Austri


Austri - 15.02.1996, Blaðsíða 2

Austri - 15.02.1996, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 15. febrúar 1996. MI5IRI Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19, pósthólf 173, 700 Egilsstaðir, sími 471-1984, fax 471-2284, módem 471-2594 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Amdís Þorvaldsdóttir, Marinó Marinósson Verð ílausasölu kr. 150.-m/vsk. Áskriftarverð á mánuði kr. 500.-m/vsk. Efni skal skila á diskum (dos) eða vélrituðu. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Gagnrýnisverð ákvörðun um vaxtamál Eitt frumskilyrði fyrir því að atvinnulífið geti þróast eðli- lega hér í landinu og skapað störf og bærileg lífskjör er að samkepppnishæfni þess sé sem best. Atvinnulíf lands- manna býr ekki eingöngu við innlenda samkeppni, heldur er vaxandi alþjóðleg samkeppni staðreynd og þess vegna skipta skilyrðin í viðskiptalöndunum máli. íslenskt atvinnulíf býr við lága verðbólgu um þessar mundir miðað við samkeppnislöndin. Þetta hefur þegar sýnt gildi sitt með framleiðsluaukningu og auknings út- flutnings í ýmsum iðngreinum sem hefði ekki átt sér stað í mikilli verðbólgu. Miklu máli skiptir að þessi skilyrði haldist, ef framhald á að verða á þessari jákvæðu þróun. Þau tíðindi berast nú að verðbólguspár fyrir yfirstandandi ár gefi tilefni til þess að ætla að svo geti orðið og verðbólg- an verði um það bil 2.5%. Annað meginatriði sem sker úr um samkeppnishæfni at- vinnuveganna eru vaxtakjörin og þar býr íslenskt atvinnu- líf ekki við eins góðan kost. Raunvextir eru háir hér á landi og hafa vaxtamál verið mjög til umræðu á undan- fömum árum af þeim sökum. Vaxtamunur er mikill miðað við samkeppnislöndin. Bankarnir hafa nýlega tilkynnt vaxtahækkun. Þessi ákvörðun er umdeild í ljósi allra aðstæðna. I útvarpsviðtali við forstöðumann Þjóðhagsstofnunar síðastliðinn þriðju- dag kemur fram að hann telur að bankamir hafi tekið svart- sýnustu spár um verðbólguhorfur til grundvallar þessari ákvörðun. Spár um þenslu í efnahaglífinu sem uppi voru á síðustu mánuðum ársins 1995 hafi ekki gengið eftir á fyrstu mánuðum ársins 1996. Akvörðun bankanna um vaxtahækkun er mjög gagnrýn- isverð. Ef þensla er ekki fyrir hendi og rekstur bankannna fer batnandi og verðbólguspár em á þann veg að verðbólga verði hér minni á árinu 1996 en í samkeppnislöndunum er ekki ástæða til þess að hlaupa nú til og hækka útlánsvexti. Til viðbótar er upplýst að vextir erlendis fara lækkandi svo að ástæðuna er ekki hægt að rekja þangað. Þar að auki gefa framkvæmdaáform ríkisins ekki ástæðu til að hækka vexti, þar sem fjárlög gera ráð fyrir að dregið verði úr op- inberum framkvæmdum. Það er því ekki tilefni til vaxtahækkana nú og verði gengið lengra á þeirri braut við núverandi aðstæður getur það slævt þann sóknarbrodd sem hefur orðið vart í at- vinnulífi landsmanna. Það væri illa farið. Það er ljóst að vel verður fylgst með næstu vaxtaákvörð- unum viðskiptabankanna. Það er ljóst að ábyrgð þeirra er mikil að fara með þennan mikilvæga þátt efnahagsmál- anna. íslensk fyrirtæki eru mörg skuldsett og ekki á það síst við um fyrirtæki út á landsbyggðinni sem vinna í tengsl- um við landbúnað og sjávarútveg. Erfiðleikar og samdrátt- ur hafa komið þungt niður á þessum fyrirtækjum. Vaxta- hækkanir koma því sérlega illa við afkomu þeirra þegar miklu varðar að styrkja stöðuna til frekari átaka. Þennan þátt málsins er rétt að undirstrika sérstaklega. J.K. Ævintýri Um þessar mundir er sígilt ævintýri að verða að veruleika á fjölunum í Hótel Valaskjálf. Þar má hitta fyrir pjáturkarl, fuglahræðu, ljón, norn, fjöldi puttalinga og fleiri furðufugla ásamt einni ósköp venjulegri stúlku. