Austri


Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 3

Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 2. september 1993 AUSTRI 3 ff p „Au pair“/nám Langar þig að dvelja í eitt ár sem „au pair“ í Bandaríkjunum, hjá valinni vistfjölskyldu og stunda létt nám í leiðinni, þér að kostnaðar- lausu? Farðu þá löglega á vegum virtra sam- taka með mikla reynslu. Veitum faglega ráð- gjöf og undirbúning fyrir dvölina erlendis. Nú er rétti tíminn til að sækja um. Engin umsókn- ar-eða staðfestingargjöld. Upplýsingarveita: Linda Hallgrímsdóttir, Austurströnd 10, 170 Seltjarnarnesi, sími 91-611183 Hanna B. Sigurbjörnsd., Norðurgötu 3, 600Akureyri, sími 96-23112. „Au pair in America eru traust og góð samtök og árið var stór- kostleg lífsreynsla." Sigurbjörg Guðjónsdóttir. /®VMEPil(A Skólatöskur Til sölu leður skólatöskur, 5 hólfa, svartar. Verð kr. 8.715 stgr. Sendum ípóstkröfu. Leðurverkstæðid Víðimel 35 • Sími 16659- Blikksmiðjan Funi framleiðir Sóló eldavélar í bátinn og sumarbústaðinn. stöðum áætlar að opna formlega síðla í september. Verða þá húsa- kynni Randalínar til sýnis : og rekstur handverkshússins kynntur, eins og nánar verður auglýst síðar. í því tilefni verður haldin sýn- ing á gömlum handunnum munum svo sem hannyrðum, prjónlesi og vefnaði, og gömlum fatnaði, og verður gert átak í að safna slíkum munum. Vonir standa til að eitt- hvað af því sem safnast geti orðið með sýningu eftir hjá minjasöfnunum að sýn- ingunni lokinni. Hér með er leitað til lesenda Austra um að lána muni á sýning- una. Margir eiga í fðrum sínum gamlan útsaum eða vefnað, jafn- vel búninga eða hluta af þeim. Ekki hvað síst er leitað eftir hvers- dagsflíkum af báðum kynjum, s.s. kotum, klukkum, stuttbuxum, og heimagerðum sokkum, milliskyrt- um, vinnufötum og “morgunkjól- um” svo nokkuð sé nefnt. Skírnar- fermingar- og giftingarföt væru vel þegin. Þá er líka leitað eftir húsbúnaði s.s. rúmábreiðum, dúk- um, stólsessum, veggteppum og mottum. Munirnir mega vera frá ýmsum tímum. Þeir sem vilja lána muni eru beðnir að hafa samband við Guð- rúnu Kristinsdóttur í síma 11872, Helgu Jónu Þorkelsdóttur í síma 11271 eða Ingveldi Pálsdóttur í síma 11136. Randalín handverkshús áætlar að opna Randalín handverkshús á Egils- Snjólétt sumar að kveðja Síðustu vikur hefur veðurfar breyst til hins betra á Austurlandi og mun heyskap nú að mestu lokið. Sem kunnugt er hefur sumarið ver- ið kalt og sólarlítið, sérstaklega norðan til. Spretta var því léleg og byrjuðu bændur á Héraði, Borgar- firði og norðan Smjörfjalla ekki slátt að ráði fyrr en um verslunar- mannahelgi. Þá leit út fyrir þurrk sem varð heldur skammvinnur svo víða hröktust hey. Þar sem rúllu- baggatæknin var til staðar gekk þó sæmilega að ná heyjum og brugðu nokkrir bændur á Borgfirði á það ráð að kaupa sér böggunarvél í fé- lagi og kom hún á staðinn um miðj- an ágúst. Heldur illa lítur út með kartöfluuppskeru á Héraði en gæti þó ræst úr ef góð tíð yrði næstu vikur, þar sem enn hefur ekki gert næturfrost. Þá horfir ekki vel með kornuppskeru og hefur sólarleysið þar haft sín áhrif. Hvað berju- sprettu varðar mun vera eitthvað af krækiberjum, en bláaberin eru enn grænjaxlar og eiga langt í land með að ná uppskeruþroska. Sumarið sem nú er að kveðja okkur verður víst lengi í minnum haft og ekki út í hött að tala um snjólétt sumar. Nýsnævi á fjallatindum hefur verið algeng sjón á Héraði. A Vopnafirði hafa fjöll margsinnis gránað niður undir túngarða og á efstu byggðum á Jökuldal hefur gránað í jörð. AÞ Þar sem rúUubaggatœknin er til staðar hefur gengið skár að ná heyjum. Austramynd AÞ MUNAÐARHOLL steil(fiús ■ pub Lagarfelli 2, sími 97-12270 Þeir eru komnir aftur S T E I K H Ú S w Oskar Finnsson og grillarinn Daníel Sigurgeirsson frá Argentínu steikhús og nú meö hinn rómaða þjón Alfredó Cassis. Þeir elda bœði kvöld helgarinnar 3, - 4, september og allt kolagrillað eins og það gerist best. I millirc 11: löfiihorbct ^ Mdréttur: 9{autaíund og (amBafitte 220gr. íDesert: íRjómaíagaður tPina Coíada ís q ‘fómantífkaffi I boði verður argentínst rauðvín. Árni ísleifsson sér um dinnertónlist. Borðapantanir í síma 12270 og 11591.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.