Austri - 15.01.1998, Side 5
Egilsstöðum, 15. janúar 1998.
AUSTRI
5
Vegaáætlun 1999-2010
Um þrír milljarðar
til Austurlands
Hagyrðingakvöld
í Tungubúð
Gerð hefur verið langtímavegaá-
ætlun í vegagerð fyrir árin 1999-
2010. Tillagan byggir á að vinnu-
brögðum við gerð vegaáætlunar og
langtímaáætlunar verði breytt, eink-
um er varðar val verkefna á stofnveg-
um, röðun þeirra og úthlutun fjár-
magns.
Fjármagn sem á að afla til vega-
gerðar og verja til framkvæmda er:
1999-2002: 35.297 milljónir króna,
2003-2006: 37.217 milljónir króna,
2007-2010: 38.839 milljónir króna.
Stefnt er að því að gera eftirfarandi
á tímabilinu:
- Ljúka hringveginum með bundnu
slitlagi og vegum af honum til þétt-
býlisstaða með 200 íbúa eða fleiri.
- Tengja saman með uppbyggðum
vegi nálæga byggðakjama með fleiri
en 1000 íbúa á hvomm stað (fjarlægð
< 80 km og stytting miðað við aðrar
tengingar, sem em fyrir hendi >150
km).
- Leggja bundið shtlag á mikilvæg-
ar ferðamannaleiðir með mikla um-
ferð (sumaramferð > 200 bílar á dag).
- Endurbyggja brýr á helstu flutn-
ingaleiðum (Hringveginum og teng-
ingum þéttbýla við hann), sem ekki
þola fullan þunga (Evrópu- þunga).
- Breikka vegi þar sem umferð er
svo mikil að flutningsgeta og umferð-
aröryggi verða vandamál.
- Endurbyggja kafla með mikilli
umferð (>500 bflar á dag) þar sem
bundið slitlag var lagt á gamla vegi
án endurbóta og reynst hafa hættuleg-
ir.
- Breikka einbreiðar brýr á Hring-
veginum þar sem umferð er mikil
(>400 bflar á dag).
I þessari upptalningu em verkefni á
Höfuðborgarsvæðinu ekki tekin með,
en þau hafa verið undir sérstökum lið
og er miðað við að svo verði áfram.
Skv. áætluninni er ekki miðað við
að fara í neinar framkvæmdir á
Breiðdalsheiði og við lokaafgreiðslu
áætlunarinnar á Alþingi í vor hljóta
þingmenn kjördæmisins að leggja
áherslu á að breyting verði gerð þar
á. Þá eru engar sérstakar jarð-
gangnaframkvæmdir fyrirhugaðar,
en að sögn Jóns Kristjánssonar, al-
þingismanns, þýðir það ekki að búið
sé að loka á þær. I þingsályktunar-
tillögunni segir að „ef til slíkra
framkvæmda kemur á áætlunar-
tímabilinu er gert ráð fyrir að það
verði samkvæmt sérstakri ákvörðun
stjórnvalda þar sem einnig verði
tekin afstaða til fjármögnunar."
A hinn bóginn er veitt nokkm fé
til jarðgangnarannsókna á Austur-,
Norður- og Vesturlandi, samtals 120
milljónum króna á tímabilinu.
Skv. vegaáætlun fyrir tímabilið
1997-1998 verður farið í eftirfarandi
framkvæmdir á Austurlandi á þessu
ári:
Almenn verkefni og bundið
slitlag
Jökulsá - Biskupsháls: lOmilljónir.
Skóghlíð - Urriðavatn: 40 milljónir.
Stórverkefni
Tenging Norður- og Austurlands:
180 milljónir.
Jökulsá á Dal: 20 milljónir.
Austurlandsgöng: 3 milljónir
(rannsóknir).
Framkvæmdaátak
Almenn verkefni.
Þéttbýlisstaðir á Austurlandi, lag-
færingar á þjóðvegum: lOmilljónir.
Tengivegir
Á Vatnsskarði: 36 milljónir.
