Austri - 04.12.1997, Side 3
Egilsstöðum, 4. desember 1997.
AUSTRI
3
/ dagsins önn
Jól á Suðurpólnum
Ég er einn af þeim mönnum sem er ekki gefinn fyrir
lífsháska. Satt að segja á ég bágt með að skilja menn
sem una sér ekki hvfldar nema þeir hafi klifið lífshættu-
leg fjöll, eða storkað örlögunum á einn eða annan hátt.
Aðrir segja að þetta sé það sem hafi gert mannkyninu
öllu kleift að sækja fram, lengra og hærra, og án slíkra
ofurhuga á hvaða sviði sem er væri engin framþróun til.
Ólafur Örn
í þingflokki okkar framsóknarmanna er þingmaður
sem hefur setið þetta kjörtímabil. Hann er fremur lágur
vexti, hæglátur og dagfarsprúður og fer ekki mikið fyr-
ir honum þegar hann situr með okkur á þingflokksfund-
um. Eigi að síður vitum við hvert þrek býr í mannin-
um, því fyrir nokkmm ámm gekk hann með syni sínum
við þriðja mann yfir Grænlandsjökul, en yfir hann liggja
ekki kúagötur. Ég hélt í einfeldni minni að þar hefði
Ólafur Öm unnið afrek lífs síns og mundi nú þegar hann
er fimmtugur láta sér nægja að rölta yfir Kjöl og til
Borgarfjarðar eystri og niður á Víkur og til Loðmundar-
fjarðar, eins og hann gerði í sumar. Ég varð því meira
en lítið hissa þegar Ólafur kom til mín um daginn og
sagðist vera á leið á Suðurpólinn, gangandi, og tók mig
tali til þess að ganga frá nokkmm málum áður en hann
færi í þessa för.
Ég hlustaði á Ólaf með opinn munninn þegar hann
skýrði stuttlega frá ferðinni. Þetta væm 1200 kflómetr-
ar og þama væri yfirleitt stórhríð og fimbulfrost. Ég
tjáði honum að mér þætti það vera nokkurt afrek að
ganga frá Tómasarhaganum niður í þinghús, eins og ég
geri stundum á morgnana, en það er um tuttugu mínútna
gangur.
Með vindinn í fangið
En Ólafur er farinn, og fréttir berast okkur félögum
hans af honum þar sem hann röltir áfram í tuttugu og
fimm stiga frosti með átta vindstig í fangið, gegn um
skaflana með sleða í eftirdragi á gönguskíðum sínum
tuttugu kflómetra dag hvem, tjaldar á kvöldin í hríðinni
og snæðir sínar þurrkuðu kaloríur. Þannig heldur þetta
áfram allt til jóla ef ekkert óvænt kemur upp á. Þá á að
borða hamborgarhrygg sem leynist á einum sleðanum
sem þeir félagar hafa í eftirdragi.
En svona er lífið, sumir fá lífsfyllingu með því að
sigra vind og snjó og kanna ókunna stigu. Eins og ég
sagði í upphafi hefur þessi árátta mannsins að sækja sí-
fellt „hærra og lengra“ og sigrast á því ókunna skilað
mannkyninu miklu. Við hinir hóglífari njótum ávaxt-
anna sem viljastyrkur og harka landkönnuðanna, bæði
í eiginlegri og óeiginlegri merkingu, færa okkur.
Sumir fara út í geiminn, aðrir ganga á Evrest, eða eyða
jólunum á Suðurpólnum, enn aðrir vinna vísindaafrek
með hörku og viljastyrk og missa aldrei sjónar á tak-
markinu.
Ég er viss um að góðar hugsanir gera gagn, og ég
sendi Ólafi Emi og félögum hans þær reglulega þar sem
þeir em á göngunni og vona að þeir snúi heilir heim og
við endurheimtum félaga okkar í þingflokkinn, hressan
og reynslunni ríkari á nýju ári.
Jón Kristjánsson.
Spáð í blíðviðrið
Ekkert lát er á blíðviðrinu, sem hefur í
allt haust og það sem af er vetri leikið við
landsmenn og hefur nóvember verið ein-
staklega góður. Sums staðar heyrast þær
raddir að títt nefndra gróðurhúsaáhrifa
gæti nú í veðráttunni, en þegar gluggað er
í veðurfar fyrr á öldinni kemur í ljós, hvað
varðar Reykjavík, að á 5. og 6. áratugnum
var veðurfar í nokkrum nóvembermánuð-
um með svipuðum hætti og jafnvel hlýrra.
Þessar upplýsingar fengust hjá Trausta
Jónssyni veðurfræðingi á Veðurstofu Is-
Blómstrandi stjúpmóðir í garði á Egils-
stöðum. Myndin er tekin um 20 nóvem-
ber.
lands sem segir nýliðinn nóvember í
hlýrra lagi en engan veginn þann hlý-
asta sem komið hefur á öldinni. Hvað
varðar Austurland liggja meðaltals-
tölur ekki fyrir, þar sem meirihluti
veðurathugana fer hér fram á sjálf-
virkum veðurathugunarstöðvum, en
þær hafa starfað svo stutt að ekki er
hægt að gera samanburð. Hér eru þó
enn starfandi nokkrir veðurathugun-
armenn sem starfa samkvæmt gamla
laginu og verður meðalhitastig í nóv-
ember reiknað út þegar veðurdag-
bækur hafa borist frá þeim.
