Austri - 13.02.1997, Side 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum, 13. febrúar 1997.
Spurning
vikunnar
Spurt í matsal ME
Hvað ertu búin(n) að borða
margar bollur? A að borða
fleiri?
Helga Svanlaug Huldudóttir.
Eina. Þær verða ekki fleiri, mér
finnst þær ekki góðar.
Brynjar Skúlason.
Fjórar, jú, þær verða örugglega
fleiri.
Logi Helguson.
Þetta er sú fimmta. Það má gjaman
koma fram að bollumar hér í skól-
anum eru alveg óskaplega góðar,
miklu betri en þessar sem fást í bak-
aríinu.
Eysteinn Bragason.
Fjórar, vonandi verða þær fleiri.
Hanna Dóra Másdóttir.
Eg er búin að borða þrjár. Ætli ég
láti það ekki nægja.
Tinna Brynjólfsdóttir.
Eg var að borða eina núna. Eg hef
ekkert ákveðið um framhaldið.
t
Gróa Kristrún Jónsdóttir
Geitdal
Gróa var fædd í Litla-Sandfelli 31.8. 1905. Hún lést á sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum 24. 1. 1997.
Foreldrar hennar vom hjónin Kristbjörg Kristjánsdóttir, f. 9. 4. 1872, d.
30. 6. 1962 og Jón Runólfsson, f. 22. 1. 1864, d. 24. 9. 1924. Elst bama
þeirra var Björg sem lést ung. Hin vom:
Björg, f. 2. 7. 1896, d. 12. 1. 1994. Hennar maður var Einar Markússon,
f. 9. 5. 1896, d. 22. 3. 1982. Björg átti tvö stjúpböm.
Runólfur, f. 4. 11. 1902, d. 1.2. 1992. Hann var kvæntur Vilborgu Jóns-
dóttur, f. 1.4. 1906, d. 5. 2. 1990. Þau eignuðust 9 böm.
Fóstursystir þeirra er María Jensen f. 1.4. 1922. Hennar maður var
Steingrímur Vigfússon, f. 12. 8. 1918, d. 25.1. 1975. Þau eignuðust eina
dóttur.
Árið 1939 giftist Gróa Snæbimi Jónssyni frá Vaði, f. 16. 9. 1902, d. 13.
5. 1972. Synir þeirra em:
Jón Sigurður, f. 6. 10. 1939, hans kona var Sigríður Laufey Einarsdóttir,
f. 26. 4. 1942. Þau slitu samvistir. Þeirra böm em: Laufey Sigríður, f. 9. 4.
1961, hennar maður er Pétur Hans Pétursson, f. 16. 1. 1960 og eiga þau
tvíburana Snæfríði og Brynjar, f. 18. 9. 1992, Snæbjöm Rúnar f. 19.1.
1965, trúlofaður Stefaníu Pálsdóttur og Einar Öm, f. 18. 11. 1966, kvæntur
Halldóm Ósk Sveinsdóttur, f. 21. 10. 1965. Böm þeirra: Sveinn Pálmar, f.
21. 7. 1986, Jón Kristinn, f. 28. 8. 1992 og Margrét Ósk, f. 21. 10. 1996.
Bjarni, f. 4. 2. 1941. Sambýliskona hans er Sigríður Matthíasdóttir, f.
22.3 1942.
Einar Amþór, f. 31. 3. 1942.
Útför Gróu var gerð frá Þingmúlakirkju í Skriðdal 1. febrúar sl.
Þann 13. maí 1972 dró ský fyrir
sólu þegar Snæbjörn varð bráð-
kvaddur. Eftir fráfall hans bjuggu
synir þeirra, þeir Bjarni og Einar,
áfram með móður sinni.
Á yngri árum dvaldi Gróa um
tíma á Akureyri og einnig í Reykja-
vík, var þar í vist eins og kallað var.
Það var af sumum talið jafnast á við
góðan skóla. Hún lærði snemma
fatasaum og marga fallega flíkina
saumaði hún á mig og systkini mín
þegar við vomm böm. Allt sem hún
lagði hönd að var einstaklega fallegt
og vel unnið.
Gróa var okkur systkinunum alla
tíð góð frænka. Atvikin höguðu því
þó svo að hún tók sérstöku ástfóstri
við Kjartan bróður minn sem lítið
bam. Við söknuðum hennar öll þeg-
ar hún fór af heimilinu, en hann ef-
laust mest. Hann fór því að heim-
sækja Gróu, fyrst nokkra daga í
senn, en brátt lengdust þessar heim-
sóknir og svo fór að hann átti sitt
aðalheimili í Geitdal. Þau Kjartan
og Gróa urðu svo nágrannar, þegar
hann varð bóndi á Þorvaldsstöðum.
Var alla tíð mikill samgangur á milli
bæjanna og naut Gróa góðvildar og
hjálpsemi þeirra Boggu, Kjartans og
bama þeirra, ekki síst eftir að heilsa
hennar fór að bila.
