Austri - 19.12.1991, Side 22
22
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1991.
Er hver að verða
síðastur?
Safnahúsið á Egilsstöðum, eins og það litur út í dag.
Minjasafn Austurlands var
stofnað á Hallormsstað haustið
1943. Að því stóðu Samband aust-
firskra kvenna (SAK), Búnaðar-
samband Austurlands (BSA) og
Ungmenna- og íþróttasamband
Austurlands (UÍA). Seinna gerð-
ust Múlasýslur og Menningar-
samtök Héraðsbúa aðilar að safn-
inu.
Gunnar Gunnarsson á Skriðu-
klaustri virðist fyrstur vekja máls á
að tímabært sé að halda saman
gömlum hlutum sem beri vitni um
hverfandi verkhætti. Gunnar sat í
fyrstu stjórn safnsins þar til 1948
að hann flutti burt af Austurlandi
og gaf ríkissjóði hús sitt á Klaustri.
Árið eftir var Minjasafni Aust-
urlands boðin aðstaða í húsinu og
þótti það vera í samræmi við vilja
Gunnars og Fransisku Gunnars-
son.
Á Klaustri var safnið til húsa um
næstum 30 ára skeið og þrengdist
hagur þess síðari árin vegna til-
raunastöðvar á vegum landbúnað-
arráðuneytisins, sem þurfti á hús-
inu að halda. Lengi toguðust menn
á í menntamála- og fjármálaráðu-
neytum um hverjum bæri með
réttu að sitja staðinn og leystist sá
hnútur ekki fyrr en 1979 að samið
var um að landbúnaðarráðuneytið
héldi Gunnarshúsi en byggt yrði
yfir Minjasafnið annarsstaðar.
Öll sú saga er rakin í Múlaþingi
1976 (eftir Hjörleif Guttormsson)
og Snæfelli 1984 (eftir Sigurjón
Bjarnason) og víðar og er engu
þar við að bæta.
Árið 1993 verður Minjasafnið
50 ára og ári síðar, eða svo, kemst
það í sitt fyrsta varanlega, boðlega
húsnæði. Pá verður lokið 1. áfanga
Vallarvinnuáhöld. Taðkvörn, eða skíta-
mylla sem Guðmundur Þorfinnsson
bóndi á Litla Steinsvaði smíðaði. Aðal-
heiður Sigurðardóttir á Galtastöðum
fram gaf safninu 1976. Taðkvísl sem
Gísli Þorvarðarson i Papey smíðaði,
endurbœtt af Gústaf syni hans, sem gaf
safninu 1975. Sporrekuna smíðaði
Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi,
ásamt fleiri verkfœrum sem safnið van-
hagaði um. Guðmundur vann við við-
gerðir á safnmunum 1979.
Ljósm.: Helgi Hallgrímsson.
safnahússins á Egilsstöðum og
Minjasafnið fær um 600 ferm. til
umráða auk sameignar. í húsinu
fullbyggðu á safnið 800 ferm.
húsnæði. Auk þess sem safnið
leggur með sér í húsbygginguna
vegna Skriðuklausturs greiða
sveitarfélög í Múlasýslum ákveðið
hlutfall af kostnaði.
Blóðtökutæki, koppar og bíldur. Björg
Jónsdóttir Ijósmóðir frá Höfða á
Völlum átti, en Ingibjörg Stefánsdóttir á
Egilsstöðum gaf safninu.
Ljósm. : Pétur Eiðsson.
Servantur með tilheyrandi þvottaskál,
könnu og næturgagni. Frá heimili
Eyjólfs, Einars, Jónasar, Hólmfríðar
og Aðalheiðar Jónsbarna. Þau bjuggu í
Mjóanesi á Völlum um 1920. Síðaststóð
servanturinn í gestaherbergi hjá þeim
systkinum á Höfða, en þar bjuggu þau í
rúm 40 ár. Aðalsteinn Bjarnason gaf
safninu. Ljósm.: Pétur Eiðsson.
Guðmundur Þorsteinsson að störfum sínum í Minjasafninu.
Ljósm.: Safnastofnun Austurlands.
Kertaform frá Gilsá í Breiðdal, pottaskafa, heimasmíðuð úr járni, frá Brenni-
stöðum í Eiðaþinghá, og búðarkeyptur pottabursti, frá Hamragerði í Eiðaþinghá.
Ljósm.: Pétur Eiðsson.
Kistill frá Kirkjubóli í Stöðvarfirði og tágakarfa frá Hákonarstöðum á Jökuldal.
Kúpulaga körfur eins og þessi hafa verið algengar og eru búnar til úr íslenskum
tágum. Ljósm.: Pétur Eiðsson.
„Trausti", ílát til að fœra fólki mat í á engjar. Frá Núpi í Berufirði.
Ljósm.: Pétur Eiðsson.
Þar sem safnahúsið ætlar sýni-
lega að verða að veruleika, sem er
kannski meira en margir hafa
þorað að trúa á, er kominn tími til
að hefja undirbúning fyrir þau
merku tímamót.
Hér á eftir fara hugleiðingar um
Minjasafn Austurlands eins og það
gæti orðið í nýju húsi.
Safnið var stofnað á tímum
þegar breytingarnar gengu hratt
fyrir sig. Pað sem vakti fyrir stofn-
endum safnsins var að bjarga
minjum gamaldags bændasamfé-
lags sem stríðsárin bundu að fullu
enda á. Að leiðarljósi var þetta:
nú er ekki seinna vænna, nú er
hver að verða síðastur, sem svo
lengi hefur verið einskonar viðlag
við minjasöfnun.
Að einhverju leyti tengdist
stofnun Minjasafnsins lokaspretti
sjálfstæðisbaráttunnar. Það átti
að halda fram ágæti rammíslensks,
heiðarlegs þjóðlífs. Það sama
gerðist annarsstaðar á Norður-
löndunum þegar þau stóðu í sinni
sjálfstæðisbaráttu á ýmsum
tímum, og stofnun Þjóðminja-
safnsins 1863 spratt af sömu
rótum.
Kringum 1945 var safnað um
400 gripum til Minjasafnsins.
Mikið voru það nytjahlutir á
undanhaldi s.s. stafaílát, tóvinnu-
áhöld og ljósfæri, en líka útskornir
skraut (og nytja-) hlutir eins og
stokkar, öskjur og rúmfjalir. Tölu-
Brennivínspeli, talinn úr eigu Páls
Ólafssonar skálds. Pelinn fannst í stiga-
skoti á Hallfreðarstöðum þegar rifið var
1941. / glerið er rispað: Þorbjörg Odds-
dóttir 1870, á hina hliðina: Páll og
Bakkus. Viðir úr salslofti Páls komu til
Minjasafnsins um 1950, en salurinn og
loftið voru á sinni tíð einhver glæsileg-
ustu húsakynni. Ljósm.: Pétur Eiðsson.