Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 25
Egilsstöðum, jólin 1991.
AUSTRI
25
„Það fanst mér mikið
tignarlegur staður.“
Það var Fljótsdælingurinn Guðmundur Snorrason, sem fyrstur
varð til að klífa Snæfellstind 1877, að flestir telja. Ritaði hann
stutta frásögu af ferðinni í blaðið Skuld á Eskifirði, 1. árgang (12-
13), 3. nóv. 1877, sem hér fer á eftir:
„Uppi á Snæfelli.
Herra ritstjóri! - Pann 13. Ágúst byrjaði égferð tnína inn undir
Snœfell, í þeirri von að ég mundi komast upp á það. - Kl. 10 f.m.
fór ég frá insta bœ í Fljótsdal; kl. 6 e.m. var ég kominn inn undir
Snœfell, og kl. 8'A var ég kominn upp á hœsta koll á því; það fanst
mér mikið tignarlegr staðr. Þar reisti ég upp stöng með íslenzku
flaggi á.
Hvergi var þoka eða skýhnoðri á loftinu, svo að sjá mátti yfir alla
Norðr-Múlasýslu og Suðr-Múlasýslu, afstöðu af öllu, og suðr í
Lón; og suðr yfir Örœfajökul sást ofan á auð fjöll, sem eru á að
gizka í Fljótshverfi. Þetta er Ijós vottr um, að Snœfell er hœrra en
Örœfajökull, þar sem svona sást til fjalla yfir hann.
Margir hafa fyr og síðar talað um, að dalir mundu vera í Vatna-
jökli. Ekki get ég alveg synjað fyrir að svo sé, heldur var inn af
Maríu-tungum, hér um bil í miðjum jöklinum, dœld mikil og lá til
suðrs og norðrs. Klettar voru beggja vegna við dœld þessa, en
hvergi sá ég auðnu, enda var það ekki vel að marka, því kíkir hafði
ég ekki; en á loftinu upp yfir honum sýndist mér sem hann vœri
auður.
Annan dal sá ég suðr af Geldingafelli; hanti er mjög grunnr og
líklega gróðrlítill, því snjór var undir hverri öldu í honum; jökul-
brún er í báðum endum á honum. Syðri endi hans stefnir fram á
Mýrar eða Suðrsveit.
Staddr á Vestdalseyri, 5. Okt. 1877.
Guðmundr Snorrason
frá Bessastaðagerði í Fljótsdal.
Guðmundur þessi varð síðar bóndi í Fossgerði á Jökuldal 1884-
1924, greindur maður og athugull um margt, stundaði smíðar og
verslun með búskapnum. Er sagt að hann flytti inn brennivín í
ámum, beint frá útlöndum til Seyðisfjarðar, en þaðan heim í
kútum og seldi. („Búkolla1'). Hann var eftir þetta afrek gjarnan
nefndur Guðmundur Snæfellsfari. Hann var kvæntur Álfheiði
Þorsteinsdóttur frá Glúmsstöðum, móðursystur Björgvins Guð-
mundssonar tónskálds.
Snæfell úr vestri (flugmynd). Skriðjöklarnir tveir úr „Hamarsbotnum“ sjást greini-
lega á myndinni, en þeir eru skammt utan við Snœfellsskála.
Ljósm.: Oddur Sigurðsson.
Snæfell í skáldskap
í upphafi þessara skrifa var
minnst á nokkrar vísur um Snæ-
fell, en það hefur að vonum orðið
mörgu skáldinu yrkisefni, og
skal þess freistað að geta þess
helsta hér.
Fyrst skal þá frægan telja Matt-
hías Jochumsson, þjóðskáldið
alkunna. Þann 5. ágúst árið 1900,
reið Matthías í góðra vina hópi frá
Seyðisfirði upp á Hérað, sem hann
leit þá í fyrsta sinn sínum jarð-
nesku augum. Og andagift skálds-
ins lætur ekki á sér standa:
Hugfanginn heldur ég stóð,
og hljóðlega baðst ég svo fyrir:
„Lof sé þeim lífið mér gaf:
Loks sé ég Fljótshéraðs sveit!
Gef mér nú goðborna dís,
nei gefðu mér Appolló-Bragi,
himneska hressingarskál,
hefja skal lofgjörðarmál!
