Austri - 26.08.1993, Blaðsíða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 26. ágúst 1993.
Austraspurning
s
Sigurður O. Pálsson
Hlakkar þú til að byrja í skólan-
um? Hvað finnst þér skemmtileg-
asta námsgreininn?
Kolbrún Arna Sigurðardóttir,
Egilsstöðum. Já. Mér finnst stærð-
fræðin lang skemmtilegust.
Anna Hlín Sigurðardóttir,
Egilsstöðum. Já, það er svo gaman
að reikna.
Jóna Kristín Eysteinsdóttir, Hjalta-
staðaþinghá. Já, ég held að mér þyki
skemmtilegast í leikfimi.
Pétur Ingi Eiðsson, Seyðisfirði.
Já það verður ágætt. Reikningur er
skemmtilegastur.
Ingibjörg Eiðsdóttir, Seyðisfirði.
Já og mér finnst reikningur líka
skemmtilegastur.
Svava Kristinsdóttir, Reykjavík.
Já ég hlakka mikið til. Líffræði er
uppáhaldsnámsgreinin mín.
Gasprað upp í gjóluna
Sumarið okkar hefur verið haust-
legt það sem af er. Þó ætla ég að
halda í vonina enn um sinn, og það
þrátt fyrir, að ég sæi í dag á jörðu
það teikn, sem ég hef löngum haft
fyrir haustboðann sanna. Ég var að
rölta heim til mín neðan úr bæ og
viti menn: A balanum sínum norð-
an undir Egilsstaðaskóla er maríu-
vöndurinn tekinn að blómstra.
Löngum hefur þessi síðblómga jurt
lengt mér sumarið. Nú fannst mér
hún vera heldur fljót á sér.
Ég snöri mér við og horfði á skól-
ann. Veggir hans eru orðnir hvítir
eftir margra ára breytilegt litskrúð
og allt í lagi með það. Undur á
þessi skóli góðan nágranna þar sem
maríuvöndurinn er.
Einu sinni var þessi stofnun nefnd
barna- og unglingaskóli, en er nú í
vitund manna orðin að grunnskóla
eins og öll svona fræðslusetur um
allt land.
Grunnskóli. Alltaf hefur mér leiðst
þetta orð, sem fundið var upp fyrir
aldarfjórðungi, eða svo, og troðið
inn í fræðslulögin frá 1974 meðan
þau voru á fósturstigi, rétt eins og
þegar sá snjalli maður Jón setti nef-
ið á bam nágrannakonu sinnar á
miðum meðgöngutíma, sem frægt
er. Ekki hefur aukist vinsemd mín í
garð þessa orðs við það, að hafa
tvisvar heyrt hálærða skólamenn
útskýra hvert sé hlutverk hins svo-
nefnda grunnskóla. í fyrra sinnið
var það mikill spakvitringur og
doktor, sem þá þénaði í skólarann-
sóknadeild menntamálaráðuneytis-
ins, er fræðsluna veitti í útvarpsvið-
tali. Þeirrar deildar var mikill mátt-
ur og stór dýrð á sínum tíma. Ég
veit ekki hvort hún er enn á dögum.
Síðari útskýrandinn var, og er von-
andi enn, virtur skólastjóri í
Reykjavíkinni. Hann auglýsti þenn-
an vísdóm á uppeldismálaþingi,
svo nefndu, þar sem vesæll sveita-
kennari skildi aðeins orðin í hinum
lærdómsþmngnu ræðum, en ekki
innihald þeirra. Niðurstaða beggja
var nákvæmlega hin sama:
“Hlutverk grunnskólans er að efla
með nemendum grunnfærni”.
Skilji hver sem megnar og lái um
leið fávísum sveitamanni, sem um
hartnær þriðjungs aldar skeið hafði
af heilagri einfeldni baslað við að
segja börnum ögn til, að honum
runnu nokkrir dropar af köldu vatni
milli skinns og hörunds, er hann
hlýddi á kenningu þessa, sem jaðr-
aði í rauninni við tilskipan. Hér
eystra hafði ég aldrei heyrt talið
fólki til gildisauka að vera grunn-
fært, en svo lengist lærið sem lífið
eins og kerlingin sagði forðum.
Ekki veit ég enn hvernig á því stóð
að orðið gmnnskóli var smíðað. Ef
til vill þykir ekki fínt að kenna
svona stofnanir við börn og ung-
linga. Vera má og, að einhverjum
hafi þótt samsetningin barna- og
unglingaskóli stirð í munni. Hraði
vorra tíma krefst þess að orð séu
stutt og fljótlegt að segja þau og
skrifa; best að geta afgreitt málin
með upphrópunum einum.
