Austri - 26.08.1993, Page 1
Beinn innflutningur
■betra verð!
Kaupfélag Héraðsbúa
Egilsstöðum
Eskifjörður - Reyðarfjörður:
Læknarnir komnir
til starfa á ný
Ófremdarástand, sem verið hef-
ur, á læknisþjónustu á Reyðarfirði
og Eskifirði er nú á enda. þar sem
deila lækna á svæðinu við heil-
brigðisyfirvöld hefur verið til lykta
leidd. Læknarnir Auðbergur Jóns-
son og Björn Gunnlaugsson hafa
dregið uppsagnir sínar til baka og
hafið störf á ný bæði á heilsugæslu-
stöðinni og dvalarheimilinu Huldu-
hlíð. Frá því að læknamir hættu
störfum um mánaðarmót júlí -ágúst
var afleysingalæknir þar fram undir
miðjan mánuð en eftir það þurftu
íbúar á svæðinu að leita til vakthaf-
andi lækna á Egilsstöðum og í Nes-
kaupstað um læknishjálp. Deilan
sem fyrr um getur er þannig til
komin, að læknar við heilsugæslu-
stöðina hafa haft lyfsöluleyfi á
hendi sem þeir ekki fengu endur-
nýjað um síðustu áramót. Við missi
lyfsöluleyfisins rýrnuðu kjör þeirra
sem leiddi af sér ósamkomulag við
heilbrigðisyfirvöld með þeim lykt-
um, að læknamir sögðu störfum
sínum lausum. Samningar hafa nú
náðst og sagði Jón Guðmundsson,
stjómarformaður heilsugæslustöðv-
arinnar þá m.a. felast í, að læknam-
ir fái til afnota vaktbíl sem að öllu
leiti verður rekinn af heilsugæslu-
stöðinni. Sömuleiðis halda þeir ó-
skertum launum í ágústmánuði.
Hvað varðar samkomulag lækn-
anna við stjóm dvalarheimilisins
Hulduhlíðar er þar um nokkra
breytingu á launakjörum að ræða
en samkomulag náðist um að
hækka starfshlutfall læknanna alls
úr 50% í 80%. Samningurinn hefur
ekki enn hlotið staðfestingu heil-
brigðisráðherra.
AÞ
Reyðarfjörður:
Unnið við
hafnarframkvæmdir
Undanfarið hefur verið unnið við
að hreinsa farg ofan af nýja hafnar-
kantinum en bryggjukanturinn hafði
sigið meira en gert hafði verið ráð
fyrir í upphafi. Fargið var sett ofan á
kantinn í fyrra. I sumar voru svo
boðnir út þrír áfangar við höfnina.
Fjarðarverk, Djúpavogi, sér um A-
hluta þ.a.e.s. kantbita og kantfrágang
uppá 9,5 milljónir og B - hluta sem
er steinalögn uppá 1.9 milljón. Snar-
virki hf. Egilsstöðum sér um raf-
magnslagnir og hljóðar verkið uppá
tæpar 3.2 milljónir. Var byrjað á
þessum verkum fyrr í þessum mán-
uði.
Steinalögn verður fyrstu 20
metrana frá kanti. Stefnt er að því að
þessum verkum verði lokið í haust.
MM
Þessi mynd var tekin síðastliðið vor við nýja hafnarkantinn á Reyðarfirði.
Neskaupstaður:
Ekki búið að ráða í stöðu
skurðiæknis við sjúkrahúsið
Ekki hefur enn verið ráðið í
stöðu skurðlæknis við Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað. Aug-
lýst var eftir tveimur læknum við
sjúkrahúsið sl. vor; skurðlækni í
heila stöðu og kvensjúkdómalækni
í 80 % stöðu.
Að sögn Kristins ívarssonar
framkvæmdastjóra, er verið að
vinna í þessum málum um þessar
mundir. Hann sagði að ráðningar
sem þessar tækju sinn tíma, t.d.