Þetta er ein vísa í kvæðinu „Á
Fjarðarheiði“, sem er eins konar
gamansamur inngangur að öðru
sem heitir „Fljótsdalshérað“, en úr
því er vísan sem tilfærð er í upp-
hafi greinar. I báðum þessum
kvæðum lætur skáldið gamminn
geisa. Það er eins og það ráði sér
ekki fyrir fögnuði og galsa, og því
varð hér ekki til neitt fullkomið
listaverk, eins og t.d. „Skín við
sólu Skagafjörður", en margt er
þar gullkornið engu að síður.
Jón Gunnarsson á Brekku í
Fljótsdal, föðurbróðir Gunnars
skálds, orti um Snæfell:
Snæfellið hvíta þig horfi ég á,
héðan af Leginum bláa.
Tignarleg þykir mér sjón þig að sjá,
með silfraða faldinum háa.
Guðrún M. Kjerúlf hefur samið
lag við þessa vísu, sem birt er í
sönglagaheftinu: Raddir vorsins.
Rvík. 1968.
Eyjólfur Jónasson Melan, sem
víða var prestur í íslendinga-
byggðum í Norður-Ameríku, fædd-
ur á Sléttu í Reyðarfirði 1890, orti
kvæði er nefnist „Kveld á Rauðs-
haugi“, er birtist í Heimskringlu
1934 og er endurprentað í Múla-
þingi 9 (1977). Rauðshaugur er
uppi á hálsinum ofan við Kolls-
staðagerði, og mun varla til betri
útsýnisstaður fyrir Snæfell og
innanvert Hérað. Ég tek hér upp
fyrri hluta kvæðisins:
Lagarfljót dreymir í djúpbláum ál,
deyjandi sólmóðu kafið,
skyggnt eins og blóðrefils biikandi stál,
blæhlýju grænsilki vafið.
Víðfeðmin skugganna teygja sig tröll
og taka yfir víkur og granda,
á meðan hin dulu og dimmbláu fjöll
djúpúðug hugsandi standa.
Sem konungur upp yfir ásana rís,
með ennið í heiðinu bláa,
grænmöttlað, hlaðbúið eilífum ís,
einsamla Snæfellið háa.
Líkt seinustu hetjunni úr hjörvanna leik,
sem horfir um kveldið á valinn.
Það lítur, er sólskíman líður þar bleik,
yfir Lagarfljót, ásana og dalinn.
Annar Vestur-íslendingur,
Runólfur Runólfsson frá Snjó-
holti, lýsir Snæfelli þannig í kvæð-
inu „Fljótsdalshérað." (Lesb.
Mbl. 1. árg., 28.11.1926).
Vesturhlíð í hálfa gátt,
hvítan ber þar jökulskalla.
Snæfell teygir tindinn hátt,
tignarlega í loftið blátt.
Dísir leika og dansa kátt,
drungalega um hamrastalla.
Vesturhlíð í hálfa gátt,
heyrist ómur upp til fjalla.
Margrét Sigfúsdóttir frá Skjögra-
stöðum, átti heima á Hrafnkels-
stöðum síðari hluta ævinnar, en
þaðan blasir Snæfell við sjónum.
Henni verður Snæfellið ímynd
rósemi, festu og stöðugleika í fall-
völtum heimi, er hún kveður:
Árla ég töfrandi, margoft sé mynd,
magnþrunginn, sólglæstan Snæfellsins tind,
horfa með ró yfir Héraðið breitt,
hátign og festu hans skerðir ei neitt.
Hvenær sem lít ég þitt hátignar skraut,
heiðbláa ljóma við stjarnanna braut,
hugur minn fagnar, því fegurðarþrá
finn ég það svala að horfa þig á.
Margt er í óvissu mönnunum hjá,
margs konar breyting á ýmsu má sjá.
Þó eitt er ég viss um, og það er nú það,
að þú hverfur aldrei, né flytur úr stað.
Systurdóttir Margrétar, Guðný
Þorsteinsdóttir, er lengst átti heima
í Borgarfirði eystra, kveður svo í
fjarlægðinni:
Snæfellið er þar fegurst fjalla,
faldar það hvítu alla tíma.
Tignin þess býr í tindi bröttum,
tindrar er eygló faldinn gyllir.
Það er sem kóngur kærra fjalla,
kátur sem lítur yfir ríkið,
biður þess vel að vættir allar,
vaki yfir dalnum alla tíma.
Jóhannes Jónasson frá Skjögra-
stöðum kveður um fjallið í kvæð-
inu „Vormorgunn á Þúfu“.
