Austri


Austri - 10.01.1991, Blaðsíða 7

Austri - 10.01.1991, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 10. janúar 1991. AUSTRI 7 Sjónvarp helgarinnar FIMMTUDAGUR 1 O. janúar 17:50 Stundin okkar. — Endursýndur þáttur frá síðasta sunnudegi. 18:20 Síðastað risaeðlan. — Bandarískur teiknimyndaflokkur. 18:50 Táknmálsfréttir. 18:55 Fjölskyldulíf. 19:20 Kátir voru karlar. — Breskur gamanmyndaflokkur. 19:50 Hökki hundur. — Teiknimynd. 20:00 Fréttir, veður og Kastljós. 20:45 Matarlist. — Þáttur um matargerð í umsjón Sig- mars Haukssonar. Gestir þáttarins eru Kristjana og Baltasar Samper. 21:05 Evrópulöggur. — Zorro. — Þessi þáttur er frá Þýskalandi. Tvö ungmenni verða vitni að morði og lög- reglumaðurinn Thomas Dorn grípur til sinna ráða. 22:05 íþróttasyrpa. 22:25 Octavio Paz. — Sænski sjónvarpsmaðurinn Lars Helander ræðir við nóbelsverð- launahafann í bókmenntum, Octavio Paz. 23:00 Ellefufréttir og dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 11. janúar 17:50 Litli víkingurinn. — Teiknimyndaflokkur. 18:15 Lína langsokkur. 18:45 Táknmálsfréttir. 18:50 Gömlu brýnin. 19:20 Dave Thomas bregður á leik. — Bandaríski spéfuglinn Dave Thomas og gestir hans leika á alls oddi. 19:50 Hökki hundur. 20:00 Fréttir og veður. 20:35 Árni Egilsson í Hollywood. — Árni Egilsston kontrabassaleikari hefur um árabil lagt stund á list sína í Kaliforníu. Hann hefur leikið jafnt með sinfóníuhljómsveitum og dægurtónlist- armönnum og getið sér gott orð vestra. í þættinum er fylgst með Árna að störfum. 21:20 Derrick. 22:20 Sölumaður á suðurhveli. — Áströlsk bíómynd frá 1985. Hér segir af raunum sölumanns hjá Coca Cola sem sendur er til Ástralíu. 00:00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. LAUGARDAGUR 12. janúar 14:30 íþróttaþátturinn. 14:30 Úr einu í annað. 14:55 Enska knattspyrnan. — Bein útsending 16:45 HM í rallí-kross. 17:15 HM í handknattleik kvenna. 17:50 Úrslit dagsins. 18:00 Alfreð önd. 18:25 Kisuleikhúsið. 18:55 Táknmálsfréttir. 19:00 Poppkorn. 19:25 Háskaslóðir. 20:00 Fréttir og veður. 20:35 Lottó. 20:40 ’91 á Stöðinni. — Æsifréttaþáttur Spaugstofunnar hefur göngu sína að nýju. 21:00 Fyrirmyndarfaðir. 21:30 Fólkið í landinu. — Listamaður og leikbrúður. Sigrún Valbergsdóttir ræðir við Jón E. Guðmunclsson brúðugerðarmann. 22:00 Loftsiglingin. — Bandarísk ævintýramynd frá 1978. Tveir drengir gera upp gamlan loftbelg með fulltingi roskinnar frúar. Brátt verður þeim Ijóst að farartækið er gætt óvenjulegri náttúru. 23:25 Ástarhnútur. — Skosk spennumynd með rannsókn- arlögreglumanninum geðþekka, Jim Taggart. 01:55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. SUNNUDAGUR 13. janúar 14:00 Meistaragolf. 15:00 Eitt ball enn. — Sjónvarpsmenn á sveitaballi hjá hljómsveitinni Stjórninni. 15:50 Nýárskonsert frá Vín. 17:20 Tónlist Mozarts. — í ár eru liðnar tvær aldir frá láti Mozarts og mun sjónvarpið af því tilefni sýna upptökur af fjórtán sónötum hans. 17:50 Sunnudagshugvekja. — Flytjandi er séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir, prestur í Grindavík. 