Austri


Austri - 04.12.1997, Blaðsíða 6

Austri - 04.12.1997, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 4. desember 1997 Spurning vikunnar Ertu byrjaður (byrjuð) að undirbúa jólin? Hver er þinn þáttur í jólaundirbúningnum? Þorkell Sigurbjörnsson, Egils- stöðum: Nei, ég er ekki byrjaður og geri nú sannast að segja lítið nema að borða jólarjúpumar. Dögg Matthíasdóttir, Akureyri: Ekki ennþá ég er í Háskólanum og er þessa dagana aðallega í því að undirbúa mig fyrir prófin. Þegar þeim er lokið fer maður að kaupa jólagjafimar og undirbúa heimilið, baka og gera laufabrauðið. Svo á ég eftir að redda hangikjötinu, en þetta kemur allt. Sigurbjörg Hjaltadóttir, Reyðar- firði: Nei, ég er ekkert farin að huga að því. Minn þáttur í jólaund- irbúningnum er þetta hefðbundna, að baka, þrífa og útbúa jólagjafir. Asmundur Ásmundsson, Reyðar- firði: Já, ég er byrjaður að skjóta rjúpur í jólamatinn. Jú, ég geri ým- islegt fyrir jólin, ætli ég fari nokkuð að tíunda það hér. Petra Vignisdóttir, Eskifirði: Ég var að koma frá Edinborg þar sem ég verslaði svolítið til jólanna að öðm leyti undirbý ég þau á aðventunni. Þröstur Fannar Árnason, Borgar- firði: Það er nú frekar lítið. Ég að- stoða við jólaundirbúninginn, en vil þó taka fram að ég stend ekki í bakstri. Magnús Sigurðsson Ismolar Mikið hefur verið rætt um þann fólks- flótta sem orðið hefur frá landsbyggðinni að undanförnu. Margar ástæður hafa verið nefndar og nú upp á síðkastið hafa menn- ingarleg fátækt og félagsleg einangrun ver- ið nefndar til sögunnar sem veigamiklar ástæður af málsmetandi mönnum. Þá gæti spurn- ingin verið sú hvort það væri bara ekki nóg að hætta útsendingum sjón- varpstöðvanna á fimmtu- dögum. Það má segja að það haldist nokkuð í hend- ur frá því að byrjað var að sjónvarpa á fimmtudögum, aukinn fólksfækkun úti á landi og menningarleg hrömun. Enda fimmtudag- ar ekki lengur sérstakir fundar- og menningardagar. Svo eru aðrir sem berja enn hausnum við steininn og vilja meina að þetta ástand hafi eitthvað með at- vinnu og lífskjör að gera. Nú gæti svo farið að spennandi tímabil væri í uppsiglingu. Stærsta álver landsins ásamt virkjunum í túnfætinum hjá okkur. Það eiga efalaust eftir að koma fram mörg sjónarmið ef málið verður ekki slegið af al- veg á næstunni. Sennilega allt frá því að best sé að grafa sig inní næsta moldarbarð og tyrfa vandlega yfir þannig að ásjónu landsins verði ekki spillt og stinga svo hausnum upp úr jörðinni og líta yfir ósnortna dásemdina á sunnudögum og ná sér í arfa tuggu í nafni lífrænnar ræktunar í ósnortinni náttúm. Síðan alveg í hina áttina að best sé að nota landið undir eiturspúandi fabrikkur sökkva öllu á kaf undir miðlunar- lón með þeim formerkum að verið sé að leysa mengunarvanda umheimsins og ekki saki að við stórgræðum á öllu saman. Þama gætu átt eftir að takast á sjónarmið þeirra grænu og þeirra eiturgrænu. Þeir grænu munu helst telja að vernda skuli sem mest af landinu ósnortnu fyrir komandi kynslóðir. Atvinnumöguleikarnir felist í því að fá ferðamenn til að sjá ósnortna dásemdina á kafi í snjó eða fjúk- andi á haf út. Einnig halda á lofti miklum möguleikum lífrænnar ræktunar og að gróð- urhúsaeigendur eru tilbúnir til að nýta það rafmagn sem til fellur til að rækta grænmeti, þó ekki nema á sérkennilegu verði. Þannig er nú komið að stórskuldurum eins og ég dauðkvíði fyrir því þegar kartöflur eða önn- ur grænmetisuppskera er á ferðinni eftir að lánskjaravísitalan var svo snilldarlega afnumin og verðbætur tengdar við vísitölu neysluverðs. Þeir eiturgrænu koma sennilega ekki til með að sjá hagkvæmni þess að rækta agúrk- ur í snjósköflum og framleiða kindakjöt á moði. Telja að betra sé að nýta orkulindirn- ar til erlends fabrikkureksturs. Skiptir þá ekki máli hvort fögrum gljúfrum verði sökkt, gæsahreiður sett á flot og að snjó- skaflar verði að svelli stærstan hluta af ári. Framþróunin verði að hafa sinn gang og skipti þá ekki máli hvort vam- arlaus almúginn þurfi að greiða hærra verð fyrir orkuna um tímaburtdna eilífð. Best sé að reyna að telja okkur vesaling- unum trú um að verið sé að niðurgreiða