Austri


Austri - 19.09.1996, Qupperneq 5

Austri - 19.09.1996, Qupperneq 5
Egilsstöðum, 19. september 1996. AUSTRI 5 Hugleiðingar um hótelmál Hótelmál hafa verið mikið í sviðs- ljósinu hér á Egilsstöðum síðustu miss- erin. Umræðan um þau hefur verið bæði jákvæð og neikvæð. Jákvæð að því leyti að löngu er tíma- bært að auka við gistirými, af því tagi sem talað er um, til þess að mæta þörf- um markaðarins. Neikvæð að flestu öðru leyti. Akveðnir einstaklingar hér í bæ hafa á mjög svo ósmekklegan hátt blandað eiginhagsmunum sínum í þetta mál og því miður verið í aðstöðu til þess. Þar á ég fyrst og fremst við staðsetn- ingu nýs hótels. Enginn raunverulegur vilji virðist hafa verið fyrir því að tengja nýja hótelbyggingu við það hótel sem fyrir er í byggðarlaginu og nýta á þann hátt þá fjárfestingu sem fyrir er, heldur hafa ákveðnir bæjarfulltrúar komið ár sinni svo vel fyrir borð að nýtt hótel skal rísa á þeirra eigin grunni sem lagður verður í púkkið sem hlutafé!!! Ekki þarf að minna fólk á að Egilsstaða- bær á einn stærsta hlutinn í hinu ný- stofnaða hlutafélagi um hótelbyggingu. Það er þó ekki ætlun mín að fjalla sér- staklega um „siðgæðisvitund“ einstakra bæjarráðsmanna. Það er frekar málefni sem rifja þarf upp fyrir næstu kosning- ar. Hins vegar ætla ég að fjalla lítillega um þau alvarlegu skilaboð sem þetta mál felur í sér til okkar bæjarbúa og varðar að hluta til uppbyggingu atvinnu- lífsins hér í bæ. Eins og kunnugt er á Egilsstaðabær stóran hlut í Hótel Valaskjálf og hefur umráðarétt yfir hlut annarra sveitarfé- laga á svæðinu. Fyrir nokkrum árum var mikil um- ræða um bága stöðu hótelsins og ráðist í björgunaraðgerðir. M.a. voru bæjarbúar hvattir til þess að leggja nú sitt að mörk- um. Margir létu til leiðast og lögðu hlutafé í hótelið. Til þess að gera langa sögu stutta þá var hlutafé í Hótel Valaskjálf fært niður um 50% á aðalfundi í vor. Gott og vel ef það yrði til þess að laga fjárhagsstöðu þess. Fyrir nokkrum vikum barst síðan bréf til hluthafa um að stjórnarfundur hafi tekið þá ákvörðun að auka hlutafé hótelsins og nytu hluthafamir forkaups- réttar!!! Kvisast hefur að stærsti hluthafinn, Egilsstaðabær, ætli sér að nýta þetta tækifæri og leggja 5 milljónir í hlutafé í Hótel Valaskjálf. Menn velta auðvitað tilganginum fyrir sér !!! Á sama tíma skrifar formaður bæjar- ráðs undir samning f.h. Ásgarðs hf., nýs hlutafélags um hótelbyggingu, og í um- fjöllun í Austra við þetta tækifæri, er látið að því liggja að Hótel Valaskjálf verði lagt niður sem hótel, þegar nýtt hótel tekur til starfa á næsta ári. Þetta mál kennir okkur bæjarbúum ákveðna lexíu. I fyrsta lagi segir það okkur að við höfum ofmetið getu þeirra fulltrúa sem við kusum okkur til þess að ráðstafa skatttekjum okkar. I öðru lagi og öllu alvarlegri eru þó þau skilaboð sem Egilsstaðabær sendir okkur bæjarbúum. Þau eru að við skul- um ekki láta okkur detta í hug að fjár- festa í fyrirtækjum í okkar ágæta heima- bæ. Alla vega ekki þeim fyrirtækjum sem Egilsstaðabær kemur á einhvern hátt nærri. Karen Erla Erlingsdóttir „Rétt er vörður við að hressa“ / jk CJí V 02 Yl fl 1 ^ . - g V G 1 % Pappír Á hverjum degi fer mikið af pappír í gegnum hendur okkar, ekki síst þeirra sem vinna skrifstofuvinnu eða nem- enda og kennara í skólum, svo dæmi sé tekið. Sjaldnast hugsum við þó um hvernig pappírinn er framleiddur og hvert hann fer þegar við hendum honum. Pappír er unn- inn úr trjám sem ræktuð eru í nytjaskógum, og til dæmis í Finnlandi gildir sú regla að gróðursett eru 4 tré fyrir hvert eitt sem er fellt. Þannig er auðlindinni viðhaldið. Oft kemur upp sú spuming hjá þeim sem vilja taka meira tillit til umhverfisins, hvort endurunninn pappír sé betri valkostur en frumunninn. Því er til að svara að frumunninn pappír er í öllum tilfellum umhverfisvænni en sá endur- unni, að því gefnu að hann sé unninn úr nytjaskógum - sem er almennt tilfellið t.d. á Norðurlöndum. Það