Austri - 13.02.1997, Síða 2
2
AUSTRI
Egilsstöðum, 13. febrúar 1997.
niisnti
Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19, 700 Egilsstaðir.
Sími 471-1984. Fax 471-2284. Módem 471-2594.
Netfang: austri@eldhorn.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Blaðamenn: Amdís Þorvaldsdóttir,
S. Bjöm Blöndal, Marinó Marinósson
Áskriftarverð pr. mán. kr. 500.-m/vsk.
Setning og umbrot: Austri
Prentun: Austprent
Efni skal skila í tölvutæku formi (dos, Word) eða vélrituðu.
Austri er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Breytingar í
samgöngumálum
Frá og með 1. júlí næstkomandi falla niður sérleyfi á
flugleiðum innanlands. Þess sjást nú merki að flug-
rekstraraðilar búi sig undir þessa breytingu. Flugleiðir
og Flugfélag Norðurlands hafa sameinast í einu félagi
sem ber það gamla nafn Flugfélag íslands og ætlað er
að sinna innanlandsflugi við þessar breyttu aðstæður.
Með þessu má segja að aðeins tveir aðilar séu eftir á
innanlandsmarkaðnum, Islandsflug og þetta nýja félag
með gamla nafninu.
Flug er afar þýðingarmikið fyrir Austurland, þannig
að ástæða er til að fylgjast grannt með framgangi mála.
Eftirsóknarvert er að ná niður verði á flugfargjöldum
með samkeppni, en ekki má gleyma öðrum þýðingar-
miklum þáttum, svo sem öryggi flugfarþega, sem ætíð
verður að vera í fyrirrúmi.
Hætt er við að hið nýja félag verði markaðsráðandi,
en þó verður reynslan að leiða í ljós hvort um raunveru-
lega samkeppni verður að ræða. Farþegar í innanlands-
flugi gera kröfur um þægindi sem fylgja jafnþrýstiklef-
um í flugi og öryggi. Mjög kostnaðarsamt er að uppfylla
þessar kröfur og ryðja sér jafnframt til rúms á markaðn-
um.
Ymsar blikur eru á lofti í samgöngumálum þegar flug-
inu sleppir. Sérleyfi á landleiðum eru sums staðar í upp-
námi, vegna þess að Flugleiðir og Póstur & sími hf. hafa
sagt upp samningum um flutninga. Grundvallaratriði er,
fyrir samgöngur í fjórðungnum, að almenningssamgön-
gur milli staða séu tryggðar allt árið og full þörf er á að
endurskoða stuðning ríkisvaldsins með tilliti til breyttra
aðstæðna. Ríkisvaldið veitir stuðning nú þegar, en hann
er einkum bundinn vetrarsamgöngum og þeim sem
þurfa að bregðast við erfiðri færð.
Vegamálin eru svo einn þáttur enn sem mun verða til
umræðu á næstunni og er reyndar ætíð í umræðunni.
Þær aðstæður blasa nú við á Austurlandi að stór hluti
vegakerfisins er sprunginn undan þungaflutningum bíla
sem draga fullhlessta fjörutíu feta gáma. Breyttar áætl-
anir skipafélaganna og hin miklu umsvif í sjávarútvegi
hafa skapað þær. Uppbygging vega á Austurlandi, með
hinum mörgu fjallvegum og gífurlegu vegalengdum,
hefur gengið hægar en skyldi, en þarna eru aðstæður
komnar upp sem þarfnast sérstakrar skoðunar og úrbóta.
Nú er uppbyggingu vegar yfir Oddsskarð lokið og að
ljúka yfir Fjarðarheiði. Tvímælalaust á nú að auka vetr-
arþjónustu á þessum leiðum, burtséð frá því hvað verð-
ur um framkvæmdir við jarðgangnagerð. Þá er ástæða
til að minna rækilega á það heiðursmannasamkomulag
sem var um að jarðgöng á Austurlandi kæmu á eftir
Vestfjarðagöngum og mótmæla tilraunum samgöngu-
ráðherra til að drepa því máli á dreif.
J.K.
