Austri


Austri - 19.09.1996, Síða 2

Austri - 19.09.1996, Síða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 19. september 1996. MI5IRI Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19, 700 Egilsstaðir. Súni 471-1984. Fax 471-2284. Módern 471-2594. Netfang: austri@eldhorn.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Amdís Þorvaldsdóttir, S. Bjöm Blöndal, Marinó Marinósson Askriftarverð pr. mán. kr. 500.-m/vsk. Setning og umbrot: Austri Prentun: Austprent Efni skal skila í tölvutæku formi (dos, Word) eða vélrituðu. Austri er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Vegamál fyrir vestan og austan Vestfjarðagöng hafa nú verið tekin formlega í notkun, og munu þau valda byltingu í samskiptum á norðanverðum Vestfjörðum og breyta samfélaginu þar. Það er full ástæða til þess að samfagna Vestfirðingum vegna þessa áfanga, enda hafa Austfirðingar ætíð skilið þörfina á jarðgangna- gerð þar vestra og ekki gert athugasemd við þá forgangs- röð sem uppi var höfð. Nú þegar þessum framkvæmdum er lokið er ástæða til þess að ræða um framhald jarðgangnagerðar almennt. Gerð jarðgangna undir Hvalfjörð stendur nú yfir og heyrst hefur hér eystra gagnrýni á þá framkvæmd. í því sambandi má ekki gleyma sérstöðu þeirrar tengingar, sem felst í því að jarðgangnagerðina sjálfa á að kosta með veggjaldi, þótt verulegur kostnaður muni falla á vegasjóð vegna aðkomu beggja megin. Hins vegar þarf að liggja fyrir við endurskoðun vegaá- ætlunar síðari hluta vetrar stefnumótun um framhald ann- arrar jarðgangnagerðar og var ætíð gengið út frá því að það framhald yrði á Austurlandi. Þingmönnum kjördæmisins ber að vinna eftir þeirri forsendu og móta stefnu sína sam- kvæmt því. Austurland og Vestfirðir hafa sérstöðu í vegamálum. Hún er vegna mikilla og erfiðra fjallvega innan fjórðung- anna. Það er alveg ljóst að ástand vega er verra í þessum landshlutum en annars staðar á landinu. A Vestfjörðum er nú keppikeflið að tengjast „hringveginum" svokallaða, en á Austurlandi er að finna hina óuppbyggðu kafla hringveg- arins. Lengstir þeirra eru vegurinn „yfir Fjöllin“, eins og hann er nefndur í daglegu tali, um Jökuldal og til Egils- staða, og vegurinn yfir Breiðdalsheiði frá Skriðdal yfir í Breiðdal, Berufjarðarbotninn og kaflar í Alftafirði. Hér er eingöngu talað um kafla með malarslitlagi, en einnig er á þessari leið að finna brýr sem þola ekki umferðina eins og hún er orðin eftir þá byltingu sem varð þegar vöniflutn- ingar komu meira og minna á land. Einnig eru fiskflutn- ingar nú stundaðir á vegum um landið þvert og endilangt. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar, sem komu fram á aðalfundi SSA, myndi það taka 25 ár að ljúka al- mennri vegagerð í fjórðungnum, það er að segja uppbygg- ingu vega með bundnu slitlagi, með þeim hraða sem verið hefur og því fjármagni sem nú er til ráðstöfunar ár hvert. Það er ljóst að ef stytta á þenna tíma verður Austurland að auka hlut sinn í fjármagni til vegagerðar og eðlilegast væri að það gerðist með því að hringvegurinn væri gerður að stórverkefni. Svigrúm til annarra verkefna af hlut kjör- dæmisins í vegafé mundi þá aukast. Byltingin í vöruflutningum og almennri umferð er slík að úrbætur á vegum á Austurlandi þola ekki áratuga bið. Þess vegna ætti þessi breyting að vera réttlætismál og það á ekki að blanda henni saman við framtíðaráform í