Austri - 06.01.1994, Qupperneq 12
Umf erðd.r-réð
Ótrúlegt tilboð!
Hótel Saga, gisting í eina nótt kr. 9.900."
miöað við tvo í herbergi.
Innifalið er flug fram og til baka, gisting í eina nótt, morgunverður og
farþegaskattur.
Odýrir helgarpakkar!
jr
Islandsflug
Egilsstaðir, sími 12333
Skrifstofuhjálp
Sími 97-41441
Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja
* Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar
* Útihurðir of Másseli sími 11093
Jón Kristjánsson:
/
ÞINGFRETTIR
Fundum Alþingis fyrir jól lauk þann
20. desember, og var síðasta málið á
dagskrá lokaatkvæðagreiðsla um fjár-
lög 1993. Það var endapunkturinn við
þær umræður og afgreiðslur ríkisfjár-
mála sem setja svip sinn á þinghaldið
fram að áramótum.
Átök um skattamál
Fjárlög ríkisins eru áætlun um tekjur
og gjöld ríkissjóðs á árinu 1994 og
heimild Alþingis fyrir framkvæmda-
valdið til útgjalda í hinum mörgu mála-
fiokkum sem varða ríkisvaldið. Reglan
á að vera sú að engin greiðsla sé innt af
hendi úr ríkissjóði án heimildar.
Undanfarin ár hafa mikil átök verið
um tekjuöflun ríkissjóðs. Þar inn í
blandast skattastefnan. Fjölmargar
Ýmis áform ríkisstjórnarinnar náðu
ekki fram að ganga vegna harðrar and-
stöðu stjórnarandstöðunnar. Hætt var
við útgáfu heilsukorta og áform um
fækkun sýslumanna voru dregin til
baka svo að eitthvað sé nefnt.
Opinberar framkvæmdir.
Að venju ákvað fjárlaganefnd skipt-
ingu fjár til opinberra framkvæmda á
árinu 1994. Þeir málaflokkar sem
heyra undir ríkissjóð að þessu leyti eru
sjúkrahús og heilsugæslustöðvar, fram-
haldsskólar og hafnamál, þar rneð taldir
sjóvarnargarðar.
Auk þessa er skipt rekstrar og stofn-
styrkjum til vetrarsamgangna, en það er
samgöngunefnd sem gerir tillögur til
fjárlaganefndar um skiptinguna. Þá
siuiéaáiiK]
-
ill II ’ í*
Frá Djúpavogi.
breytingar á skattheimtunni hafa verið
gerðar bæði nú og á fyrra ári. Breyt-
ingarnar nú voru óvenju stórfelldar
vegna þess að tekinn var upp tveggja
þrepa virðisaukaskattur, og fjár til að
standa straum af því aflað með öðrum
sköttum, t.d. hækkun á tekjuskatti og
bifreiðagjöldum og þeim virðisauka-
skattshækkunum sem koma áttu í gildi
nú um áramótin t.d. á ferðaþjónustu.
Það er skemmst frá því að segja að
mikil átök voru um skattamálin, og
lögðum við framsóknarmenn fram til-
lögu um aðra skipan þeirra. Sú tillögu-
gerð vakti mikla athygli og mun verða
gerð grein fyrir henni sérstaklega.
Enginn flugmiðaskattur.
Það var sérstakt baráttumál okkar að
fá felldar niður álögur af ferðaþjónust-
unni sem ætlunin er að taka upp um
áramót. Sá árangur náðist að ekki
verður lagður virðisaukaskattur á flug-
fargjöld og hluti virðisaukaskatts af
gistingu verður endurgreiddur.
berast inn á borð fjárlaganefndar áætl-
anir Rarik og Póst og símamálastofnun-
ar um framkvæmdir ársins 1994.
Skal nú að venju gerð grein fyrir
helstu framkvæmdum á Austurlandi á
þeim sviðum sem nefnd hafa verið.
