Austri


Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 8

Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 8
Öryggi - Jafnþrýstibúnaður. Ávallt þrír Þægindi . / í áhöfn -,,v .../v.fiUGumm '■* 00 Fargjöld viö allra hæfi. Flugleiðir innanlandsflug jjj^^ Egilsstöðum, 15. apríl 1993. 15. tölublað. MALLAND? IÐNAÐAR / DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF * Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar * Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Vor í lofti í Egilsstaðabæ Myndir Pétur Eiðsson. Þeir muna tímana tvenna. Ingvar Guðjónssonfrá Dölum og Sveinn Einarsson frá Hrjót spjalla um lífið og tilveruna í góða veðrinu. Jóel S. Hjálmarsson og Sverrir Geirsson í vorbltðunni. Þegar gert er hlé á leiknum er alveg tilvalið að tylla sér á garðsvegginn hjá Tótu Hvönn og Stebba Páls. “Maður og hestur eru eitt. Guttormur Armannsson, tamningamaður ásamt hryssunni “ Gránu". Gamlir smalar í gönguferð. F.v. Sverrir Þorsteinsson, Daníel Pálsson og Aðalsteinn Bjarnason. Neskaupstaður: Síldarvinnslan hf. rekin með hagnaði Hluthöfum greiddur 5% arður Afkoma Síldarvinnslunnar h/f á síðastliðnu ári var jákvæð um 78,9 milljónir króna og var ákveðið á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Hótel Egilsbúð fyrir páskana að greiða 5% arð til hluthafa fyrir árið 1992. Heildarvelta félagsins nam 2400 milljónum króna á árinu, sem er aukning um 15% frá fyrra ári. Rekstrartekjur voru 1951 milljón króna og rekstrargjöld án afskrifta námu 1645 milljónum króna. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam þannig um 306 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfs- semi var 16,7 milljónir króna á árinu en á árinu 1991 varð tap á reglulegri starfsemi 10 milljónir króna. Oreglu- legar tekjur vegna söluhagnaðar var- anlegra rekstrarfjármuna og greiðslna úr verðjöfnunarsjóði að frádregnu gengistapi umfram verðlagsbreyting- ar námu um 63 milljónum króna. Eigið fé í árslok samkvæmt efna- hagsreikningi 328 milljónum króna. Fiskveiðiheimildir félagsins nema um 7350 þorskígildum miðað við yf- irstandandi fiskveiðiár. Verðmæti fiskveiðiheimilda nema tæpum 1200 milljónum króna miðað við gildandi markaðsverð en í ársreikningi eru fiskveiðiheimildir bókfærðar á 14 milljónir króna. A árinu störfuðu að meðaltali um 350 starfsmenn hjá fé- laginu og voru heildarlaunagreiðslur um 645 milljónir króna. Höfn: Jökull á veiðar í maí Frystitogarinn Glaiser (Jökull) sem 3 Hornfirðingar keyptu ásamt 4 öðrum aðilum fyrr á þessu ári, skipið hét þá Safco Endeavour, hefur ekki enn komist á veiðar þar sem ekki hefur tekist að útvega það fjármagn sem á vantar vegna við- halds á skipinu. Að sögn Hafsteins Esjars Stefánssonar, eins af eigend- um skipsins, er jákvæð fjármögnun frá 3 aðilum í Þýskalandi, Noregi eða frá Danmörku. Það mál mun skírast í þessari viku. Togarinn hefur legið í Esbjerg í Danmörku síðustu 2 mánuði. Unn- ið hefur verið við að taka upp vél- ina og á eftir að setja hana saman, ennfremur voru 30 rafmótorar teknir í land og yfirfamir en þeirri vinnu er ekki lokið þar sem vinna hefur legið niðri í 1 1/2 mánuð vegna fjárskorts. Ætlunin var að gera skipið út frá íslandi ef fyrir- greiðsla