Hún dvaldi síðustu árin á öldmn-
ardeild Sjúkrahússins á Egilsstöðum
og fram á síðasta dag hélt hún sínu
góða minni, fullri heyrn og sæmi-
legri sjón. Ég kveð kæra frænku
með orðum Steins Steinars:
Hér hvílast þeir, sem þreyttir
göngu luku
í þagnar brag.
Ég minnist tveggja handa, er hár
mitt struku
einn horfinn dag.
Ingibjörg Runólfsdóttir
Fagna þú, sál mín. Allt er eitt íDrottni,
eilíft og fagurt, - dauðinn sœtur blundur.
Þótt jarðnesk dýrð og vegsemd visni’ og þrotni,
veit ég, að geymast handar stœrri undur,
þótt stórtré vor í byljum jarðar brotni,
bíður vor allra’ um síðir Edenslundur.
Fagna þú, sál mín. Lít þú víðlend veldi
vona og drauma’ er þrýtur rökkurstíginn.
Sjá hina helgu glóð af arineldi
eilífa kœrleikans á bak við skýin.
Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi,
kemur upp fegri sól, er þessi’ er hnigin.
Gróa frænka er horfin á braut.
Hún lagði í sína hinstu ferð 24. jan-
úar sl. Hún var fædd í Litla-Sand-
felli í Skriðdal og ólst þar upp ásamt
eldri systkinum sínum, þeim Björgu
og Runólfi. Foreldrar þeirra, þau
Jón og Kristbjörg, tóku í fóstur Mar-
íu Jensen, sem nú býr í Reykjavík.
Þegar Gróa var innan við tvítugt,
lést faðir hennar, en móðir hennar
hélt áfram búskap, með hjálp bama
sinna fyrst í stað. En skömmu
seinna tók Runólfur við búinu,
ásamt Vilborgu konu sinni. Gróa og
María áttu þó heimili sitt áfram í
Litla-Sandfelli, þar til þær stofnuðu
sín eigin.
Þegar ég hugsa til föðursystur
minnar, er margs að minnast. Hún
tengist svo mjög mínum fyrstu
bemskuminningum. Hún var hluti
af stórfjölskyldunni, sem saman-
stóð af foreldrum mínum og sjö
systkinum, ömmu Kristbjörgu, Gróu
frænku og Maríu. Á heimilinu voru
líka vinnumenn sem oft dvöldu
árum saman. Á vetrum bættist svo
farskólinn við, en þá komu böm af
nágrannabæjum ásamt kennara og
dvöldu þá jafnan þrjár vikur í senn
á heimilum skólaskyldra barna.
Ekki minnist ég þess að nokkur
kvartaði um þrengsli, þótt stundum
væri um og yfir tuttugu manns á
heimilinu. Ég minnist miklu fremur
glaðværðarinnar sem fylgdi öllu
þessu fólki, bæði í leik og starfi.
Farið var í leiki, bæði úti og inni,
spilað á spil, farið á hestbak og
fleira gert til gamans. Gróa frænka
átti orgel og hafði lært að leika á
það, eins og Björg systir hennar og
oft var því gripið í orgelið, spilað og
sungið. Gróa var seinna organisti í
Þingmúlakirkju um árabil.
Svo var það að móðurbróðir
minn, hann Snæbjöm á Vaði, fór að
venja komur sínar í Litla-Sandfell
J.J. Smári
og ég minnist þess að meira að
segja við bömin fundum að eitthvað
lá í loftinu. Úr þessum heimsókn-
um varð trúlofun og síðar hjóna-
band þeirra Gróu og Snæbjörns.
Þau giftu sig 1939. Eftir brúðkaupið
fluttu þau að Vallanesi, þar sem þau
bjuggu í tvö ár. Þar fæddust synimir
Jón og Bjarni. Árið 1941 keyptu
þau Geitdal, sem er innsti bær í
Norðurdal í Skriðdalshreppi. Fljót-
lega hófust þau handa við að stækka
túnið og byggja útihús. I Geitdal
fæddist þeim þriðji sonurinn, Einar
Arnþór.
Árið 1952 féll snjóflóð á íbúðar-
húsið í Geitdal og stórskemmdi það.
Lán var í óláni að þetta gerðist að
degi til og heimilisfólkið allt á fót-
um. Vesturstafninn féll inn og efri
hæðin, þar sem svefnherbergin
voru, fylltist snjó og krapa, einnig
flæddi eitthvað á neðri hæð. Þá
sannaðist, sem endranær, að gott er
að eiga góða að, því að sveitungar
þeirra og vinir flykktust að, þeim til
hjálpar. Húsið var hreinsað og fært
í lag á ótrúlega stuttum tíma. Um
vorið var svo hafist handa við bygg-
ingu nýs íbúðarhúss á öðrum stað
og var flutt í það árið 1953.
