Austri - 15.04.1993, Blaðsíða 5
Egilsstöðum 15. apríl 1993.
AUSTRI
5
Hjá fólki og ræningjum í
Kardimommubæ
Kardimommubœr.
Við hjónin brugðum okkur á vit
ævintýranna um páskana og heils-
uðum upp á börn, dýr og ræningja í
Kardimommubæ, nánar tiltekið á
sýningu Leikfélags Fljótsdalshér-
aðs í Hótel Valaskjálf.
Það kom þægilega við hjartað í
gömlum leikfélagsmanni að heyra,
þegar fyrst var spurt um miða, að
væri uppselt. Einhverjir duttu þó
aftur úr skaftinu og við komumst
inn.
Ég gat ekki betur heyrt en að ungir
og gamlir skemmtu sér ágætlega á
sýningunni, enda var hún vel þess
virði. Félagar í leikfélaginu hafa
sett markið hátt upp á síðkastið og
tekið fyrir kröfuharðar og erfiðar
sýningar. Þetta er annað verkið á
þessu leikári, eins ólíkt því fyrra
eins og verða má, en það var “Ég
meistarinn”, eftir Hrafnhildi Guð-
mundsdóttur. Ég átti þess ekki kost
að sjá það í flutningi Leikfélags
Fljótsdalshéraðs, en sá það í Borg-
arleikhúsinu en það er magnað
verk, og erfitt í meðförum þrátt fyr-
ir einfaldleik hið ytra og aðeins
þrjá leikendur.
Kardimommubærinn sem Leikfé-
lagið setur nú upp, iðar af lífi. Þar
er eins og vera ber virðulegir borg-
arar, fínar frúr, vafasamir náungar,
frekjudósir á borð við Soffíu
frænku, börn og dýr. Að stilla
saman þá tugi manna sem taka á
sig þessi gervi er ekkert áhlaupa-
verk. Sumir hafa langa sviðs-
reynslu að baki en fjölmargir eru
að stíga sín fyrstu spor. Farin hefur
verið sú leið að leyfa fjölda barna
að spreyta sig í ýmsum gervum
dýra og fimleikamanna. Þetta gerir
sýninguna viðameiri en ella, og er
satt að segja með ólíkindum sá
kraftur sem er í félögum í leikfé-
laginu að koma þessu öllu heim og
saman. Ég taldi nöfnin ekki saman
í leikskránni, en er nær að halda að
þeir sem komu nálægt sýningunni
nálgist hundraðið að tölu.
Vandfýsin gagnrýnandi gæti auð-
vitað týnt til einhverja galla við
þessa sýningu. Það væri nú annað
hvort. Ég er hins vegar ekki gagn-
rýnandi og fer í leikhús til þess að
skemmta mér. Það var auðvelt
verk á þessari sýningu. Sýningum
áhugamanna fylgir ætíð leikgleði
sem kemur upp á móti kunnáttu at-
vinnumannanna. Það er auðvitað
engin sanngimi í því að bera saman
fjölmennar sýningar áhugaleikhópa
og atvinnumanna, þótt þeim fjölgi í
þeim hópum áhugaleikara sem hafa
mjög mikla sviðsreynslu og fjöl-
mörg hlutverk að baki.
Einn helsti vandi leikstjóra þegar
um fjölmennar sýningar áhugaleik-
hópa er að ræða er að ná upp þeim
hraða sem þarf í sýninguna. Meiri
fjöldi leikenda útheimtir meiri
hraða. “Tempóið” í Karkimommu-
bænum hefði að ósekju mátt vera
hraðara, en að öðru leiti stóðst sýn-
ingin ágætlega. Söngvarar og
hljóðfæraleikarar skiluðu sínu vel,
og fjöldasöngur var kröftugur og
létu krakkamir þar sitt ekki eftir
liggja. Leikmyndin féll að mínu
mati vel að verkinu, og var með
þeim ævintýrablæ sem á að vera í
verki eins og þessu. Stærstu hlut-
verkunum var vel skilað enda var
sviðsvant fólk í þeim.