Egilsstaðabúar,
standið ykkur í
„Gjugginu“
Helgina 21. til 23. febrúar verður svokölluð Gjugghelgi með tilheyrandi uppákomum í Egilsstaðabæ. Gjugg-
helgin er samstarfsverkefni Flugleiða og Egilsstaðabæjar, en hinn síðamefndi tekur þátt í verkefninu ásamt
fimm öðrum kaupstöðum og hafa nokkrar gjugghelgar nú þegar verið haldnar víðs vegar um land. Markmið-
ið er að fá fólk af suðvesturhominu til að heimsækja landsbyggðina og
kynnast því sem þar er í boði.
Á Egilsstöðum setur árstíminn sinn svip á viðburðina. Vetraríþróttir
verða í öndvegi og stendur margt til boða, s.s. skíðaferðir í skíðamið-
stöðvamar í Oddsskarði og Stafdal. Farið verður í skógargöngu á skíð-
um í Selskógi ef aðstæður leyfa og þar verður á laugardagskvöldið
gönguferð með leiðsögn sem endar við útileikhúsið, þar sem unað verð-
ur við varðeld og ýmis skemmtiatriði. Handverksfólk verður einnig á
vaktinni um helgina. M.a. gefst fólki kostur á að fylgjast með Guðrúnu
Sigurðardóttur í Tómstundaiðjunni gera skógarskreytingar, í Listiðjunni
Eik verður opið hús og listsýning og Randalínur sýna hvernig unnið er
úr endurunnum efnum. Þá verða ýmsar uppákomur á öldurhúsum bæjar-
ins og Bíó Valaskjálf efnir til Evrópskra bíódaga. íþróttamiðstöðin verð-
ur opin og geta menn á laugardagsmorguninn bmgðið sér í sund, bad-
minton eða körfubolta. Á sunnudag verður Minjasafnið opið og efnt
verður til hestaferðar.
Egilsstaðabúar vonast til þess, að sem flestir sæki þá heim um þessa
helgi til að taka þátt í „gjugginu“ og verður gestum, sem fara um flug-
stöð, fagnað með lúðrablæstri sem framinn verður af nemendum Tón-
skólans, bæði við komu og brottför. Gjugghelgin stendur þó og fellur
með bæjarbúum sjálfum og er hér með skorað á þá að taka vel á móti
gestum sínum og taka virkan þátt í því sem í boði er. í vændum er mik-
ið hátíðarár með fjölbreyttum viðburðum í tilefni 50 ára afmælisins og
því tímabært að hefja upphitun.
FUNDARBOÐ
Egilsstaðir
Bæjarstjórnarfundir
eru haldnir
1. og 3. þriðjudag
í hverjum mánuði.
1. og 3. mánudag
kl.20:30 er
bæjarmálafundur í
Austrahúsinu, þar sem
bæjarfulltrúar
Framsóknarmanna
ræða bæjarmálin.
Næsti fundur er mánu-
daginn 17. febrúar. Allir
velkomnir.
Framsóknarfélag
Egilsstaða
Minnum á afmœlistilboðið
cn / • .. 'JÉb
sem er 50 skipti og
Góð verðlaun og viðurkenninga\
Nánuri upplýsbiear i s. 471-1866
5S
stendur til 24. maí.
5. Djöflaeyjan, kvikmynd Friðriks
Pórs Friðrikssonar, er gerð eftir
vinsælum skáldsögum. Hver er
höfundur þeirra?
Til þess að taka þátt í getraion-
inni verður fólk að vera áskrifend-
ur eða gerast áskrifendur á tima-
bilinu.
Skila verður inn svörum við öllum
10 hlutunum, en hver inniheldur 5
spurningar. Auglýst verður síðar
hvenær skilafrestur rennur út.
Verðlaunin eru ekki af verri end-
anum: flugferð fyrir tvo með ís-
landsflugi, flugferð fyrir einn með
íslandsflugi, ferðatæki með geisla-
spilara, bíómiðar í Bíó Valaskjálf,
VHS myndbandsspólur með efni að
eigin vali. ?íí
1. Gunnar Gunnarsson rithöfundur
byggði sér mikið slot á jörð í
Fljótsdal árið 1939. Hvert er
nafn jarðarinnar?
2. Hvað var leyniþjónusta komm-
únistastjórnarinnar í Austur-
Þýskalandi kölluð?
3. Hvaða lið varð íslandsmeistari í
blaki kvenna á síðustu leiktíð?
4. Hver er stærsta eyjan við Austur-
land?
ISLANDSFLUG