Austri


Austri - 15.02.1996, Blaðsíða 8

Austri - 15.02.1996, Blaðsíða 8
Oryggi Stundvísi Þjónusta Þægindi Ávallt þrír í áhöfn Aukin þjónusta Jafnþrýstibúnaður Þorrablótsfargjöld fyrir burtflutta Austfirðinga Vetraráætlun mán.-fös. morgun/kvöld fim. morgun/miðd/kvöld lau.-sun. hádegi/kvöld 15 ferðir á viku FLUGLEIÐIR Þjóðbraut innanlands Egilsstöðum, 15. febrúar 1996. 7. tölublað. Svína- kjöt lækkar í verði Svínabændur á Fljótsdalshéraði í viðskiptum við Kaupfélag Hér- aðsbúa hafa ákveðið að lækka verð á svínakjöti tímabundið og nemur lækkunin tíu prósentum. Að sögn Þórhöllu Snæþórsdóttur, deildarstjóra hjá kjötvinnslunni Snæfelli kemur þessi verðlækkun til framkvæmda í verslunum KHB og hjá öðrum verslunum sem eru í viðskiptum við fyrirtækið á næstu dögum. Lækkunin verður þó mismikil eftir vöruflokkum, sem þýðir að í einhverjum tilfell- um mun verðið lækka meira en nemur tíu prósentum, en í annan stað lækka minna eða verða óbreytt. Félags- þjónust- an fjár- frekust Fjárhagsáætlun Egilsstaðabæjar fyrir árið 1996 var lögð fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar mánudaginn 12. febr. s.l. Aætlað er að: skatttekjur verði 170,295,000.- rekstrargjöld 144,259,000.- í af- borganir lána eru áætlaðar 8,236,000.-. Áætluð gjaldf.fjárfest- ing er 17,136,000,- og áætluð eignf.fjárfesting 14,380,000.- Láns- þörf er því 13,716,000.- Helstu framkvæmdir á vegum bæjarins eru fyrirhuguð viðbygging við grunn- skóla, áframhaldandi framkvæmdir við íþróttahús, gatnagerð og loka- frágangur á Lómatjamarsvæðinu. Á meðal fjárfrekustu liða eru: félags- leg þjónusta, fræðslumál, yfirstjórn sveitarfélagsins og æskulýðs- og íþróttamál. Höfðu erindi sem erfíði Komu heim með tvö gull, þrjú silfur og eitt brons Þrír ungir austfirskir íþróttamenn þau Sigurður Karlsson, Neista, Djúpavogi, Lovísa Hreinsdóttir Hetti, Egilsstöðum og Hafdís Osk Pétursdóttir, Einherja, Vopnafirði, gerðu góða ferð á Islandsmeistara- mót 15 - 18 ára unglinga í frjálsum íþróttum sem haldið var í Baldurs- haga í Reykjavík um síðustu helgi. Segja má að þremenningarnir hafi haft erindi sem erfiði því þau komu heim með samtals sex verðlauna- peninga, tvö gull, þrjú silfur og eitt brons. Sigurður varð í fyrsta sæti í þrístökki með atrennu, stökk 13,21 metra. I langstökki með atrennu varð hann í öðru sæti, stökk 6,35 metra. Sömuleiðis varð hann í öðru sæti í kúluvarpi, varpaði kúlunni yfir 13 metra. Lovísa krækti sér í silfur í þrístökki án atrennu, stökk 7,39 metra, og varð í þriðja sæti í 50 metra grindahlaupi á 8,2 sek. Hafdís Osk sigraði í langstökki án atrennu, stökk 2,51 metra. Hún stóð sig einnig mjög vel í langstökki með at- rennu þar sem hún náði fjórða sæti Þau Lovísa Hreinsdóttir, Hetti, Egilsstöð- um, Hafdís Osk Pétursdóttir, Einherja, Vopnafirði, gerðu góða ferð ói íslands- meistaramót 15 -18 ára unglinga ífrjáls- um íþróttum í Reykjavík um síðustu helgi. Til hœgri á myndinni er Lovísa Hreinsdóttir þegar hún var að taka við silfurverðlaununum íþrístökki án atrennu. og í þrístökki án atrennu þar sem hún varð einnig í fjórða sæti. Snjóleysið ergir skíðafólk Skíðasvæði Egilsstaðabæjar hefur ekki verið opnað í vetur vegna snjóleysis. Fullur hugur er þó á að