Austri - 24.11.1994, Page 6
Jafnþrýstibúnaður.
Oryggi
Stundvísi
Þjónusta
Þægindi
Ávallt þrír í áhöfn
Morgunflug - síðdegisflug.
Frídagar í Reykjavík
Helgarhátíð í Reykjavík
Söguferð til Reykjavíkur
Skemmtun Hótel íslandi
14 ferðir í viku.
FLUGLEIÐIR
traustur íslenskur ferðafélagi
Borgfírðingar fá
nýjan prest
Sunnudaginn 20. 11. var Þórey
Guðmundsdóttir vígð sem prestur
til Desjamýrarprestakalls. Hún
verður sett inn í embætti af séra
Einari Þór Þorsteinssyni, prófasti
við fjölskylduguðsþjónustu í Borg-
arfjarðarkirkju næstkomandi
sunnudag. Þórey hóf nám í guð-
fræði við Háskóla íslands 1989 og
lauk því á síðastliðnu vori. Hún á
einnig að baki nám í félagsráðgjöf
sem hún stundaði í Noregi. I stuttu
viðtali við Austra sagðist hún
hlakka til að hefja störf á Borgar-
firði. Vegna húsnæðismála mun
hún þó ekki flytja þangað með fjöl-
skyldu sína strax en hyggst dvelja
þar nokkra daga í hverjum máuði,
m.a. nú um jólin. Aðspurð um
hvemig henni litist á Borgarfjörð
sagðist Þórey lítið geta sagt um
umhverfið þar sem þoka hefði
byrgt sýn þegar hún kom þangað í
kynnisferð, en það fólk sem hún
hefði hitt hefði verið mjög elsku-
legt. Þá sagðist hún ekki vera óvön
fámenni og erfiðum samgöngum
þar sem hún hefði búið fram á ung-
lingsár á Kópaskeri, sem væri enn
minna byggðarlag. Þórey sagðist
vera mjög ánægð með hve öflugt
bamastarf væri nú þegar á Borgar-
firði, en hún hyggst byggja safnað-
arstarfið sem mest á bamastarfi.
Þórey sagðist til gamans vilja geta
þess að nú þegar konu hefði verið
veitt brauðið á Borgarfirði yrði þar
sannkölluð kvennakirkja, þar sem
að í sóknamefnd og varasóknar-
nefnd sætu eintómar konur auk
þess að meðhjálparinn væri kona.
Þórey er gift Leif Myrdal sem er
norskur að uppruna og eiga þau
þrjúbörn. AÞ
Tónleikar í upphafi
Aðventu
Þrír kórar, Kirkjukór Egilsstaða-
kirkju, Barnakór Egilsstaðakirkju
og nýstofnaður kór Menntaskólans
koma fram á Aðventutónleikum í
Egilstaðakirkju n.k. sunnudags-
kvöld. Sjómendur og undirleikarar
em Julian Hewlett organisti og
kona hans Rosemary sem einnig
syngur einsöng. Auk þeirra hjóna
leika á hljóðfæri tónlistarkennar-
amir Charles Ross, Suncana
Slamning og Gillian Haworth, en
einnig kemur fram einn af nemend-
um hennar, Ellen Rós Baldvins-
dóttir.
A tónleikunum koma fram yfir
100 manns. Kórarnir koma fram
einir sér einnig munu kirkjukórinn
og barnakórinn syngja saman.
Söngskráin er fjölbreytt, flutt verða
lög tengd jólahátðinni en einnig
mörg önnur bæði íslensk og erlend.
Þá verður frumflutt lag við þekkt-
an íslenskan sálm eftir Julian Haw-
lett.
AÞ
Jólaostur kryddaður
með austfirskum
jurtum
Keimur af austfirskum jurtum
mun kitla bragðlauka ostaunnenda
nú um jólin. Hjá ostahúsinu er að
hefjast framleiðsla á svokölluðum
jólaosti sem verður bragðbættur
með kryddi úr birkilaufi og kræki-
lyngi. Jurtimar fær Ostahúsið frá
Stefaníu Gísladóttur, bónda og
Birkisaltframleiðanda í Seldal í
Norðfirði. Ostahúsið er sem kunn-
ugt er í Hafnarfirði og reka það
hjónin María Rebekka Olafsdóttir
frá Egilsstöðum og Þórarinn Þór-
hallsson, mjólkurfræðingur, sem
einnig er Austfirðingur að ætt og
uppruna. AÞ
Skriðdælingar á
útskurðarnámskeiði
Kennt var á efri liæð samkomuhússins á Arnhólsstöðum en þar er góð aðstaða fyrir
hvers konar námskeiðahald. Mörg samkomuhús hafa misst notagildi sitt og væri því
kjöriðfyrir handverksfólk að nýta sér húsin í sameiningu eins og gert var á þessu nám-
skeiði í Skriðdal. Austram. MM
I síðustu viku var haldið tré-
skurðamámskeið í samkomuhúsi
Skriðdælinga að Arnhólsstöðum í
Skriðdal. Það vom aðalega heima-
menn sem sóttu námskeiðið milli
þess sem þeir sinntu bústörfum en
námskeiðið stóð yfir í nokkra daga.
