Austri - 13.07.1995, Side 5
Egilsstöðum, 13. júli 1995
AUSTRI
5
Ég skal kveða
við þig vel
Umsjón:
✓ ✓
Agústa Osk Jónsdóttir Eiríksstöðum
Ágætu lesendur
í fórum mínum á ég tvær litlar
samstæðar ljóðabækur gefnar út
saman. Höfundarnir voru hjón og
bjuggu saman langa ævi. Þau
hétu Amór Sigmundsson og Þur-
íður Bjamadóttir og bjuggu á Ár-
bót í Aðaldal. Brotasilfur nefnist
bók Þuríðar og í formála segir að
sú bók tilheyri hinum þögla yrkj-
anda sem menn að vísu vissu að
gat komið saman liðlegri stöku. -
Bókin geymir allmörg gullfalleg
ljóð af ýmsu tagi og nokkrar
stökur. Bók Arnórs heitir Ljós-
geislar og er í formála sögð full-
trúi hins gjöfula yrkjanda. Höf-
undur ber ljóð sín fram til gleði
og huggunar í umhverfi sínu.
Hún geymir tækifærisljóð, eftir-
mæli, afmæliskvæði, brúðkaups-
kvæði og fleira, auk þess stökur
og nokkrar þýðingar. Eg hef
hugsað mér að skyggnast ögn í
Brotasilfur í þetta sinn. Ég þykist
vita að þessar bækur séu fáum til-
tækar hér á Austurlandi. Um
ljóðagerð sína segir Þuríður:
Ég yrki bara af innri þörf
og aðeins fyrir sjálfa mig.
Það hefur létt mér lífsins störf
og löngum bent á færan stig.
Og þetta líka:
Að mér þrengja ótal mein,
ekki er af miklu að taka
þó að fljúgi ein og ein
út í bláinn staka.
Þuríður unni landinu og lifði í
sátt við náttúmna. Stökur hennar
tengdar árstíðunum bera þess vott.
Þegar úr degi röðull rís
rökkurlausa daga
dvel ég ein hjá álfi og dís
úti í grænum haga.
Ég er ekki einmani
þó engra njóti vina
ef sál mín kemst í samræmi
við sjálfa haustnóttina.
Norðan æðir bitur blær,
byljir hræða mengi.
Frónið klæðir kaldur snær,
kuldinn mæðir drengi.
Bæði er óttu björt og hlý.
Bami er rótt um hjarta.
Sendir á flótta sérhvert ský
sumarnóttin bjarta.
Hef ég margs að hlakka til
hlýjan sumardaginn.
Þegar lón og lindaspil
leikur undir braginn.
Þuríður hefur ársett vísur sínar
sumar. Þessi er merkt 1922. Þá
var Þuríður tuttugu og þriggja
ára gömul.
Tíminn líður, dagur dvín,
dregur þrótt úr muna.
Er á fömm æskan mín
út í blámóðuna.
Ástar- og saknaðarkveðjur eru
nokkrar í bókinni.
Vakir í hjarta þögul þrá.
Þarf hana vart að næra.
Það er svo margt sem minnir á
manninn hjartakæra.
Ekki var lífið eintómur rósa-
dans.
Ég er bundinn bús við stjá,
ber í lundu kvíða.
Langar stundir líða hjá
lífsins undir svíða.
Ég hef kafað kaldan snjó,
kynnst við marga hrinu.
Ég á ekki af neinu nóg
nema mótlætinu.
En ekki alvont heldur.
Mig hefur löngum lífið þreytt
og látið kólna í geði.
En þú hefur veitt mér aðeins eitt:
óblandaða gleði.
Og gott hefur verið að fá þessa
kveðju sem er brot úr lengra
ljóði.
Mikið hef ég þér að þakka
þín hefur samfylgd, vinur kær,
verið eins og á mig hafi
andað þýður sumarblær.
I næsta sinn lítum við í Ljós-
geisla Arnórs. Þar er nokkuð
annar tónn eins og nafnið gefur
til kynna.
Sæl að sinni
Á.Ó.J.
STRÍÐSÁRASAFNIÐ Á REYÐARFIRÐI
Spítalakampinum
Opnum okkar fyrstu sýningu laugardaginn 15. júlí.
Opið alla daga til 31. ágúst k I . 13:00 - 17:00.
VERIÐ VELKOMIN
Sölumarkaðurinn Við-Bót í
Tunguhreppi er nú starfræktur ann-
að sumarið í röð en eigandi hans er
Anna Bragadóttir, bóndi á Flúðum.
