Austri - 13.02.1997, Side 3
Egilsstöðum, 13. febrúar 1997.
AUSTRI
3
Pólóbolir
frá kr. 1. 180,-
Baðhandklæði
kr. 680,-
Köflóttar
vinnuskyrtur
Einlit flísefni l<r* 7"’
í mörgum litum
Nú er rétti tím-
inn til að prjóna.
Verslið þar sem úrvalið er
ALLT í EINNI FERÐ
Lopi og garn
í fallegum
litum!
EGILSSTOÐUM
Opið: Mónud. - fimmtud. kl. 9-18, föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
Steinsteypusögun - kjamaborun - múrb
Ein sú fullkomnasta
steinsteypusög á landinu! ^ ^
Sagar alit að 45cm þykka veggi! , . T
Fjarstýrð!
Sagar 100% beina skurði!
Ofnasmiðja
Björns Oddssonar
Sími: 471-1665, 852-1916
Hraðvirkari og ódýrari kostur
Arnað
Gasprað upp í gjóluna
2
UTSALA
Á FATNAÐI
í FULLUM GANGI
ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
OG 1 o%
AUKAAFSLÁTTUR ÞESSA VIKU
heilla
Þann 10. febrúar síðastliðinn varð
Sigríður M. Kjerúlf 80 ára.
Sigríður er dóttir hjónanna Meth-
úsalems J. Kjerúlf, bónda á Hrafn-
kelsstöðum og konu hans Guðrúnar
Jónsdóttur. Árið 1940 giftist hún
Einari Péturssyni frá Ormsstöðum í
Skógum. Þau hefja búskap á Arn-
hólsstöðum í Skriðdal árið 1942 og
búa þar í 30 ár, eða þar til þau flytja
í hús sitt að Bjarkarhlíð 2 á Egils-
stöðum. Þar búa þau fram til ársins
1989, er þau flytja í eigin íbúð að
Miðvangi 22.
Sigríður og Einar eignuðust 5
böm og komust fjögur til fullorðins-
ára. Þau eru:Guðrún húsfreyja í
Snjóholti, Ingibjörg, búsett á Sauð-
árkróki, Örn Sigurður, tölvufræð-
ingur í Reykjavík og Erla Sólveig,
leikskólastjóri í Reykjavík. Eiga
Sigríður og Einar 16 barnaböm og
fjögur barnabarnabörn. Sigríður
missti heilsuna fyrir nokkxum ámm
og hefur um árabil dvalið á Sjúkra-
húsinu á Egilsstöðum og eru þau
hjón þar nú bæði. Vill Einar nota
tækifærið og þakka starfsfólki
Sjúkrahússins einstaka hlýju og um-
hyggju í garð Sigríðar á liðnum
ámm.
Sigríður Kjerúlf 80 ára.
Afmæliskveðja frá bömum henn-
ar og fjölskyldum þeirra:
Árnaðaróskir við sendum þér hér
á áttrœðisafmœli þínu.
Blómin þau tala og hvísla að þér
þakklœti, ástúð og hlýju.
Megi svo framtíðin falleg og fín
faðma þig, móðir vor kœra.
Með gleði í hjarta við hugsum til þín,
um allt, hvað þú lést okkur lœra.
Margs er að minnast á œjinnar braut
þú upplifðir tímanna tvenna.
Með orfi og hrífu var heyjað í laut,
nú rœður hér hraði og spenna.
Sólveig Einarsdóttir.
anna eftirspum.
Hefð er komin á samstarf milli
Brauðgerðarinnar og nemenda í 10.
bekk Egilsstaðaskóla á bolludaginn
Samstarfið felst í því að krakkarnir
fara nokkrum dögum áður í fyrir-
tæki og taka niður pantanir. Á bollu-
dag sjá þau síðan um að dreifa pönt-
ununum um bæinn. Nýtur þessi
þjónusta mikilla vinsælda og keyrðu
nemendur út, með aðstoð nokkurra
foreldra, töluvert á annað þúsund
bollum. Renna tekjurnar af þessari
sölu í ferðasjóð nemenda.
En bolluátið er ekki bara tengt
bolludeginum. Margir taka forskot á
sæluna og baka bollur á sunnudeg-
Flutningabíll á
hliðina
Flutningabíll frá Landflutningum, á vegum Flutningamiðstöðvar Aust-
urlands, fór út af veginum skammt frá Vík í Mýrdal.
Bíllinn fór á hliðina, en ökumaður, farmur og bíll sluppu þokkalega.
Farmurinn var aðallega frystivara og skemmdist hann ekki.