Leiðbeinandi var Olafur Eggerts-
son frá Breiðdalsvík en hann hefur
að undanfömu verið með námskeið
fyrir handmenntakennara. Kennd
var beiting útskurðarjáma og farið
yfir verkfæri og efni. S.S.
(Sojfía Sveinsdóttir sem vann
þessafrétt er nemandi í Grunnskól-
anum á Egilsstöðum, en hún er í
statfskynningu hjá Austra þessa
daganna).
Jón Júlíusson frá Mýrum tók sig fagmann-
lega út við tréskurðinn enda sagðist hann
hafa sótt. svona námskeið áður.
Grönlandsfly A.S. dró
tilboðið til baka
Ekkert verður úr að björgunarþyrla verði staðsett á Egilsstaðaflugvelli í
vetur. Tilboð Grönlandsfly A.S. um að björgunarþyrla af gerðinni Bell
412 yrði staðsett á Egilsstaðaflugvelli frá 15. janúar - 15. apríl, rann út
þann 12. nóvember síðastliðinn og var dregið til baka þann 17. Egils-
staðabær setti í upphafi það skilyrði fyrir kornu þyrlunnar að Landhelgis-
gæslan samþykkti hana sem björgunartæki og lá endanleg afstaða hennar
ekki fyrir. Jafnframt var leitað til ýmissa aðila um fjárstuðning og fengust
jákvæðar undirtektir. Ekki hafði þó formleg staðfesting um fjárframlög
borist nema í fáum tilvikum. Bæjarráð hefur sent frá sér ályktun þar sem
kemur fram, að vegna þeirra jákvæðu viðbragða sem málið hefur fengið
muni Egilsstaðabær áfram vinna að því að björgunarþyrla verði staðsett á
Eglsstaðaflugvelli tíma úr árinu. AÞ
KURL
Sigurður Óskar Pálsson,
skjalavörður á Egilsstöðum er
hagyrðingur góður. Hann er
einnig einn af mörgurn aðdá-
endum Díönnu prinsessu og
segist láta sig hafa það að fletta
bunkum af DV í þeirri von að
mynd af hátigninni bregði fyrir.
Um þessa iðju kveður Sigurður:
Dí’na er ein sú bjarta Bil
af blöðum sem ég kenni.
Eg les DV aðeins til
að eygja mynd af henni.
Þess má geta til skýringar
fyrir þá sem famir eru að ryðga
í goðafræðinni að Bil er ásynja í
norrænni goðatrú.
Vísumar sem hér fara á eftir
rifjuðust upp fyrir einum les-
anda okkar eftir að hann hafði
lesið kveðskap Jóns Helgasonar
í síðasta blaði. Vísumar sem hér
um ræðir urðu til fyrir margt
löngu niður á Seyðisfirði. Ekki
er heimildarmanni okkar kunn-
ugt um nöfn þeirra sem í hlut
áttu. I þá daga störfuðu á Seyð-
isfirði tveir skósmiðir. Annar
þeirra varð uppiskroppa með
þráð til viðgerða og var sá bam-
laus. Hann leitaði til starfs-
bróður síns um lán á þræði og
var það auðsótt mál. Þræðinum
fylgdi vísa þar sem boðin var
fram aðstoð á fleiri sviðum:
Til að bæta bölið þitt
sem bamað ekki getur.
Ég lána þér annað eistað mitt
til afnota í vetur.
Þegar þræðinum var skilað
fylgdi með eftirfarandi svar við
ljóðakveðjunni:
Ennþá hef ég eistað þitt
og það brúka mikið.
En ekkert batnar ástand mitt
því efnið það er svikið.
Nýtið ykkur umboðs-
mennina.
Tröllanaust Neskaupstað
Shell-skálinn, Eskifirði, Kaupfélagið
Djúpavogi, Lykill, Reyðarfirði,
Kaupfélagið Breiðdalsvík, Söluskáli
Stefáns Jónssonar, Fáskrúðsfirði,
Kaupfélagið Stöðvarfirði,
Hótel Tangi, Vopnafirði,
Bókaverslun AB og ES, Seyðisfirði
SmcUc þznáÁvud&f jMaÁont md eiyin wuptd!
‘Venð: Kort m/mynd + umslag
HRA Ðtnynd
Egilsstöðum, sími 11777
Opið á laugardögum til kl. 14:00
1 - 29 stk. kr. 75.- pr. stk.
30 - 49 stk. kr. 67.- pr. stk.
50-79 stk. kr. 64.- pr. stk.
80 stk. og yfir kr. 60.- pr. stk.
Sýnishorn hjá umboðsmönnum.