þing- menn munu að öllum jafnaði sitja í færri þingnefndum. Þeir hafa því möguleika á því að einbeita sér að færri málum og ákveðnum málaflokkum og ekki er vafi á því að vægi þingnefndar mundi aukast um þau mál sem þær fá til meðferðar. Auðvitað mundi þessi breyting leiða af sér að seinni deild getur ekki lagað mál fyrri deildar, eða komið efn- isatriðum inn. Þingnefnd sú sem málið fær til meðferðar mun því þurfa að ganga frá málinu í endanlegri gerð. Þetta er að vísu ekki mikil breyting frá því sem nú er, en sá möguleiki er útilokaður að breyta málinu í seinni deild. Ein deild á Alþingi gerir það að verkum að einfaldur meirihluti þingsins ræður. það hefur ekki verið svo. Deildaskiptingin gerir það að verkum að minnihluti þingsins getur stöðvað lagafrumvörp í skjóli hennar. Meira að segja eru möguleikar á því að lítill en sam- hentur hópur þingmanna t.d. í efri deild geti stöðvað einstök mál sem öruggur meirihluti þings er fyrir. Ýmis fleiri atriði eru í umræðunni. Það er rætt um að þrertgja réttinn til úgáfu bráðabirgðalaga, og má færa rök að slíku, ef starfshættir Alþingis verða gerðir einfaldari. Tiltölulega auðvelt ætti þá að vera að aðkallandi mál fái skjóta umræðu og umfjöllun á Alþingi. Einnig er rætt um það að ráðherrar taki inn varamenn er þeir setjast í ráðherrastól. Þetta er veigamikil breyt- ing sem gerir það að verkum að aukaþingsæti verður til í þeim kjördæmum sem fá ráðherra. Nokkur umræða hefur verið í fjölmiðlum um fækkun þingmanna og breytingar á kjördæmaskipan. Ekkert samkomulag er orðið um þessi atriði og hefur deilda- skipting Alþingis verið efst á baugi í viðræðum for- manna þingflokka. Varðandi fækkun þingmanna er nauðsynlegt að hafa í huga, að fækkun þeirra þýðir aukið embættismannavald og aukið hlutfall þéttbýlis á kostnað dreifbýlis. Sömuleiðis er hætt við að breytingar á kjördæma- skipaninni mundu þróast í sömu átt. Ekkert er þó á móti umræðu um þessi mál, en varasamt er að flana að aðgerðum í þessu efni. J.K. Frá Tölvu- miöstöö fatlaöra í lögum Tölvumiðstöðvar fatl- aðra segir að markmið hennar sé söfnun upplýsinga um vélbúnað og hugbúnað, sem nýtist fötluðu fólki í sambandi við tölvur til atvinnu, náms og tómstundastarfs; þróun slíks búnaðar og aðhæfing að íslenskum aðstæðum; dreifing slíks búnaðar og skráning upplýs- inga um ráðstefnur og námskeið á þessu sviði. Til þess að Tölvumiðstöð geti þjónað tilgangi sínum sem best þarf hún að komast í samband við þá einstaklinga, fyrirtæki, félög eða stofnanir sem hafa innsýn í þessi mál; þ.e. þá sem hafa hannað, unnið að uppsetningu, eða á annan hátt hafa þekkingu á viðkomandi búnaði. Einnig þarf að komast í samband við fagfólk og aðra aðila sem hafa leiðbeint við notkun á ofangreindum bún- aði. Nú stendur yfir söfnun upplýs- inga um ofangreinda tengiliði, þann búnað sem fyrir er í landinu og þær lausnir sem unnið er að. Ef þeir sem sjá og heyra um þessa fréttatilkynningu vita um slíka aðila, eða hafa spurnir af þeim, er nauðsynlegt að Tölvu- miðstöð fái sem gleggstar upplýs- ingar um þá, þannig að sem flestir fatlaðir geti notið góðs af kunnáttu þeirra í framtíðinni. Vinsamlega hafið samband við: Tölvumiðstöð fatlaðra, Hátúni 12, 105 Reykjavík eða miðlið upplýsingum til Sigur- jóns Einarssonar í símum 91- 629494 eða með faxi í nr. 91- 623522. Með virðingu og fyrirfram þökk, Tölvumiðstöð fatlaðra. Umsjón: Sigurður Óskar Pálsson '•'YU í/ ij éL,. ifr -A í hendingum Y<ff Lesendum öllum óskar umsjónarmaður þáttarins árs og friðar og þakkar þeim góð- vild og þolinmæði á liðnu ári. Ætli veturinn sé nú loks lagstur að? Engu skal spáð en í hugann kemur erindi eftir Jón Magnússon skáld: Varpaðu frá þér vetrarkvíða. Vorsins finnst þér langt að bíða. En það kemur hægt og hægt. Storminn þunga hreggs og hríða hefur kannski bráðum lægt. Við því búinn vertu sjálfur: Vorið fer um lönd og álfur. En því miðar hægt og hægt. Þetta er upphafserindi kvæðis, er nefnist Vorar samt, og heyrist stundum fagurlega sungið í útvarpinu. Annars er höfundurinn einn þeirra, sem