orkuna til húshitunar úti á landi, svo kölluð orkuverðs- jöfnun með niðurfellingu virðisaukaskatts. Svo mætti ímynda sér að þeir sjálf- lýsandi grænu kæmu fram til að sætta þessi ólíku sjónarmið og leggja til að klakinn yrði seldur undir geymslu fyrir kjarnorkuúrgang heimsins úr því að Grænlendingar nýttu ekki tækifærið. Þá væri hægt að leysa eitt af stórvandamálum heimsins gegn góðri greiðslu, landinn fengi ógrynni fjár og land- skika til að lifa á suðlægari slóðum, græn- metisframleiðendur gætu ræktað gúrkur við kjöraðstæður og náttúra landsins myndi haldast óbreytt um langa framtíð því ekki nokkur maður myndi voga sér að vera með átroðning í sjálflýsandi grænni dásemdinni. Sá sem mest áhrif hefur haft á mínar skoðanir í þessum málum var gamall bóndi á Héraði, nú genginn. En á almennum fundi fyrir nokkrum árum, um þessi mál, hélt hann þá bestu ræðu sem ég hef heyrt. Megin inntak hennar var að vissulega væri landið fallegt ósnortið en eftir að vegurinn kom hefðu mun fleiri litið þá fegurð augum. Það væri nú svo að mennirnir færu eftir veginum, hreindýrin færu eftir veginum, fuglarnir flygu fyrir ofan veginn og roll- urnar á Eyrarlandi færu núorðið líka eftir veginum og væru hættar að drekkja sér í Buðlungalæknum. Sennilega eru flestir sammála Héraðsbónd- anum þegar grannt er skoðað þó skoðanir séu skiptar um hvoru- megin við hólinn veg- urinn á að liggja. Sigurður Guttormsson f. 29. ágúst 1922 d. 6. nóvember Hinsta kveðja Haust leggur blœju á húmdökka grund við hugsum til þín er við horfum til baka. Sígur að nóttin á saknaðarstund nú sefur þú vinur en sálin mun vaka. Almcettið tók það, sem almœttið gaf engu þar maðurinn um fœr að stjórna. Óttalaus fórst þú um eilífðarhaf okkar mun kvöðin að þiggja og fórna. Þittyndi var landið og engin svo grœn allt það, sem vissi til fegurri vega. í hjarta þér sendum við hljóðláta bœn hugsun til þín veldur Ijúfsárum trega. Hver minning er gjöf eins og geislanna traf við geymum í hugskoti mynd þína bjarta. Þú áttir svo mikið sem miðlaðir af ómœldan kœrleikfrá einlœgu hjarta. En nú ert þú genginn, það gerðist svo brátt en Guð sefar harminn og græða mun sárin. Við þökkum þá hamingju að hafa þig átt það huggum mun veita þó glitri á tárin. Hver minning er stjarna, merlar í geim og milt hennar Ijós, þessir glitofnu þræðir. Þú farinn ert vinur, en víst kominn heim nú vakir þín sál efst við himnanna hœðir. Elsku tengdapabbi, afi og langafi Hvíl þú í friði Gunnlaugur, Amór, Bergný og ViktorSindri Munið endurskins- merkin Sigurður Pálsson frá Árteigi + Sigurður Pálsson frá Ár- teigi andaðist hinn 16. októ- ber síðastliðinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Þá hvarf af sjónarsviði vinmargur hlý- hugi og drengur góður. Hin síðari ár átti hann við mikla van- heilsu að stríða, af fleiri en einum þætti spunna og gekkst undir erfiðar að- gerðir á sjúkrastofnunum, en viljaþreki, jafnlyndi og bjartsýni hélt hann, uns yfir lauk, með þeim hætti að aðdáun hlaut að vekja. Sigurður Pálsson var einn af hvatamönnum að stofnun Félags eldri boig- ara á Fljótsdalshéraði og fyrsti formaður þess. Gegndi hann því starfi við traust og vinsældir um margra ára skeið. Mun félagsskapur þessi lengi búa að þeim farsælu sporum er þar voru mörkuð frá upphafi. Sigurður Pálsson var félagsmálamaður og forystu- þeirrar gerðar að hann stjómaði af hógværð og hljóðlátri festu, með þeim hætti að hlutimir virtust gerast sjálfkrafa eins og ekkert væri eðlilegra. Slík stjómunaraðferð krefst mikillar stillingar, mikils sjálfsaga, mikillar þolinmæði. Þessi er í raun og vem verksháttur vorsins, sem einatt vinnur sig frá vetrinum á markvissan og hljóðlátan hátt og einn góðan veðurdag uppgötvum við að það hefur sigrað. Allt félagsstarf er ofið af mörgum þáttum og ekki er til nein algild regla er ákvarðar hver þeirra er mikilvægastur því einatt treysta þeir hver annan, en misjafnlega áberandi em þeir engu að síður. í höndum Sigurðar Páls- sonar var þáttur hinnar hlýju gleði góðra vina fundar öllum félagsmönn- um auðsær. Sigurður Oskar Pálsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.