Austri


Austri - 13.07.1995, Síða 1

Austri - 13.07.1995, Síða 1
Mat á umhverfís- áhrifum valda töfum hjá Vegagerðinni Fresta hefur þurft fyrirhuguðum nýjum framkvæmdum hjá Vega- gerð ríkisins á Austurlandi vegna nýrra laga um umhverfismat. Hef- ur þetta komið sér frekar illa fyrir þá verktaka sem Vegagerðin hafði þegar samið við. En samkvæmt lögum er nú ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en úrskurður Skipulagsstjóra um umhverfismat liggur fyrir. Að sögn Einars Þor- vaðarsonar, umdæmisverkfræðings Vegagerðarinnar á Austurlandi, átt- uðu menn sig ekki á því í upphafi hversu mikil vinna færi í upplýs- ingaöflun og bréfaskriftir varðandi undirbúningsvinnu framkvæmda. Aðspurður sagði hann að framvegis þyrftu upplýsingar um mat á um- hverfisáhrifum að liggja fyrir áður en útboð færi fram svo ekki þyrfti að fresta framkvæmdum. Urskurð- ur liggur nú fyrir er varðar nýja brú yfir Selfljót og er reiknað með að framkvæmdir hefjist þar fljótlega. Akvæði um mat á umhverfisá- hrifum eru bundin í lögum og skal samkvæmt þeim í matinu tilgreina á viðeigandi hátt áhrif, sem fram- kvæmdir og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa t.d. á menn, samfé- lag og menningu, dýr, plöntur og jarðveg svo eitthvað sé nefnt. MM Seyðisfjarðarvegur. Byrjað verður á Lönguhlíðarvegi fljótlega. Ef myndin prentast vel þá má sjá spennistöð á miðri mynd, en nýi vegurinn munfara hœgra megin við hana. Kaupfélagið FRAM óskar eftir gj aldþrotaskiptum Stjóm Kaupfélagsins FRAM í Neskaupstað ákvað á fundi sínum sl. þriðjudagsmorgun að óska eftir að félagið verði tekið til gjaldþrota- skipta. Helsta ástæða þessa er sú að Landsbanki Islands, sem er stærsti kröfuhafinn, hefur ákveðið að segja upp viðskiptum við félagið og innheimta kröfur sínar. Það má segja að þetta sé mikið áfall fyrir íbúa Neskaupstaðar en hjá FRAM hafa að jafnaði starfað 40 manns en stjórn félagsins vonast til þess að verslun og starfsemin á markaðs- svæði þess raskist sem minnst vegna þessa. Að sögn Friðgeirs Guðjónsonar kaupfélagsstjóra hef- ur rekstur félagsins, sem sam- anstendur af fjórum verslunum auk brauðgerðar og olíusölu, verið afar erfiður mörg undanfarin ár. Sam- kvæmt ársreikningi var velta fé- lagsins á síðasta ári um 240 millj- ónir og í árslok 1994 var eiginfjár- staða þess neikvæð um 16 milljón- ir. Þrátt fyrir að nokkuð hafi áunn- ist í að bæta reksturinn undanfarin misseri er ljóst að það getur ekki greitt skuldir sínar sem nema um 150 milljónum. Þegar Austri var að fara í prentun var ekki ljóst hvort starfsemin myndi raskast strax en skipa átti bústjóra í vikunni. MM Nú er komið að sumarleyfi blaðsins og verður þetta því síðasta blaðið sem kemur út fyrir frí. Næsta blað kemur út fimmtu- daginn 17. ágúst nk. og þarf efni sem birtast á í því blaði að berast í síðasta lagi mánu- daginn 14. ágúst. Til hamingju Borgftrðingarl 100 ára verslunar- afmælis minnst Dagana 21.- 23. júlí minnast Borgfirðingar þess að 100 ár eru síðan að Bakkagerði varð löggiltur verslunarstaður, nánar tiltekið 1. desember 1895. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsum hætti og er vonast eftir góðri þátttöku bæði heimamanna svo og brottfluttra. Laugardaginn 22. júlí býður sveitar- félagið til afmælissamsætis í Fjarð- arborg og verður þar flutt hátíðar- dagskrá. Einnig verður opnuð sýn- ing á gömlum og nýjum ljósmynd- um úr sögu Borgarfjarðar, handunn- um munum eftir Borgfirðinga og ýmsum hlutum sem tengjast versl- unarsögunni. A sunnudag messar sóknarpresturinn Þórey Guðmunds- dóttir í Bakkagerðiskirkju og Snæ- landskórinn syngur. Þá verður leik- ritið Álfaborgin eftir þær systur Kristínu og Sigríði Eyjólfsdætur á fjölunum, undir leikstjóm Andrésar Sigurvinssonar. Leikritið sem fjallar um samskipti manna og álfa var sett upp í vetur við mjög góðar við- tökur áhorfenda. Bæði kvöldin verða dansleikir í Fjarðarborg. Grillað verður við varðeld og efnt til leikjadagskrár fyrir böm. A 38 hjólum yfír Fjarðarheiðina Á miðvikudag í síðustu viku var 53 tonna spennir fluttur frá Seyðis- firði að spennuvirkinu við Eyvind- ará. Rafmagnsveitur ríkisins kaupir spenninn frá Portúgal en hann er 40 MW í afli talið. Flytja þurfti spenninn á sérútbúnum vagni sem öflugur dráttarbfll dró. Alls vóg því bfllin, spennirinn og dráttar- vagninn 81 tonn en brýrnar yfir Fjarðarheiði eru ekki gefnar upp fyrir nema 75 tonna þunga svo jafna þurfti þyngdinni niður á 38 hjól á 10 öxlum svo hægt yrði að aka yfir brýrnar. Fenginn var öflug- ur krani til að lyfta spenninum upp á vagninn og af honum aftur á á- fangastað en kraninn hefur verið notaður að undanfömu við upp- setningu á tækjabúnaði Loðnu- vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði. Langan tíma tók að fá grænt ljós frá Vegagerðinni til að fá að leggja af stað, þar sem þunginn dreifðist illa á hvert hjól, en þegar búið var að færa spenninn u.þ.b. fet frarnar á vagninn, jafnaðist þunginn betur á hvert hjól. Mjög vel gekk að flytja spenninn yfir heiðina þó að hraðinn væri oft ekki nema 5 km/klst. Að sögn Sigurðar Eymundsson- ar, umdæmastjóra Rarik á Egils- stöðum, er spennirinn sá stærsti sem veitumar eiga í dag. Hann sagði að verið væri að breyta lín- unni frá Hryggstekk að Eyvindará úr 60 KW í 132 KW og ætti spenn- Ails vóg bíllinn, vagn og spennir 81 tonn. irinn að breyta spennunni aftur í 60 KW spennu fyrir flutningslínurnar niður á Seyðisfjörð, Neskaupstað og Lagarfoss svo eitthvað sé nefnt. Hann sagði að með olíu og fylgi- hlutum myndi spennirinn vega yfir 90 tonn. Stefnt er að því að taka hann í notkun í september. MM Austramynd: MM

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.