Austri


Austri - 24.11.1994, Side 2

Austri - 24.11.1994, Side 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 24. nóvember 1994. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Efni skal skila á diskum eða vélrituðu. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Fjárfestingar og atvinnumál Árlega koma um 1700 manns út á vinnumarkaðinn og atvinnuleysi er áætlað 5% af mannafla á næsta ári. Þessar tölur sýna hvað við er að etja í atvinnu- málum. Það er langt í frá að farið sé að rofa til í þeim efnum, þótt talað sé á bjartsýnni nótum nú um sinn. Það er hættumerki í atvinnulífinu að fjárfesting vex ekki og er enn sú lægsta frá stríðslokum eða rúm 15% á mælikvarða þjóðarframleiðslu. Meðan á- standið er svo, er tómt mál að tala um varanlegan viðsnúning í atvinnumálum. Betra ástand í þeim efn- um er bundið við tímabundnar og staðbundnar að- stæður. Byggðarlög á Austurlandi hafa ekki farið varhluta af erfiðleikum í atvinnumálum, þótt góð loðnuveiði á síðustu vertíð og fiskur úr Smugunni hafi haft mikla þýðingu. Mörg fyrirtæki í landshlutanum hafa átt erfiða af- komu og þau hafa notað hagnað, ef hann hefur ver- ið, til þess að greiða niður skuldir og jafna fyrri töp. Vextir eru ennþá mjög háir. Við þessar aðstæður fjárfesta fyrirtækin ekki, þótt reiknað sé með því í á- ætlunum stjórnvalda að þau geri það og opinberar fjárfestingar verði skornar niður að sama skapi. Til viðbótar við þetta hefur aðgangur að fjármagni ekki verði greiður, og möguleikarnir takmarkaðir til þess að leita eftir því á frjálsum markaði. Það er því full þörf á að endurskoða starfsemi fjárfestingarlána- sjóðanna með það í huga hvort núverandi skipulag þeirra hentar þeim aðstæðum sem ríkja nú í íslensku atvinnulífi. Einnig væri eðlilegt að lífeyrissjóðir leggðu fé í fjárfestingar í auknum mæli, þótt geta verði þess að Lífeyrissjóður Austurlands hefur stað- ið sig vel á þessu sviði. Það hlýtur að vera skylda allra sem málum ráða að reyna allt til þess að efla atvinnulífið þannig að allir geti fengið vinnu sem möguleika eiga á því. Þetta er ekki einfalt mál, og því þarf að vinna að því af öllu afli, hvemig ný fyrirtæki geta komist á legg og þau starfandi bætt við sig fólki. Til þess að þetta megi takast verður að endurmeta allt umhverfi atvinnu- rekstrarins, tengsl hans við rannsóknarstofnanir og skóla, fyrirgreiðslu banka og fjárfestingarlánasjóða, tæknilega uppbyggingu fyrirtækjanna og stjórnunar- þátt þeirra. Á þessu sviði em mikil verkefni, en stjórnvöld hafa ekki sinnt því að veita þá forustu sem þarf til aukinna átaka. Aukning í störfum hefur einkum verið á sviði opin- berrar þjónustu en það getur ekki gengið án enda. Framleiðsluatvinnugreinamar verða að taka við sér á ný, annars fer illa. J.K. Bindindisdagur fjölskyldunnar “Áfengi var aldrei haft um hönd iieima og ég veit ekki hvort þeir sem ekki þekkja gera sér grein fyr- ir hvers virði það er að alast upp í slíku umhverfi og við það öryggi sem slík heimili veita. ” Svanbjörg Sigurðardóttir. Um þessar mundir - og reyndar alltaf öðru hverju um árabil - er talsvert rætt og ritað um öryggi í heimahúsum. Er þá gjaman öryggi barna í brennipunkti. Varað er við hættulegum hlutum, skaðlegum efnum og athöfnum, til dæmis eldamennsku, sem óvitum getur stafað hætta af nema gætt sé ýtr- ustu varúðar. þetta er góð og gagn- leg umræða og fer naumast hjá því að hún veki einhverja til umhugs- unar. Fátt er hörmulegra en slys á börnum og bágt þegar hinir full- orðnu geta að einhverju leyti kennt sér um þegar illa fer. Nú er það orðin viðtekin venja að “merkja” einstaka daga, vikur eða ár til þess að vekja athygli á eða vinna að nánar tilgreindum á- huga- og nauðsynjamálum. Ar fjöl- skyldunnar stendur yfir einmitt núna. Og nú fer í hönd bindindis- dagur fjölskyldunnar. Er vitanlega til hans stofnað með það fyrir aug- um að vekja athygli á stöðu heimil- anna gagnvart neyslu áfengra drykkja. Framan af ámm hefði mér lík- lega þótt þessi skírskotun út í hött. Svo fjarlæg er áfengisneysla fjöl- skyldu þeim ungmennum sem alls ekki til hennar þekkja. En ár líða og margt ber til á langri leið. Um árabil var ég tíður gestur á mannamótum margvíslegum, með- al annars vegna starfa á ýmsum sviðum félagsmála. Nokkrir þreyttu drykkju við slík tækifæri sum hver - og stundum varð þeim “fótaferðin ströng.” Mér varð snemma ljóst hver for- réttindi það eru að ganga allsgáður til mannfagnaðar að kvöldi, gleðj- ast með glöðum - og rísa alhress úr rekkju að morgni nýs