Austri


Austri - 06.01.1994, Qupperneq 8

Austri - 06.01.1994, Qupperneq 8
8 AUSTRI Egilsstöðum, 6. janúar 1994. Óskir um gleðilegt nýtt ár og pakkir fyrir pað liðna. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Sveitarstjórn BREIÐDALSHREPPS y ~ v, Buðahreppur óskar Fáskrúðsfirðingum friðar og farsœldar á nýju ári. Þakkar samstarf á liðnum árum. X__________________________4 s Oskum öllum Austfirðingum árs og friðar á nýju ári. Oskum öftum Candsmönnum árs ogfriðar og þök/ýum viðskvptin á Ciðnu ári. Verslunarfélag Austurlands Óskum Cbúum Djúpavogshrepps og öðrum Austfirðingum árs og friðar. Sveitarstjóm ^ Djúpavogshrepps ^ ’ 'N Stjórn og starfsfólk óska félagsmönnum og fjölskyldum þeirra farsæls nýs árs, með þökk fyrir öll góð samskipti á liðnu ári. Vélstjórafélag íslands J Óskum Austfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. LANDSVIRKJUN Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík Ferðalag eldri borgara á Héraði um Vestfírði dagana 18.-25. júní 1993 framhald úr jólablaði 1993 Fimmtudagur 24. júní Alskýjað að morgni en létti til og besta ferðaveður. Um nóttina vakna ég hríðskjálf- andi og kominn með tak og sjálf- sagt hita. Alfreð herbergisfélagi minn fór að finna Þórlaugu heil- brigðisfulltrúa okkar. Kom hún fljótlega, leit á mig og lagði fyrir nokkrar spurningar, sagðist verða að ná í hitamælir, sem sannaði að ekki var um uppgerð að ræða, lét mig taka einhverjar töflur, sem hún hafði meðferðis. Ég klæddi mig vel og kom nú hálsklúturinn hennar Aðalbjargar í Bessastaðagerði sér vel, sem hún lánaði mér daginn áður. Síðan var búið um mig í aft- ursæti í bflnum, og fór flest framhjá mér fyrri hluta dags. Styðst ég nú við frásögn annarra. Breyta varð smávegis ferðaáætlun til að komast sem fyrst að Búðardal og hafa samband við lækni. Ætlunin hafði verið að aka um Skarðsströnd og Klofning. Þó var farið út að Hvammi þar bjó Auður Djúpúðga Ketilsdóttir, og þar var Snorri Sturluson fæddur. Kross- hólaborg (Klettaborg) er rétt við veginn. Þangað fór Austurð til bænahalds og að sögn Landnámu lét Auður reisa kross þar uppi. Þar hefur nú verið reistur stór stein- kross upp á borginni. Olafur Þ. Stefánsson klifraði upp á Kross- hólaborgina og mun hafa verið myndaður þar. Sveinn Ingimar Bjömsson frá Heykollsstöðum í Tunguhreppi á Héraði tók á móti ferðafólkinu og sýndi því kirkjuna og rakti í stórum dráttum sögu hennar. Kirkjan var byggð úr timbri og vígð 1884. Síð- an hafa farið fram á henni miklar umbætur á seinni árum. í kirkjunni er minningartafla með nöfnum 17 presta: 1. séra Pétur Árnason 1560-1582 og sá 17 séra Ásgeir Ingibergsson 1958-1986. Minnismerki um Snorra Sturluson er stutt frá kirkjunni og stór tré í kirkjugarði. í Hvammi er skógræktargirðing gerð af skógræktarfélagi Dala- manna, það er fallegt skógarsvæði. Stórt og ókalið tún er í Hvammi þar mun vera skjólsælt og veðurblíða. Hvammur er í Skeggjadal ásamt Skerðingsstöðum að austan, en Hafakur að vestan. Heldur var ferð- inni hraðað til Búðardals, þar haft samband við lækni og tekin meðul handa mér og ákveðið í samráði við lækni að ég yrði með í bflnum. Þarna fóru allir í sjoppu og fengu sér hressingu. Ekið var frá Búðar- dal og norður Laxárdal, þar blóm- leg byggð. Minnismerki um Jón frá Ljár- skógum er við veginn. Á það er skráð: “Minning þín lifi”. Úr Lax- árdal liggur vegurinn upp á Laxár- dalsheiði, sem er all vel gróin og þaðan fögur fjallasýn í sólskini og blíðu. Komið við í Staðarskála. Næst var komið við á Reykjum, þar sem byggt hefur verið hús fyrir byggðasafn sem báðar Húnavatns- sýslur og Strandasýsla standa að. Þar er geymt hið fræga hákarlaskip