Sjúkrahús og
heilsugæslustöðvar
Framkvæmdir standa yfir á tveimur
stöðum á Austurlandi á þessu sviði, og
er á báðum stöðum unnið samkvæmt
samningi þar um. A Eskifirði er heilsu-
gæslustöð í byggingu og er fjárveiting
til hennar 13.3 milljónir króna. Á Höfn
er veitt 14 milljónum króna til bygg-
ingar hjúkrunarheimilis aldraðra. Þá er
veitt 4.5 milljónum króna til Sundabúð-
ar á Vopnafirði vegna uppgjörs fyrri
framkvæmda.
Framhaldsskólar.
Stærsta framkvæmdin við framhalds-
skóla á Austurlandi er bygging heima-
vistar við Verkmenntaskólann í Nes-
kaupstað, en 25.2 milljónum króna var
ils’vk Pottaplöntur. Afskorin blóm.
'W# Gæludýr og gæludýravörur.
Mlðvanf,31 °ð“m Opið: mánud. - laugard. 10-12 og 13-20. Sunnud. 13-20.
veitt til þess verkefnis og 1 milljón til
viðhalds. Til Menntaskólans á Egils-
stöðum var veitt 3 milljónum króna til
viðhalds og 3.5 til framkvæmda, auk 6
milljón króna aukafjárveitingar í árslok
1993. Til Framhaldsskólans í Austur
Skaftafellssýslu var veitt 2 milljónum
króna til viðhalds og 3.5 milljónum í
byggingaframkvæmdir. Til viðhalds í
Alþýðuskólanum á Eiðum var veitt 4
milljónum króna og 1 milljón til Hús-
stjórnarskólans á Hallormsstað.
Hafnamál.
Fjárveitingar til hafnamála á Austur-
landi voru sem hér segir:
Upphæðir eru í þúsundum króna.
Bakkafjörður 12.000
Vopnafjörður 1.000
Borgarfj. eystri 5.100
Seyðisfjörður 3.500
Neskaupstaður 16.000
Eskifjörður 16.300
Reyðarfjörður 5,100
Fáskrúðsfj örður 1.200
Stöðvarfjörður • 400
Breiðdalsvík 16.800
Djúpivogur 27.600
Höfn í Hornafirði 13.900
Sjóvamargarðar.
Höfn í Hornafirði 20.000
Borgarfjörður eystri 3.200
Þessar fjárveitingar eru til skulda-
greiðslu, eða framkvæmda sem þegar
eru í gangi nema á Djúpavogi þar sem
ný framkvæmd hefst á árinu 1994, en
nýlokið er líkantilraunum um höfnina
þar sem gáfu rnjög góða raun.
Vetrarsamgöngur
og vöruflutningar
Eins og áður segir skipti samgöngu-
nefnd fjárveitingum undir þessum lið.
Fjárveitingar til þessara mála á Austur-
landi voru sem hér segir: Upphæðir eru
í þúsundum króna.
Bakkafjörður 50
Vopnafjörður 50
Borgarfj. eysri 200
Hjaltastaðahreppur 100
Jökuldalur vetrarflutningar 250
Möðrudalur 100
Snjóbíll, Egilsst. 100
Fjarðarheiði 800
Oddskarð 800
Breiðdalsvík 200
Djúpivogur,Homafjörður 280
S vínafell í Nesj um 60
Þá fékk Slysavarnardeildin Gró á
Egilsstöðum stofnstyrk vegna snjóbfls
430 þúsund krónur og Flugfélag Aust-
urlands hlaut 5.5 milljónir króna af
liðnum styrkur til flugfélaga.
Bókanir og fleira.