jarð- gangagerð í fjórðungnum eða gera Austfirðingum að velja þar á milli. J.K. Húsgrunnur hættulegur börnum Um þriggja metra hátt fall er niður af grunninum og steypujárnið stendur í allar áttir. Erþað mikið lán að engin alvarleg slys hafa orðið hingað til svo vitað sé. í síðustu viku færði Steinunn Ingimarsdóttir bæjarstjóra Egils- staðabæjar, Helga Halldórssyni, lista með undirskriftum íbúa og for- eldra í næsta nágrenni húsgrunns við Utgarð 4, alls 55 manns. Gmnn- urinn sem staðið hefur óhreyfður á annan áratug hefur lengi gengið kaupum og sölum án þess að byggt haft verið á honum. Steinunn sagði að af og til undanfarin ár hafi íbú- arnir í nágrenninu kvartað undan grunninum og beðið um aðgerðir, en það hafi ekki enn borið neinn ár- angur. Væru nágrannarnir orðnir uggandi um böm sín og langeygðir eftir úrbótum því gmnnurinn er vin- sælt leiksvæði og mikil slysahætta á og við hann. Steypustyrktarjám sem einhvem tíman hafa verið beygð niður standa nú í allar áttir. Einnig er hátt fall Helgi Halldórsson, bœjarstjóri sagði við móttöku undir- skriftanna úr hendi Steinunnar Ingimarsdóttur að þær kæmu sem óvœnt hjálp og vœru bœjaryfirvöldum góður stuðningur við að þrýsta á eigendur að grípa til ráðstaf- ana. niður af grunninum, sérstaklega á þeirri hlið sem snýr að veginum eða um 3 metrar þar sem hann stendur í brekku og má því teljast mikil mildi að engin alvar- leg slys hafi orðið. Helgi Halldórsson bæjarstjóri sagði að lengi hefði verið reynt að finna út hver réttur eigandi gmnnsins væri og hefðu nokkrir talið sig eiga hann. Nú lægi það fyrir að fyrirtækið Vökvavélar á Egilsstöðum sé talið réttur eigandi og sendi hann undirskriftalistann og beiðni um úrbætur til þess strax í síðustu viku. Svar Vökvavéla barst svo nú í vikunni á þá leið að lóðasamningar fyndust ekki og á meðan ekki væri ljóst svo óyggjandi væri að Vökvavélar væm þing- lýstur eigandi gmnnsins væru menn þar á bæ ekki til- búnir til að hefja framkvæmdir við hann. Verið er að vinna í að finna lóðasamninga og ganga frá annarri pappírsvinnu varðandi grunninn og reiknað með að lausn í máli þessu finnist innan tíðar. Athyglisverður sumarbústaður Þetta flugvélarflak er notað sem sumarbústaður á Hoffellssandi í Homafirði. Vélin lenti út af flugbrautinni á Höfn í hliðarvindi árið 1975. Hún var áður notuð sem veiðihús við stöðuvatnið Þveit í Homaf. Stélið var brotið af, en eigandinn, Helgi Jóhann Jónsson, fékk annað af vél sem brotlenti á Sólheimasandi. Þess má geta að enginn slasaðist þegar vélin endaði flugferil sinn. 37. Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði 4. og 5. október 1996. Dagskrá: FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER. kl: 20:00 Þingsetning. Skýrsla, ávörp og almennar stjórnmálaumræður. LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER. kl: 09:00 Þingi framhaldið Sérmál þingsins: Umhverfismál, nefndarstörf og ályktanir. Þinglok áætluð kl: 18:00. Árshátíð Hin árlega árshátíð Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldin í Félagsheimilinu Herðubreið, Seyðisfirði laugardagskvöld 5. október. Fundur um bæjarmálin í Austrahúsinu mánudaginn 23. september, kl. 20:30. Bcejarfulltrúarnir verða á staðnum. Þeir sem eru í nefndum og ráðum á vegum FramsóUnarfloUksins em Uvattir til aá Uoma. F ramsóknarfélag Egilsstaða

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.