Ofeigur, frá Ofeigsfirði á Strönd- um, og margir gripir fá tíma há- karlaveiðanna. Einnig mikið af gömlum og vel gerðum heimilis- munum fatnaði o.fl. Frá Reykjum var lagt af stað klukkan hálf fjögur og farið yfir Hrútafjarðarháls. Lykkja var lögð á alfaraleið og ekið að vesturhópi og áfram að Borgarvirki. Flestir gengu upp á virkið. Þaðan er víðsýnt um Húnavatnssýslur. Ég reis upp og horfði út um glugga sá virkið gnæfa hátt. Svo var ég að gá hvort ekki sæust rústir af bænum Gall- orp, en þar bjó fjárræktar og hesta- maðurinn Ásgeir Jónsson, sem skráði bókina “Horfnir góðhestar”. Frá Borgarvirki var ekið klukkan fimm og komið að síðasta náttstað ferðarinnar, Húnavöllum kl. að verða 6. Farangur tekinn úr bílnum og borinn inn á herbergi. Allir fóru síðan að þvo sér og snyrta. Meira að segja var ég dubbaður upp og tekinn með í borðsalinn, þar sem sest var að tvíréttuðu veisluborði og kaffi á eftir. Að máltíð lokinni var rabbað saman, skilað á spil og drukkið kvöldkaffi sem borið var fyrir gesti í setustofu og gengið var seint til náða. Föstudagur 25. júní Sólskin og hiti 13 stig og gott ferðaveður. Þórlaug birtist í fyrra lagi í her- bergisdyrum og nú með hitamæli í hendinni og mældi hitann í mér, sem reyndist eitthvað meiri en morguninn áður. En eftir að hún hafði ráðfært sig við Þórdísi Guð- jónsdóttur hjúkrunarfræðing, var á- kveðið að ég yrði hafður með. Lagt var af stað um tíuleytið meðfram Svínavatni og óvart framhjá réttum vegamótum og nú inn Svínadal, þar til tekið var eftir að á bæ einum stóð fólk á hlaði og veifaði. Ekið var þangað heim og fengnar upp- lýsingar um að við værum ekki á Stefán Bjarnason réttri leið, var snúið við og brátt komið á rétta veg. Á Húnavöllum kvöddu hópinn hjónin Guðmundur Sæmundsson og Helga Stefánsdóttir og héldu ferðinni áfram á eigin bfl suður á land á ættarmót. Ásgerður Stefánsdóttir húsfreyja á Guðlaugsstöðum kvaddi og fór úr við Syðri-Löngumýri. Var nú ekið í einum áfanga til Varmahlíðar, þar hálftíma stans í 12 stiga hita. Síðan var ekið af stað sem leið liggur um Öxnadalsheiði og ekki numið staðar fyrr en á Ak- ureyri, þar stansað í tvo tíma. Þórdís fór með mig á heilsu- gæslustöð og skoðaði mig læknir þar og gaf mér leyfi til að halda ferðinni áfram í bfl, en kvaðst ekki treysta mér til að ferðar á brokk- gengum hesti. Að læknisskoðun lokinni fórum við Þórdís inn á kaffistofu KEA og fengum okkur kaffi. Á Akureyri bættust í hópinn Kristín Gunnlaugsdóttir kona Ólafs fararstjóra, og Kjartan Einarsson frá Egilsstöðum. Allir voru mættir við bflinn kl. 5 og ekið af stað þeg- ar Ólafur var búinn að ganga úr skugga um að engan vantaði. Ekið var um Austurlandsveg, stansað smá stund við Sel á Skútustöðum. Og áfram var haldið að Möðrudal, þar hvasst, sandfok og rigning demba en veður fór batnandi þeg- ar austur fyrir fjallgarð kom. Við Skjöldólfsstaði fór Unnur Stefáns- dóttir úr bílnum og skildi við hóp- inn, og á Haukstöðum fór Óli Sig- urðsson til síns heima, næst fór Gunnhildur Bjömsdóttir úr bflnum við Heiðarsel, en í Egilsstaði kom- um við kl. 8:45. Fyrstur fór ég úr bflnum við Selás 11. En flestir fóm úr við Miðvang 22. Þar með var lokið 8 daga vel- heppnaðri ferð sem var í alla staði hin ánægjulegasta. Sérstaklega má minnast góðviðris, sem ríkti alla dagana. Allir kvöddust léttir í skapi, þó að þreytan væri aðeins farin að gera vart við sig eftir 2300 km ökuferð. Að lokum þakka ég aðstoð við gerð þessa ferðaþáttar og síðast en ekki síst þakka ég alla umhyggju og hjúkmn í mínum lasleika. Stefán Bjarnason, Flögu. Hópmynd í Vatnsfirði. Verbúð í Ósvör.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.