Náttúran fer sínar leiðir og skapar listaverk, eins og þennan sveppakrans á ösp sem
búin hafa verið þau örlög að falla í valinn. Litla stúlkan á myndinni heitir María Lena
og auðvitað fékk tíkin Tinna að vera með.
AUGLÝSINGA-
SÍMI
AUSTRA
471-1984
Eg skal kveða
við þig vei
Umsjón:
Arndís Þorvaldsdóttir
Ágætu lesendur!
Nýlega kom út vísna- og ljóða-
safnið I fjórum línum og er það
þriðja bókin sem kemur út í þess-
um flokki. Ritstjóri, sem fyrr, er
Auðun Bragi Sveinsson. Bókin
hefur að geyma mikinn fjölda
lausavísna og ljóða og er víða getið
að hvaða tilefni var kveðið. Alls
koma 212 höfundar við sögu frá
ýmsum tíma en mikill hluti kveð-
skaparins er frá þessari öld. Hér
verður gripið nánast af handahófi
niður í bókina sem hefur margt
skemmtilegt að geyma.
Mannlýsing eftir Ágúst Vigfús-
son:
Þó að drottinn þyki snjall,
þá kom samt á daginn,
að þegar hann gerði þennan
karl,
þá var hann ekki laginn.
Deilur innan kirkjunnar eru ekki
nýjar af nálinni. Valdimar Hólm
Hallstað, sem lengi var búsettur á
Húsavík, kvað í tilefni af trúmála-
deilum kirkjunnar manna:
Hart er nú barist um heilög vé;
hempuliðið er statt í vanda.
Það nagar að rótum hvert nýtilegt
tré
í nafni guðs sonar og heilags anda.
Þegar Krafla gaus sumarið 1982
var Hákon Aðalsteinsson búsettur
á Húsavík. Þótti honum sú aldraða
gera sér ónæði:
Kröflulœtin leiðast mér;
landið tœtist niður.
Þar við bœtist, að hér er
enginn nœturfriður.
Aðalsteinn Gíslason frá Kross-
gerði á Berufjarðarströnd kveður
um heimaslóðir:
Meðan brotnar brim við sand
að blómum skrýðist jörðin,
alltaf þrái ég Austurland,
einkum Berufjörðinn.
Jón Sigurðsson bóndi í Skolla-
gróf í Hrunamannahreppi hefur
þetta að segja um tilgang lífsins:
Tilgang lífsins tel ég þann
að takast á um vandann,
gleðja bœði guð og mann
og glettast ögn við fjandann.
Hallveig Guðjónsdóttir frá
Dratthalastöðum kveður um hlut-
skipti kvenna fyrr á tíð:
Kvennaiðja áður var
inni að prýða og bursta.
I ellefu langar aldirnar
urðu á karla að hlusta.
Bróðir Hallveigar Einar H. Guð-
jónsson segir:
Þó að heimsins gott sé gjald
og gullið auki framann,
í lokin fúið ferðatjald
flestir brjóta saman
Stefán Jónsson, alþingismaður,
orti í orðastað Jóns á Akri:
Einatt drekk ég áfengt vín
af því verð ég rakur.
Blessuð sértu sveitin mín
sérstaklega Akur.
Egill Bjarnason kvað á þessa
leið um annríki sitt og umstang:
Ýmsu veldur annríkið
oft á mínum högum.
Eg er svona við og við
við á flestum dögum.
Meira verður ekki kveðið að
sinni. Kveðja Aþ.
Austfirsk skáld
og önnur skáld
- Bókavaka í Safnahúsinu
Föstudaginn 5. des. (á morgun)
kl. 20:30 verður efnt til Bókavöku í
anddyri Héraðsskjalasafns Austfirð-
inga, í boði Safnahússins á Egils-
stöðum og Menningarmálaráðs Eg-
ilsstaðabæjar. Þar munu koma fram
austfirskir höfundar, auk lengra að
kominna höfunda. Gestir kvöldsins
verða Anna Valdimarsdóttir, sem les
út ljóðabók sinni Ulfabros, Elín
Ebba Gunnarsdóttir, sem les úr smá-
sagnasafni sínu Sumar sögur en
Elín Ebba hefur hlotið verðlaun
Tómasar Guðmundssonar.
Guðjón Sveinsson mun lesa úr
skáldsögu sinni Sagan um Daníel
og Hákon Aðalsteinsson mun flytja
kafla úr ævisögu sinni, Það var
rosalegt. Þá mun Páll Bergþórsson
lesa úr bók sinni Vínlandsgátan.
Sigrún Björgvinsdóttir hefur sent frá
sér bamabókina, Eg er kölluð Día,
og hún mun lesa kafla úr henni á
Bókavökunni. Eins mun Vilhjálmur
Hjálmarsson lesa kafla úr bókinni
Dugga frönsk og framboðsfundir
Að lokum verður lesið úr smá-
sagnasafni Borgfirðingsins Gyrðis
Elíassonar, Vatnafólkið og mun ná-
frændi Gyrðis, Baldur Grétarsson
gera það. Aðgangur að Bókavök-
unni er ókeypis.