Þjóðhátíðarblaðið - 03.08.1938, Blaðsíða 6

Þjóðhátíðarblaðið - 03.08.1938, Blaðsíða 6
4 Þ J ÓÐHÁTÍ Ð ARBL AÐ þór 25 ára. Gagnjræðaskélinn í Vestmannaeyjum tekur tii starfa 1. okt. n. k. Skólinn starfar i þrem deildum eins og að undanförnu. í ráði er að auka handavinnunám námsmeyja í 3. bekk að miklum mun, og leggja áherzlu á saumavélanotkun. Skólinn léttir nemendum bókakaup með þvi að lána nokkrar námshækur á meðan upplag endist. Skólagjaíd er ekkeri. Beiðnir um skólavist komi í s. 1. fyrir 20. sept. n. k. Þó er vissast að sækja sem fyrst, því að húsrúm er takmarkað en aðsókn eykst ár frá ári. Viðtalstími kl. 5—7 alla virka daga. Foreldrar! Gerið yðar ítrasta til þess, að börn yðar geti stundað framhaldsnám að loknu fullnaðarprófi barnafræðslunnar. Unið ’cki við það, að unglingarnir hafist ekkert að hálft árið. Ekkei t er æskunni skaðlegra en iðjuleysið. Æskumenn í Eyjurn! Kjörorð yðar á að vera: vtnna, nám, iþróttir. Lifið samkvæmt því. Engan tíma iðjulaus! Ve. 27. júlí 1938. þorsfeiein Þ. Vígitsndssoii. Hiti og þetta. Íþrótíaferðjr K. V. Glímuflokkur frá Iv. V. undir stjórn ÞorsteinsEinarssonár sótti Íslandsglímuna í vor. Pör þessi markar tímamót í sögu glím- unnar hér í bæ. Eftir nokkurra úra deyfð, virðist nú sem glím- an sé aftur að verða merkur og mikilsmetinn þáttur í íþrótta- lífi bæjarins, mest fyrir dugnað og áhuga Þorsteíns Einarssonar. Eámennur hópur iþróttamanna héðan sótti AlLsherjarmót í. S. í. í sumar. Hvað afrek snertir var árangur þeirrar farar óvenju- lega lélegur. í ráði er, að 2. flokkur sæki Reykjavíkurmótið í knattspyrnu og um leið Bæjakeppni 2. flokks, en bæði þessi mót verða í Reykjavík síðari hiuta þessa mánaðar. Má vænta góðs ár- angurs af þessari för, því 2. flokks piltarnir æfa af rniklu kappi. — Íþróttaferðír tíl Eyja. Knattspyrnu- og sundmenn frá íþróttafélagið Þór, sem að þessu sinni gen'gat fyrir Þjóð- hátíðinni, er á þessu ári 25 ára — stofnað 9. september 1913. Auk K. V. er Þór elzta starf- andi íþróttafélag í Vestmanna- eyjum og meðal brautryðjenda skipulagsbundinnar íþróttastarf- semi hér á landi. (Eins og kunn- ugt er, var í. S, í. stofnað litlu fyrr, eða 1912). — Iþróttafélagið Þór lagði þegar í upphafi stund á fjölmargar í- þróttagreinar, þó segja megi, að knattspyrnan hafi lengst skipað öndvegið. Má öllum íþróttamönn- um og íþróttavinum vera það Ijóst, er þessum áfanga er náð, hversu geysi mikið og þarft starf í þágu menningar og mann- dóm3 hér hefir verið unnið af þessu félagi á liðnum aldarfjórð- ungi. í fyrstu stjórn félagsins áttu sæti Georg Gíslason formaður, Sigurður Jónsson, ritari og Har- aldur Eiríksson gjaldkeri, en núverandi stjórn skipa: Jón 01- afsson formaður, Guðlaugur Gíslason ritari og Bergsteinn Jónasson gjaldkeri. — Þjóðhátíðarblaðið óskar „Þór“ til hamingju með afmælið og Þjóðhátíðina. „Þór“ og „Grettiu á Akureyri kepptu við félögin hér í júií s. 1. Borguðu þeir þannig knatt- spyrnuför K. V. 1936 og sund- för Sundfélags Vestm.eyja 1937. — Akureyringarnir voru heppn- ir með veður og kynntust Eyj- Framh. á 7. síðu.

x

Þjóðhátíðarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhátíðarblaðið
https://timarit.is/publication/1476

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.