Austri


Austri - 06.01.1994, Side 3

Austri - 06.01.1994, Side 3
Egilsstöðum, 6. janúar 1994. AUSTRI 3 VIÐ ÁRAMÓT Það er alltaf sérstök tilfinning að upplifa áramót. Fullyrða má að sjaldan eða aldrei hugsi menn meira um lífið og tilveruna. Fortíðin er rifjuð upp og minningarnar um velgengni og mótbyr streyma fram, fjölskylduböndin eru treyst og flestir setja sér markmið á nýju ári. við getum öll gert betur og náð meiri árangri með því að standa saman, skipuleggja framtíðina og horfa fram á við. Lýðveldið 50 ára A árinu sem nú er að hefjast verður lýðveldið 50 ára. Það eru merk tíma- mót. Það er við hæfi að Islendingar setji sér ný markmið og horfi til langr- ar framtíðar. Gífurlegar breytingar og umskipti hafa orðið allt í kringum okk- ur og okkar litla þjóð er komin inn í kraftmikla hringiðu alheimsviðskipta og stóraukinna samskipta á öllum svið- um. Breytingarnar eru svo hraðar að við fylgjumst vart með, það sem var sjálfsagt í gær er orðið lítils virði á morgun. I öllu þessu umróti er mikil- vægt að viðhalda gömlum hefðum og lífsgildum og gæta þess að sýna sér- hverjum einstaklingi virðingu og nær- gætni. Samkeppni má ekki verða svo sterk að maðurinn gleymist og afl pen- ingana víki öllu til hliðar. Eg er þeirrar skoðunar að íslending- ar séu ekki nægilega framsýnir. Við eyðum alltof miklum kröftum til að Ieysa skammtímavandamál og skipu- leggjum lítið til langrar framtíðar. Á- stæðan er m.a. sú að hér hefur verið mikil hagsæld og við höfum haft mikl- ar auðsuppsprettur til að sækja í. Það er stutt síðan við hættum að líta á fiski- miðin sem óendanlega auðlind og okk- ur gengur ekki nægilega vel að skapa sem mestan auð úr því takmarkaða magni sem við getum sótt í hafið. Þrátt fyrir miklar framfarir á þessu sviði er hægt að gera enn betur. Við búum yfir mikilli þekkingu en getum beitt meiri fyrirhyggju og skipulagt störfin betur. Þótt frjálsræði og athafnafrelsi skipti vissulega miklu máli sem afl framfara má það ekki gleymast að agi, skipulag og takmarkanir eru jafnframt hugtök sem skipta máli þegar horft er fram á veg. Þær þjóðir sem nú búa við mikinn hagvöxt leggja mikla áherslu á að setja sér langtímamarkmið og beita skipu- lögðum og öguðum vinnubrögðum. Við íslendingar búum við þá sér- stöðu að eiga stórt Iand en erum ein fá- mennasta þjóð veraldar. Þessi stað- reynd kallar á samstillt átak okkar allra ef við eigum að standast vaxandi al- þjóðlega samkeppni þar sem stærri og stærri risar takast á. Enginn kostur er að standa í harðri samkeppni við þessa risa og verðum við því að aðlaga okkur lögmálum alþjóðlegra samskipta af lagni, skynsemi og framsýni. Vonandi tekst okkur á því ári sem nú er gengið í garð að líta hátt og eyða minni tíma í skammtímamál og dægurþras. Hagur almennings Kaupmáttur almennings hefur dreg- ist saman, skattaálögur hafa aukist og þeir sem minna mega sín búa við vax- andi óöryggi. Þetta hefur gerst að hluta til vegna samdráttar í afla, fallandi verðlags á afurðum, en jafnframt vegna breytinga í stjómarháttum. Mesta bölið sem nú sækir að er at- vinnuleysið. Þó það hafi ekki orðið jafn mikið og verstu spár sýndu er það mun meira en nokkur leið er að sætta sig við. Það er jafnframt