Austri


Austri - 06.06.1996, Qupperneq 8

Austri - 06.06.1996, Qupperneq 8
Öryggi Jafnþrýstibúnaður Stundvísi ., * Þjonusta ^,,m Þægindi Ávallt þrír í áhöfn Aukin þjónusta Sumaráætlun 19 ferðir á viku MORGUNFUJG MIÐDEGISFLUG FLUGLEIÐIR Þjóðbraut innanlands Nippon - Djúpivogur Um mánaðarmótin júní-júlí munu þáttagerðarmenn frá japanska rikis- sjónvarpinu NHK, sem er umsvifa- mesta sjónvarpsstöð í heimi, verða staddir á Djúpavogi til að vinna að gerð eins fimm þátta um Island. I þessari þáttagerð er notuð svokölluð háskerputækni og verða þættirnir sýndir á sérstakri tilraunarás fyrir há- skerpusjónvörp í Japan. Um 130.000 manns sem em þátttakendur í tilraun með þessa nýju sjónvarpstækni ná útsendingum stöðvarinnar. Einnig er ætlunin að sýna þessa þætti á gervi- hnattarás NHK sem nær til mun fleiri áhorfenda. Um ástæðu þess að Djúpivogur varð fyrir valinu sem einn af þeim stöðum sem myndaðir verða sagði Olafur Gunnarsson, sveitastjóri, að Anna Hildur Hildibrandsdóttir, teng- 01 þáttagerðarmannana við ísland, hefði sent fyrirspum um hvort áhugi væri á að að láta gera hluta þáttarað- arinnar á Djúpavogi. Olafur sendi til baka upplýsingar um staðinn og nið- urstaðan var sú að Djúpivogur var valinn. Olafi var uppálagt að útvega fjölskyldu til að vera miðpunktur þess er gerast á í þessum þætti. Er meiningin að fylgjast með lífi og starfi einnar fjölskyldu í litlu sjávar- plássi, bömum og ættingjum, í einn dag eða svo bæði í starfi og leik og tengja það atvinnulífi staðarins og lifnaðarháttum yfirleitt. Ólafur sagði að fjölskyldur á Djúpavogi hefðu ekki beinlínis barist um hnossið en að lokum hafi hann beðið Sigríði L. Bjömsdóttur og mann hennar Guð- jón Gunnlaugsson um að fóma sér á sjónvarpsaltarinu. Þau létu til leiðast og tóku verkefnið að sér . Þegar blaðamaður Austra spurði Sigríði hvemig henni litist á verkefn- ið sagði hún að það legðist vel í sig. Þessir þættir myndu án efa verða góð auglýsing fyrir Island og þar með Djúpavog en þetta yrði að sjálfsögðu mikil vinna og talsvert rask fyrir fjöl- skylduna. Myndatakan mun standa yfir í 3-4 daga og verður fjölskyldan mynduð í daglegulífi. Til að mynda verður sýnt þegar Guðjón, sem er sjómaður, kemur í land og tekið er á móti honum. Sigriður verður sýnd að störfum, þar sem hún er að stokka upp í beitingaskúrnum. Dóttirin, María, verður mynduð í frystihúsinu þar sem hún vinnur o.s.f.v. Einnig verður tekið upp borðhald fjölskyld- unnar. Landslagið er tekið fyrir, sem og þjóðsögur um álfa, huldufólk o.fl. Síðast en ekki síst er meiningin að reyna að setja upp annan sjómanna- dag og er lögð áhersla á að hann sé bæjarins tækju höndum saman um að gera það sem í þeirra valdi stæði til að gera allt sem eðlilegast, t.d. á vinnustöðunum þar sem margir sjást þó að einn sé hugsanlega miðpunkt- urinn gætu allir haft nokkurt gaman af. Hvað snertir þá hugmynd að setja upp sjómannadag nr.2 sagði Sigríður að það væri ógerlegt án fulls stuðn- ings bæjarbúa. Hún sagðist líta svo á að kynning eins og þessi væri ómet- anleg fyrir Djúpavog, þetta væri mikil auglýsing sem gæti laðað að erlenda ferðamenn og því mikilvægt að allir stæðu saman í að gera þetta sem best úr garði. Það væri þá í það minnsta ekki hægt að segja að menn Djúpivogur Mynd: Mats Wibe L. A myndinni eru þœr mæðgur María Dögg barnabarnið Anítu Yr Snjólfsdóttur en þœr sem allra líkastur því sem hinn raun- verulegi hátíðisdagur er. Híbýli Sig- riðar og Guðjóns verða líka eitthvað færð úr lagi því að þáttagerðar- mennimir ætla sér að láta sem mest af framkvæmdum fjöl- skyldunnar heima fyrir fara fram með sjóinn í bakgrunn. Þar sem ekki nema svo og svo margir gluggar á húsi þeirra hjóna vísa út að sjó þarf að leggja í nokkrar skipulagsbreyt- ingar á heimilinu. Sigríður sagði að þetta verk- efni gæti orðið mjög skemmti- legt og fróðlegt fyrir alla bæjar- búa, en þó aðeins ef menn væru jákvæðir gagnvart því. Ef íbúar Línberg og Sigríður L. Björnsdóttir með eru verðandi sjónvarpsstjörnur íjapan. hefðu ekki gert sitt besta. Þessir þætt- ir yrðu hugsanlega boðnir til sölu í fleiri löndum, þannig að milljónir manna myndu sjá þættina og það þyrfti ekki stór hluti þeirra að skila sér til Djúpavogs til að það borgaði sig að vera jákvæður í 4 daga. Sú sjónvarpstækni sem er verið að gera tilraunir með byggist á að línur í sjónvarpstækinu em mun fleiri en í þeim tækjum sem við þekkjum. Venjuleg sjónvörp eru með u.