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að þarna eru á ferðinni nokkrir félagar í Leikfélagi Fljótsdalshér- aðs sem æfa nú í öllum frístundum barna- leikritið Galdrakarlinn frá Ox undir stjórn Ásdísar Þórhallsdóttur leikstjóra. Yfir 20 leikarar taka þátt í sýningunni og er stór hluti leikaranna börn og unglingar. Með hlutverk Dóróteu fer 13 ára gömul stúlka Margrét Stefánsdóttir. Pjáturkarlinn leik- ur Ólafur Magnús Sveinsson og fugla- hræðuna Benedikt Benediktsson. Á milli 40 og 50 manns taka þátt í sýningunni, en mikil vinna liggur í sviðsmyndinni sem hönnuð er af leikstjóranum Ásdísi Þór- hallsdóttur og verður að miklu leyti unn- in af ungliðum í félaginu. Leikritið um Galdrakarlinn Oz er byggt á Dórótea. Margrét Stefánsdóttir smyr nærri aldar gamalli sögu eftir L. Frank Baum. John Harrysson færði í koppana á vini sínum pjáturkarlinum, leikbúning, Hulda Valtýsdóttir þýddi. Frumsýning er fyrirhuguð um <)lafl Mag'u'lsl Svemssyni. ... AustramyndAÞ miðja mars. erður til Aðgerðin á Marín verður gerð heima „Hún jafnaði sig mjög fljótt eftir aðgerðina og er fjörug og spræk og spjarar sig vel,“ segir Anna Óð- insdóttir, móðir Marínar Hafsteins- dóttur tíu mánaða gamallrar stúlku á Eskifirði, sem gekkst undir mikla hjartaaðgerð á Children,s Hospital í Boston í nóvember síð- astliðnum. Fyrir lá að Marín þyrfti að fara í aðra aðgerð til Bandaríkj- anna, en nú hefur verið ákveðið að hjartasérfræðingurinn Stanton Perry sem gerði fyrri aðgerðina komi hingað til lands og verður aðgerðin gerð á Landspítalanum fljótlega. Tryggingastofnun hefur samþykkt að greiða kostnað við komu sérfræðingsins hingað, sem aðallega felst í ferðum og uppi- haldi þar sem læknirinn hefur ákveðið að taka ekki laun fyrir að- gerðina. Anna segir það mikinn létti að aðgerðin verði gerð hér heima, ekki síst vegna þess að hún sé aðeins ein af mörgum sem Mar- ín litla þurfi að fara í á næstu mán- uðum og árum. Körfubolti: Höttur lyftir sér af botninum Þegar þrjár umferðir eru eftir í keppninni í fyrstu deild er lið Hattar nánast úr fallhættu eftir að hafa unn- ið fimm af sex leikjum sínum eftir áramót og eru því komnir með 10 stig í þriðja neðsta sæti en lestina reka ÍH og Stjarnan með 6 stig. Höttur þarf að tapa báðum leikjum sínum og ÍH að vinna alla sína þrjá leiki og Stjarnan jafnframt tvo til að Höttur endi í neðsta sæti. Höttur mætti ÍS í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þann 3. febrúar. ÍS var þá í þriðja sæti en Höttur í því neðsta. Hattarmenn báru hinsvegar litla virðingu fyrir andstæðingunum og náðu um miðjan fyrri hálfleik 12 stiga forystu sem þeir héldu fram á síðustu mínútu en þá enduðu stúd- entar leikinn með þremur þriggja stiga körfum og komu muninum niður í 5 stig; 98 á móti 93. Með þessum sigri lyftu Hattarar sér úr botnsætinu. Willie skoraði mest í liði Hattar eða 36 stig. Unnar með 19 stig og fjölda frákasta, átti einnig mjög góðan leik, sem og þeir Hannibal og Viggó með 16 stig. Jón Bender þjálfari skoraði síðan 6 stig og Birk- ir 5. Hjá ÍS bar mest á miðherja þeirra, tveggja metra dreka sem skoraði ríf- lega 20 stig þar af einar þrjár þriggja stiga körfur. Um síðustu helgi fóru Hattarar síðan í víldng á suðvesturhomið og áttu að mæta ÍH í botnslag á laugar- deginum. Hafnfirðingar fengu þá ekki að leika vegna skulda við KKÍ og var því Hetti dæmdur sigur 20:0 og fengu þar tvö ódýr stig. Á sunnudeginum var síðan spilað á Selfossi við heimamenn og þar náðu Hattarmenn sér aldrei á strik og urðu að lúta í lægra haldi með 108 stigum gegn 86. Stig Hattar skoruðu Willie 35 stig, Unnar 17 stig, Birkir 12 stig, Hannibal og Jón 8 stig hvor, Styrm- ir 4 stig og Viggó 2stig. Næsti leikur við ísfirðinga. Næstkomandi laugardag tekur Höttur á móti liði Körfuknattleiks- félagi Isfirðinga í 1. deild. KFÍ hefur komið sterkt til leiks eftir áramótin og unnið alla sína leiki. Þar á meðal gegn efsta liði deildarinnar Snæfelli og sitja nú ör- uggir í öðm sæti tveim stigum á eft- ir Hólmurum, en hafa leikið einum leik færra. Þeir gefa því örugglega ekkert eftir með efsta sætið innan seilingar. KFÍ hefur innanborðs miklar skyttur og í leiknum gegn Hetti vestra fyrir jól, skoruðu þeir hvorki meira né minna en 16 þriggja stiga körfur. Það verður því spenn- andi að vita hvernig Hattarmönnum gengur að halda þeim í skefjum hér á hinum enda landsins. Körfuboltanámskeið á Djúpavogi. Hinn bandaríski leikmaður Hattar Willie Rhines hélt körfuboltanám- skeið fyrir börn og unglinga á Djúpavogi á dögunum. Alls komu á námskeiðið ríflega fjörutíu krakkar og skemmtu sér hið besta. Fyrirhugað er að halda námskeið víðar áður en Willie fer af landi brott í byrjun mars.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.