Þjóðhátíðarblaðið - 03.08.1938, Blaðsíða 3

Þjóðhátíðarblaðið - 03.08.1938, Blaðsíða 3
þJODHATIflARBLAB VÉSTMANNAEYJUM 3. ÁGÚST 1938 tsi]fgjÉíl5![BJBM|fMal51EJEl5JEM51fgMS1EraMIEÍBlgifBJHÍS1 ÍMHlS1EJHl51íM'Bl51f5JHl51EJal51igjBlg'irgJBL5ifBJHl51/ilfBl51 [h j»JO«HÁTIÖIN. Þáttar úr átvarpseríndí. ISiaJEJlSMMlSlMaJÍSMeJ l51MaJ151SJ3JI51SiaJl5MlD Engin skemmtun mun eiga eins ofarlega sæti í hugum Vest- mannaeyinga og þjóðhátíðin. Mitt í önnum sumarsins halda menn tvíheilagt um þessa helgi. Enda er þjóðhátíðin eina hér- aðsmót byggðarlagsins, semland- fræðilega séð er mjög einangr- að. Eg hefi víða komið á úti- skemmtanir og íþróttamót, og ég held mér sé óhætt að full- yrða, að Þjóðhátíð Vestmanna- eyja só sérkennilegust þeirra allra. Hún ber sinn sérstæða svip og einkenni — og þátttak- an er alveg sérstaklega mikil. Það má segja, að bærinn sé mannlaus, meðan á hátíðinni stendur, því allir sem vettlingi geta valdið koma í Dalinn. — Þegar þess er gætt, að hátíð þessi hefir verið haldin svo að segja árlega áratugum saman, er þetta ekkert einkennilegt. Fullorðnir menn muna eftir þjóðhátíðinni, þegar þeir voru smáhnokkar, og minningin um hana er ekki langt frá minn- ingunni um aðra mikla hátíð, þó hún sé með öðrum hætti og á öðrum tíma — sem sé jólin — Enda er það svo nú, að börnin telja þjóðhátíðina hik- laust meðal stórhátíða ársins. Eg heid, að einangrunin frá öðrum landshlutum eigi mjög mikinn þátt í því, hve félags- lyndir Vestmannaeyingar eru og m. a. í því, hve vænt þeim þykir um þjóðhátíðina sína. — Ég hefi aldrei séð fullorðna menn, lifsreynda menn, gamla sjóvíkinga og vinnuþjarka skemmta sér jafnvel, vera eins innilega barnslega glaða og á þjóðhátíð Vestm.eyja, hátíðinni þeirra, þegar einnig þeir, um stundarsakir, taka sér frí frá stritinu. — „Nú tökum við lagið, Iasmu — — og gamlir húsgangar og vildarvinir eru kyrjaðir í öllum hugsanlegum og óhugsanlegum tóntegundum og með ótal radd- brigðum: „Til hákarla í Vest- mannaeyjum,“ — gamail sjó- arasöngur með sálmalagi — og gamlar svaðilfarir rifjast upp, menn verða ungir í annað sinn. Euglaferðir, hákarlatúrar, áflog ' :7ÁND S BÓKASATN A'i 1 S 9 17 við Norsara eða Franzmenn 0.. s. frv. og aftur söngur, notið lífsins, kannske á nokkuð frum- stæðan hátt, én af fuilri ein- lægni alþýðumannsins, sem nýt- ur af hjarta þeirra fáu skemmt- ana, sem lífið býður honum — og ekkert þekkir til lífsleiða þeirrar manntegundar, sem hef- ir allt of mikið af skemmtun- um. Það er eins og hið þunna hismi menningarinnar hrynji af mönnum, öll uppgerð og tilgerð víkur fyrir einlægni og frjáls- mannlegri framkomu; það er eins og tugþúsundára gamlir eiginleikar hins ósnortna nátt- úrumanns vakni til nýs lífs. Á mánudaginn fara svo allir þessir menn til vinnu sinnar aftur, kannske ofurlítið syfjaðir eftir hátíðina, en brátt kemst lífið aftur í sama horf og áður. Aftur hverfur hver að sínu og ■kel „menningarinnaru sezt á nýjan leik að hjörtunum, Aftur er allt þetta fólk, áður en var- ir, orðið að venjulegum borgur- um í menningarlandi á hinni tuttugustu öld, —

x

Þjóðhátíðarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.