Austri


Austri - 26.08.1993, Side 5

Austri - 26.08.1993, Side 5
Egilsstöðum, 26. ágúst 1993. AUSTRI 5 Fuglaþáttur sr. Sigurðar Ægissonar KRIA (Sterna paradisaea) Krían er af ættbálki fjörunga (strandfugla), en tilheyrir svo þemuættinni, ásamt 42 öðrum teg- undurn. Þemur eru náskyldar máv- um, en em þó venjulegast töluvert minni og spengilegri, með langa og mjóslegna vængi, klofið stél, veikbyggða fætur og mjótt nef. Þá er fæðuval þernanna einnig sér- hæfðara. Áður fyrr var þernurn reyndar skipað í mávaætt, samkvæmt þró- unarrökum, enda sumir litlu máva- nna augljóslega líkir þessum frænkum sínum, eins og t.d. hettu- mávur, dvergmávur og þernumáv- ur, sem allir em með dökka hettu. En nú á tímurn eru menn yfirleitt sammála um, að draga þemur út úr í sjálfstæða ætt, enda skilur þama ýmislegt á milli. Til forna (m.a. í lögbókum þjóð- veldisaldar) nefndist þessi litli og knái fugl reyndar þerna, eins og líka mörg ömefni hér á landi gefa til kynna (sbr. Þernuvík við ísa- fjarðardjúp), en sú nafngift gleymdist einhvem tíma á 18. öld, eða þar um bil, og upp var tekið núverandi heiti. Trúlega er þar á ferðinni hljóðlíking eftir gargi fuglsins, “krí-krí.” Þernuheitið varðveittist áfram í hin- um Norðurlandamálunum, þ.e.a.s. færeysku, dönsku, sænsku, og norsku, auk ensku. Krían er 33-35 sm á lengd, 80- 145 g á þyngd, og með 75-85 sm vænghaf. Hún er dæmigerð þerna að líkamslagi og útliti. í sumar- búningi er hún mestan partinn ljóssteingrá (dekkst þó á baki, herðum og vængjum), en svört á kolli og aftur á hnakka. Vangar eru hvítir, og stélið einnig. Nef og fætur rauð. Vetrarbúningurinn er að mestu eins, nema það, að rauður litur nefs og fóta verður svartur og fremri hluti kollhettunnar víkur fyrir hvítum lit. Krían er hánorræn, verpir um nyrstu strandir jarðarinnar, eins og t.d. í Alaska, Kanada, Grænlandi, á Svalbarða, Frans Jósefslandi og meðfram allri Síberíu. Og hún er líka sunnar, eða við Eystrasalt, Norðursjó, Ermasund og á Ný- fundnalandi og Nýja Englandi. Auk þess hefur krían orpið í Pól- landi, Tékkóslóvakíu, Austurríki, Sviss, Italíu, Tyrklandi, Kýpur og Alsír. Útbreiðslusvæðið hefur þó dregist eitthvað saman, norður á bóginn, á síðari ámm. Á Grænlandi er vitað til, að krían hafi orpið aðeins 720 km frá Norð- urpólnum (á Morris Jessuphöfða, á 83°40’N). Mun enginn fugl annar, að tildrunni undanskilinni, verpa svo norðarlega. Krían á líka annað met, því hún er talin mesti ferðalangur dýraríkis- ins. Að meðaltali flýgur hún næst- um 40.000 km á ári, á milli bú- setusvæðanna nyrst og syðst, en hún dvelur nefnilega á veturna á hafsvæðinu umhverfis Suðurheim- skautslandið, og þá ýmist Atlants- hafs- eða Kyrrahafsmegin. Er hún þannig á beinu flugi í 8 af 12 mán- uðum ársins. Og ef við gefum okk- ur að meðalævi kríunnar sé 25 ár, sem mun ekki vera fjarri lagi, jafn- gildir það flugi að tunglinu og heim aftur! Með þessari árlegu ferð sinni heimskauta á milli, nýtur krían meiri sólarbirtu en nokkur önnur Egilsstaðir: Fjölmenni á Hrafnkötluþingi Um 60 manns hafa látið skrá sig á Hrafnkötluþing sem haldið verður í Menntaskólanum á Egilsstöðum um næstu helgi. Þingið er á vegum Stofnunar Sigurðar Nordal og áhugamanna um rannsóknir á Hrafnkelssögu. Hvatamaður að þinginu er dr. Hermann Pálsson fv. prófessor í Edenborg og flytur hann fyrirlestur sem nefnist “Málið á Hrafnkelssögu.” Auk Hermanns halda Guðrún Norðdal, Helga Kress, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Páll Pálsson, Sveinbjöm Rafnsson Sverrir Tómasson og Stefán Karls- son erindi á þinginu. Fjalla erindi þeirra um uppruna sögunnar, sögu- efni, buggingu og inntak og sam- band hennar við aðrar fomsögur. Ráðstefnustjóri verður Úlfar Braga- son, forstöðumaður Stofnunar Sig- urðar Norðdal. I tengslum við ráð- stefnuna verður farið á Hrafnkötlu- slóðir undir leiðsögn heimamanna. Öllum er frjáls aðgangur að fyrir- lestrunum. aðgangseyrir er eitt þús- und krónur. Þeir eru komnir MUNAÐARHÓLL aftur stákhús - pub w w Lagarfelli 2, sími 97-12270 * Oskar Finnsson og grillarinn Danfel Sigurgeirsson frá Argentínu steikhús og nú meö hinn rómaða þjón Alfredó Cassis. Þeir elda bœði kvöld helgarinnar 3. - 4. september og allt kolagrillað eins og það gerist best. í boði