Sváfnir - 06.05.1933, Side 8

Sváfnir - 06.05.1933, Side 8
•8' sé að hrekja Þá skoðun mina, að Þróunin hafi ' í lýðræðinu fært okkur möguleika til Þess, að skipulagsbreyting geti farið fram á frið- samlegan hátt gegnum Þingræðið, að Það, að alÞýðan geri byltingu og alÞýðufl. komist í sterkan meirihluta löggjafarÞings, sé hliðstætt. En hvar eru rökin á móti ÞesstU? Ég ‘ann Þau ekki. Eg fékk aðra menn til að leita með mér, en Þeir fundu Þau ekki heldurj og er ég ekkert hissa á Þvi. Það sem Sig. heldur vist að séu rök, eru orðin f,Það erx nú ovó* ' og fullyrðing hans um Það, að Þótt jafnaðarmenn komist í meirihluta, verði ekkert hróflað við auðvaldsÞjóðfélaginuj En Þetta kalla ég engin rök. Eg hefi hér rúmsins vegna ekki rætt um nema örfá atriði úr grein Sig. Allt hitt verður að bíða betra tækifæris. En ég vona, að næsta vetur fái ég tækifæri til að ræða við hann um hin mismunandi sjónarmið okkar é félagslífinu og st j órnmálunum, og með Því kveð ég hann. G. Þ. G. Þ J 0 S T R Ú. I. Hér á landi hafa myndast margar sérkenni- legar sögur um drauga, álfa, tröll, útilegu- me:m, galdramenn og margt fleira. Á Þjóð- veldistimanum bar mjög lítið á Þessari Þjóðtrú. Þá fyltu konemgasögur, hetjusögur og goðasögur hugi manna. Samt er getið um ýr:sa drauga, til daanis Glám í Grettissögu, og svo eru Fróðárundrin töluvert dulræn.- Þaö er fyrst, er kemur fram á 17. öld, að Þjóðsögumar ná hámarki sínu. Það stafar af Því, að Þá var mjög mikil vesöld hér á landi, og Þjóðin á einna lægsta menningarstigi. Bryddir Þá mjög á hjátrú og hindurvitnum, sem spruttu af fáfrceði og vanÞekkingu á náttúrulögmálunum. Þau fyrirbrigði í nátt- úru.'ini og mannlífinu, sem ekki voru augljós, voiu talin óskiljanleg og yfimáttúrleg, og álitið, að Þau stjómuðust áð meiru eða minna leyti af djöflinum og hans árum. Þessi Þjóðtrú hefir Því að mestu leyti myndast, Þegar vahÞekking manna hefir verið mest, en Þer sögur, sem hafa. spunnist út af henni, eru merkilegar að Þvi leyti, að Þær eru sannur spegill aldarandans. II. Draugatrúin hefir átt einna mest itök hjá Þjóðinni. Hún greinist i tvent; dírauga og uppvakninga. Draugar eða vofur eru dauðir menn, sem af sjálfsdéðum hafa risið upp úr gröf sinni, og eru Þeir að sveima hér við jöröu að næturlagi. Gera Þeir mönnum/skráveifur,og komið getur Það jafnvel fyrir, að Þeir drepi menn. Þessir draugar hafa engan veginn kunnað við Þá svipleju breytingu, sem varð á högum Þeirra, er Þeir létust, og hafa ef til vill att eitthvað ógjört hér í heimi. ímsir átt peninga, sem Þeir hafa ekki viljað skilja við sig, eða att einhvers að hefna. Uppvakn- ingar eru dauðir menn, sem galdramenn hafa vakið upp og sent, til Þess að lumbra á einhverjum óvinum sinum. En sér grefur gröf Þótt grafi, Því að Þessir uppvakningai-, sem kallaðir voru sendingar, urðu oft meisturum sinum yfirsterkari, og réðu undirlögum Þexrra. Álfar eru fólk, sem býr i klettum og stór- um steinum. Þeir eru yfirleitt nllra bezta fólk, greiðugt og hjálpsamt, en hefnir grimmilega, ef á hluta Þess er gengið. Tröllin eru griðarlega stór vexti og búa i hellun. Þau gera mönnum oft mein, og jafn- vel éta Þá, ef Þau langar til Þess. Sum tröll erusvakölluð nátttröll. Þau mega ekki sjá dagsljósi}, Þvi að Þá steingjörvast Þau. Margir steinar og björg hér é landi eru nátttröll, sem dagað hafa uppi. Utilegu menn búa einkum i Ödéðahrauni, eða stöðum fjarri mannabústöðum. Þeir eru mennskir menn, er miklu kraftameiri heldur en hyggðarmenn. Stunda Þeir sveitabúskap, en féð er Þar miklu vænna og engin betri. Stundum kemur Það fyrir, að Þeir stela sauðfé frá byggðarmönnum, og oft hafa Þeir mannakjöt á boðstólum, Þegar svo vill til að byggðar- menn villast til Þeirra. Galdramenr. voru álitnir standa i sambandi við djöfulinn. A 17. öldinni kvað svo mikið að galdramönnum, að of t. d, hestur heltist eða kýr fór i mógröf, Þá var Það kennt galdra- brellum, og ef maður sýktist snögglega, átti Það að vera gemingaveiki. Sumir galdramenn urðu svo rammgöldróttir, að Þeir léku á læriföður sinn i listinni, eins og t. d. Sæmundur fróði. III. Nú á siðustu öld hefir áhugi Þjóðanna fyr- ir Þjóðlegum fræðum tekið að glæðast. Fyrstir’ urðu Þeii Grimsbræður tii Þess að færa Þjóð- sögur i letur, éins og Þær voru orðaðar af munni Þjóðarinnar. - Sagnfrasðingar meta Þjóð- sögur mikils að réttu.Þær eru góð bending um menningarstig hverrar Þjóðar*- hugsmiar- hátt hennar, átrúnað og lifskjör. 2. bekkingur.

x

Sváfnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sváfnir
https://timarit.is/publication/1478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.