Þann 29.nóvember sl.var
haldið hagyrðingakvöld í
Tungubúð. Þetta er í annað
sinn sem Umf. Hróar sér um að
halda slíkt kvöld og hafa þau
tekist mjög vel. -Bæði hefur
aðsókn verið góð og frábærir
hagyrðingar hafa komið þar
fram og skemmt áhorfendum
með stórkostlegum vísum,
stökum og heilum
kvæðabálkum. Að þessu sinni
voru það þeir Hákon
Aðalsteinsson, Brynjólfur
Bergsteinsson, Einar Einarsson
og Þorsteinn Bergsson sem
sátu háborðið og vill Umf.
Hróar nota tækifærið og þakka
þeim fyrir ánægjulegt kvöld og
velvild í garð félagsins.
í haust var auglýst
samkeppni um ljóð sem fjalla
skyldi um Fljótsdalshérað og
bárust nokkur. Þau voru öll
mjög góð og erfitt að gera upp
á milli þeirra en eins og alltaf
þegar keppni er þarf að finna
sigurvegarann og reyndist hann
vera Sævar Sigbjarnarson í
Rauðholti með ljóð sem hann
kallar Haustfagnaður á Héraði.
Dómnefndin ákvað einnig að veita
aukaverðlaun fyrir annað ljóð, sem
reyndist vera eftir Brynjólf
Bergsteinsson á Hafrafelli, en hann var
sigurvegari í ljóðakeppni í fyrra. Heitir
það Óður Héraðsbúans og fara þau
bæði hér á eftir:
Haust fagnaður á Héraði
Fljótsdalshérað fegurst er á fóstutjörðu,
fljótt og vel með frœgð og þokka,
fólkið til sín kann að lokka.
Okkur sem það 61 og geymdi í gróðurfaðmi
gerði það að góðum mönnum,
sem gleðjast nú að loknum önnum.
Hérna skulum sameinast í söng og gleði,
þó lengist nótt og líka snjói,
lögur frjósi, dökkni mói.
Hérað aftur kallar alla að vaka og vinna,
þegar vor í viði ómar,
vökna rósir söngur hljómar.
Innjluttir þá ánetjast fljótt okkar lífi,
með akra og skóg til allra handa,
úr því verður frábœr blanda.
Sævar í Rauðholti.
Óður Héraðsbúans
Fagur var fjallahringur
fyrst þá augað leit.
Dœmdi svo drengur slyngur
dáði strax þann reit.
Æskuárin líða
oft með góðan feng.
Fljótsdalshérað fríða
faðmaði þennan dreng.
S
Sér léttstígur lék um grundir
við Lagarins þunga nið.
Lét ekki líðandi stundir
lokka sig út á mið.
Sá í sveitinni víða
söngfugl á birkigrein.
Fljótsdalshérað fríða
faðmaði vaxinn svein.
Lœrði þá list að lifa
við land sem grœða þarf.
Menntun manns að skrifa
var meitluð í hans starf.
Oft var strít að stríða
og stefnuleysið faitn.
En Fljótsdalshérað fríða
faðmaði stœltan mann.
Oft borgir í heimi hafa
heillað marga stund.
Fullorðinn var ekki í vafa
valdi Héraðsgrund.
Ol þar sinn aldurinn blíða
alsœll við hlið hvers manns.
Um Fljótsdalshérað fríða
var ferðasaga hans.
í ellinni sat í sœti
með sigurbros á vör.
Léttur af lífsins kceti
lagði í hinstu fór.
Sjálfsagt mun sálin hlýða
á söng frá englafans.
En Fljótsdalshérað fríða
faðmar nú beinin hans.
Brynjólfur á Hafrafelli.
Margrét Árnadóttir
Hallfreðarstöðum.
Vegaáætlun 1999-2010, Austurland
Tillaga um skiptingu fjármagns til nýframkvæmda
Stórverkefni
1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
1999-2002 2003-2006 2007-2010
m.kr. m.kr m.kr.
Lagarfljót 410
Jökulsá í Lóni 330
Brýr í Öræfum 290
Hringvegur á Austurlandi 630 630 50
Hringvegur-Vopnafjörður 100 100 280
Eyvindará 90
Hólmsá á Mýmm 80
Jarðgangnarannsóknir,
landið allt 40 40 40
Óráðstafað, Landið allt 208
Meira um
mannfjöldann
í síðasta blaði birtust tölur um mannfjölda í Austurlandskjördæmi. f
greininni vom prósentutölur í Neskaupstað og Hofshreppi mínustölur, en
áttu að vera plústölur.