staðreynd að margir hafa litla vinnu og ótrygga. Þeir sem áður gátu treyst á að vinna lengri vinnudag til að framfleyta fjölskyld- unni geta það ekki lengur. Fjárhagsleg staða margra fyrirtækja er ótrygg og margir lifa í ótta um að missa vinnuna. Þessi staða kallar á breytta verkalýðs- baráttu og nýja atvinnustefnu. Sam- starf rfkisvalds og aðila vinnumarkað- arins hefur ekki tekist vel og ekki tryggt hagvöxt og nýsköpun í atvinnu- lífinu. Skattamálin Eitt mikilvægasta stjórntæki samfé- lagsins er álagning skatta. Skattarnir eru notaðir til margvíslegra samfélags- verkefna og þeir eru tæki til að skapa jöfnuð í samfélaginu. Margs er að gæta í skattamálum en mikilvægt er að skattkerfið sé einfalt og öruggt og skattsvik séu sem minnst. Nefnd sem skipuð var til að kanna umfang skattsvika hefur komist að þeirri niður- stöðu að hið opinbera missi af 11 milljörðum í skatttekjur vegna skattsvika. Skattsvikin eru því eitt mesta þjóðfélagsbölið. Það er mikil- vægasta jafnréttismálið í dag að ráðast gegn skattsvikum. Til þess að það megi gerast þarf að einfalda skattkerfið og stórauka skatteftirlit. Framsóknarflokkurinn gagnrýndi skattkerfisbreytinguna sem fór fram um áramótin. Hún var gagnrýnd vegna þess að hún var lítið undirbúin, stór- eykur kostnað við framkvæmdina og eykur möguleika á skattsvikum. Ár- angurinn til jöfnunar í þjóðfélaginu er lítill sem enginn og það mátti fara mun betri leiðir. Við héldum því fram að það væri árangurinn sem skipti máli en ekki aðferðirnar. Það má ná mun betri árangri með því að beita endurgreiðsl- um á virðisaukaskatti á brýnustu nauð- synjum og beita öðrum jöfnunartækj- um í skattamálum, eins og barnabóta- auka, persónuafslætti og vaxtabótum. En hvers vegna voru þessar leiðir ekki famar? Staðreyndin er sú að litlar upp- lýsingar lágu fyrir þegar ríkisstjórnin lagði fram tilboð til aðila vinnumark- aðarins og menn festust í farvegi sem ekki var komist út úr. Þegar Alþingi hóf störf við þetta mál í byrjun desember var engin leið að hreyfa málið þótt skynsemi segði ann- að. Hins vegar tókst Framsóknar- flokknum að ná nokkrum lagfæringum í skattamálum með öflugum málflutn- ingi. Það var hætt við að leggja virðis- aukaskatt á ferðaþjónustu, en hins veg- ar er henni við haldið á hótelgistingu. Tillögur Framsóknarflokksins í skattamálum vöktu mikla athygli. Þær gerðu ráð fyrir Iækkun virðisauka- skatts, hækkun bóta og meiri lækkun verðlags. I umsögn Þjóðhagsstofnunar sagði m.a.: “I tillögunni felast því til- færslur í skattlagningu á þá leið að kaupmáttur launa og hvers konar bóta eykst nokkuð, en ráðstöfunarfé eigna- manna minnkar.” Jafnframt sagði í umsögn Þjóðhagsstofnunar: “Þessar breytingar eru í sjálfu sér ekkert stór- vægilegar í þjóðhagslegu samhengi þótt þær hniki til ýmsum hagstærðum. í þessu sambandi er þó nauðsynlegt að benda á, að erfitt er að meta ýmis atriði breytinga af þessu tagi. Engu að síður geta þetta verið atriði sem skipta miklu máli, en eru einfaldlega þess eðlis að tölulegu mati verður vart við komið. Hér er sérstaklega bent á að lækkun virðisaukaskatts á matvæli veikir virð- isaukaskattskerfið þar sem innheimta og eftirlit verður erfiðara. Engin tilraun er gerð hér