þyrfti að útvega mökum vinnu og
oft væri um að ræða menntað fólk
sem óskaði eftir vinnu við sitt fag
og það gæfi augaleið að oft væri
það erfiðleikum bundið úti á landi.
Kristinn sagði að málið yrði leyst
með afleysingalæknum til að byrja
með. Þess má geta að sami skurð-
læknirinn hefur verið starfandi við
sjúkrahúsið síðastliðin 17 ár. MM
Fáskrúðsfjörður:
Félagsheimilið Skrúður 30 ára
Mikil dagskrá um allan bæ
Félagsheimili Fáskrúðsfirðinga,
Skrúður, á 30 ára afmæli á þessu
ári. Félagasamtök á staðnum sem
eiga húsið, minntust tímamót-
anna með skipulagðri dagskrá um
síðustu helgi.
Dagskráin byrjaði á föstudaginn
með knattspymu, Fáskrúðsfirðingar
gegn Stöðfirðingum og Breiðdæl-
ingum (öldungar). Mátti sjá þar
gamlar kempur sýna snilldartakta á
vellinum þó svo að yfirferðin væri
ekki sú sama og áður fyrr. I Ráð-
húsi Búðahrepps (gamla læknishús-
inu) var sýning á gömlum myndum
alla helgina, aðallega frá franska
tímabilinu þar í bæ. Ótrúlegt er
hve mikið er til af myndum frá
þessum tíma. Hestaleiga og báta-
leiga voru starfræktar alla helgina.
Um kvöldið var svo unglingadans-
leikur í Skrúð og þar á eftir var
kveiktur varðeldur og grillað við
knattspyrnuvöllinn. Á laugardaginn
var farið í siglingu, m.a. út að eyj-
unni Skrúð með heimaskipum.
Búið var að koma fyrir stóru tjaldi
við félagsheimilið og var þar starf-
ræktur útimarkaður. Um kvöldið
var haldinn unglingadansleikur í
tjaldinu. I félagsheimilinu Skrúð
var haldin gleðidagskrá í tilefni 30
ára afmælis hússins. Komu flest
allar hljómsveitir (heimasveitir)
sem spilað hafa í húsinu saman af
þessu tilefni og skemmtu gestum.
Á sunnudag byrjaði dagskráin
með helgistund í kirkjunni. Eftir
hádegi var haldið Suðurfjarðamót í
frjálsum íþróttum. Seinna um dag-
inn var haldin söngskemmtun þar
sem Elín Ósk Óskarsdóttir, Kjartan
Ólafsson og Guðlaug Hestnes
komu fram. Alla helgina var sýn-
ing í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
þar sem sýnt var handmálað postu-
lín, handavinna eldri borgara, mód-
el, verkfæri o.fl. frá Módelklúbbn-
um Mastrið og frá félögum í Flug-
módelklúbbnum Þyt. MM
Nú er þungu fargi létt af Reyð-
firðingum.
Austurland:
Mun fleiri réttindakennar-
ar verða við störf en áður
Á komandi skólaári verða fleiri
réttindakennarar starfandi við
skóla á Austurlandi en nokkru
sinni áður. Að sögn Guðmundar
Magnússonar fræðslustjóra Aust-
urlandsumdæmis voru stöðugildin
á síðasta skólaári um 135 en
verða nú 156. Hann sagði að
rnargir minni skólanna væru skip-
aðir réttindafólki. Á nokkrum
stöðum þurfti að hafna nokkrum
leiðbeinendum þrátt fyrir mikla
reynslu í störfum. I fyrra var
hlutfall leiðbeinenda á Austur-
landi rúmlega 23% en verður á
næsta skólaári 15%. Fram kom
að aukinn niðurskurður í mennta-
málum kæmi frekar niður á lands-
byggðinni og myndi kennslu-
stundum fækka á Austurlandi á-
samt tveimur öðrum umdæmum
vegna þess að ákvæði um sam-
kennslu eru nýtt til fulls. Sam-
kennsla er í öllum minni skólum
t.d. á Héraði, að Egilsstöðum
undanskildum. MM