Austri


Austri - 10.01.1991, Blaðsíða 3

Austri - 10.01.1991, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 10. janúar 1991. AUSTRI 3 Stéttarsamband bænda: Fréttatilkynning frá „Bændaferðum“ Bændaferðir og vetrarorlof Næsta orlofsvika verður á Hótel Sögu vikuna 11. til 17. mars n.k. Dagskráin verður með hefð- bundnum hætti. Heimsóttar verða afurðastöðvar landbúnaðarins, stofnanir og fyrirtæki. Þá verður farin ein stutt ferð austur fyrir fjall. Haldnar verða kvöldvökur. Þá mun verða farið í leikhús , tvisvar verður sameiginlegur kvöldverður á Hótel Sögu og þrisvar sinnum sameiginlegur hádegisverður. í samráði við hótelstjórann á Hótel Sögu verða framvegis valdir heiðursgestir, þeim verður boðin þátttaka í orlofsviku. Það geta verið hjón eða einstaklingar. Bændaferðir til útlanda í marsmánuði er fyrirhuguð viku ferð til Belgíu og Frakklands og í sumar verður farin bændaferð til Þýskalands og Austurríkis og er þar reiknað með 100 þátttakend- um.Einnig er boðið upp á ferð til vesturstrandar Kanada. Er það þriggja vikna ferð og getur hámarksfjöldi þátttakenda orðið 47. Upplýsingar um þessar ferðir fást í síma bændasamtakanna. Að mörgu er að hyggja Ungir leikarar á uppleið Myndin hér að ofan er tekin á æfingu á leikritinu “Þar er líka líf“, eftir Sól- veigu Traustadóttur. Leikhópinn skipa krakkar úr unglingadeild Leikfélags Fljótsdalshéraðs, leikstjóri er Kristrún Jónsdóttir. „Þar er líka líf“ var sýnt 3svar í desembermánuði og erfyrirhugað að hafa 1-2 sýningar nú í janúar. Máfarnir hurfu í fréttabréfi Ríkismats sjávarafurða, sem kom út í októ- ber, er athyglisverð frétt um bar- áttuna við að halda máfum í skefjum, en þeir sækja mjög í úrgang frá fiskvinnslustöðvum og geta verið miklir smitberar. Þar segir: „Samkvæmt upplýsingum frá Svavari Valtýssyni hjá Frystihúsi Kaupfélags Héraðsbúa á Reyðar- firði var beinakassa komið fyrir í húsinu til þes að koma í veg fyrir smithættu af völdum máfa. Svavar sagði, að áður en beinakassinn kom til sögunnar hefði beinum og úrgangi verið safnað á bílpall, sem komið var hálfum fyrir inni í skúr við frystihúsið. Reynt var að hylja úrganginn á bílpallinum með net- yfirbreiðslu, en það dugði ekki til að halda máfunum í burtu. „Starfsmenn höfðu áhyggjur af þessu og því var brugðið á það ráð að setja upp beinakassa og við það hurfu máfarnir með öllu,“ sagði Svavar. Allar aðgerðir sem stuðla að því að takmarka æti fyrir máfa stuðla að fækkun þeirra." Lýsi og fískur allra meina bót Flestir kannast við hollustu lýs- isins, en í fyrrnefndu fréttabréfi er m.a. vitnað í læknablaðið Lancet um þetta efni: „Mataræði eskimóa og leiðir til að koma í veg fyrir hjartaáfall er yfirskrift greinar, sem birtist í læknablaðinu Lancet nýlega. Þar er því haldið fram að lýsi sé mikilvægur þáttur í matar- æði fólks og að oft sé um spurn- ingu um líf eða dauða að ræða. Höfundar þessarar greinar segja að nýlegar rannsóknir leiði í ljós, að taki menn lýsi reglulega minnki það verulega hættu á hjartaáfalli. Þeir mæla með lýsi vegna þess að Omega 3 fitusýrur í fiski stuðla að lækkun blóðfitu og draga úr æða- kölkun og þar með hættunni á hjartaáfalli. Munum eftir lýsinu!