18:00 Stundin okkar. 18:30 Grænlandsferðin. — Mynd um lítinn dreng á Grænlandi. 18:55 Táknmálsfréttir. 19:00 Heimshornasyrpa. — Fyrsti þáttur: Litli trommuleikarinn. Barnaþáttur. 19:30 Fagri-Blakkur. 20:00 Fréttir, veður og Kastljós. 20:50 Ófriður og örlög. 21:50 Þak yfir höfuðið. — Fyrsti þáttur: Fyrsta byggð. Sjónvarpið hefur látið gera tíu þætti þar sem gripið er niður í sögu íslenskrar byggingar- listar. 22:20 Sáralítill söknuður. — Breskt sjónvarpsleikrit um ævintýra- legt samband ekkju nokkurrar og kráar- eiganda. 23:30 Listaverk mánaðarins. 23:35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarp helgarinnar FIMMTUDAGUR 10. janúar 16:45 Nágrannar. — Framhaldsþ. 17:30 Með afa. 19:19 19:19. 20:15 Óráðnar gátur. 21:05 Réttlæti. — Þessi nýi bandaríski framhaldsþáttur lýsir störfum lögfræðinga á skrifstofu saksóknaraembættisins í ónefndri stórborg. 22:40 Listamannaskálinn. 23:30 Demantagildran. — Tveir rannsóknarlögregluþjónar í New York komast óvænt yfir upplýs- ingar um stórt rán sem á að fremja í skartgripagalleríi. 01:15 Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 11. janúar 16:45 Nágrannar. — Framhaldsmyndafl. 17:30 Túni og Tella. — Teiknimynd. 17:35 Skófólkið. — Teiknimynd. 17:40 Ungir afreksmenn. — í dag hittum við Birki Rúnar Gunn- arsson sem er blindur. 17:45 Lafði Lokkaprúð. 18:00 Trýni og Gosi. 18:30 Bylmingur. 19:19 19:19. 20:15 Kæri Jón. 20:40 Skondnir skúrkar. 21:30 Makalaus sambúð. — Sígild gamanmynd sem segir frá sambúð tveggja manna. Annar er hið mesta snyrtimenni. Hinn er sóði. 23:15 Fjölskylduleyndarmál. — Þegar Anne Kriegler, snýr aftur til Parísar eftir margra ára fjarveru taka bróðir hennar og æskuvinkona á móti henni. Skömmu eftir heimkomuna fara dularfullir atburðir að gerast sem minna Anne á æsku sína. 00:45 Blindskák. — Bandarísk spennumynd. 02:15 Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 12. janúar 09:00 Með afa. 10:30 Biblíusögur. 10:55 Táningarnir í Hæðagerði. 11:20 Herra Maggú. 11:25 Teiknimyndir. 11:35 Tinna. 12:00 Þau hæfustu lifa. — Annar þáttur athyglisverðs fræðslu- þáttar um dýralíf. 12:25 Fyndnar fjölskyldumyndir. 12:50 Tvídrangar. 14:20 Hver drap Sir Harry Oakes? 16:05 Hoover gegn Kennedy. 17:00 Falcon Crest. 18:00 Popp og kók. 18:30 A la Carte. 19:19 19:19. 20:00 Morðgáta. 20:50 Fyndnar fjölskyldumyndir. 21:15 Tvídrangar. 22:05 Einkaspæjarinn. — Þetta er spennandi mynd um einka- spæjarann Stryker, sem fær það hlut- verk að gæta æskuvinkonu sinnar sem er drottning í Mið-Austurlöndum. Maður hennar, Rashid, hefur verið myrtur og nú eru morðingjarnir á hælum hennar. 23:40 Ferðalangar. — Meinfyndin gamanmynd um banda- rískan túristahóp sem keypti sér ódýra pakkaferð til Evrópu. 01:15 Á mála hjá maftunni. — Ungur strákur frá fátækrahverfum Fíladelfíu eygir tækifæri til betra lífs þegar hann hefur störf fyrir mafíufor- ingja nokkurn. Verkefni hans er að stela skipsförmum af hafnarsvæðinu. Þegar hann hefur starfað við þetta í nokkurn tíma fara að renna á hann tvær grímur því starfsmenn hafnarinnar hafa tekið hann í sinn hóp og fær hann samvisku- bit yfir því að vera að stela frá þeim. 02:50 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 13. janúar 09:00 Morgunperlur. 