til að meta þennan þátt.” Aðrir höfðu áætlað að skattsvik gætu aukist um allt að 500 milljónir. Það verður að sjálfsögðu aldrei sannað en enginn ber á móti því, að tilhneig- ing verður í þá átt. Það eru jafnframt allir sammála um það, að framkvæmd- in verður erfið og kostnaðarsöm. Rök- in fyrir breytingunum eru lítil sem eng- in og við sjáum ekki ástæðuna fyrir því, að fórna öryggi skattkerfisins og veikja stöðu ríkissjóðs stórlega án nokkurs sjáanlegs ávinnings fyrir al- menning. Þvert á móti hefði mátt bæta hag almennings verulega ef skynsemin hefði fengið að ráða. Auðvitað eru öll þessi atriði umdeilanleg en Ríkisendur- skoðun hefur hafið athugun á málinu og þegar henni er lokið munu stað- reyndirnar koma fram í dagsljósið. Sjávarútvegurinn Aflabrögð á síðasta ári voru góð og er verðmæti sjávarafla mun meira en á- ætlanir höfðu gert ráð fyrir. Þar munar miklu um góðan loðnuafla og aukn- ingu úthafsveiða. Botnfiskafli er þó lít- ill og veruleg hætta er á að þessi litli afli muni hafa mikil áhrif á hag bátaút- gerðar og fiskvinnslustöðva sem byggja afkomu sína á þorskveiðum. Gífurleg skerðing á afla smærri báta og togara hefur mikil áhrif. Ríkisstjórnin hefur verið treg til jöfnunaraðgerða og þar þarf að gera betur. Fiskveiðistefnan er eðlilega í stöðugri umræðu en niður- staða er enn ekki fengin. Ríkisstjórnin setti nefnd í málið í upphafi kjörtímabilsins án þess að hagsmunaaðilar og stjórnarandstöðu- flokkar kæmu þar að. Hún skilaði af sér fyrir einu og hálfu ári síðan og mál- ið hefur verið fast inni í ríkisstjóminni allan þann tíma. Loksins var það kom- ið þaðan en þá er það tekið fram að flokkarnir hafi í reynd ekki komið sér saman um málið. Allt þetta hefur skap- að mikla óvissu um framtíð sjávarút- vegsins og deilurnar um fiskveiðistefn- una hafa magnast að undanfömu. Eg tel að lítið samráð og pukur á bak við Iokaðar dyr eigi mestan þátt í þessum deilum. I stað þess að fara strax í minni háttar lagfæringar á kerf- inu hefur tímanum verið eytt í þrætur innan og á milli stjórnarflokkanna. Þolinmæði sjómanna er nú þrotin og verkfall hófst um áramótin. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta verkfall ef sjómenn hefðu verið hafðir með í ráðum og verið inni í þeirri um- ræðu sem hefur átt sér stað. Málið er komið í hnút. Það er veruleg hætta á að það stjómkerfi sem nú er verði hrein- lega brotið niður. Hvað við á að taka veit enginn og virðist málið vera í upp- lausn. Ríkisstjómin talar út og suður, enda hefjast nýjar samningaumleitanir þegar þeim fyrri er lokið. Sjávarút- vegsráðherrann er einangraður í mál- inu, en hann ber ábyrgðina og getur ekki vikið sér undan henni. Farsæl lausn þessa máls er eitt mik- ilvægasta hagsmunamál Austfirðinga. Við framsóknarmenn höfum ávallt ver- ið tilbúnir til að taka þátt í lausn máls- ins. Við mótuðum þá fiskveiðistefnu sem nú er og viljum festa hana í sessi þótt við teljum að nokkrar lagfæringar þurfi að eiga sér stað. Við skiljum ekki þá þráhyggju að tala sífellt um auð- lindaskatt á atvinnugrein sem berst í bökkum. Það er nýbúið að afnema að- stöðugjaldið og mikilvægasta við- fangsefni sjávarútvegsins er að greiða niður skuldir og byggja upp fiskstofn- ana. Það