dags. Mér skildist líka að þau “réttindi” stæðu öllum til boða og þau krenktu ekki kjör nokkurs manns. A hinn bóginn er ég ekki viss um að ég hafi jafnsnemma hugsað út í þau sannindi sem fram eru sett í tilvitnuðum orðum að ofan. Meðal annars vegna þess að í því tilviki þekkti ég ekki “forsæl- una” fremur en fífillinn í sögunni hans Jónasar Hallgrímssonar. Tilgangurinn með bindindisdegi fjölskyldunnar er margþættur í sjálfum sér og snertir fjölmörg svið innan þeirrar þýðingarmiklu ein- ingar mannfélagsins sem fjölskyld- an er. Varðar meðal annars heilsu- far, fjárhag og umgengnishætti í víðri merkingu. Fyrst og síðast óska ég þess þó og vona það, að bindindisdagur fjölskyldunnar minni okkur á hvert öryggi er í því fólgið fyrir alla fjöl- skylduna og þó umfram allt bömin að áfengi sé ekki haft um hönd. Þar sem áfengisneysla er annars vegar geta líka hvers konar slysavarnir, svo í heimahúsum sem annars stað- ar, komið að litlu haldi þótt gagnast gætu allsgáðum. Að minni hyggju er, ef alls er gætt, enginn millivegur þegar um er að tefla áfengi og fjölskyldu. - Afengi og fjölskylda eiga ekki samleið fremur en áfengi og bfll. Jón Vídalín orðfærir það ein- hvers staðar að “skemmta um ó- skemmtilega hluti.” - Endur fyrir löngu lagði þekkt kona til á Alþingi að í nefnd nokkurri skyldi ætíð sitja að minnsta kosti ein fær kona. Hún þykktist við þegar annar þingmaður sagði í stríðni að þetta væri naum- ast framkvæmanlegt, því fær kona gæti orðið vanfær á augabragði. Líkt er þessu farið með neyslu á- fengis. Enginn veit með vissu hvort né heldur hvenær hver einstakur einn kann að falla fyrir ofurborð og verða vanhæfur af þeim sökum. Eg árétta að lokum, lesari góður: - Á bindindisdegi fjölskyldunnar verður mér efst í huga velferð bam- anna sem er um leið hamingja okk- ar allra. Og minni á hið gamla víg- orð: „Öryggi fyrst“. Vilhjálmur Hjálmarsson Förgun til A þriðja ár er síðan að Sorpsam- lag Miðhéraðs tók til starfa og reynslan af starfsemi þess með á- gætum. í ritinu Sveitarstjómarmál- um birtist fyrir skömmu grein eftir Alfreð Schiöth heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjafjarðar. Þar segir hann frá skoðunarferð til Egilsstaða, en þangað fór hann sér- staklega til að kynna sér starfsemi Sorpsamlagsins. I grein Alfreðs fær móttökustöðin á Egilsstöðum þá umsögn að hún sé vel um gengið og snyrtilegt fyrirtæki. Enn betri dóma fær þó urðunarstaður sorps á Tjamarlandi þar sem umgegni er sögð til mikillar fyrirmyndar þar sé ekkert msl að sjá, hvað þá vargfugl eða meindýr. Jafnframt vakti at- hygli gestsins hvernig hagað er móttöku spilliefna , þar sem komið hafi verið upp fullnægjandi aðstöðu með tiltölulega litlum tilkostnaði. í sama riti er einnig að finna nokkrar tölulegar staðreyndir um kostnað við sorpförgun á svæðinu og það sorpmagn sem fellur til og eru þær upplýsingar í grein sem Helga Hreinsdóttir, heilbrigðisfulltrúi og Guðmundur Pálsson tæknifræðing- ur skrifa um Sorpsamlag Miðhér- aðs. Þar kemur fram að heildar- kostnaður við sorpmóttöku, eyð- ingu og urðun (þá er allt sorp með- talið, hvort sem það kemur frá fyr- irtækjum eða heimilum), reiknast vera kr. 4,035 á ári á íbúa.Kostnaður við sorphirðu á Eg- ilsstöðum er kr. 1890 á íbúa á ári og er kostnaðurinn varðandi sorpið því nálægt 6 þúsund krónum á ári. Því má við bæta að inni í þessum tölum eru afskriftir sorpbúnaðar. Magnið sem flutt er til urðunar er nálægt 860 tonnum á ári eða um sorps á Miðheraði fyrirmyndar helming eða meira. það sem til þarf 400 kg frá hverjum íbúa. Hugsið ykkur 400 kg af heimilissorpi sam- ankomið á einum stað, það gerir jú dálaglegan haug. Fyrir okkur íbúa þessa svæðis er þessi háa tala um- hugsunarefni. Með hugarfarsbreyt- ingu og svolitlu skipulagi gætum við örugglega lækkað hana um er einfaldlega safnkassi fyrir líf- rænt sorp og betra eftirlit með því hvort það sem lendir í ruslafötuna hverju sinni er endurvinnanlegt eða Leiðrétting 1 leiðréttingu í 41. tbl. var sagt að Þorgeir væri Guðnason. Hann er Þórarinsson. Beðist er velvirðingar á þessu. Eigendur bílhræja athugið! Eigendur bíla (hræja) fyrir neðan verkstæði Lykils h/f á Reyðarfirði eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá hið fyrsta , eða fyrir 8. desember n.k. Annars geta þeir búist við að bílamir verði fjarlægðir af starfsmönnum Reyðarfjarðarhrepps og geta eigendur þeirra vitjað þeirra í járnaporti Reyðar- ijarðarhrepps. Byggingafulltrúi.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.