Þjóðhátíðarblaðið - 01.08.1933, Qupperneq 3
ÞjÓðhátíðarblaðið
Herjó2|sdalur.
(Sungið á ÞjóðhátiÖ Vestmannaeyja 1933.)
0, hvar um alla veröld víða
bvo vegleg sönghöll finst,
sem hér í skjóli hárra hlíða
í Herjólfsdalnum innst?
Þar kátir fuglar kvaka
frá klöpp og sjó,
og breiðum vængjum blaka
í bjarga tó.
Hve mjúkt og hlýtt er gólfið græna,
þar glitra blómin smá,
mót blárri hvelfing björgin mæna
svo brött og tignarhá.
Sér dreifa hvítar kindur
um klett og grund.
Hér syngur sær og vindur
og sveinn og sprund.
Hér syngur hver með sinum rómi,
og sóíin roðar tjöld,
og dalur fyllist fögrum hljómi
um fagurt sumarkvöld,
og börn með ljúfu lyndi
þar leika sér.
Hvar er að finna yndi,
ef ekki hér?
Sigurljörn Sveinsson.
Ben. G. Waage, forstti I. S. I. mun dvelja
hér um Þjóðhátíðina sem gestur knattspyrnufél.
„Týr“. — Mun hann vígja hina nýju hlaupabraut.
í Herjólfsdal. —
íþróttastefnan. Em Bennó.
Höfuðmarkmið íþróttanna,
er ekki það að bera sigur
úr bítum í kappraunum eða
að vinna verðlaun, silfur-
bikara og verðlaunapeninga.
Og eigi heldur það, að verða
methafi í einhveni íþrótta-
grein. Nei, höfuðmarkmið í-
þróttahreifingarinnar er ann-
að og meira en þetta. Það er
fyrst. og fremst það, að líkamsíþróttirnar verði al-
menningseign, að allir eigi á uppvaxtarárunum
kost á því, að læra einhverja góða og nytsama
íþrótt, að allir Islendingar verði góðum iþróttum
búnir, iþröttum, sem geta orðið þeim veganest.i í
lífinu og lífsbaráttunni. —
Það eru hin uppeldislegu áhrif líkamsiþrótt-
anna, sem mestu máli skifta fyrir þjóð vora, og
þess vegna á að leggja langtum meiri áherzlu á
líkamsiþróttir og útivist i skólum vorum, en gert
hefir verið hingað til. Og að því marki verður að
stefna, að allir borgarar landsins fái þá líkams-
menntun, sem þeim hentar bezt, og nauðsynlegt
verður að teljast fyrir allan æskulýð landsins og
framtíðarheill þjóðarinnar. Og þess vegna verður
að vinna að því á allan hátt, og gera mönnum
sem skiljanlegast, að oss ríður eigi hvað minnst
á því, að gera líkama vorn, sem hæfastan bústað
fyrir hina ódauðlegu sál vora. — En þetta er eitt
af mikilverðustu markmiðum íþróttahreifingar-
innar. —
Verðlaunin, sem veitt eru á íþróttamótunum,
eru aðeins örlítill þátf.ur í þessu menningarstaifi,
og til þess gjör, að benda unglingunum á leiðina
til hreinlætis og hreysti, hvetja þá til þess að
temja sér hollar og nytsamar líkamsíþróttir á
uppvaxtarárunum. Að vísu er þetta erfið leið, og
vandfarin, þvi margur unglingurinn hugsar meira
um verðlaunin, en þroskagildi íþiótt.anna fyrir ein-
staklinginn og þjóðarheildina. Og komið hefir það
fyrir, því miður, að menn hafa of tamið sig og
ofreynt. vegna væntanlegra verðlauna. — En kapp
er bezt með forsjá í þessum efnum sem öðrum.
Þessa skyldu hinir ungu íþróttamenn oftlega minn-
ast., þvl til lítils eru sigurvinningarnir og verðlaun-
Allir kaupa Þjóðhátíðarblaðið.