Það er full ástæða til þess að óska
félögum Leikfélags Fljótsdalshér-
aðs til hamingju með þessa sýn-
ingu, og hvetja sem flesta til þess
að sjá hana. Þeir fullorðnu eiga al-
veg erindi, þótt þeir séu ekki með
böm með sér. Sú leið hefur verið
farin að gefa sem flestum tækifæri
til þess að troða upp. Með því er
lagður grunnur fyrir framtíðina, en
víst er um það að unglingastarf fé-
lagsins er farið að skila sér í öfl-
ugra starfi. Meðan félagið hefur þá
ungu með þarf ekki að kvíða fram-
tíðinni. I Kardimommubænum var
ekkert kynslóðabil.
Jón Kristjánsson.
Nýtt undirbúningshönn-
unarævintýri
Enn einu sinni rúllar áætlanagerð-
ar- og draumaiðnaðurinn af stað.
Austfirðingum býðst nú glæsilegri
framtíð en nokkru sinni fyrr, með
mikilli og blessaðri þenslu, mörg-
um stórvirkjunum, og undirbún-
ingshönnunarævintýrum. Oft hefur
verið gaman að lifa og láta sig
dreyma, en aldrei eins og nú. Einu
sinni var það álver sem metta
skyldi tíuþúsund Reyðfirðinga.
Það var svo vel lukkað ævintýri, að
búið var að hanna götur og
skólplagnir í nýja kaupstaðinn áður
en blaðran sprakk. Svo kom vetn-
is- eða metanólverksmiðjudraumur,
síðan kísilmálmver, svo nú síðast
ennþá stærra álver. Tveggja kíló-
metra langt. En það var þá, en nú
er það sem sagt alveg nýr draumur
og nýjar áætlanir:
Sæstrengurinn. Nýr naflastrengur
hagsældar og framfara. Nú fáum
við örugglega hálendisveginn um
Sprengisand og Krepputungu, og
háspennulínumar munu umfaðma
Herðubreið. Og uppistöðulónin og
virkjanirnar og jarðgöngin. Svo
þarf einhverja afriðlunarstassjón á
Reyðarfirði, - kannske ekki tveggja
kílómetra langa en samt stærri og
stórfenglegri en orð fá lýst. Og allt
skal þetta verða að veruleika. I
þetta skiptið. Er það ekki?
Raunar gildir einu hvort árangur-
inn verður nokkur kíló af skýrslum
eða 200 m vegarspotti utan við
Sómastaði, nema hvort tveggja
verði. Það verður að stofna fyrir-
tækið strax. Austfirska sæstrengi
hf. Og ráða framkvæmdastjóra upp
á ráðuneytisstjóralaun plús svona
70%. Það dugar ekki að stefna
lægra en í Kísilmálmvinnslunni
sálugu. Og svo þarf að hefja frum-
hönnun, eða jafnvel verkhönnun.
Nú munu dagar jarðýtuverktaka,
tólftonnamanna og tæknimannaliðs
upp renna.
Landbúnaðurinn er hvort sem er í
kaldakoli. Og sjávarútvegurinn?
ÁR ALDRAÐRA
í EVRÓPU 1993
Ljóöasamkeppni um ástina
Öldrunarráö íslands efnir til Ijóöasamkeppni aldraöra í tilefni af
Ári aldraöra í Evrópu 1993.
Yrkisefniö er ,,Ástin“
Skilafrestur á efni er til 15. maí nk. og utanáskrift til dómnefndar er:
,,Ljóðasamkeppni“ Öldrunarráð íslands, Kleppsvegi 64, Reykjavík. Reiknað er
með, að þátttakendur séu 60 ára og eldri og að ort verði undir dulnefni, en rétt
nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi.
Formaður dómnefndar verður Benedikt Bragason, verkmenntaskólakennari á
Akureyri, en aðrir í dómnefnd verða Jón Björnsson og Björn Þorleifsson. Eftir að
val hefur farið fram verður efni endursent, en stefnt er að þvf að gefa úrval
Ijóðanna út á þessu ári.
