Austri - 10.06.1993, Síða 3
Egilsstöðum, 10. júní 1993.
AUSTRI
3
BAKNAGAMAN
Nafn: Petra Sigurðardóttir
Heimili: Fellabær
Aldur: lOára.
Hvað er skemmtilegast að gera?
Að passa börn.
Hefur þú farið til útlanda? Já, til
Ameríku New York.
Var gaman, og hvað var skemmti-
legast í útlöndum? Já, mér fannst
gaman. Ég fór í skemmtigarð ég
man ekki hvað hann heitir.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Mér finnst ekkert leiðinlegt.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Ég veit það ekki.
Hvaða bækur fínnst þér skemmti-
legast að lesa? Disneybækur.
Att þú margar bækur? Já.
Hvað ætlar þú að gera í sumar?
Passa litlu systur mína.
Hvað er skemmtilegast í sjón-
varpinu? Bíómyndir.
Finnst þér gaman í skólanum? Já.
Hvað er skemmtilegast að læra?
Skrift, það er skemmtilegt.
En leiðinlegast? Ég held stærð-
fræði.
Áttu einhver áhugamál? Já, ég
safna styttum og ltmmiðum.
Skrýtlur
Knútur fór í leikhús í borginni í fyrsta
skipti og þegar hann kom heim aftur
sagði hann frá leikhúsferðinni. “En
hvemig endaði leikritið?” spurði móð-
ir hans. “Það veit ég ekki. Það var í
tveim þáttum og í leikskránni stóð að
seinni þátturinn yrði viku seinna. Og
eftir því gat ég ekki beðið”.
Ari: Blessaður hafðu ekki orð á því
sem ég var að segja þér. Það er leynd-
armál sem ég hef lofað að þegja yfir.
Kári: Vertu óhræddur. Ég skal vera
eins þagmælskur og þú.
Sölvi litli hafði mikinn áhuga á íþrótt-
um og fylgdist vel með öllum metum.
Svo veiktist hann og var lagður inn á
sjúkrahús. Hann lá í hitamóki þegar
hjúkrunarkonan kom og mældi í hon-
um hitann. “40.5°C” sagði hjúkrunar-
konan þegar hún hafði lesið á mælinn.
“Er það met?” spurði Sölvi ákafur.
“Karl, Hve mikið er sex frá sex?”
spurði kennarinn í barnaskólanum.
Ekkert svar. “Hugsaðu þér að þú eigir
sex sveskjur”, sagði kennarinn. “Og
þegar þú hefur borðað þær allar hvað
áttu þá eftir?” “Steinana”, svaraði Karl
að bragði.
Tveir drengir sátu í biðstofu læknisins.
Góðlátleg kona gaf sig á tal við þá og
spurði: Hvað er að þér, góði minn?
“Ég hef gleypt tíkall”, svaraði dreng-
urinn, “og nú ætlar læknirinn að ná
honum aftur”. “Og þú”, sagði konan
við hinn drenginn. “Ertu honum aðeins
til skemmtunar?” “Nei, ég átti tíkall-
inn”.
p Ý Ý S R S K U R
R L R \J 0 t* i F R
U S u F L ö K K A
T u A R G A N '0 J
E p P A S 0 R G R
V s S U ú T S •Ð l
E X. E T p 'A L S V
L F L Ö A T A K 1
R N U K L U S T e
o R S A A N \ R
» VJ Q A M B A L Æ
Lestrarþraut
Þú byrjar að lesa neðst til vinstri og
átt að finna nöfn á dýrum og ýmsu
matarkyns. Þau eru rituð ýmist lárétt
eða lóðrétt, í stefnu upp og niður,
stöfuð áfram með venjulegum hætti
eða aftur á bak.
"k ic ic ic ic
Hvaða dýr er á myndinni?
Á myndinni er dýr sem þið kannist líklega flest við. Skyggið eða
litið alla fleti sem punktur er í, þá sjáið þið hvaða dýr það er.
Krakkar sendið í Barnagaman myndir og sögur sem þið
hafið gert. Einnig væri gaman að fá vísur, gátur
og brandara.
Sendið til Vikublaðsins Austra, Lyngási 12,700 Egilsstaðir.
Mýsnar og osturinn.
■mm Mýsnar fjórar eru allar svangar og mæna því soltnum augum á ostinn í
miðju völundarhússins. En aðeins ein þeirra kemst inn að miðju. Hver er
það? (Við vonum að hún gefi með sér..)
Vordagar K.A.S.K. - Húsasmiðjunnar - K.H.B.
Bæklingur Húsasmiðjunnar er upphaf hugmynda um sólpallinn eða skjólvegginn.
Ef fólk notar ímynduarafl sitt geta
giröingar umhverfis hús orðið að
listaverki.
Val á efni miðast við aðstæður og þann
heildarsvip sem ætlunin er að setja á
garðinn.
Girðingin er góður vindbrjótur. Hún
hleypir í gegnum sig og þannig
skapast ekki tómarúm innan við
hana sem oft veldur vindstreng í
garðinum.
Einn kostur timburs er að það fellur
vel inn í umhverfið hvort sem húsið
er úr timbri eða steini.
HÚSASMIÐJAN verður með
sýningu á sólpöllum, skjólveggjum
og girðingum ásamt
útveggjaklæðningum.
Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn
Föstudaginn 11. júní kl. 13-18.
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
Laugardaginn 12. júní kl. 11-17.
* Komið við
f sími97-1120, '| og faið ykkur
kaffi.
HÚSASMIÐJAN
Fallegur og stór pallur er viðbót við íbúðina í góðu veðri.