09:45 Naggarnir. 10:10 Sannír draugabanar. 10:35 Félagar. — Skemmtileg teiknimynd um hóp af krökkum sem alltaf eru að lenda í skemmtilegum ævintýrum, oft vegna þess að fyrirliðinn er hrakfallabálkur. 11:00 í frændgarði. 12:00 Popp og kók. 12:30 Framtíðarsýn. 13:25 ítalski boltinn. 15:15 NBA karfan. 16:30 Lagt á brattann. — Rómantísk mynd um unga konu sem er að hefja frama sinn sem leik- kona og söngvari. 18:00 60 mínútur. 18:50 Frakkland nútímans. 19:19 19:19. 20:00 Bernskubrek. 20:25 Lagakrókar. 21:15 Björtu hliðarnar. 21:45 Fjölmiðlakonungurinn. — Höfuðborg Bandaríkjanna, Wash- ington DC, árið 1995. 23:25 Lögga til leigu. — Hér er á ferðinni þrælgóð spennu- mynd, þar sem segir frá lögreglumanni og gleðikonu, sem neyðast til að vinna í sameiningu að framgangi sakamáls. Bönnuð börnum. 01:00 Dagskrárlok. Gamla hugljúfa sveit Þorsteinn Geirsson á Reyðará í Lóni hefur gefið út sína fyrstu bók og ber hún nafnið „Gamla hug- ljúfa sveit“. Þorsteinn hefur um nokkurt skeið aflað efnis í bókina og á drjúgt afgangs í annað bindi.Á bókarkápu segir meðal annars: Bók í>orsteins,„Gamla hugljúfa sveit“,er ávöxtur margra ára vinnu við heimildasöfnun og skriftir. Hann kýs að halda í heiðri minn- ingu aldamótafólksins í Lóni á þennan sérstæða hátt og leiðir les- Tjarnarbraut Egilsstöðum, sími KÁHRS gæðaparketið á tilboðsverði. RINGO innihurðir í flestum viðartegundum. 21Í223. andann bæ frá bæ í raunsærri lýs- ingu á kjörum og aðstæðum sem reyndust mörgum þung í skauti en einnig í frásögn um svo óbilandi framfarahug að undrun sætir.“ Bókin geymir sagnir Þorsteins og nokkurra annarra höfunda úr Lóni af fólki í sveitinni og er farið sem leið liggur frá Hvalnesi að Firði og rakin helstu æviatriði hjóna og einstaklinga á flestum bæjum. Um skilning sinnar kynslóðar á kjörum þessa fólks segir Þorsteinn í forála bókarinnar: “Þegar aldamótafólkið var að ljúka störfum og hverfa af vett- vangi vorum við börn og unglingar og skorti þroska til að skilja og skynja til fulls þá hörðu baráttu sen það hafði orðið að heyja til að sjá sér og sínum farborða,- þann umbótavilja, sem bjó í margra brjósti þrátt fyrir kröpp kjör og þann stórhug, sem öðru hverju braust fram eins og sólargeisli í gegn um ský. En nú þegar staðið er á líkum tímamótum, erum við hæfari til að meta liðinn tíma og auka þekkingu okkar á högum Þorsteinn Geirsson. þessa fólks, sem við eigum ótal margt að þakka og skuld að gjalda.,, Sérstaka athygli vekja frásagnir af fjölskyldum er sundruðust vegna fátæktar og er ekki ólíklegt að margann lesandann reki í roga- stans við að uppgötva þær hörm- ungar sem fólk bjó við um alda- mótin. Þá eru í bókinni þættir um atburði og minningu í sveitinni og er flest þar byggt á frumrannsókn höfundar. Má þar nefna þætti um Málfundafélag Lónmanna og aðdáunarvert starf þess að bygg- ingu samkomuhúss fyrir sveitina, um stofnun Menningarfélags