Framan af búskap þeirra Gróu og
Snæbjöms munu þau aðallega hafa
stundað fjárbúskap, enda Geitdalur
landmikil og góð fjárjörð. Seinna,
þegar samgöngur breyttust til hins
betra og mjólkurbú var risið á Egils-
stöðum, ráku þau einnig kúabú. Öll
ræktunarstörf voru þeim hjónum
hugleikin. Gróa var mikil blóma-
kona og eins var trjárækt þeirra
áhugamál. Þau stunduðu líka kom-
rækt árum saman með sæmilegum
árangri.
Þau Gróa og Snæbjöm vom höfð-
ingjar heim að sækja og var alla tíð
gestkvæmt hjá þeim þótt þau byggju
ekki í alfaraleið.
KÖRFUBOLTI 1. DEILD:
'!' '!'
Síðustu leikir
Hattar
Um liðna helgi gerðu Hattarmenn dágóða ferð á suðvesturhomið.
Þeir byrjuðu í Þorlákshöfn þar sem Þórsarar tóku á móti þeim. Þórsarar
byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn. Bæði
liðin léku maður-á-mann-vöm, sem reyndist nokkuð götótt, sem sést best
á að staðan í hálfleik var 51:44.1 seinni hálfleik skipti Jón yfir í svæðis-
vöm sem Þórsumm gekk illa að eiga við. Hattarmenn komust yfir um
miðjan hálfleikinn og gáfu þá forystu ekki eftir það sem eftir lifði leiks.
Skoruðu Þórsarar aðeins 29 stig í hálfleiknum móti 42 stigum Hattar
þannig að lokatölumar urðu 86:80 fyrir Hött.
Hattarliðið var mjög jafnt og skoraði Shahid „aðeins" 22 stig, enda í
mjög strangri gæslu. Aðrir leikmenn héldu uppi merki hans og skoraði
Viggó 17 stig, Hannibal, Héðinn og Unnar 14 hver, Guðjón 3 og Birkir 2.
Á sunnudaginn mætti Höttur síðan Leikni í Breiðholtinu. Eins og stund-
um áður byrjuðu andstæðingar Hattara betur og höfðu Leiknismenn for-
ystuna allan fyrri hálfleikinn. í seinni hálfleik jafhaðist leikurinn og skipt-
ust liðin á að hafa forystu allan hálfleikinn, en Leiknismenn höfðu sigur á
lokasprettinum, 79:75, f leik sem gat farið á hvom veginn sem var. Leik-
urinn daginn áður sat nokkuð í Hattarmönnum og skipti það e.t.v. sköpum.
Shahid skoraði 31 stig og var stigahæstur að vanda. Viggó setti per-
sónulegt met og gerði 24 stig og átti afbragðsleik í sókn og vöm. Hannibal
gerði 10 stig, Unnar 7, Héðinn 2 og Birkir 1 stig.
Staðan í 1. deild
Höttur er nú í fimmta sæti í deildinni með jafnmörg stig og Selfoss, sem
situr í því sjötta með verra stigahlutfall og tap gegn Hetti í fyrri umferð.
Stjaman er í fjórða sæti, hefur fengið tveimur stigum meira og leikið ein-
um leik færra. Fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppni um sæti í úrvals-
deildinni. Annars er staðan nú þessi skv. textavarpinu:
Hinn bandaríski
leikmaður Hattar er
enn stigahæsti leik-
maður deildarinnar
og hefur skorað 35,3
stig að meðaltali í leik
eða 494 stig alls.
Höttur - Selfoss
um helgina:
Eins og sést á stöðunni í deild-
inni, sem birt er hér, er þetta mjög
mikilvægur leikur í baráttunni um
sæti í úrslitakeppninni. Liðin eru
með jafnmörg stig og mega ekki
við að tapa stigum í baráttunni um
fjórða sætið. Höttur vann með einu
stigi í fyrri leiknum, en í fyrra var
Selfoss eina liðið sem vann Hött
eftir áramót, þannig að segja má að
Selfyssingar hafi hefðina með sér.
Hattarliðið er hins vegar í góðri
stig
22
22
20
18
16
16
14
6
2
2
uppsveiflu þessa dagana og leggur
sig örugglega allt fram um að nálg-
ast fjórða sætið að nýju.
Hattarmenn ætla að bjóða öllum
grunnskólanemendum á leikinn án
endurgjalds og vafalaust hvetja
þeir Hattarliðið dyggilega. Allir
aðrir sem þetta lesa eru einnig
hvattir til að taka frá einn og hálfan
tíma eftir hádegi á laugardaginn og
koma á leikinn og má lofa þeim
ágætri skemmtun. O.M.
sæti lið leikir sigrar töp
1 Snæfell 14 11 3
2 Valur 14 11 3
3 Leiknir 13 10 3
4 Stjaman 13 9 4
5 Höttur 14 8 6
6 Selfoss 14 8 6
7 Þór 14 7 7
8 Stafholt 15 3 12
9 Reynir 13 1 12
10 fs 14 1 13