En Við-Bót stendur á bökkum
Rangár við þjóðveg 1 gengt bæn-
um. Að sögn Önnu hefur starfsemi
sölumarkaðarins gengið vonum
framar.” Það hefur verið mikið um
ferðamenn hér, bæði erlenda og
innlenda. Einnig hafa fjarðabúar
verið iðnir að heimsækja okkur
hérna”. Anna sagðist selja hand-
unnar vömr fyrir 50 aðila víðsvegar
af landinu, mest af Héraðinu. Enn-
fremur brodd, andaregg og silung
svo eitthvað sé nefnt. Ætlunin er að
hafa markaðinn opinn út ágúst.
Hún sagði fólk vera velkomið að
hafa samband við sig utan lokunar-
tíma, en markaðurinn er opinn eftir
hádegi alla daga nema mánudaga
og þriðjudaga.
Vopnafjarðarskóli
auglýsir
Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla næsta skólaár.
Meðal kennslugreina: Tungumái, raungreinar, hand- og
myndmennt og kennsla yngri barna.
Vopnafjarðarskóli er einsetinn með 130-140 nemendur í 8
bekkjardeildum.
Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga í boði.
Upplýsingar veitir aðstoðarskólastjóri í símum 473-1556 og
473-1108 og formaður skólanefndar í síma 473-1439.
I------------—--------------------------------------------------------------------------------1
er flutt í SafnaliúsiS á EgilsstöSum, ac5ra fiœS.
Sími 471-1451.
Guá pún Kristinsdóttip minjavöpcíup
Edduhótelið á
Kirkjuhæjarklaustri
kappkostar að veita hlýlega
og persónulega þjónustu.
Herbergin erti notaleg og
hótelið er rómað fyrir
Ijúffengan mat. Aðstaða til
hvers konar funda- og
ráðstefnuhalds
er mjöggóð.
Hótelið er opið allt árið.
Verið velkomin!
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
880 Kirkjubæjarklaustur
Sími 487-4799 • Telefax 487-4614 '
—....... .. -................................
i Verðið aldrei hagstæðara!
Frá Seyðisfirði 27. júlí, til baka á Seyðisfjörð 3. ágúst.
Norræna ferðaskrifstofan hf.
-6362, fax 552-9450
si
Vikuleg áætlun M/F Norrænu sumarið 1995:
Staðartími
Ferðafjöldi
Áfangastaðir Vikudagar Koma/Brottför^
Esbjerg....... laugard.
Þórshöfn......mánud.
Bergen........ þriðjud.
Þórshöfn......miðvikud.
Seyðisfjörður.. fimmtud.
Þórshöfn......föstud.
Esbjerg....... laugard
10 11 12 13
_ 22:00 03.06 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08
10:00 14:00 05.06 12.06 19.06 26.06 03.07 10.07 17.07 24.07 31.07 07 08 14,08 21.08 28.08
12-00 15:00 Ofi.Ofi 13.06 20.06 27.06 04.07 11.07 18.07 25.07 01.08 08.08 15.08 22.08 29.08
11:00 15:00 07.06 14.06 21.06 28.06 05.07 12.07 19.07 26.07 0208 09.08 16.08 23.08 30.08
07:00 11:00 08.06 15.06 22.06 29.06 06.07 13.07 20.07 27.07 03.08 10.08 17.08 24.08 31.08
05:00 08:30 09.06 16.06 23.06 30.06 07.07 14.07 21.07 28.07 04.08 11.08 18.08 25.08 01.09
19:00 - 10.06 17.06 24.06 01.07 08.07 15.07 22.07 29.07 05.08 12.08 19.08 26.08 02.09
Ferð 14*
Áfangastaðir Vikudagar Korpa/Brottför Dagur
Esbjerg.r...... .. laugafd. 22:00 02.09
Þórshöfn „mánud. * 10:00 15:00 04.09
Seyðisfjörður.. þriðjud. . ,07:00 11:00 05.09
Þórshðfn...... .. Miðvikud. 05:00 08:30 06.09
Esbierq...:.T .. firrimtud. j 1— ,19:00 07.09
Skyggðir reitir sýna lægra verðtímabil, en hvítir reitir hærra verðtímabil.
‘ í síðustu ferð skipsins er Bérgen sleppt
' " '
AUSTFAR
SEYÐISFIRÐI - ® 472-1111 - FAX 472-1105