Austri


Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 2

Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 15. apríl 1993. Útgefandi: Kjördæmíssamband framsóknarmanna á Austurlandí. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfríður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Útivist og björgunarmál Páskahátíðin er nú liðin þar sem saman fara fleiri frídagar en venja er til. Þó að helgi páskahátíðar- innar sé mikil, er hún andstaða jólanna að því leiti til að um páska leita margir út í náttúruna til ferða- laga og útivistar. Skíðavertíðin nær hámarki þar sem þannig hagar til, og fjölmargir leita inn á há- lendið til lengri eða skemmri ferða. Um þessa páska nutu landsmenn allir veðurblíðu, ekki síst þar sem fjölmennið er rnest. Það varð m.a. til þess að ekki þurfti að gera út leitarleiðangra, að þessu sinni, og hálendisferðir gengu yfirleitt að ósk- um. Hins vegar er þetta sá tími sem björgunarsveitir eru í viðbragsstöðu og mega búast við útköllum. Þessar sveitir sjálfboðaliða eru ávallt reiðubúnar árið um kring og þetta starf verður ekki metið til fjár. Utbúnaði þessara björgunarsveita hefur fleygt fram. Mikil þörf er á sem fullkomnustum björgunarbúnaði hérlendis vegna þess hvar veður eru hér hörð og að- stæður oft örðugar af þeim sökum. Þegar alvarleg slys verða má enginn hlekkur bresta. Sem fullkomnust þjónusta björgunarþyrlu er grund- vallaratriði þegar slíka atburði ber að höndum. Mikil björgunarafrek hafa verið unnin af þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og einnig af björgunarsveit vamarliðsins. Hins vegar er ekki viðunandi, ef nú verður hafist handa um að efla sveitina að gert sé út algjörlega frá einu landshomi. Ef litið er á aðstæður á öllu landinu krefjast þær þess að björgunarþyrlur séu staðsettar víðar en á Suðvesturhominu. Leiðarahöfundur hefur flutt ásamt þingmönnunum Olafi Þórðarsyni, Stefáni Guðmundssyni og Guð- mundi Bjamasyni þingsályktunartillögu um að fram fari úttekt á staðsetningarmálum björgunarþyrlu hérlendis sem lokið verði í haust. Tilgangurinn er að koma hreyfingu á þessi mál nú þegar til stendur að kaupa nýja björgunarþyrlu fyrir landhelgisgæsl- una. Það er þörf fyrir slíkt tæki út á landsbyggðinni ekki síst á Austurlandi vegna langs viðbragðstíma sem ávallt hlýtur að verða frá Reykjavík, hve full- komið tæki sem um er að ræða. Þetta gildir um björgun á sjó, en ekkert síður á landi. Tillagan kveður á um það að þessi úttekt sé gerð í samráði við þá aðila sem vinna hér að björgunar- málefnum. Það er nauðsyn til þess að efla samstarf þeirra sem vinna að þessum þörfu málefnum. A Austurlandi eru öflugar björgunarsveitir sem eru bomar uppi af miklum áhuga sinna félagsmanna. Staðsetning björgunarþyrlu í fjórðungnum mundi verða afar mikilvægur hlekkur í þá keðju sem þörf er á hér eystra til þess að auka öryggi á sjó og landi. J.K. Stefánskvöld að Iðavöllum Föstudaginn 16. apríl efna Héraðs- vísnavinir til “Stefánskvölds” á Stefán Bragason á góðri stund. Iðavöllum. “Stefánskvöld er m.a. haldið í tilefni af fertugsafmæli eins af félögunum, Stefáns Braga- sonar og verða á efnisskránni frum- samdir textar eftir hann bæði við eigin lög og annarra, auk þess að flutt vera ljóð og stökur. Um flutn- inginn sér 10 manna hópur söngv- ara, hljóðfæraleikara og upplesara. Stefán Bragason er afkastamikill textahöfundur og eru flestir textar hans í gamansömum dúr og oftast gerðir fyrir sérstök tækifæri s.s. þorrablót og aðra mannfagnaði. Rútuferð verður frá Söluskála KHB. Á Stefánskvöldið eru allir velkomnir sem áhuga hafa. AÞ Af ævintýrum Lappa BRIDDS Úrsllt í Vélsmiðjumóti Bridds- félagi Hornafjarðar Eftir gríðarlega baráttu tókst Jóni Sveinssyni og Áma Stefánssyni með aðstoð Ragnars Bjömssonar að hafa sigur í Vélsmiðjumóti fé- lagsins eftir harða keppni við Á- gúst og Olaf. Réð innbyrðisviður- eign röðinni. Spilaður var 3ja kvölda barómeter og hér er listi yfir þá sem enduðu í hagnaði. 