Austur-Skaftfellinga, um lýðveld- ishátíðina í Lóni 17. júní 1944 og um baráttuna við Jökulsá. Með bók Þorsteins á Reyðará er hafið nýtt skeið í ritun sögunnar un byggð og búendur í Lóni. Bókin fæst hjá höfundi og í Bókabúð KASK á Höfn. ÞILJUR yfir 20 gerðir klæðninga í loft og á veggi. SKÁPAEFNI fjölbreytt úrval hurða- og hilluefnis í hvers konar innréttingar. Opnunartími: Virka daga kl. 13-18. Laugardaga kl. 10-14. Tvær ferðir í viku! Brottför úr Reykjavík: þriðjudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. © 91-685400. Bílasímar: KT-232 S 985 27231 U-236 © 985 27236 U-2236 © 985 21193 SVAVAR& KOLBRÚN S 97-11953 / © 97-11193 700 Egilsstöðum Ókeypis smáauglýsingar Óska eftir vinnu sem fyrst, allt kemur til greina. Upplýsingar í síma 11213. Fiðrildin. Dansæfing í Miðvangi 22, kjallara, þriðju- daginn 15. janúar kl. 20:30. Til leigu! 115m2 húsnæði ( kjallara til leigu, að Tjarn- arbraut 21 Egilsstöðum. Hentugt fyrir léttan iðnað, verslun eða þjónustustarfsemi. Upp- lýsingar í sima 11449 eða 11349. Vilja ekki einhverjir taka að sér vel ætt- aða, 2ja mánaða kettlinga sem eiga ættir sínar að rekja til Hrútafjarðar og Eiða- þinghár. Upplýsingar í s: 58884 á kvöldin. Þórhalla Snæþórsdóttir. Til sölu 3ja ára gömul tölva Cordata PC 400 512K með 20 mb hörðum diski. Upplýsingar í síma 31458. Til sölu. Glæsileg Toyota Carina II, árg. '87. Litur hvítur. Upplýsingar í síma 12195 á kvöldin. Áttu ekki gamalt skrifborð sem þú þarft að losna við? Ef svo er þá vantar mig eitt. Upp- lýsingar í síma 11984 frá kl. 8:00-17:00. Austurland Endurskoðun - Lögfræðiþjónusta Þann 5. október sl. opnuðum víð endurskoðunar- og lögfræðiskrifstofu á Egils- stöðum. Afgreiðsla skrifstofunnar verður fyrst um sinn að Hjarðarhlíð 9, en hluti af starfseminni í bráðabirgðahúsnæði að Kaupvangi 2. Fyrri hluta næsta árs verður starfsemi skrifstofunnar flutt í varanlegt húsnæði að Kaupvangi 2. Veitt verður eftirfarandi þjónusta: Endurskoðun og reikningsskil Lögfræði- og innheimtuþjónusta Rekstrarráðgjöf Skattaráðgjöf Bókhaldsþjónusta Endurskoðun hf. LÖGFR/EÐISTOFAN Egilsstööum Löggiltirendurskoðerdur: Lögmenn: Halldór Hróarr Sigurösson Árni Halldórsson hrl. HeimirV. Haraldsson Bjarní G. Björgvinsson hdl. Géir Valur Ágústsson viðskiptafræðingur Afgreiðslutími frá kl. 9:00-12:00 og 13:00-17:00 Símar: 11112 og 11313 - Fax: 12201 Hforval __ á verktökum vegna byggingar brimvarnargarðs á Suðurfjöru- tanga við Hornafjörð Flafnarstjórn Hafnar í Hornafiröi mun á næstunni bjóða út byggingu 600 metra langs brimvarnargarös á Suöurfjöru- tanga. Verktakar, sem hafa hug á að gera tilboð í þetta verk, geta sent inn tilmæli þar um ásamt þeim uþplýsingum sem óskað er eftir, og skulu gögn hafa borist til undirritaðra eigi síðar en 18. janúar nk. Forvalsgögn verða afhent þeim verktökum er þess óska á Bæjarskrifstofunum á Höfn, Hafnarbraut 27, og hjá Hafna- málastofnun ríkisins, Vesturvör 2, Kópvogi. Kópavogi, 2. janúar 1991. Hafnarstjórn Hafnar Hafnamálastofnun ríkisins

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.