Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 29
Egilsstöðum, jólin 1991.
AUSTRI
29
hann hafði flutt hana á sjúkrahús
áður en hann fór í þessa veiðiferð.,
Höfðu þeir sagt honum þar að hún
myndi eiga stutt eftir ólifað. Er
nokkuð betra en verða henni sam-
ferða til fyrirheitna landsins. Hann
rís hægt og þreytulega á fætur. Þó
vínið hafi engin áhrif haft á hann
er hann orðinn stirður af að sitja
hreyfingarlaus. Er óvanur kyrr-
stöðu bátsins. En þá er barið á
hurð sem hann lokaði eftir að hafa
grýtt flöskunni út. En þarna hafði
hann setið hreyfingarlaus í þrjá
tíma. Hver getur verið að banka.
Varla drengir hans komnir aftur.
En aftur er barið og nú fastar en
fyrr. Og áður en hann hefur áttað
sig er hann búinn að segja, kom
inn, af vana. Hann sem ætlar ekki
að hitta neinn framar. Veit að
þögnin og einveran geyma gungu
sem hann best. Dyrnar opnast
hljóðlega og miðaldra kona kemur
inn. Pó að hún sé þreytulegri en
hann hafði haldið hana vera, og
rúnir lífsins séu ristar djúpu letri á
andlit hennar, þekkir hann hana
strax. Hann veit líka að þó hún líti
svona ellilega út núna þá verður
hún alltaf ung og falleg í draumum
hans. Svo skýrt hefur mynd
hennar geymst í huga hans, allt frá
þeirra fyrstu samverustundum.
„Sæll vinur minn“ segir Gerða
Hrólfs og kyssir hann á vangann,
ringlaðan, undrandi. „Einu sinni
sagði ég við þig vinur að ef enginn
styddi þig í lífinu yrðirðu troðinn
undir. Trúirðu því kannski núna?“
Hann getur ekkert sagt. Starir
bara þögull á konuna. Spyr loks
lágt, hálf hvíslar orðunum.„Hva,
hvað ert þú að gera hér? Er Björn
með þér?“ „Nei“, svarar hún glað-
lega, „hann fór með flugvélinni
fyrir stuttu. Hann kærir sig ekki
um að dvelja í svona krummavík".
„En“, spyr hann aftur hikandi.
„Hvað ert þú að gera hér?“
„Mamma dó í gær. Ég get ekki
látið þig einan um að undirbúa
jarðarför hennar. Pú hefur nógu
lengi verið einn hennar góða barn.
Já, mikið betra barn en við Björn.
Björn hefur alltaf litið á foreldra
mína sem eyrarvinnufólk, þótt
hann neyddist til, vegna áhrifa
pabba í flokknum að nota mig sem
þrep upp metorðastigann. Hann
var heldur ekki lengi að flækja mig
í net sitt. Og vinur minn, aðgerða-
leysi þitt var að æra mig. Mér
nægðu ekki hinar hljóðu stundir
okkar. Ég þráði meira, en hvað
hef ég fengið? Ekkert, í stað
mannlegrar ástar og líkamlegra
athafna á ég að láta mér nægja
upphefð og metorð þingmanns-
frúar, bankastjórafrúar og nú til-
vonandi ráðherrafrúar. Petta er
mitt líf Sveinn". Hann hafði staðið
upp á meðan konan talaði. Nú
spyr hann, hvíslar orðunum að
henni. Þó eru þau hér ein. „Kem-,
kemur Björn þá ekki til jarðarfar-
arinnar?“ og hann réttir konunni
hikandi hendina. Sér að hrukk-
urnar í andliti hennar eru dýpri en
honum hafði sýnst fyrst. Og hand-
tak þeirra er innilegt. Sömu hug-
ljúfu kenndirnar fylla hug hans og
við fyrsta handtak þeirra í æsku.
Og þó ekki alveg eins. Það er
meiri ró og friður yfir þeim báðum
nú. „Nei“, svarar Gerða, „Björn
hefur ekki tíma til að vera við
útför gamallar konu. Hann hefur
meiri áhuga fyrir embættaveiting-
um. Hann ætlar að senda krans á
kistuna“. Nú brestur rödd kon-
unnar, og hún segir kjökrandi:
„Nú er ég hér. Hér hjá þér vinur.
Og ég var að vona að nafna mín
hefði kennt þér að taka skjótar
ákvarðanir". Hún stendur álút á
gólfinu. Veit ekkert hvað hún á af
sér að gera. Reynir að ná valdi á
rödd sinni og tilfinningum.
Hækkar róminn. „í>ó við Björn
séum búin að vera gift svona lengi,
þá eigum við engin börn. Nei, ég
hef þó vissu fyrir að ég er fær um
að eignast börn. En Björn leyndi
mig því er við giftumst að hann
ætti barn. En nú í allmörg ár hefur
hann ekki um annað talað en
þennan dreng sinn. Og móður
hans sem er læknisdóttir. Já,
Sveinn minn. Hér stend ég nú. Þú
ræður hvað þú segir eða gerir. En
hvað sem það verður, þá breytir
það ekki því að ég er farin alfarin
frá Birni. Ég tók með mér allt er
ég átti er ég flutti til hans. Glingr-
inu sem hann hefur gefið mér
síðan má hann halda. Ég vil ekki
eiga neitt er minnir á mistök mín“.