1. Jón Sveinsson -Árni Stefánsson/ Ragnar Bjömsson 73 stig 2. Ágúst Sigurðsson - Olafur Magnússon 73 stig 3. Jón Níelsson - Gestur Halldórsson/ Guðbrandur Jóh. 70 stig 4. Sigurpáll Ingibergsson - Gunnar P. Halldórsson 51 stig 5. Skeggi Ragnarsson - Magnús Jónasson 38 stig 6. Svava Gunnarsdóttir - Ingólfur Baldvinsson 15 stig Næsta mót hjá Briddsfélagi Horna- fjarðar er hinn árlegi Sýslutví- menningur sem spilaður verður 16. og 17. apríl. Keppni hefst kl. 20 á föstudag og lýkur um 19.00 á laug- ardaginn. Veitt verða vegleg verð- laun og skráning hjá Sigurpáli í vs. 81701og hs.81268. Hundurinn Lappi komst heldur betur í fréttimar um páskana þegar jeppaleiðangur frá Egilsstöðum keyrði fram á hann við Kverká. Fljótlega eftir að fréttir af ferðum Lappa höfðu borist á öldum ljós- vakans kom í ljós að hann var frá bænum Aðalbóli í Hrafnkelsdal, en þangað hafði hann verið sendur til vistar, vegna flakknáttúru og ým- issra kenja sem illa þykja sæma siðuðum hundum í þéttbýli. Lík- lega hefur Lappa leiðst í betrunar- vistinni eða talið sig lítt upplagðan til að snúast við rolluskjátur, því hann lagði á vit ævintýranna inn á öræfi, ( hefur kannski ætlað suður í sollinn). Fyrir hjátrúaða leiðang- ursmenn, björgunarmenn Lappa, var hann hinn mesti happafundur, því við það. að hann slóst í förina urðu ferðafélagamir 14, en 13 þyk- ir jú vafasöm tala sem kunnugt er. Hvutti reyndist hinn besti ferðafé- lagi, ef frá er talin óseðjandi matar- lyst hans, en við lá að hann æti leiðangursmenn út á gaddinn í orðsins fyllstu merkingu. AÞ Lappi reynslunni ríkari eftir viðburðarríkt ferðalag áfjöllum. Myndin er tekin á bœn- um HUð þar sem hann hefur dvalið síðan hann kom úr ferðalaginu. Mynd: Sigurlaug Gísladóttir. Svar almennings Á Alþingi er verið að fjalla um lög um hinn raunverulega EES- samning. Ef þau verða samþykkt, verða þau sem önnur lög að hljóta staðfestingu forseta Islands eða þjóðarinnar. Vigdís Finnboga- dóttir vék sér undan því hinn 13. janúar s.l. að vísa staðfestingu lag- anna um fyrrverandi EES-samn- ing til þjóðarinnar með þeim rök- um, að hún óttaðist að þá yrði hún ekki tákn sameinaðrar þjóðar. Ungur piltur á Fáskrúðsfirði lést af völdum umferðarslyss þann 10. apríl síðastliðinn. Slysið varð með þeim hætti að bifhjól og bifreið rákust saman á Skólavegi með þeim afleið- ingum að ökumaður bifhjólsins lést samstundis. Hann hét Guðjón Gunnarsson og var 17 ára að aldri, búsettur á Fáskrúðsfirði. Hún vísaði einnig til þess, að færsla embættis hennar væri í mótun. Margir eru sem kunnugt er þeirrar skoðunar, að það styrki ekki emb- ættið sem tákn sameinaðrar þjóðar að víkja sér undan því að vísa EES-málinu til þjóðarinnar til staðfestingar, og vilja, að embætt- ið mótist m.a. með tilliti til þeirrar heimildar, sem 26. grein stjórnar- skrárinnar veitir forseta til að færa ráðin í tilteknum málum frá ríkis- stjóm til þjóðarinnar. Það er ekki nema von, að kapps- full ríkisstjóm þrýsti fast á forseta, ef til greina kemur að færa úrslit máls frá henni til þjóðarinnar. Skrifstofa forseta og skrifstofa forsætisráðherra eru undir sama þaki. Það má vera táknrænt fyrir aðstöðu forseta til að halda hlut þjóðarinnar gegn ríkisstjóm, ef svo ber undir. Eins og víða hefur komið fram, urðu það mörgum vonbrigði, að Vigdís skyldi ekki beita heimild stjómarskrárinnar í þessu efni í vetur. Með undirskriftasöfnun er almenningi um land allt gefinn kostur á að taka undir yfirlýsingu um, að ekki megi taka frá þjóðinni þann rétt, sem felst í því, að for- seti getur vísað staðfestingu laga til hennar, og þess óskað, að sá réttur verði nýttur við lok EES- málsins. Með undirskriftasöfnuninni er ekki verið að ýfast um orðinn hlut, heldur horft fram á við til að gæta stjórnarskrárbundins réttar al- mennings. Mörgum þykir líklegt, ætla ég, að Vigdís vilji nema vilja almennings í málinu og láta for- setaembættið mótast með tilliti til hans. Síðan í janúar hafa rökræð- ur skýrt stöðu forseta í þessu efni; þar má einkum minnast greina- flokks Sigurðar Líndals prófess- ors. Björn S. Stefánsson

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.