“ Samvinnunefnd Landssamtak- anna Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalags íslands skorar á Ríkis- stjórnina að hverfa frá þeim áformum að fella úr gildi 10. gr. laga um málefni fatlaðra og færa þau undir núgildandi lög um almannatryggingar. Þar sem lög Hótel Saga hefur fyrst hótela á íslandi ákveðið að bjóða viðskipta- vinum sínum sérstök viðskipta- mannakort sem hvort tveggja eru fríðinda- og greiðslukort. Viðskiptamannakortið er gefið út til tveggja ára í senn og þarf að sækja um það til hótelsins. Það er ætlað til greiðslu á gistingu, þjón- ustu og veitingum og er hvorki Ályktun um málefni fatlaðra eru nú í endurskoðun svo og lög um almannatryggingar er stefnt í voða því starfi sem beinist að samræm- ingu í þessum málaflokki. Hin ótímabæra breyting á lögunum skerðir um leið rétt fjöl- skyldna fatlaðra barna til umönnun- tekið aukagjald við útgáfu þess né við úttektir eða reikningsyfirlit. Fríðindin sem handhöfum kortsins standa til boða felast m.a. í forgangsþjónustu varðandi her- bergjabókanir, heimild til að rýma ekki herbergi fyrr en kl. 18 á brott- farardegi, ókeypis afnotum af gufubaði, nuddpotti og æfinga- arbóta og stefnir framkvæmd þessa réttar í óvissu. Virðingarfyllst, Ásta B. Þorsteinsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Arnþór Helgason, formaður Öryrkjabandalags fslands. tækjum í heilsuræktarsal auk ókeypis afnotum af fullbúinni skrifstofu ætlaða viðskiptavinum hótelsins. Þá fá handhafar við- skiptamannakortsins afslátt hjá nokkrum bílaleigum. Þessi fríð- indi geta breyst og fleiri atriði bæst við til hagsbóta fyrir handhafa kortsins. Viðskiptamannakort Hótel Sögu Ljósmyndasafnið á Egilsstöðum: Af hverjum er myndin ? Ef lesendur vita af hverjum myndirnar eru þá vinsamlegast komið upplýsingum til Sigurðar Pálssonar á Héraðsskjalasafninu á Egilsstöðum, sími 11417. Byggingavörudeild Egilsstöðum: YAMAHA vélsleðar, sýningarsleði á staðnum. Komið eða hringið og íáið nánari upplýsingar um verð og greiðslukjör. YAMAHA Vélsleðareimar, margar gerðir. Vélsleðahjálmar og stígvél. Vélsleðavarahlutir YAMAHA. Tilboð í matvörudeild: Lamba lærissneiðar .... 890,- kg. Reyktar grísakótel. 1050. - kg. Tyrolpanna (svínakj.) . 795,-kg. Saltað hrossakj. úrb. ... 350,-kg. Maarud skrúfur og hringk 100 gr........135,- Pepsi Cola 1.5 L......145,- Sanitas pilsner 0,5 L.. 75,- Vefnaðarvörudeild: Efni í þorrablóts- og árs- hátíðarfatnaðinn. Spariskór á herra. Kuldaskór og úlpur. Moon boots st. 36 til 39. Tilbúnar eldhúsgardínur. Samkort TESCO verðlisti: Tesco matarolía 1 L..... 120.- Tesco kornolía 1 L .... 166,- TesCo tómatsósa 745 gr. .. 149,- Tesco íssósa 250 gr. .. 107,- Tesco súpur 420 gr. ds. ... 54,- Tesco kornflakes 500 gr. .. 214,- Tesco bak. baunir 220 gr. . 37,- Tesco bak. baunir 440 gr. . 60,- Tesco muesli 750 gr..... 322,- Tesco borðsalt 750 gr. ds. . 49,- Tesco hrísgrjón 4x125 gr. . 121,- Tesco hrg. lögur 750 ml. .. 100,- Tesco mýkir 1 L......... 96,- Tesco þvottaefni 4 kg... 679,- Tesco þvottaefni m/mýkir 3,5 kg....... 612,- Tesco sjampó 4 teg. 0,5L . 115,- Tesco WC steinar 50 gr. .. 82.- Tesco stálull m/10...... 82,- Tesco uppþv.efni 1 kg... 235,- Verslið þar sem úrvalið er. Opið mán. - fim. kl. 09 til 18, fös. 09 til 19, lau. 10 til 14. Opið í hádeginu alla daga. ItP? Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.