Talsvert hefur verið um að flutningabílar á leið milli Reykjavíkur og
Austfjarða hafi farið út af, sérstaklega á Suðurfjörðunum, en þar er um-
ferðin mest. Tala menn um að vegimir séu ekki burðugri en svo að þegar
komi hálka þá sé mikil hætta á að bílamir líði út af. Oft er vindi um að
kenna, enda hefur oft komið fyrir að bílarnir fjúki út af, og var það raunin
í óhappinu við Vík.
Nemendur Menntaskólans á Eg-
ilsstöðum em trúir gömlum hefðum
og taka þátt í bolluáti með viðeig-
andi tilþrifum. Á þessu stærsta
heimili í Egilsstaðabæ vom bakaðar
770 bollur í tilefni bolludags og
voru þær settar saman með 20 lítr-
um af rjóma. Meirihluti þessa góð-
gætis hvarf ofan í nemendur strax á
bolludaginn, en afgangurinn var
borðaður á sprengidag.
En nemendur í ME vom ekki þeir
einu sem sýndu tilþrif við bolluát.
Starfsmenn Brauðgerðar KHB áttu
annasama daga og nætur. Bollusala
varð töluvert meiri en í fyrra og
varð að kalla bakara út aftur til að
inum sem er orðinn eins konar hitaeiningum geta svo huggað sig
bolludagur fjölskyldunnar. Þeir fjöl- við að framundan er langafasta.
mörgu sem seint og snemma pæla í
Þá er söngleikurinn um Kátu ekkjuna kominn á
fjalimar í höfuðstaðnum. Af því tilefni kemur upp í
hugann minning um morgunþátt í ríkisútvarpinu fyrir
nokkrum vikum. I þátt þennan var dreginn einn af
meistarasöngvumm þjóðarinnar og hann yfirheyrður
um tilvonandi sviðsetningu þessa söngleiks. Hafði
hann þar meðal annars þau tíðindi fram að
færa að kominn væri tími á ekkju þessa.
Mun hann hafa átt við að kominn væri tími
til að menn fengju að sjá þennan söngleik,
með því allmörg ár eru liðin síðan hann var
seinast færður upp á fjalir hér á landi.
Gömlum sveitamanni þótti þetta á hinn
bóginn heldur vafasamt orðalag um þessa
ágætu ekkju. Hingað til hefur orðalagið „að
koma tíma á“ eingöngu verið notað um Sigurður Óskar
þann verknað að stilla svo til að kýr fái kálf Pálsson
á réttum eða hentugum tíma og tími var kominn á kú
þegar boli hafði lokið sinni athöfn þar að lútandi með
fullum árangri. Mikilvirkir fjölmiðlar stuðla vissu-
lega að örari málþróun en áður var og ekkert við því
að segja, sé staðið eftir atvikum snyrtilega að verki.
Á ekkjuna kemur ugglaust tíma
óperufólkið á réttum tíma
ef vökult það er,
með aðgát fer
og allir sig leggja í líma
í íþróttafréttum var þess getið ekki alls fyrir löngu
að tiltekin knattspyrnuhetja hefði mundað fót að
knettinum uppi við markið. Því miður fór þessi merki
vallarviðburður framhjá sjónvarpsmönnum. Að
minnsta kosti höfum við ekki fengið að sjá það á
skjánum er þessi frækni íþróttamaður geystist um
völlinn með fótinn í höndunum til þess að berja með
honum knöttinn.
Er mundaði fót sinn við markið
marksœkna hetjan sparkið
hitti mjög vel í mark
því að meistaraspark
átti mundaður fótur á markið
I viðtalsþætti í ríkisútvarpinu hér á dög-
unum greindi virðuleg Reykjavíkurjómfrú,
vel við aldur og sæmilega flámælt að auki,
svo frá að hún hefði fengið að pipra í friði
á sínum tíma og var harla ánægð með sitt
hlutskipti í lífinu, að því er best varð greint.
Ég fékk að piepra í frieðie
ogfékk af því ró í gieðie
því að karlmannsleysieð
er langbesta leysieð
og gefur þá sönnu glieðie.
Frásöguþáttur, eða tilvitnun í hann, kom í útvarp-
inu á dögunum. Þar greindi frá konu er á tilteknum
stað og tíma hefði kvænst eiginmanni sínum.
Hún Signý á Syðri-Bakka
urn sumarmál eignaðist krakka
með einum af sonum
Asmundar skakka.
Á krossmessu kvæntist hún honum.
Hefur einhver haldið því fram að málþróun sé ekki
í fullum gangi hjá útvarpinu okkar?
Bolla, Bolla