mun taka langan tíma og hagnaður í atvinnugreininni er því miður ekki vandamál. Landbúnaðurinn Það eru mikil átök í íslenskum land- búnaði í dag. Það er með ýmsum ráð- um reynt að brjóta niður samstöðu bænda og fá þá til að selja hver fyrir sig. Með GATT-samningunum er ver- ið að opna fyrir innflutning á vissum landbúnaðarvörum. Ekki er komist hjá því að Islendingar taki þátt í þessum miklu samningum, en gallinn er sá að Alþýðuflokkurinn reynir að nýta slíka samninga til að auka innflutning á landbúnaðarvörum án þess að það hefði þurft að gerast. Það er mikilvægt hagsmunamál og sjálfstæðismál ís- Iendinga að framleiða mat fyrir ís- lenska neytendur og reyna jafnframt að hasla sér völl á erlendum mörkuðum. Islenskar landbúnaðarvörur eru gæða- vörur og framleiðsla þeirra skapar mörgum atvinnu. Það munu margir vakna upp við vondan draum ef það verður farið að flytja inn þessar vörur í stórum stíl. Það mun ekki aðeins valda atvinnuleysi heldur gífurlegum breyt- ingum á allri þjóðfélagsskipan, menn- ingu og lífsháttum. Iðnaður og ferðaþjónusta Eitt af einkennum atvinnulífsins í dag er lítil uppbygging á sviði iðnaðar og nýjunga í atvinnurekstrinum. Raf- orkunotkun vex lítið og litlar vonir eru bundnar við að virkjunarframkvæmdir á Austurlandi hefjist á næstunni. Bolla- leggingar um sölu á rafmagni um sæ- streng hafa verið allmiklar, en sá sem þetta skrifar hefur alltaf talið að þar þyrfti að ganga fram af mikilli gát. Það er athyglisvert að forystumaður í orkufrekum iðnaði hefur nýlega hald- ið því fram að það væru mikil mistök af Islendingum að selja raforku með þeim hætti til útlanda. Það er rétt að taka undir þessi vamaðarorð því auð- vitað er fýsilegra að nýta orkuna til að framleiða vöru og skapa atvinnu hér á landi. Orkan er mikilvæg auðlind Austfirðinga og ein mikilvægasta for- senda fyrir því að fólki fjölgi þar svo um munar á næstu áratugum. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnu- grein í fjórðungnum. Það var því mikið áfall þegar það var ákveðið af ríkis- stjórninni á árinu 1992 að leggja virð- isaukaskatt á ferðaþjónustu í heild sinni, þar með talið fólksflutninga. Engin breyting varð á þessari ákvörð- un fyrr en Framsóknarflokknum tókst að knýja fram breytingar á Alþingi fyr- ir jólin. Hin dæmalausa ákvörðun rfk- isstjómarinnar að falla frá virðisauka- skatti á strætisvagna á höfuðborgar- svæðinu en viðhalda honum á flug og aðra fólksflutninga út um landið fyllti mælinn og varð til þess að rfkisstjórnin missti tök á málinu. Þessari ákvörðun átti að halda leyndri, en sem betur fer urðu upplýsingar um þetta mál til þessa að nokkrir stjómarþingmenn af landsbyggðinni áttuðu sig loksins á því, hvað var að gerast. Þótt versta slysinu hafi verið afstýrt er ætlunin að leggja virðisaukaskatt á hótelgistingu sem skerðir samkeppnis- stöðu landsins á þessu sviði. Skattlagn- ing mun því draga úr komu ferða- manna hingað til lands og gera það að verkum að gjaldeyristekjur tapast. Rík- isstjómin sér ekki samspilið milli ríkis- fjármála og atvinnumála og fer í þessu tilfelli út í skattlagningu, sem er bein- línis skaðleg þjóðarbúinu. Það er ekki von að vel gangi að byggja upp til framtíðar þegar þannig