Glæsileg verðlaun eru í boði:
Ferð fyrir tvo til Dublin með Samvinnuferðum Landsýn.
Helgarferð fyrir tvo til Akureyrar.
Helgarferð fyrir tvo til ísafjarðar.
Það eina sem borgar sig þar á bæ
eru stórir frystitogarar sem landa
fullunnum afla og henda meirihlut-
anum af fiskinum í sjóinn. Og svo
er enginn atvinna í landi nema á
sjoppunum og videóleigunum.
Ferðaþjónusta og smáiðnaður er
líka allt of seintekinn gróði, og þar
að auki verður að nýta auðlindimar
fyrir alla lifandi muni. Við getum
ekki öll unnið í bönkum eða kaup-
félaginu, eða klippt hvert annað.
Hver vill ekki auka atvinnuna á
þessum síðustu og alverstu tímum,
þó ekki sé nema um stundarsakir?
Allir þjóðhollir menn hljóta líka að
sjá að hálendinu eru ekki betri skil
gerð en að sökkva því undir uppi-
stöðulón. Það þarf ekki að kosta
upp á það með landgræðslu fyrir
okkar fáu skattakrónur.
Þetta hálendi er hvort sem er ekk-
ert nema urð og grjót. Og foksand-
ur. Helst að það sé eitthvað varið í
það á vetuma fyrir þriflega jeppa-
eigendur og vélsleðaknapa. En þá
er bara betra að hafa ísilögð innhöf
að leika sér á. Hálendið er enginn
staður fyrir túrista. Þangað fara
engir á sumrin nema bakpokaflæk-
ingar, og svoleiðis lýð viljum við
ekkert hafa með að gera. Ferða-
menn eiga að vera almennilega til
fara og sofa á hótelum, svona eins
og við gerum heima hjá þeim í út-
landinu.
Hvernig fór ekki með loðdýrin og
fiskeldið? Hrein hörmung. Enginn
gróði, - allavega ekki nógu skjót-
fenginn. Þesslags úrræði eru of
smá í sniðum fyrir stórhuga þjóð,
og þau reynast alltaf hjóm eitt. Þau
gera ekki annað en að leiða at-
vinnulífið á glapstigu. Nei, við
þurfum stórframkvæmdir, virkjanir
og verksmiðjur. Svo breytum við
bara Ijóðinu eftir Pál Ólafsson og
syngjum á sumardaginn fyrsta,
“gyllir fjöllin himinhá og heiða-
vötning grá”. Hugsið ykkur eitt
samfellt uppistöðulón frá Eyja-
bökkum til Eyvindarvers, og Snæ-
fellið eins og eyju í innhafinu
mikla. Látum ekki umhverfis-
vemdaróra og einhverja pöddu-
fræðinga segja okkur fyrir verkum
að þessu sinni.
En ef ekkert verður úr fram-
kvæmdum, sem raunar illgjarnar
sálir reyndar vona, þá gerir það
heldur ekkert til. Það kemur líka
draumur eftir þennan draum. Og
hugsið ykkur allan hönnunarkostn-
aðinn sem kannske verður hægt að
láta útlendinga eða ríkið borga og
alla virkjunarvegina, mælinga-
flokkana og Grenisölduhótelin.
Svo að með margfeldisáhrifum, út-
svarstekjum, bílaleigugróða og
verkfræðivinnu er þetta fínn bis-
ness. En nú þurfum við fyrst og
fremst framkvæmdastjóra og ritara
fyrir Austfirska Sæstrengi hf, og
það strax. Er það ekki atvinnu-
sköpun af bestu sort?
Jú, þetta er hið besta mál.
Steinn Steinsson
( , Á
Austfirðingar
munið rdðstefnuna um ný
sóknarfæri í íslenskum
sjávarútvegi
sem haldin verður í Egilsbúð í
Neskaupstað laugardaginn
17. aprílfrá
9.30 til 17.30.