Austri - 07.10.1993, Side 1
Austfirðingar
tryggjum atvinnu.
Kaupum
austfirskar
afurðir.
KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA
Vopnafjörður:
Næg atvinna í
frystihúsi Tanga
Það sem af er þessu ári hefur ver-
ið næg atvinna í frystihúsi Tanga á
Vopnafirði og unnu þar þegar flest
var í sumar á milli 70 og 80 manns.
Togarinn Eyvindur Vopni hefur
undanfarið aflað mjög vel og séð
frystihúsinu fyrir hráefni ásamt 6-8
trillum sem róa frá Vopnafirði og
m.b Sjöfn frá Bakkafirði. Þá hefur
verið keyptur fiskur af rússneskum
og dómenikönskum togurum sem
hefur komið sér vel og átt þátt í því
hve vinna í sumar hefur verið
stöðug. Togarinn Brettingur hefur
síðan í endaðan apríl aðallega verið
á karfa- og grálúðuveiðum og fryst
aflann um borð en einnig landað
nokkru af ísuðum þorski. Hjá
frystihúsi Tanga er fiskurinn ýmist
unninn í flök, blokk eða sérskoma
bita og er aflaverðmætið fyrstu 38
vikur ársins 290 milljónir króna
þ.e. um 33 milljónir að meðaltali á
mánuði.
Snyrtisérfrœðingar hjá Tanga hfað störfum.
ME efnir til fræðslu-,
kynningar og
skemmtikvölda
Nemendur og kennarar Mennta-
skólans á Egilssöðum munu í vetur
efna til svokallaðra ME-kvölda og
er tilgangurinn að kynna það sem
nemendur, kennarar og annað
starfsfólk skólans er að fást við.
Fyrsta ME-kvöld haustannar verður
miðvikudaginn 13. október. Þar
munu fyrrverandi skiptinemar segja
frá reynslu sinni af dvöl og námi
fjarri fósturjörðinni, en margir
nemendur í ME hafa verið
skiptinemar og nokkrir dvalið í
fjarlægum heimsálfum. Þá munu
tveir bandarískir nemendur sem eru
við nám í skólanum segja frá
reynslu sinni af íslandsdvöl, piltur
sem er hér skiptinemi nú í ár og
stúlka sem dvaldi sem skiptinemi
hér árið 1990-1991, ogkomsíðan
aftur eftir að hafa dvalið eitt ár á
heimaslóðum. Einnig verður lítil-
lega kynnt starfssemi skiptinema-
samtaka og fyrrverandi skiptinemar
munu svara fyrirspurnum gesta.
Þarna verður því kjörið tækifæri
fyrir unglinga, sem áhuga hafa á að
gerast skiptinemar og foreldra
þeirra, að kynnast þessari starf-
serni. Stefnt er að tveimur fræðslu-
kvöldum til viðbótar fram að jóla-
fríi. A því fyrra mun Ámi Óðins-
son og nemendur hans í vatnalíf-
fræði kynna vistfræði Eiðavatns, en
á hinu síðara fjallar Björn Vigfús-
son, kennari um ritun og upplýs-
ingaöflun að sögu Egilsstaðabæjar.
Á ME-kvöldin eru allir velkomnir
sem áhuga hafa og er þess sérstak-
lega vænst að foreldrar og aðrir að-
standendur nemenda fjölmenni.
AÞ
Nokkrir af aðstandendum skiptinemakvöldsins rœða fyrirhugaða dagskrá ásamt Skarp-
héðni Þórissyni kennara. Austramynd AÞ
Frá afmælishátíð gróðrarstöðvarinnar á Hallormsstað. í forgrunni heiðursgesturinn frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti íslands, Þór Þorfinsson, skógarvörður og Sigurður Blöndal. fyrrverandi skóg-
ræktarstjóri. Austramynd: AÞ
■Bryi xwb*** y -1
j| 1.1» 'á .£
*. .'«• .|*/**'. -4®
Æff - ,f MMM jgíj
Gróðrarstöðin á
Hallormsstað 90 ára
Þann 2. október síðastliðinn var
haldin afmælishátíð í Hallorms-
staðaskógi í tilefni af því að 90 ár
eru liðin frá því að skógræktarstarf
hófst þar. Heiðursgestur á afmæl-
ishátíðinni var frú Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti Islands. Skóg-
ræktarstarf á Hallormsstað hófst
1903 þegar Mörkin var afgirt og út-
búinn græðireitur. Var það verk
unnið undir stjóm Danans C.E.
