Austri - 19.09.1996, Qupperneq 1
REYKJAVÍK
Afkastaaukning í
frystingu og bræðslu
Fiskimjölsverksmiðja Búlandstinds á
Djúpavogi hefur nú verið tekin til gagn-
gerðra endurbóta. Bæta á móttöku fyrir
síld og eins að auka afköst innan dyra.
Síldinni verður dælt úr skipunum með
vökvadælu upp á færiband og þaðan inn í
hús. Afköst verksmiðjunnar verða aukin úr
120 tonnum í 350 tonn á næstu mánuðum.
Fyrir var eldþurrkari sem gat afkastað 350
tonnum, en aðrir hlutar verksmiðjunnar
voru afkastaminni, t.d. skilvindur, sjóðari
og pressa. Nú verða allir þessir hlutir bætt-
ir og munu þá geta afkastað meira en 350
tonnum. Jafnframt er búið að kaupa nýja
gufukatla og fyrir liggur að koma þeim
fyrir í ketilhúsum. Verið er að fara að
tengja þá. Þá verða hráefnistankar stækk-
aðir og hækkaðir og búnaður til að hlaða
þá og dæla úr þeim inn í verksmiðjuna
bættur. Einnig verða raflagnir endumýjað-
ar.
Jóhann Þór Halldórsson, framkvæmda-
stjóri Búlandstinds, segir að tími hafi verið
kominn á þessar endurbætur. Verksmiðjan
hafi verið byggð 1965 og tæknilega sé hún
á sama stigi og þá. Þá hafi afköstin verið
það lítil að fyrirtækið hafi ekki verið sam-
keppnisfært um kaup á hráefni. Auk áður-
nefndra framkvæmda á að auka frystigetu
frystihússins á síld og loðnu um 70 tonn.
Eftir það verður frystigeta Búlandstinds
alls 200 tonn á sólarhring. Þar er um að
ræða bæði frystihús fyrirtækisins, en í
fyrra keypti það hlut Gunnarstinds í frysti-
húsinu á Breiðdalsvík.
Miðað er við að framkvæmdum við
bræðsluna verði lokið ekki síðar en um
næstu áramót. Jóhann segir hins vegar að
þar sem síldarvertíð hefjist væntanlega um
næstu helgi sé lfklegt að einhverjar tafir
verði á verkinu, einkum vegna þess að
ekki er fyrirhugað að loka bræðslunni.
Stærstur hluti þeirrar sfldar sem unninn
er hjá Búlandstindi er frystur eða saltaður.
Mest af sfldinni fer til Rússlands og Pól-
lands.
Réttað var í Fljótsdal á sl. þriðjudag. Hér sést einn gangnamanna, Jón Þór
Þorvarðarson, við ferðarlok og lítur bara þokkalega út. Austramynd s.b.b.
Sjálfvirk veðurstöð................................, c
Búið að setja
upp 7 sjálfvirkar
veðurstöðvar við
þjóðvegi austan
lands
Búið er að setja
upp sjálfvikra veð-
urathugunarstöð á
Fagradal. Það er
Vegagerð ríkisins
sem setur upp
stöðina. Að sögn
Guðjóns Þórarins-
sonar rekstrar-
stjóra á Reyðar-
firði er þetta sjö-
unda stöðin sem
sett er upp á Aust-
urlandi, fyrir voru
þær í Oddskarði,
Fjarðarheiði,
Vopnafjarðarheiði,
Möðmdalsfjall-
garðinu, Höfn og í
Öræfum. Guðjón
sagði að það væri
komin góð reynsla
af svona stöðvum
og þær væru nán-
ast viðhaldsfríar. Aðspurður sagðist Guðjón hafa á óskalistanum að setja
niður veðurathugunarstöð á Breiðdalsheiði og á Vatnsskarði svo einhverjir
staðir
Hann sagðist að fenginni reynslu þá komi svona stöð til með að spara
eftirlit í einhverju mæli. „Við tækin eru tengd umferðateljarar, nemar sem
mæla hitastig í veginum, rakastig
og vind osfr. Það hefur verið mjög
gott að fylgjast með hvort ísing sé
að myndast á veginum. Þannig að
þetta nýtist vegfarendum mjög vel
að þessu leitinu“.
Ekki var búið að tengja stöðina á
Fagradal inná textavarpið í sjón-
varpinu þegar þetta var skrifað en
það verður gert fljótlega.
- milljónir á laugardögum!
Flest dýrin náðust
Hreindýraveiðitímabilinu er nú
lokið. Veiðiheimildir voru 268, en
248 fullorðin dýr voru veidd. Auk
þess voru skotnir 44 kálfar, en þar
sem kálfar kúa sem verið hafa
felldar eru oft ansi ósjálfbjarga er
mælst lil þess að þeir séu einnig
felldir, sé þess kostur.
Dýrin sem ekki náðust voru á
þremur svæðum, (sjá kort) 4,8,og
9. Astæður þess eru að sögn Aðal-
steins Aðalsteinssonar, fram-
kvæmdastjóra Hreindýraráðs,
nokkuð mismunandi. Á svæði
fjögur(Seyðisfjarðarhreppur,
Mjóafjarðarhreppur, Egilsstaða-
bær, Vallahreppur austan Grímsár,
og Reyðarfjarðarhreppur) fundust
einungis þrjú dýr. Á svæði 8 (Bæj-
arhreppur, Hornafjörður austan
Hornafjarðarfljóts) hamlaði þoka
veiðum síðasta dag tímabilsins, en
þá átti eftir að skjóta einn tarf og
eina kú. Á svæði 9 ( Hornafjörður
vestan Hornafjarðarfljóts) bönn-
uðu landeigendur veiðar á helstu
veiðisvæðum þannig að þar náðist
einungis eitt dýr af þeim 8 sem
var úthlutað.
Talsverður hluti veiðileyfa í ár
var seldur, alls 163. Það voru að
langstærstum hluta íslendingar
sem keyptu sér veiðileyfi. Útlend-
ir veiðimenn voru einungis 7 tals-
ins, 6 Bandaríkjamenn og 1 Dani.
Þessir menn skiptust í þrjá hópa.
Það má því segja að hreindýra-
veiðar hafi gengið bærilega í ár.
Ekki hefur orðið vart við veiði-
þjófnað og hafi verið um slíkt að
ræða hefur það í það minnsta ekki
borist til eyrna lögreglu.
Hreiijdýrksyæðin
/ k^7)
* /
3 « Svæði 3 -s
* !( /
Kvóti: 35 dýr
16 dýr
2- 11 náðust ekki
7 4 .
Svæðió- — J arfjtira“r
Kvóti: 42 dýr Á
Svæði 7
Kvóti: 28 dýr
Svæði 9
r
Kvóti: 8 dýr
7 náðust ekki
Á þessu korti sést
hvernig hreindýra-
veiðisvœðinu er skipt
niður og hve mörg dýr
mátti veiða á hverju svœði.
Eins er tekið fram hvar ekki
náðist að veiða upp í kvóta.