ekki eru á allra vörum nú á dögum. Hann fæddist í Foss- koti í Andakíl 1896, missti föður sinn um fimm ára aldur og fór þá um hríð til vanda- lausra; ólst eftir það upp hjá móður sinni á Svartagili í Þing- vallasveit. Hann nam beykisiðn og stundaði hana í Reykjavík og víðar; eignaðist hlut í hús- gagnaverslun og sinnti henni auk ritstarfa hin síðari ár. Hann andaðist 1944. Ári síðar kom ljóðasafn hans, Bláskógar, út í fjórum bindum; bar sama nafn og fyrsta bók hans er komið hafði út árið 1925. Ekki veit ég hvort Jón Magn- ússon kom oft til Austurlands, en víst er hann hér á ferð sumarið 1926, svo sem lesa má um í skemmtilegri frásögn í 11. hefti Múlaþings, bls. 165-169. Þykir mér líklegt, að í þeirri ferð hafi hann ort kvæðin Fljótsdalur, Nótt í Hallorms- staðaskógi og Möðrudalur, en þau birtust öll í næstu bók hans, er ber nafnið Hjarðir, og kom út 1929. Af kveðskap Jóns ættu Ijóðin um Bjössa litla á Bergi og gimb- ilinn góða að vera yngra fólki kunnug enda prentuð í skóla- ljóðum þeim, sem Kristján J. Gunnarsson tók saman og komu fyrst út árið 1964. Við skulum líta eftir nokkrum stökum í ljóðasafni Jóns Magnússonar: Undir jól Þó að fjúki fönn í skjól, fagnar allt sem lifir: Hillir undir heilög jól hæsta fjallið yfir. Stormur Ferðum skynda skýin grá, skekin vindum hörðum. Byljir hrindast ólmir á uppi í tindaskörðum. Kuldi Kaldar hærur kemba fjöll, kylja hlær við dranga. Fjúki slær um freðinn völl, frostið særir vanga. Draumanæði Sofna skaltu sætt og rótt, sorgum öllum gleyma. Bráðum komin nú er nótt, næði til að dreyma. Fúslega skal það játað, að stökur þessar gefa ekki rétta mynd af lífsviðhorfi höfundar. Á hinn bóginn þótti umsjónar- manni þáttarins þær hæfa líð- andi stund. Skal því vikið á aðra braut áður en lýkur: Upp og ofan Þó að ógni aldan há, aftur knörrinn réttist. Borðið gefur annað á, út af hinu skvettist. Með bestu kveðju. S.Ó.P. Firmakeppni Bridgefélags Fljótsdalshéraðs Frá Ferðamála- félagi Fljótsdals- héraðs og nágrennis Aðalfundur Ferðamálafélags Fljótsdalshéraðs og nágrennis var haldinn 13. des s.l. Ný stjórn var kjörin og skipa hana eftirtaldir: Haraldur Hrafnkelsson, Philip Vogler, Örn Þorleifsson, Krist- mann Jónsson, Jörundur Ragnars- son, og varamenn: Erlendur Stein- þórsson og Brynjar Sigurðsson. Stjórnin ákvað á fyrsta fundi sínum að unnið verði að undirbún- ingi eftirtalinna verkefna nú á útmánuðum: Ormsteiti 1991, námskeið fyrir leiðsögumenn, umferðamiðstöð, samgöngumál, áningastöðum við þjóðvegi, könnun á ferðaþjónustu á Héraði og Borgarfirði, jöklaferðum, báts- ferðum, íshelli o.fl. Ferðaþjónusta er að verða ein af arðbærustu atvinnugreinum landsmanna og því full ástæða fyrir þas em hafa áhuga á ferða- málum og ferðaþjónustu að mæta á almennan fund Ferðamálafélags Fljótsdalshéraðs og nágrennis þriðjudaginn 15. janúar n.k. kl.20:00 í Valaskjálf, en þar verða þessi mál rædd. Staðan eftir fyrsta kvöld af þremur. Butler - Tvímenningur. Sæti Stig 1-2 Brúnás 51 1-2 Herðir 51 3-4 Egilsstaðabær 48 3-4 Héraðsprent 48 5 Hitaveita Eg. og Fella 47 ^faustmót Skáksambands Aust- urlands 1990 var haldið í Grunn- skólanum á Reyðarfirði þann 5. jan. sl. Þátttakendur voru 7. Tími var 20 mín. á mann og tefldar voru sjö umferðir. Mikil spenna var í síðustu umferð, en þá þurfti Sigurður Ei- ríksson að vinn Guðm. Ingva Jóh. til að sigra í mótinu. Svo fór ekki og hreppti Sigurður því silfrið, eins og oft áður í mótum, en Viðar 6 Rafey 44 7 Sólning 43 8 Vélaleiga Sigga Þór 42 9 KHB kjörbúð 38 10 Birkitré 37 11 Malarvinnslan 34 12 Verkalýðsf. Fljótsdalsh. 33 13 Fellahreppur 20 náði gullpeningnum sem var á fall- egum stöpli. Magnús Valgeirsson hirti svo bronsverðlaunin. Nánar var þetta svona: Viðar Jónsson hlaut 4'/2 af 6 mögulegum. Sigurður Eiríksson, Eskifirði, hlaut 4 vinninga og Magnús Valgeirsson, Fáskrúðs- firði, einnig 4 vinninga, en Sig- urður fékk fleiri stig. Fast á eftir fylgdi svo Jóhann Þorsteinsson. Reyðarfirði, með 3'/2 vinning. Skákfréttir

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.