„Reiddistu Birni vegna þess að
hann vildi ekki vera við útför
móður þinnar?“, spyr hann hik-
andi. Óttast þó að hann megi ekki
spyrja um það. „Nei, nei vinur
minn“ svarar hún og hættir að
gráta og strýkur hárið frá augum.
Hárið er orðið hélugrátt. „Mér
sárnar það að vísu að hann taldi
sig of mikinn höfðingja til að vera
við útför foreldra minna, þegar
faðir minn var jarðaður var hann á
leið til útlanda. Og mátti ekki
heyra annað nefnt en að ég kæmi
með. Ég fékk ekki einu sinni að
vera við útför míns eigin föður. Ég
var gunga þá. Nei, vinur minn“,
segir konan, aftur orðin klökk.
„Pví sem ég reiddist var það að
þegar Björn kom til mín í gær-
morgun og sagði mér að hann væri
á lcið austur að taka nöfnu mína af
þér, þá loks skyldi ég að hann
sveifst einskis. Veigraði sér ekki
við að eyðileggja framtíð einka-
bróður síns. Þá fyrst fann ég að ég
gat ekki setið lengur hjá og ekkert
aðhafst. En þú mátt samt ekki
halda, Sveinn minn, að ég hafi að-
eins reiðst því að Björn var að
gera föður minn ómerkan í gröf-
inni. Ætlaði að notfæra sér að
samningur sá er faðir minn gerði
við afa þinn var týndur“. Hér þegir
konan nokkra stund og gengur til
Sveins og beygir sig ofan að
honum. Kyssir hann léttan koss á
skeggjaðan vangann og bætir svo
við í spurnartón. „Finnst þér ekki
ákvörðun mín erfið vinur?" Hann
þegir. Getur ekkert sagt. Þorir
ekki að segja það sem hann langar
til. En, Gerða helduráfram. Talar
lágt. „Pabbi sendi mér ljósrit af
samningnum". Nú færir konan sig
alveg upp í kjöltu mannsins. Hann
finnur fyrir þunga hennar. Finnur
að hún er þyngri en þegar hún var
ung, þó grönn sé enn. „Og í bréfi
til mín segir faðir minn að ég megi
eyðileggja skjalið ef ég vilji, en ef
ég geri það ekki þá verði ég að
gæta þess vel að Björn sjái það
aldrei. En það sem mér fannst
undarlegast við bréfið var það að í
smáu letri innan sviga aftan á bréf-
inu stóðu þessi orð. „Gerða mín
skilaðu kveðju til Sveins, en ekki
Björns! Hrólfur". „Vinur minn,
flestar konur þrá það mest í lífinu
að hafa einhverja manneskju hjá
sér sem þær fái að umvefja kær-
leika sínum og ást. Ég geri mér nú
ekki miklar vonir um það hér eftir
að eignast barn. En þú hefur alltaf
verið í mínum huga stórt barn. Og
það barn hef ég alltaf þráð að
umvefja ást minni. Það sem ég ótt-
ast nú mest er það að nafna mín
sem aldrei hefur brugðist þér verði
af þér tekin. Svo stórt rúm í hjarta
þínu þar sem er kannski ekkert
pláss fyrir mig líka. Ég vona bara
að hún verði ekki eins gömul og
ég. Það er mín huggun“. Hann
hefur hlustað þögull á frásögn
konunnar. Ef til vill er það vegna
þess að hann eins og foreldrarnir
leit upp til bróður síns. Hann á erf-
itt með að trúa henni. Hann veit
það þó að hann hvorki getur né má
sitja svona hlutlaus. Látið eins og
þetta skipti hann engu. Hvort það
var vegna áhrifa vínsins eða af því
að Gerða SU 80 hafi vanið hann á
að taka skjótar ákvarðanir, gerði
hann sér aldrei grein fyrir, en hann
gekk hratt til konunnar sem risið
hafði upp úr faðmi hans og fært sig
út í eitt horn hússins. Tekur hana í
faðminn og þrýstir að sér og segir
óvenjuákveðinn. „Þú þarft ekki að
óttst nöfnu þína Gerða“. Hann
langar að kyssa hana á munninn en
kemur sér ekki að því. „Fyrst eftir
að þú hvarfst frá mér átti ég erf-
iðar nætur, þó ungur væri. Og ef
ég hefði ekki átt minningarnar um
okkar samverustundir sem hafa
orðið mér kærari eftir því sem ég
þroskast meira, veit ég varla hvað
ég hefði gert af mér. En minning-
arnar um okkar vesælu samfundi
hafa gefið mér kjark til að taka af
karlmennsku og æðruleysi því er á
móti hefur blásið. Og víst minnist
ég margra skemmtilegra sölu- og
veiðiferða með nöfnu þinni, en
þær geta aldrei orðið mér eins
kærar og minningin um þig vina“.
Elskan, langar hann að segja en
óttast að hann kunni ekki að bera
það orð fram. „En að missa ykkur
báðar var mér ofraun. Rétt áður
en þú komst hafði ég ákveðið að
leggja upp laupana, já fylgja
móður þinni til fyrirheitna
landsins“. „Vinur minn“, hrópar
konan fagnandi. „Við endur-
sendum Birni kransinn“. Kransinn
var endursendur.
Óskum öllum viðskiptavinum okkar
og starfsfólki
gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Þökkum ánægjuleg viðskipti
á árinu sem er að líða.
LANDSBANKI ÍSLANDS
útibúið á Egilsstöðum