Hitt veit ég, að þessi lærðramanna-
merking orðsins grunnskóli hefur
ekki enn komist inn í íslenskar
orðabækur og vonandi verður bið á
því, þótt hinu sé ekki að leyna að
barna- og unglingaskóli finnst ekki
lengur annars staðar í mæltu máli
en hjá stórskrýtnum sérvitringum,
gömlum, sem óðum eru að týna töl-
unni.
Út úr þessum hugleiðingum féll ég
í djúpa þanka, eins og heiðraður
lesandi getur séð:
í grunnskólum efla skal grunnfæmi
bama
því grunnfæmin andlegum slysum
mun vama
í heimi þar samkeppni er sífellt að
harðna.
Sonur minn stattu þig vel.
Hinn grunnfæri langmestum
gagnsmunum sinnir,
hinn grunnfæri landið vort allra
best kynnir.
Ég vona að sjálfur þú sjáir og finnir
þann sannleika. - Stattu þig vel.
Lagboðinn er auðvitað:
Hún amma mín var samkvæmt
íslenskum vana
ánauðugt húsdýr í nýlendu Dana ...
eftir Böðvar Guðmundsson, enda er
hugmyndin stolin frá honum og
orðalagið að nokkm leyti sótt í
sömu smiðju.
Hripað 15. ágúst
S.Ó.P.
Hvíla urtubörn
á útskerjum
Hjá Emi í Húsey var um tíma í
sumar dálítið óvenjulegur kost-
gangari, selkópurinn “Villingur”.
Kópinn fann Öm móðurlausann út
á Héraðssöndum í vor. Þar sem
Kobbi litli hafði fyrir æsku sakir
enga möguleika á að bjarga sér
sjálfur bar bóndi hann til bæjar,
enda ekki óvanur að uppfóstra slíkt
ungviði. I byrjun var kópnum gef-
inn mjólkurblanda bætt með
smjöri, en móðurmjólk urtunnar er
mjög feit eða svipuð og rjómi.
Fljótlega bættist við fæðið ýmis-
konar fiskur svo sem loðna og síld
sem hann kunni vel að meta. Vill-
ingur hafði aðsetur sitt í tjörn
skammt frá íbúðarhúsinu og komst
fljótlega upp á lag með að ferðast á
landi.
Hann fann snemma út að heim-
sóknir til tvífætlinganna í ná-
grenninnu gáfu gjarnan af sér mat-
arbita og kjass, en það virtist hann
kunna vel að meta eins og títt er
um ungviði. Þrátt fyrir gott atlæti
og mikla athygli heimamanna og
sumargesta var Kobbi litli uppruna
sínum trúr. Einn morguninn hafði
hann kvatt tjömina sína og mátti
við nánari athugun sjá að hann
hafði lagt leið sína til sjávar. AÞ
Sólarhœðin tekin og síðan lagt afstað í hádegismatinn.
Beðið eftir þjónustu á dyrapallinum.
Ein affóstrum Kobba var Simonefrá Þýskalandi sem sést hér að ofan gœða honum á
loðnu. Selurinn gekk svo hraustlega að mat sínum að hún varð að klœðast vatnsþéttum
hlífðarfötum fyrir athöfnina. Austramyndir AÞ
VINIR DORA A FERÐ
UM LANDIÐ
Hin ástsæla hljómsveit Vinir Dóra
hefja tónleikaferð til kynningar á geisla-
disknunr "Mér líður vel" fimmtudaginn
26.ágúst nk.í Sjallanum á Akureyri.
Vinir Dóra hafa á undanfömum árum
verið ein skemmtilegasta tónleikasveit
landsins þótt víða væri leitað. Hápunkt-
ur ferils þeirra til þessa var í sumar er
þeir spiluðu á 500 þúsund manna tón-
listarhátíð Chicago Blues Festival. Vinir
Dóra fengu f fyrra Clio verðlaunin, fyrir
tónlist sína í auglýsingu fyrir hið þekkta
körfuknattleikslið Chicago Bulls.
„Mér líður vel" er þriðji geisladiskur
þeirra félaga og heyrist þar árangur af
samstarfi þeirra við goðsagnir á við
Jimmi Dawkins, Billy Boy Amold,
Pinetop Perkins, Chicago Beau, Deitru
Farr. Shirley King ofl.
Vinir Dóra verða á eftirtöidum stöðum
á Austurlandi á næstunni:
30.ágúst. Hótel Tanga, Vopnafirði.
Ol.sept. Herðubreið, Seyðisfirði.
Ol.sept. Valkyrjukránni, Reyðarfirði.
03.sept. Egilsbúð, Norðfirði.
04.sept. Munaðarhóli, Fellabæ.
05.sept. Hótel Höfn, Homafirði.
Nú er um að gera að mæta og njóta ljúfra
tóna þessarar vinsælu hljómsveitar.