þ.b. 600 línur en háskerputækin 1.100- 1.200 línur. Þetta gerir það að verk- um að myndin framkallast nánast í þrívídd. Því ætti mikilfenglegt lands- lag Islands að njóta sín gríðarlega vel í slíkum myndgæðum. Hólmaborgin og Guðrún Þorkelsdóttir í lengingu GLERAUGU ÚR & KLUKKUR SKART & GJAFAVARA SÍMI471-2020 /471-1606 FAX 471-2021 LAGARÁS 8 - PÓSTHÓLF 96 - 700 EGILSSTAÐIR Birta Einarsdóttir úrsmiður Sævar Benediktsson sjóntækjafræðingur Fyrirhugað er að lengja tvö af skipum Hraðfrystihúss Eskifjarðar síðsumars. Reyndar er hér um að ræða meira en bara lengingu því setja á hvalbak á bæði skipinn. Hólmaborgin verður lengd um 14 metra sem þýðir 1000 tonna aukn- ingu á sfld og loðnu. Þá verður sett kælikerfi í stækkunina sem gerir það að verkum að hægt er að koma með 800 tonn af kældu efni til lands. Það er þýðingarmikið í lengri túrum því að efnið helst nánast ferskt þó siglt sé um langan veg. Hólmaborgin mun taka samtals 2600 tonn eftir stækkun en þessar breytingar munu taka u.þ.b. tvo mánuði. Guðrún Þorkelsdóttir verður lengd um 8 m. Það þýðir að hún mun taka um 1000 - 1100 tonn í allt eftir breytingu. Þá verður settur skutur á Guðrúnu. % Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja * Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar Másseli sími 471-1093 * Utihurðir o.fl. KURL Á dögunum var Min jasafn Austur- lands opnað með pomp og prakt eins og menn sjálfsagt vita. Eitt heista að- dráttaraflið að safninu er „Ævar-Þór- ir beinagrindin sem fannst í kuml- inu í Skriðdal. íbúar Austurlands töldu það mikið mál að fá kumlbúann heim frá Reykjavík, þar sem verið var að rannsaka hann á Þjóðminja- safninu en eitthvað stóð það í for- svarsmönnum þar að senda hann alla leið heim aftur. Þó fór svo að lokum að ákveðið var að lána Minjasafninu „Ævar-Þóri“ í svona sex mánuði eða svo. Var karlinn settur í hreinsun og gerður eins þokkalega útlítandi og maður í hans ástandi getur orðið. Skömmu fyrir opnun Minjasafnsins kom hann svo hingað austur. Frétta- maður á einhverri sjónvarpsstöðinni spurði þeirrar spurningar hvort kumlbúinn ferðaðist enn í pizzu-köss- um eins og þegar hann fannst. Svo var ekki því Þjóðminjasafnið hafði látið pakka honum inn samkvæmt kúnstarinnar reglum og öilu skellt í frakt hjá Fugleiðum. Sérstaklega var hauskúpan vel frá gengin og kom hún í ómerktum pappakassa, sjálfsagt til að henni væri ekki stolið. Þegar kass- inn var opnaður voru þar nákvæmar leiðbeiningar um hvernig ætti að fjar- lægja hauskúpuna úr kassanum skrifaðar stórum stöfunt á b!að eins stórt og komst í kassann sem var reyndar ekki mjög stór. Þarna voru hanskar sem sá sem framkvæmdi tæminguna átti að setja á sig áður en snert væri við hauskúpunni. Svo voru þarna 4-5 munnþurkubréf eins og gjarnan eru notuð í eldhúsum á heimilum fólks og var ekki annað utan um hauskúpuna. Þeim sem ann- aðist upptökuna fannst að umbúðirn- ar væru nú í minnsta lagi, ekki síst eftir að hafa lesið leiðbeiningarnar nákvæmu og sett upp hanskana, sem voru skjannahvítir. Það kom líka í Ijós að hauskúpan hafði eitthvað skaddast í ferðinni. Veltu menn því fyrir sér hvort ekki hefði mátt líma allavega einn miða á kassan til merk- is um að í honum væri eitthvað brot- hætt. En þar sem það var ekki gert er spurning hvað vakti fyrir þeim sem pökkuðu karlinum inn. Þegar að kumlið fannst töldu menn jafnvel að íbúinn hefði verið drepinn eða ■ það minnsta fengið högg á höfuðið, en fyrr má nú rota en dauðrota. ^ 471-1122 Flugfélag Austurlands

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.