Austri


Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 6

Austri - 02.09.1993, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 2. september 1993. Norrænir sveppafræðingar þinga á Hallormsstað FASTEIGNIR ÁSÖLUSKRÁ Dalskógar 4 b 70rrT íbúð auk 30rrT bílskúrs. Tvö svefnherbergi, eldhús, bað og stofa. Dynskógar19 137m2 steinsteypt einbýlishús byggt 1965. Bílskúrsréttur. 4 svefnherbergi, stofa, eldhús, þvottahús, bað og geymsla. Ræktuð lóð. Faxatröö 13 ca 160nT einbýlishús á tveimur hæðum. Á efri hæðinni eru 4 svefnherb., stofa, eldhús, bað, gestaklósett og þvottahús. Á neðri hæð er sjónvarps- herbergi, bílskúr og geymslur, ca 80m2 af neðri hæðinni er ófrágengið. Laugavellir 14 143m2 steinsteypt einbýlishús ásamt 35m2 bílskúr. Stofa, 4 herbergi, bað, geymsla og þvottahús. Áhvílandi um 1.200.000,- Allar nánari upplysingar veita Lögmenn Fagradalsbraut 11, sími 11313 Dagana 4.-7. ágúst var ráðstefna norrænna sveppafræðinga haldin á Hallormsstað. Er það í fyrsta skipti sem slík samkoma er haldin hér á landi. Þátttakendur voru um 20 frá öllum Norðurlöndum, nema Finn- landi, bæði atvinnumenn og áhuga- menn í faginu, þar af fjórir Islend- ingar. Náttúmfræðistofnun Norðurlands á Akureyri stóð fyrir ráðstefnunni, í samvinnu við “Gróplöntustofnun- ina” (Institut for sporeplanter) í Kaupmannahöfn. Styrkir fengust frá Norræna menningarsjóðnum og víðar, til að standa undir ferða- og dvalar kostnaði. Komið var upp rannsóknastofu í skólanum, og lán- uðu ýmsir aðilar tæki til hennar, m.a. Menntaskólinn á Egilsstöðum. Farið var í söfnunarferðir alla ráðstefnudagana. Fyrsta daginn var safnað í Hallormsstaðaskógi, en hina dagana farið um Hérað og nið- ur á Firði. Þegar heim var komið settust menn niður við að nafn- greina fenginn og ganga frá honum til þurrkunar. Var því oft ekki lok- ið fyrr en liðið var á nótt. Þó gafst tími til að skoða litskyggnur af sveppum bæði frá Færeyjum og Is- landi. Sveppaspretta var nokkuð góð á Austurlandi í ágústbyrjun, og má víst þakka það hinni óvenjulegu veðráttu sem hér hefur ríkt í sumar. Á góðviðrissvæðinu sunnan lands og vestan var engin sveppaspretta á sama tíma, að sögn ýmissa þátttak- enda, sem litu þar eftir sveppum við komu sína til landsins. Sannað- ist þar hið fornkveðna, að fátt er svo með öll illt o.s.frv. Þá var veð- ur með besta móti sjálfa ráðstefnu- dagana, hlýtt og stundum bjart. Voru hinir erlendu gestir því á- nægðir með dvölina hér eystra. Sveppaflóra Islands er býsna fjölbreytt. Þekktar eru um 2 þús- und tegundir, þar af um 500 svo- nefndir stórsveppir, sem mynda stæðileg aldin. Það eru þeir svepp- ir sem fólk kannast almennt við, og margir tína sér til matar. Nú er einnig farið að nota sveppi til litun- ar, og sýndi sænsk kona dæmi um slíka sveppaliti á ráðstefnunni. Margar íslenskar sveppategundir eru illa skilgreindar og nafngrein- ing þeirra vafasöm. Er því mikil- vægt að fá aðstoð svo margra sér- fróðra manna á þessu sviði, eins og þama vom saman komnir. Um 15- 20 tegundir fundust í ferðunum, sem eru nýjar fyrir landið, og álíka %rummafótur margar vom greindar upp á nýtt. Er þó að vænta mun betri og ýtar- legri upplýsinga síðar, þegar þátt- takendur hafa unnið úr söfnum sín- um heima fyrir. Ekki var laust við að hinir er- lendu gestir undruðust þá ríkulegu matsveppasprettu sem hér er sums- staðar, t.d. í nýju lerkiskógunum og meðfram skurðum. Einn daginn var skurðaknipplingi safnað í fulla körfu og matreiddu ráðstefnugestir hann um kvöldið. Rann hann ljúf- lega niður með öli frá Agli Skalla- grímssyni. H. Hg. ‘Egiísstöðum, sími 11155 0 I03MI5M5rSM0SI0I3MSJSMSM3M3M3ISIMSr5I03I3ISI3MSISI0SfS0MISJ3ISM3MSM3rSIMSM3M0 0 1 1 1 1 1 1 1 i 1 1 1 1 1 ^^^FIugfélag Austurlands hf. V\ Sími 97-11122 ^ _ LEIGUFLUG - ÚTSÝNISFLUG - SJÚKRAFLUG Áœtlunarflug til: Bakkafjarðar - Vopnafjarðar - Borgarfjarðar Breiðdalsvíkur - Hornafjarðar - Reykjavíkur HAFIÐ SAMBAND VIÐ UMBOÐSMENN OKKAR OG KYNNIÐ YKKUR AFSLÁTTARVERÐIN! 1 1 1 1 i 1 1 § 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 0 JSMSMMMMMMMJSMMMMMJSMJSMMMMMMMMMJSMMMMMMMMMMJSJSMMMSMMMMMMMMMJSM 0 Mikið úrval af íþróftaskóm! Innanhússkór fró kr. 1.990.- Körfuboltaskór - erobikskór o.fl. Gúmístígvél, hálkuvörn í sóla. Gúmískór ný tegund. Nýir skór - nýjar töskur! Leggings sokkabuxur. Íffiálpiir og buxur KFFB Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga afsláttur Leikföng og gjafavara frá 2. -17. sept. QCQ Q o +- c ‘<D ,i= c 0)q «ð CO C c 2* o c CD 0 -hz C UI'q © CO C c Kjaramiðar AUSTRA eru sparnaðarleið fyrir lesendur AUSTRA. Kjaramiðarnir gilda sem raunverulegur afsláttur af þeirri vöru sem tilgreind er á hverjum seðli. Með kjaramiðunum viil AUSTRI útvega neytendum afslátt af vöruverði og draga úr útgjöldum heimilisins. Þú klippir kjaramiðann úr blaðinu og framvísar í viðkomandi verslun, þegar þú kaupir þá vöru sem tilgreind er á seðlinum. Einfaldur og þœgilegur sparnaður! Söluaðili Olíusala Kaupfélags Héraðsbúa Egilsstöðum afsláttur wggA af útimálningu frá Sjöfn hf. Kaupfélag Héraðsbúa byggingavöruverslanir Egilsstöðum og Reyðarfirði 5 > Utileiktœki. Rólusett 5501. Róla, vegaróla og rennibraut. Vönduð útileiktœki frá Þýskalandi. Frígor frystikistur Söluaðili I Byggingavöru- I verslanir Kaupfélags J Héraðsbúa . Egilsstöðum og . Reyðarfirði

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.