Flensborg sem taldi vænlegt að
gera þar tilraunir með erlendar trjá-
tegundir. Árið 1905 voru fyrstu
barrviðarplönturnar gróðursettar.
Þar sem Flensborg fyrir 90 árum
hóf sitt brautryðjendastarf standa
enn 5 blágrenitré sem lengi voru
hæstu trén í skóginum og fyrir
löngu er sannað að hægt er að
rækta nytjaskóg á Islandi. Á af-
mælishátíðinni var gengið um
Mörkina undir leiðsögn Þórs Þor-
finnssonar, skógarvarðar og Sig-
urðar Blöndal, fyrrverandi skóg-
ræktarstjóra. Þar er nú athyglisvert
safn innlendra og erlendra trjáteg-
unda og hafa á seinni árum verið
Iagðir stígar og trén merkt.
Trjásafnið er mikið heimsótt bæði
af erlendum og innlendum ferða-
mönnum. Þá var gróðrarstöðin
heimsótt undir leiðsögn Katrínar
Ásgrímsdóttur, en þar eru fram-
leiddar árlega í tveimur 1000 fer-
metra gróðurhúsum um 1 milljón
skógarplantna á ári. Plönturnar eru
flestar gróðursettar á Austurlandi
en nokkur hluti þeirra fer þó í aðra
landshluta. Einnig var komið við í
Guttormslundi undir leiðsögn Jóns
Loftssonar, skógræktarstjóra, en
þar var fyrsti lerkilundurinn gróð-
ursettur 1938 og er meðalhæð
trjánna 16 metrar og hæsta tréð 18 -
19 metrar. Jón sagði að vöxtur
þessara trjáa hefði í raun sannfært
margan skógræktarmann um að hér
væri í alvöru hægt að rækta nytja-
skóg. Ennfremur benti hann á að
lerkitrén væru þeirrar gerðar að þau
hleyptu niður miklu ljósi sem þýddi
að mikill gróður væri í skógarbotn-
inum og því auðvelt að nýta skóg-
inn til beitar þegar hann væri vax-
inn vel úr grasi. Að skógargöngu
lokinni var gestum boðið til kaffi-
drykkju í íþróttahúsinu. Þar var í
tilefni afmælisins sett upp ljós-
myndasýning þar sem sýndar voru
myndir úr sögu skógræktar á Hall-
ormstað einnig gaf þar að líta ýmsa
muni smíðaða úr íslenskum viði.
Undir borðhaldinu heiðraði skóg-
ræktarstjóri, Jón Loftsson Pál
Guttormson fyrir löng og gifturík
störf í þágu skógræktar. Sigurður
Blöndal flutti erindi um áhrif skóg-
ræktar á menningu á Austurlandi.
Þá flutti Sveinbjörn Dagfinnsson
kveðju landbúnaðarráðherra Hall-
dórs Blöndal og ýmsir fleiri gestir
fluttu skógræktinni ámaðaróskir í
tilefni þessara tímamóta.
AÞ
Talandi um útlönd. Einu sinni
fór ég tvisvar til útlanda.
Þrír skógarverðir á Hallormsstað í Guttormslundi. F.v. Þór Þorfinnsson, skógarvörður,
Jón Loftson, skógrœktarstjóri.fyrrverandi skógarvörður og Sigurður Blöndal fyrrverandi
skógarvörður og skógrœktarstjóri. Guttormslundur er kenndur við Guttorm Pálsson sem
var fyrsti skógarvörður á Hallormstað og gengdi því embœtti í 46 ár. Austramynd AÞ