í Neskaupstað fjölgaði íbúum um 2,24%, og í Hofshreppi fjölgaði íbúum
um 0,93%. Austri biður lesendur velvirðingar á þessum mistökum.
Til gamans fylgja hér með mannfjöldatölur í einstökum kjördæmum
landsins.
Höfundur segir í inngangsorðum
1196 1997 breyt.tala breyt.% bókarinnar: „íslensk biblíumáls-
Reykjavík 105.487 106.617 1.130 1,07 hefð er því eldforn, hefur haldist
Reykjaneskjörd. 71.446 73.443 1.997 2,80 órofin frá elstu heimildum, og hún
Vesturlandskjörd. 13.995 13.934 -61 -0,44 hefur átt ríkan þátt í að móta rit-
Vestfjarðakjörd. 8.856 8.634 -222 -2,51 menningu íslendinga. Það lætur því
NorðurLkjörd. vestra 9.989 9.804 -185 -1,85 að líkum að áhrif Biblíunnar á ís-
Norðurl.kjörd. eystra 26.652 26.588 -64 -0,24 lenskt mál séu afar margþætt. Þau
Austurl.kjörd. 12.684 12.548 -136 -1,07 koma m.a. fram í almennu málfari,
Suðurl.kjörd. 20.626 20.496 -130 -0,63 í flestum greinum íslenskra bók-
Landlð allt 269.735 272.064 2.329 0,86 mennta og í lagamáli svo að nokk-
uð sé nefnt“ Höfundur segir einnig:
Höfuðborgarsvæðið 160.629 163.649 3.020 1,88 „Orðfræðileg áhrif Biblíunnar eru
önnur sveit.fél. 109.106 108.415 -691 -0,63 svo mikil að telja má fullvíst að
ekkert eitt rit hafi haft jafngagnger
Samkvæmt framreikningi Hagstofunnar á mannfjöldaþróun verða íslend- áhrif á íslenska tungu og Biblían".
ingar orðnir 279.908 árið 2000 og 297.593 árið 2010.
RÆTUR MALSINS
Út er komið eftir Jón G. Friðjóns-
son, prófessor, stórbrotið grundvall-
arrit um íslenskt mál sem nefnist
RÆTUR MÁLSINS og er sjálfstætt
framhald bókarinnar MERGUR
MÁLSINS sem hlaut íslensku bók-
menntaverðlaunin 1993. Að baki
þessara tveggja bóka liggur margra
ára þrotlaus vinna höfundarins.
Rætur málsins eru prýddar
hundruðum teikninga eftir lista-
manninn Freydísi Kristjánsdóttur.
Myndirnar varpa skemmtilegu ljósi
á þær líkingar sem liggja að baki
málsháttunum og orðatiltækjunum.
Siglaugur Brynleifsson fjallaði
um Rætur málsins í Lesbók Morg-
unblaðsins þann 29. nóv. sl. og
sagði þar m.a.: „Rætur málsins er
safn orðatiltækja og málshátta, eitt-
hvert viðamesta safn þeirrar tegund-
ar sem sett hefur verið saman hing-
að til og einnig málsöguleg heimild,
tlvísun inn í meðvitund margra kyn-
slóða, kynslóða sem voru mótaðar
af þesari bók bóka, sem markaði
daglegt málfar og endurnýjaðist og
breyttist í aldanna rás en alltaf tengd
málshefð upprunans. Rit þetta er
málsöguleg snjallyrða náma, upp-
flettirit og til lestrar þeim sem hafa
unun af ágætustu textum íslenskrar
tungu. Vinnan við þetta verk og full-
vinnsla þess í bókarformi, er afreks-
verk og ber vitni um einstaka ná-
kvæmni, eljusemi og næmleika fyr-
ir íslensku máli. Islendingar standa
í þakkarskuld við Jón G. Friðjóns-
son.“
RÆTUR MÁLSINS em gefnar út
af íslensku bókaútgáfunni (áður Öm
og Örlygur bókaklúbbur). Þær eru
prentaðar hjá Félagsprentsmiðjunni
Gutenberg og bundnar hjá Félags-
bókbandinu - Bókfelli. Bókin er
608 bls. Leiðbeinandi verð hennar
er kr. 7.980,-