Að líta yfir Fljótsdals fögru hlíðar,
og fellið, er sér tekur nafn af snæ,
það er mér yndi ætíð, fyrr og síðar,
því aldrei fegri sjón ég litið fæ.
Og helst í faðm hins hýra morgunroða,
er hugur fyllist leiðslukenndri þrá.
Mig langar ennþá eitthvað fleira að skoða,
þó ávallt nóg sé hérna til að sjá.
Sigurður Baldvinsson frá Stakka-
hlíð, ávarpaði Guttorm J. Gutt-
ormsson með tilþrifamiklu kvæði á
sjötugsafmæli hans 1948, er birtist
í Tímanum 10. des. það ár. Þar
samsamar höfundur Snæfellið
Fjallkonumyndinni og lætur hana
skarta við heimkomu skáldsins.
Snæfellið bláhvítt og bjart,
bar nú sitt fegursta skart,
rétti þér trölltrygga mund.
Sástu af regin sjónarhól,
saumaðan gulli mjallarkjól,
bjartan Fjallkonufald,
felldan við skaut og hald.
Drottningin dýrðleg og há,
djúpúðgi mótuð á brá,
tignin og vorbjarmavald.
Árið 1880 kleif 8-manna hópur
Fljótsdælinga upp á Snæfellstind.
Einn fjallgöngumanna var Þor-
varður Andrésson Kjerúlf uppal-
inn á Melum í Fljótsdal, þá læknir
og bóndi á Ormarsstöðum í
Fellum. Af þessu tilefni orti Þor-
varður kvæði, er hann nefnir:
„Uppi á Snæfelli 1880.“
Yfir firnindi og fjöll,
rennum augunum öll,
onaf Snæfellsins tröllvaxna tind.
Hér er svalari sól,
uppi á jötunheims hól,
en við niðandi laufhvamma lind.
Fegra útsýni í heim,
hefur enginn af þeim,
áður litið, er hvarfla nú hér.
Allt í svipan nú sést,
endalaus jökullest,
fornar heiðar og feigðvænur hlér.
Senn um heljarheims rann,
móður þrjár falla fram;
vatnsföll héðan vér eygjum og þrjú.
Löginn, Jökulsár tvær,
þinna landa eru þær,
vættur vor sem í fjallinu átt bú.
Undir hafgráum hnjúk.
þar býr hreggviðri og fjúk.
Kyssir kvöldsólin svellið blákalt.
Fölur máni úr mar,
skýja skýrir hann far,
fetar tómlega um himinhvolf svalt.
Ekkert lifenda lið,
hefur hér haldist við,
síðan jökull fól landvætta láð.
Tvisvar tæmum þess skál,
öll af alhug og sál.
Ei mun vænlegt að rjúfist þau ráð.
Blessist landbónda bær,
blessist sjóbónda sær,
hollt sé íslandi hamingjuhjól.
Veri vættur vor þú,
meðan bóndi er við bú,
verndarvættur þess lands er þig ól.
Hverfum, hverfum þá heim,.
heim frá öræfageim.
Hröð og sjaldgæf er hryggðarlaus stund.
Endurminningin ein,
bæta má oss það mein.
Glaðir slítum svo glaðværan fund.
Kvæði þetta fannst nýlega í
gömlu bréfadóti frá Hrafnkels-
stöðum í Fljótsdal, og hefur mér
vitanlega ekki verið birt áður.
Margt fleira mætti skrifa um
Snæfell í listsköpun Austfirðinga.
Til dæmis munu ófá málverk hafa
verið gerð af því og væri það efni í
sérstakan kafla. Ég vil þó sérstak-
lega nefna Steinþór Eiríksson mál-
ara á Egilsstöðum, sem málað
hefur fjölda mynda af Snæfelli, við
ýmsar aðstæður og undir ýmsum
sjónarhornum. Hygg ég að engum
hafi tekist jafn vel að túlka ímynd
fjallsins og töfravald þess. Er
greinilegt að það hefur hrifið hann
meira en flest fjöll önnur.
Loks er þess að geta að Snæfell
hefur frá ómunatíð verið notað til
að spá um veður fyrir næsta dag
eða daga. Þótti það óbrigðult
merki um þurrk daginn eftir, ef
heiðskírt var á tindinum að kvöldi.
Þar sem ekki sást til fjallsins frá
bæjum, voru menn stundum
sendir þangað sem það sást, til að
aðgæta þurrkhorfur.
þó litina, sem eru silfurhvítir, Ijósbláir, gulir og gylltir.