verður argentínst rauðvín. Árni ísleifsson sér um dinnertónlist. Borðapantanir í síma 12270 og 11591. Menu: ‘Jorréttur: Júimarspjót á Vcrmotpasta í millirétt: Jöíqiísorúet Aðaíréttur: 9\[auta[und og tambafille 220gr. (Desert: ‘Rjómatagaður tPina Cotada ís Verð 2.900 kr. V_______________________________________J S T E I K H Ú S lífvera jarðarinnar, eilíf sól er á varpstöðvum hennar á norður- hveli, sem og í heimkynnunum á suðurhvelí á vetuma. Það mun samt ekki vera birtan ein, sem lað- ar kríuna í þessar ferðir, heldur auðugt smádýralíf eða áta heim- skautshafanna beggja megin. Annars er aðalfæða kríunnar smá- fiskar (homsíli, sandsíli, loðna, og smásíld), fiskaseiði (ufsa-, laxa-, og silungs), ýmis svifdýra (m.a. ljósáta), auk skordýra og orma. Krían birtist hér á landi venjulega um mánaðamót apríl og maí, yfir- leitt í smáhópum, og fer undir eins að huga að varpi og maka. Hún er mjög algengur varpfugl um land allt. Aðalvarptíminn er fyrri helm- ingur júnímánaðar, en tíðarfar get- ur þó ráðið miklu í því efni. Stærstu vörp hennar eru í grennd við sjó, eins og t.d. í Vík í Mýrdal, á Hellissandi, við Máná á Tjömesi og í Hrisey á Eyjafirði. Kríur verpa þó mun dreifðar en aðrir sjófuglar, og oft langt frá hafi, eins og t.d. við Mývatn og jafnvel í Þjórsárverum við Hofsjökul. Kjörlendið er einkum sjávar- strendur, en þó kann hún einnig við sig nærri ám og vötnum fjarri sjó (allt að 100 km inni í landi í Noregi). Hún verpir upp af lágum og sendnum fjörurn, í hólmum, eða eyjum og þá ýmist í snöggu graslendi eða mýri. Bæði kynin eru hávær, einkum um varptím- ann. Varpsetrið er hringlaga skiki um- hverfis hreiðurstæðið, og ver hún það af einurð og hörku. Sjaldgæft þykir, að minna en 2 m séu á milli kríuhreiðra. í stærstu vörpum hafa talist yfir 10.000 hreiður. Eggjunum, sem eru venjulegast 2-3, mosagræn eða ljósbrún, með svörðum eða brúnum dílum, er yf- irleitt orpið beint á jörðina og sinna bæði foreldri hreiðurstörfun- um. Útungun tekur um 3 vikur og eru ungamir hreiðurfælnir. Þeir verða fleygir á u.þ.b. mánuði. Krían verpir oft í sambúð með öðrum fuglum, eins og t.d. önd- um, gæsum, hettumávum, lund- um, teistum og vaðfuglum, sem þá njóta góðs af því, hversu árásar- gjöm hún er gagnvart óboðnum gestum í varpi. Kríuegg hafa löngum verið talin góð til átu og hafa kríubyggðir af þeim sökum oft farið illa og jafn- vel eyðilagst gjörsamlega vegna stöðugrar tínslu, einkum í grennd við þéttbýlisstaði. í lögum eru þó ákvæði , sem heimila aðeins töku eggja úr fyrsta varpi. Endurheimtur á kríum, sem merktar hafa verið á Islandi í gegnum árin. benda til. að þær haldi sig mest við SV-Afríku á vetuma. Krían getur orðið býsna gömul. Mörg dæmi eru um 20 ára fugla og þar um kring; í þeim hópi er t.d. kría, sem merkt var sem ungi á Grímsstöðum við Mývatn, og náðist 21 ári síðar í Nígeríu, á vesturströnd Afríku. En elsti merkti fugl, sem menn þekkja til, náði því að verða 34 ára gamall. BRIDDS Eiðamót 1993 Laugardaginn 21. ágúst var haldið briddsmót í tvímenningi að Hótel Eddu á Eiðum. Til leiks voru mætt 24 pör víðs vega af landinu. Úrslit urðu þessi: 1. Arnar Geir Hinriksson-Kristján Kristjánsson 123 stig 2. Víglundur Gunnarsson-Heimir Ásgeirsson 106 3. Böðvar Þórisson - Þórarinn Sigurðsson 77 4. -5. Sigurður Stefánsson-Guðný Kjartansd. 45 4.-5. Skúli Sveinsson- Jón Olafsson 45 6. Guðmundur Pálsson - Þorvaldur P. Hjarðar 44 7. Árni Guðmundsson - Þorbergur Hauksson 33 Keppnisstjóri var Sigurþór Sigurðsson og reiknistjóri Lára Kristjánsdóttir. Vatnskassa- og bensíntankaviögerðir Gerum við og setjum nýja vatnskassa. Gerum einnig við bensíntanka og gúmmíhúðum að innan. Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19, s: 91-681949 og 91-681877 Fax<. 91-685861 VEIÐIMENN ATHUGIÐ! Úrval nýrra og notaöra skotvopna á ótrúlega góöu veröi Einnig: Skot frá Hlað, Remington, Federal, Sako, Game-Bore og Eley. Einnig leirdúfur og flest annað til veiða. Purina hundamatur á frábœru verði. Sendum um allt Austurland. Gerið verðsamanburð. —■ ~g~| VEIÐIKOFINN Selási 20 kjallara Egilsstöðum OPIÐ frá kl. 20-22 mánudaga - miðvikudaga - föstudaga og frá 10-14 laugardaga. © 11437 hs. 11457 Fax 11597

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.