tekur end- urunna pappírinn 4 sinnum lengri tíma að brotna niður í náttúrunni en þann frumunna. Þar við bætist að við sjálft endurvinnsluferlið er notað talsvert af kemískum efnum. Gjarnan er notaður klór til að gera endurunna pappírinn hvítari, en sjaldgæft er orðið að frumunninn pappír sé klór- bleiktur. I eldhúspappír og annan rakadrægan pappír er m.a. notað evkalyptustré, sem flokka má undir náttúruskógatré, þó það vaxi ekki í skógum. Auk þess brotnar það seint niður í náttúrunni og er þessi pappír því mjög lengi að eyðast. Ef þú vilt taka upp umhverfisvænni notkun á pappír, get- urðu haft eftirfarandi í huga: Minnkaðu notkunina, notaðu báðar hliðar á pappímum og notaðu óklórbleiktan pappír. Sjálfsagt er að nota endurunninn pappír að einhverju marki, en ekki er þó allt fengið með því. Gættu þess að bruðla ekki með pappír, eða eyða honum að óþörfu. Notaðu tusk- ur og klúta þar sem það er hægt. Heimild: „Hráefnið pappír“ grein eftir Olaf Steingrímsson, markaðsstjóra Prentsmiðjunnar Odda hf„ í Sérriti Skinfaxa um umhverf- ismál. Flestir kannast við öll þau ógrynni af pósti sem berast inn um póstlúgur manna nú á þessum síð- ustu og verstu tímum. Fer þar mest fyrir svokölluðum gluggaumslögum frá hinum og þessum stofnunum og auglýsingapésum af öllum stærðum og gerðum sem falbjóða flest heimsins gæði á spottprís. Er póstur þessi að jafnaði fljótlesinn og fer ýmist í reikningahauginn eða rusla- fötuna. Einstaka sinnum kemur þó fyrir að pósturinn dregur forvitnileg umslög úr pússi sínu og er þeim gjarnan snúið og velt á ýmsa vegu, áður inni- haldið er tekið til rann- sóknar. Eitt slíkt umslag barst mér á dögunum og reyndist það við nánari athugun hafa að geyma bókina, „Fomir fjallvegir á Austurlandi". Að riti þessu, sem er einkar fróð- legt og skemmtilegt, stendur hópur áhuga- fólks um forna fjallvegi, sem hefur einnig að markmiði að vinna að viðhaldi og varðveislu varða og hefur nú þegar hafið starf við endurbygg- ingu þeirra. í ritinu er að finna kort og leiðarlýsingar sem ná yfir 195 fjallvegi á Austurlandi. Einnig eru þar birt erindi sem flutt voru á ráðstefnu um vörður og fjall- vegi sem sem haldin var í Hótel Valaskjálf vorið 1995 á vegum úti- leikhússins, „Hér fyrir austan“. Á bak við bók sem þessa liggur mikið og óeigingjarnt starf og hafa að- standendur hennar, Philip Vogler, Magnús Hjálmarsson, Bragi Björg- vinsson, Guðrún Kristinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir lagt að mörk- um mikla vinnu. Heimildir eru ým- ist fengnar úr bókum eða munnlegar frá staðkunnugum og er ekki að efa að hér hefur margs konar fróðleik verið bjargað frá að lenda í glatkist- una. Grónar götur og vörður, marg- ar að hruni komnar, vitna um fomar leiðir um fjöll og firnindi, sem um aldir voru samgönguæðar forfeðra okkar. Allir eiga þessir fjallvegir örnefni og sögur sem ekki mega Fornir fjallvegir á Austurlandi Afgreiðslur á öllum þéttbýlisstöðum á Austurlandi. VIGGÓ HF. 477-1190 Austri 471-1984 1996 gleymast komandi kynslóðum og vissulega eru vörðurnar mannvirki sem ber að halda við. Um marga þessa fjallvegi hefur umferð hafist á ný, þar sem æ fleiri kjósa að eyða frítíma sínum í gönguferðir. Það að hafa aðgang að örnefnum og sögu hlýtur að auka gildi ferðalagsins til muna. Hafið þökk fyrir gott fram- tak. Arndís Þorvaldsdóttir. ALLT TIL BYGGINGA / Uti sem inni Vinnupallar Vinnuúlpur Vinnuskyrtur Vin nuvcttl i n o’ar Opnunartími: Mánud. -föstud. 8-12 og 13-18. Laugard.:10-14. FELLABÆ Búðin 701 Egilsstöðum ■ O" SM \l,„. Egilsstaðabær Laus til úthlutunar er 4ra herbergja félagsleg kaupleiguíbúð að Hléskógum 2 - 6. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjóri Ertu fær í flestan snjó? Fyrir ueturinn: ðstandsskoð un Mótorstillingar Rthuga: Rstand rafgeyma, hleð slukerfis og startara. .. Bifreiðaverkstæði ROGNVALDAR Lagarbraut 4 - Fellabæ - Sími 471 1887

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.