Eins og konr fram í fréttum urðu
nokkur átök um fjárveitingu til hjúkr-
unarheimilis á Fáskrúðsfirði. Það mál
leystist á þann veg að heilbrigðisráð-
herra og fjárlaganefnd samþykktu yfir-
lýsingu þess efnis að heimilt væri að
gera samning um verkið upp á væntan-
lega fjárveitingu árið 1995, og væri það
í valdi heimamanna hvenær fram-
kvæmdir hæfust, eftir að samningur
hefði verið gerður.
Vegagerðin hefur nú með að gera
fjárveitingar til ferjusiglinga og flóa-
báta, en um hálfum milljarði króna er
veitt til þessara samgangna úr ríkis-
sjóði. Skipting á þessu fé hefur ekki
verið lögð fyrir Alþingi enn, og er
brýnt að móta reglur þar um. Skipting
hefur ekki farið fram enn á fjármagni
til fyrirhleðslna, en þar bíða brýn verk-
efni úrlausnar á Austurlandi.
Þetta eru helstu atriðin varandi skipt-
ingu á fjármagni til Austurlands þetta
árið, og læt ég hér staðar numið að
sinni.
Egilsstaðir:
Skóli í
mannrækt
og heilun
settur á
stofn
Skóli í mannrækt og alhliða
heilun tekur til starfa á Egils-
stöðum um miðjan janúar. Að
sögn Guðrúnar Tryggvadóttur,
forstöðumanns hins nýstofnaða
skóla, er kennsla í alhliða heilun
fyrirhuguð í þrem fimm vikna
lotum þar sem kennt er eitt
kvöld í viku. Fræðsla í mann-
rækt fer hins vegar fram á stutt-
um kvöld-og helgarnámskeið-
um eða fyrirlestrum. Til mann-
ræktar flokkast m.a. sjálfstyrk-
ing, siðfræði, heimspeki, list-
þjálfun, (art therapy) draumar,
hugleiðsla og innri leiðsögn.
Öllum er heimil þátttaka bæði í
námskeiðum og heilunarskólan-
um. AÞ
KURL
Blaðinu hafa borist nokkrar
vísur eftir Ragnar Inga Aðal-
steinsson frá Vaðbrekku, sem
búsettur er í Illinois í Banda-
ríkunum. Vísunum lét Ragnar
fylgja eftirfarandi formála:
“Svo sem alþjóð er kunnugt þá
hefur um allnokkurt skeið vaf-
ist mjög fyrir fólki hvaða fall
skuli nota með sögninni að
langa. Hefur þar sýnst sitt
hverjum eins og títt er flestum
málum meðal íslenskra. Nú
hef ég brugðið á það ráð að
setja saman leiðbeiningar í
bundnu máli handa þeim sem
velkjast f vafa uin þetta atriði.
Vísurnar gætu menn haft með
sér og gripið til þeirra við hin
ýmsu tækifæri, t.d. þegar á
móti blæs á lífsgöngunni:
Upp á skerin oft mig ber
óljóst hver mun valda,
lífs um frerann leið mín er.-
það langar mér að halda.
Eða þegar guðdómlegur inn-
blástur yfirtekur sálina:
Hátt nú ber mitt hugarker,
“himneskt er að lifa”.
Lít ég hér í ljóðakver,-
þá langar mér að skrifa.
Eða þegar komin er föstu-
dagur og efnt er til garðveislu:
Gleðjumst vér í garði hér,
glösum ber að klingja.
Sénever oss létti lér,-
því langar mér að syngja.
Eða þegar kvöldar og kraft-
urinn dvín:
Tæmast ker þá kneyfum vér,
kætin fer að dofna.
Leiður gerist lýður hér,-
nú langar mér að sofna.
GLERAUGU ÚR & KLUKKUR
SKART & GJAFAVARA SÍMI 97-J2020 / 1J.606 FAX 97-12021
LAGARAS 8 - POSTHOLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR
BIRTA Birta Einarsdóttir úrsmiður - Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur
Ósímm ötfum Austfírðirujiim árs ogjnðar og
þökkum viðskiptiu á tfðnu ári.