Austri


Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 8

Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 8
SKILTAGERÐ Sími 12444 - Fax 12089 Egilsstöðum, 2. september 1993. 31. tölublað. MALLAND? IÐNAÐAR ✓ DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF ^ Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * l ataskápar Guðna J. Þórarinssonar ^ Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093 Menntaskólinn Egilsstöðum: Skógræktarbraut, nýjung í námsframboði Á meðal nýjunga í námsfram- boði Menntaskólans á Egilsstöðum er tveggja ára skógræktarbraut, ætl- uð nemendum sem hug hafa á stuttu starfsmiðuðu námi. Námið skiptist í bóklegt nám í raungrein- um og skógrækt og verklegt nám sem verður í samvinnu við Héraðs- skóga og Skógrækt ríkisins á Hall- ormsstað. Gert er ráð fyrir fimm vikna starfsnámi og að Mennta- skólinn útvegi nemendum pláss í starfsþjálfun og geri samning um framkvæmd hennar við fyrirtæki s.s. Héraðsskóga, Skógrækt ríkisins og ýmis skógræktarfélög. Þá hefur náttúrufræðibraut ME verið breytt í þá vegu að áhersla verður lögð á fræðslu um skógrækt í raungreinaá- föngum. Námsefni tengt skógrækt og vistfræði skógarins verður flétt- Breiðdalsvík: Ráðstefnu- staður í sókn Breiðdalsvík nýtur vaxandi vinsælda sem ráðstefnustaður, enda miðsvæðis í Austurlands- fjórðungi. Að sögn Guðnýjar Gunnþórsdóttur hótelstýru á Hótel Bláfelli hefur með tilkomu nýja skólahússins á staðnum skapast góð fundaaðstaða og þar með hægt að taka á móti stærri hópum til fundarhalda en verið hefur. Hótel Bláfell hefur lengi verið vinsæll staður fyrir minni fundi. Þar er hægt að taka á móti yfir 130 manns í mat, og 60 til 70 manns í gistíngu, en hótelið er með samstarf við bændagisting- una í Felli og hefur á leigu sum- arhús verkstjórafélagsins í Norð- urdal. í lok síðustu viku hélt SSA aðalfund Sinn á Breiðdalsvík. Annan séptember þinga þar fram- haldsskólakennarar á Austurlandi og um miðjan mánuðinn verður þar þing austfirskra Lions- manna. AÞ að inn í námsefni áfanga eins og líffræði, jarðfræði og veðurfræði. Á náttúrufræðibrautinni verða tveir skilgreindir skógræktaráfangar: Skó 103 og Skó 203. Jafnframt taka nemendur þátt í sömu verk- legu námskeiðum og nemendur á Skógræktarbrautinni og er ætlað að brautin veiti undirstöðuþekkingu á skógrækt og verði því góður undir- búningur fyrir þá sem hyggja á framhaldsnám í skógrækt og öðrum náttúrufræðigreinum. Kennari á skógræktarbraut og í skógræktará- föngum á náttúrufræðibraut verður Sigurður Blöndal, fyrrverandi skógræktarstjóri. Tilsjón með nám- inu hefur Skarphéðinn Þórisson, líffræðingur. Skógræktarnámið er nýjung í námsframboði mennta- skóla. I viðtali við blaðið sagði Skarphéðinn að námið hefði enn sem komið væri hlotið litla kynn- ingu og yrðu því nemendur í byrjun fremur fáir. Taldi hann það kost þar sem verið væri að skipuleggja og þróa nýja námsbraut. Fyrsta verklega námskeiðið hefst á Hall- Gistinætur í Kverk- fjöllum færri en í fyrra Gistinætur í Sigurðarskála og á tjaldstæðinu í Kverkfjöllum urðu 3100 á þessu sumri og fækkaði lít- illega frá því í fyrra. Mun færri Is- lendingar lögðu leið sína á svæðið enda veðurfar með eindæmum norðan og austanlands. Frá því að gæsla hófst í Kverkfjöllum hefur gestum þar fjölgað ár frá ári og er þetta fyrsta sumarið sem aðsókn dregst saman. Sigurðarskáli er eign ferðafélagana á Húsavík, Eg- ilsstöðum og Vopnafirði og rekinn sameiginlega af þeim. Þar geta gist um 70 manns og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Fjölmennt var í Kverkfjöllum um helgina og gekk fjöldi manns á Jökul og í Hveragil undir leiðsögn skálavarðar. Skála- verðir í Kverkfjöllum hafa nú hald- ið til síns heima og skálanum verið lokað. AÞ Göngumenn aö búa sig í göngu á jökul. Austramynd: AÞ ormsstað nú um miðjan mánuðinn og stendur í vikutíma. Skarphéðinn sagði að í framtíðinni væri fyrir- hugað að verklegu námskeiðin yrðu ekki bara opin nemendum ME heldur öllum almenningi og taldi þau t.d. góðan kost fyrir starfsmenn sveitarfélaga, skógarbændur og fleiri. AÞ ÉaiÉÍliiiii Besta verðið og mestu gæðin eru hjá okkur. FUJI SUPER G hágæðafilma. (Besta filman á markaðnum) Dynskógum 4, Egilsstöðum, sími 11699 fgJgJBJ^JOJBJgfgJSJSJBJBfBJBJElJBJBJSfBJBJ KURL Ærsladraugur leikur lausum hala hjá Pósti og síma Þegar við Austfirðingar þurfum að láta gera við símann hjá okkur hringjum við í bil- anatilkynningar í Reykjavík, sem síðan tilkynna bilunina á viðkomandi símstöð sem send- ir viðgerðarmann á vettvang. Eitthvað virðast þessar tilkynn- ingar geta skolast til eða eru jafnvel lengi að veltast á borð- um á móttökustað, ef marka má eftirfarandi sögu. Símnotandi á Austurlandi kom heim úr sumarleyfi um miðjan ágúst. Þegar hann ætl- aði að nota símann sinn tókst honum ekki að ná út og taldi símann bilaðan. Hann hringdi þegar í bilanatilkynningar Pósts og síma og tilkynnti að síminn væri dauður. Hjá bil- anatilkynningum var málinu tekið af skilningi og viðgerða- manni lofað á næsta virkum degi, þar sem helgi fór í hönd. Hinsvegar kom fljótlega í ljós að ekkert alvarlegt var að sím- anum, hann komst sjálfkrafa í lag að kvöldi sama dags. Á þriðjudegi hringir verkstjóri Pósts og síma í heimabæ sím- notanda , hafði þá fengið til- kynningu um bilun að sunnan og var að grennslast fyrir um hvað væri að. Símnotandi sagði þá að allur vandi væri úr sög- unni og viðgerðar ekki þörf. Líður nú og bíður fram í næstu viku, en þá mætir starfsmaður frá Pósti og síma, en bilunar- tilkynning, önnur í röðinni, hafði þá borist frá Reykjavík. En sagan er þar með ekki öll, því að viku liðinni var enn mættur vörpulegur viðgerðar- maður, vel búinn tækjum og tólum og sagðist vera kominn að gera við símann. Ttilkynn- ing um bilun, sú þriðja í röð- inni, hafði þá borist frá Reykja- vík. 3 GLERAUGU ÚR & KLUKKUR SKART & GJAFAVARA SÍMI 97-J2020 / J1606 FAX 97-12021 Nýkomið! Skyrtuhnappar, bindisnælur, flibbasmellur, w ^ Skólinn nálgast! ú Skólaúr og BIRTA LAGARAS 8 - POSTHOLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur herrakrossar o.fl. , ^ vekjaraklukkur. J

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.