reyna að opna svæðið og verður í vikunni gerð tilraun til að ýta til snjó og troða með það í huga að koma upp nothæfri braut. Sjö krakkar frá Egilsstöðum fara þrisvar í viku til Seyðisfjarðar til æfinga undir leiðsögn norsks skíðakennara sem þar starfar í vetur. Að sögn Hrafnhildar Þórarinsdóttur formanns Skíðaráðs verður ekki ráðinn þjálfari til deildarinnar í vetur en fyrirhugað að efna til styttri námskeiða ef úr rætist með snjóinn. Skíðadeildin fékk þrjú hundruð þúsund króna styrk frá íþróttamannvirkjanefnd og verður nann notaður til að koma hita og raflögn í skála deildarinnar í Fjarð- arheiði. Skeljungur styrkir skógrækt Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að leggja 10 milljónir króna til verkefna á sviði skógræktar á þessu ári. Var samningur þess efnis undirritaður nýlega af Jóni Lofts- syni, skógræktarstjóra og Kristni Björnssyni, forstjóra Skeljungs hf. Féð verður m.a. notað til að gera göngustíga í Þórsmörk, á Þingvöll- um og í Eiðaskógi. Samstarf Skelj- ungs hf. og Skógræktar ríkisins hófst á miðju ári 1993 og hefur Skeljungur nú styrkt skógrækt í landinu um 27 milljónir króna og hafa margir notið góðs af. Félaga- samtök og einstaklingar hafa fengið styrki til skógræktar og framleiddar hafa verið skógarplöntur. Meginá- hersla hefur þó verið lögð á að opna skóglendi almenningi með bættu aðgengi og nemur samanlögð lengd skógarstíga, sem unnt hefur verið að leggja vegna framlagsins frá Skelj- ungi, tugum kílómetra og á enn eft- ir að aukast. Slíka stígagerð má nú sjá í skógum víða um land t.d. í Hallormsstaðaskógi. Þá hefur verið efnt til sérstakra skógardaga í tengslum við bætt aðgengi í skógun- um og hafa þeir verið fjölsóttir og orðið til þess að fleiri og fleiri kjósa að njóta útivistar á skógarsvæðum. Fljótlega verða auglýstir Skelj- ungsstyrkir, þar sem félagasamtök og einstaklingar geta sótt um fjár- stuðning til gróðursetningaverkefna, en lögð verður áhersla á að veita færri en myndarlegri styrki en áður. Frá skógardegi í Hallormsstaðaskógi í sumar. Mynd Ólafur Oddsson. SÓIMNG HF Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 471-2002 KURL Bókavörður einn sem var ákaflega samviskusamur í starfi, gætti bókanna eins og sjáaldurs auga síns. Tók hann mjög hart á því ef bækur skítnuðu eða skemmdust í útláni. Einu sinni kom maður með bók sem hann var að skila. Bókavörðurinn skoðar hana í krók og kring svo sem venja hans var og mátti fljótlega sjá að honum hitnaði í hamsi. “Svona bölvuðum skemmdarvörgum er ekki lán- andi bók,“sagði hann fokvondur. „Sjáðu! Hérna gapir við gat á nítjándu síðunni, og ef flett er við er gat líka á þeirri tuttug- ustu“. Allt að 30% afsl. á barnabílstólum á meðan birgðir endast. Sími 471 1623 Fax 471 1693 c3 ÖD c3 cd 73 o ro (N s «0 'cl O y Fellabæ J Egilsstöðum, sími 471-1777 Kynnið ykkur tilboðin O klst. Strax 1.254 kr. (24 myndir) á Royal pappír o dagar Hagkvæmt 990 kr. (24 myndir) á Royal pappír O dagar Odyrast 690 kr. (24 myndir) Ljósritum myndir í íit oij svarihmtu, eittnicj á hoíi og cjíærur Opnunartími: mánud. - fimmtud. kl. 9-12:10 og 12:50-18. Föstud. kl. 9-12:10 og 12:50-19. Laugard. kl. 10-14.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.