hefði fengist, en svo var ekki þó svo að fyrsti veðréttur væri laus í skipinu og ekkert áhvílandi því skipið var greitt út. Leitað var eftir bæjarábyrgðum í nokkrum sveitafélögum þar sem ekki var of mikla atvinnu að hafa, en um það bil 50 manns hefðu geta fengið at- vinnu í sambandi við skipið. En all- staðar var því hafnað. Hafsteinn vonast til að skipið komist á veiðar í seinni partinn í maí. MM Harmonikufélag Héraðsbúa: 34 lög bárust í lagasamkeppni AIls bárust 34 lög í lagasam- keppni sem efnt var til í vetur af Harmonikufélagi Héraðsbúa. Dóm- nefnd skipuð Kristjáni Gissurar- syni, Sigurði Eymundssyni og Auðbjörgu Halldísi Hrafnkelsdótt- ur hefur nú valið 10 lög og keppa þau til úrslita á árshátíð Harm- oníkufélagsins, sem haldin verður í Hótel Valaskjálf n.k. laugardags- kvöld. Um sönginn sjá Melkorka Freysteinsdóttir og Viðar Aðal- steinsson við undirleik hljómsveit- arinnar XD3 með aðstoð harrnon- ikuleikaranna, Guttorms Sigfússon- ar, Hreins Halldórssonar og Sigurð- ar Eymundssonar. Besta lagið velja samkomugestir ásamt dómnefnd. Atkvæði gesta vega 85% en vægi dómnefndar er 15%. Dómnefndina skipa Úlfar Jónsson, formaður, Þórður Sigvaldason og Suncana Slamnig. Sigurlagið verður sérstakt einkennislag fyrir landsmót Harm- onikuunnenda sem haldið verður á Egilsstöðum 1.- 4. júlí í sumar. AÞ KURL Góður kunningi okkar hér á Austra sem kallar sig “Grána” gaukaði að okkur eftirfarandi vísu eftir að hafa hlustað á Þjóðarsálina þann 13. apríl s.l. En þar var m.a. til umræðu ræða Snorra Óskars- sonar, prédikara og sýndist sitt hverjum. Það mátti heyra að þorri þjóðarsála, fannst syndaselurinn Snorri skrattann á vegginn mála. Kurlritara var sent þetta viðtal. Þegar blessaður sveitasíminn var við líði, í sveitum landsins, var til siðs að hlustað væri á öll símtöl er áttu sér stað við heimilin. Þótti þetta hin besta fréttaöflun og dægrastytting, þar sem ekki voru nú samgöngumar upp á marga fiska. Og vitanlega var þetta fyrir daga sjónvarps og tíðra fréttatíma útvarps. Eftirfarandi hluti úr sím- tali, fór fram milli ömmu nokkurr- ar í Ameshreppi á Ströndum og bamabams hannar í Reykjavík. Vafalítið hefur sambandið ekki verið sem best: “Jæja amma mín, það er búið að skíra litla bróður minn” Amman: Nú, og hvað heitir hann? “ Hann heitir Margeir Steinar” Amman: Hvað segir þú bam, margir steinar!!?? “Já amma mín, Margeir Steinar, heitir hann. Finnst þér það ekki gott?” Amman: Ja ég er svo aldeilis hissa. Margir steinar!! Er það nú nöfn hjá ykkur þama í henni Reykjavík ! a 0 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 % Tilboð í apríl Frí filma með hverri framköllun. 15% afsláttur á römmum og albúmum. Munið hagstæðu verðin á fermingarmyndatökum. Umboðsmenn um allt Austurland. V/ Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 11699 1 1 I 1 I 1 1 1 1 1 i i 1 1 1 i i i 1 i I°1 isjEisjajEíajEJSJSJEMSMaMSjaisjajEr i Gleraugnaþjónusta! Sjóntækjafræðingur Birta hf. Úr og klukkur. — ;w iA = 1 L» Sævar Benediktsson. Lagarási 8, Egilsstöðum, Viðgerðarþ j ónusta! mf Nýjar umgjarðir með sólhlífum. sími 11606 Opið 9-12 og 13-18 mánud. - föstud. Laugard. kl. 10-14. LV \ 1

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.