er hugsað. Lýðræði og fjölmiðlar Þróunin í fjölmiðlaheiminum hefur verið mörgum áhyggjuefni. Stjómar- flokkunum er nauðsynlegt að koma skoðunum á framfæri og taka þátt í umræðu um þjóðmál. Stjórnmálaflokk- arnir eru mikilvægasta forsenda lýð- ræðislegrar umræðu. Skoðanir um þjóðfélagsmál mótast í flokkunum og það er bráðnauðsynlegt að stjórnmála- menn eigi góðan aðgang að fjölmiðl- um. Frjáls skoðanamyndun og lýðræð- isleg umræða getur ekki átt sér stað án fjölmiðla. Flokkunum hefur gengið illa að gefa út málgögn og Framsóknarflokk- urinn hefur ekki farið varhluta af því. Hann hefur nú tapað öllum eignum sínum á slíkri útgáfu og því varð ekki lengur haldið áfram á þeirri braut. Samningur hefur verið gerður um á- framhaldandi útgáfu Tímans við dótt- urfyrirtæki Frjálsrar fjölmiðlunar. Þessi samningur er hagstæður fyrir báða aðila og menn vænta mikils af samstarfinu. Tíminn mun áfram vera málsvari þeirra hugsjóna sem Fram- sóknarflokkurinn hefur barist fyrir, flytja hlutlægar fréttir og vera opinn fyrir öllum skoðunum. Nýr ritstjóri hefur verið ráðinn Jón Kristjánsson, sem hefur tekið það að sér að stýra blaðinu fyrst um sinn. Þetta mun að sjálfsögðu taka mikinn tíma hjá Jóni og með þessu leggur hann mikið af mörkum. Jón hefur hlot- ið einróma lof fyrir skrif sín í gegnum tíðina og hann nýtur mikils trausts meðal framsóknarmanna og þeirra að- ila, sem gefa Tímann út. Austri hefur gengið vel og hann hef- ur sterka stöðu á Austurlandi. Starfs- fólk Austra hefur unnið frábært starf sem seint verður fullþakkað. Bæði þessi blöð þurfa á því að halda að fá fleiri áskrifendur og við væntum þess að Austfirðingar bregðist drengilega við og leggi sitt af mörkunr til að tryggja betur frjálsa skoðanamyndun í landinu. Lokaorð Á síðasta ári fór fram mikil umræða um sameiningu sveitarfélaga. Umræð- an var gagnleg en ekki þægilegt að taka afstöðu til málsins vegna skorts á upplýsingum. Enginn vafi er á því, að sveitarfélög munu stækka. Þótt ágæt samvinna hafi verið meðal sveitarfé- laga á Austurlandi þarf að stilla streng- ina betur saman og skipuleggja sam- starfið betur. Fólki fækkaði á Austurlandi á síð- asta ári. Þessa þróun má rekja beint til veikrar stöðu atvinnulífsins og því verða atvinnumálin að fá meiri forgang á næstu árum. Hagsmunir launþega og atvinnulífsins fara saman. Öflugt at- vinnulíf er forsenda velmegunar og þegar styrkur þess dvínar skapast at- vinnuleysi og óvissa. Tækifærin leyn- ast víða og það ber að nýta þau af raunsæi og framsýni. Það er engin á- stæða til að ala á svartsýni. Uppbygg- ingin heldur áfram ef menn sýna sam- stöðu, skilning á aðstæðum og eru til- búnir að skapa eðlileg skilyrði. Ég vil þakka Austfirðingum fyrir á- nægjuleg samskipti og samvinnu. Á því ári sem nú gengur í garð eru liðin 20 ár síðan ég naut þess trausts að vera kosinn af Austfirðingum til setu á Al- þingi. Þessi tími hefur verið viðburða- ríkur og ég tel það vera mikla gæfu að fá að starfa með því ágæta fólki sem býr í fjórðungnum. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma og með tilhlökkun horfi ég fram á veg til áframhaldandi samstarfs. Halldór Ásgrímsson

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.