Austri - 15.01.1998, Qupperneq 6
6
AUSTRI
Egilsstöðum, 15. ianúar 1998.
Til umhugsunar fyrir þingmenn
Austurlandskj ördæmis
Spurning
víkunnar
Varst þú farin(n) að sakna
snjósins?
Haraldur Hállsteinsson,
Snæfellsnesi:
Nei, alls ekki.
Hafsteinn Jóhannsson,
Egilsstöðum:
Já, mikið. Lífið er miklu bjart-
ara núna.
María Valgeirsson,
Fáskrúðsfirði:
Agalega mikið. Það er enginn
snjór hjá okkur.
Ágúst Ólafsson, Egilsstöðum:
Ju, ég ætla að fara að pússa
skíðin og kíkja til fjalla.
Ragnhildur Jónsdóttir,
Fáskrúðsfirði:
Nei, það er ekki hægt að segja
það. Annars er mér alveg sama,
maður er vanur snjónum héma.
Lilja Björk Benediktsdóttir,
Neskaupstað:
Já, bæði og. Það er vetrarlegra
þegar snjórinn er.
Ekki alls fyrir löngu var sagt frá
því í fréttum og haft eftir Halldóri
Blöndal, samgönguráðherra, að Al-
þingi hafi veitt hundrað milljóna
króna upphæð á fjárlögum til að
rannsaka hugsanlegan kostnað við
jarðgangnagerð á Austur-, Norður-
og Vesturlandi. Ég leyfi mér hér
með að minna þingmenn Austur-
landskjördæmis á að fylgja því fast
eftir að engir staðir, þar sem hugs-
anlegt og skynsamlegt er að kanna
kostnað við jarðgangnagerð, verði
útundan hér á Austurlandi. Ég vil
minna á að síðast þegar hliðstæð
athugun var gerð við kostnað við
jarðgangnagerð hér á Austurlandi
urðu a.m.k. tvær leiðir útundan.
Hér á ég að sjálfsögðu við hugs-
anleg jarðgöng undir Berufjarðar-
skarð, úr Svartagili skammt fyrir
utan og ofan bæinn í Berufirði og
yfir í Flögudalinn, neðanverðan.
Slík jarðgöng myndu stytta veginn,
hringveginn, um 45-48 km, enda
er brú á ánni rétt fyrir utan Flögu.
Jarðgöng þarna í gegn hygg ég að
séu ekki nema ca. 1700 til 2000 m.
Þau væru verulega mikil stytting á
hringveginum og hefðu líka þann
kost að þau yrðu það neðarlega í
fjallinu að þau yrðu alltaf opin
þegar á annað borð er fært um
byggðina.
Hin jarðgöngin, sem ég tel mjög
nauðsynlegt að kanna, hvað
myndu kosta eru jarðgöng í gegn-
um fjallið innst í Færivallaskriðun-
um skammt fyrir utan bæinn Snæ-
hvamm í Breiðdal, en Breiðdals-
megin er fjallið snarbratt. Stöðvar-
fjarðarmegin er ekki nærri eins
bratt, en þó hygg ég að jarðgöng
þar í gegn séu varla nema 1200-
1500 metra. Ég bið ykkur vinsam-
legast að hafa það í huga að í
skriðunum milli Breiðdals og
Stöðvarfjarðar hafa orðið nokkur
stórslys og má telja að það hafi
nánast gengið kraftaverki næst að
ennþá hefur ekki orðið dauðaslys
þar. Og skemmst er að minnast
þess þegar heljarstór skriða féll þar
um tveimur mínútum eftir að vega-
gerðarmenn voru staddir þar. Svo
er samgönguráðherra að gjamma
um að vegur nr. 1, hringvegurinn,
verði um þessa manndrápsleið.
Hann þekkir greinilega ekkert til
staðhátta þarna og ætti að spara sér
allar yfirlýsingar um þessi mál.
Þess vegna skora ég hér með á
ykkur alla þingmenn Austurlands-
kjördæmis að beita ykkur fyrir því
að á næstu þremur til fjórum árum
verði vegurinn frá Eydölum í
Breiðdal að Stóra-Sandfelli í
Skriðdal byggður upp og lagður
bundnu slitlagi. Jafnframt lýsi ég
ábyrgð á hendur ykkur ef ekki
verður búið innan þriggja ára að
gera jarðgöng milli Breiðdals og
Stöðvarfjarðar og hinn stórhættu-
legi vegur um skriðurnar þarna á
milli aflagður.
Hver vill bera ábyrgð á því þeg-
ar búið verður að beina umferð
allra þungaflutningabíla, stórra
fólksflutningabíla og venjulegra
fólksbíla um veginn í skriðunum?
Varla þið, eða hvað?
Ég get fullvissað ykkur um það
að það er ekki ég einn heldur fjöldi
annarra Austfirðinga, sem hefur
vaxandi áhyggjur af stórfelldri
slysahættu á þessari leið. Þið sem
eruð kjörnir fulltrúar okkar fyrir
Austurland eigið og getið tekið í
taumana áður en það er um seinan,
en ekki látið einhverja bjálfa ráða
þessu.
Ég hef oft áður hvatt ykkur í
blaðagreinum til að gera þessar
vegabætur síðustu 15-20 árin, en
þið hafið ekki tekið neitt mark á
viðvörunum mínum. Nú eftir að
stóra skriðan féll í Kambaskriðum
hef ég orðið mjög mikið var við
hve mörgum er þessi vegur mikið
áhyggjuefni. Þetta mál þolir enga
bið, og ábyrgðin af hugsanlegu
stórslysi hvflir á herðum ykkar. Nú
er borunartæknin orðin svo full-
komin og tiltölulega ódýr. Leggið
á minnið þessi varnaðarorð mín.
Sigurður Lárusson
ísmolar
Undanfarna daga hafa þvælst
um í hausnum á mér áhugaverð
skrif sem ég las í nýútkomnum
Glettingi „Vegurinn heim“ eftir
Smára Geirsson og svo frétt á
Stöð tvö, þar sem fram kom að
þrátt fyrir nýsamþykktar tillögur
á Alþingi um að malbika alla 200
manna slóða landsins fyrir árið
2010, þá telja þingmenn norður-
lands vestra sig hafa loforð fyrir
vegagerð um Þverárfjall í allra
nánustu framtíð. I Glettings
skrifum Smára er sögu vegarins
um Oddsskarð gerð góð skil og
má þar lesa um framsýni Norð-
firðinga að hafa brotið sig út úr
viðjum krákustígsins í stað þess
að þræða víkur, firði og skriður á
veginum heim þó svo að upphaf-
lega hafi það verið meiningin.
Fram kemur að tilhneiging hafi
verið til að þakka Lúvík Jóseps-
syni þetta afrek sérstaklega, ein-
hvern veginn finnst mér að þetta
hafi orðið til þess að honum var
tryggt sæti við hringborð riddar-
anna. Vegur um Þverárfjall á
Skaga styttir vegalengdina milli
svæða á Norðurlandi vestra um
tugi kílómetra og er einungis
merkilegur fyrir þær sakir að þar
yrði farið yfir fjall til að stytta
vegalengdir og á skjön við útgef-
in markmið í vegamálum svipað
og Norðfirðingar gerðu í sinni
byltingu.
Hafi krákustígurinn einhvers-
staðar komist nálægt því að ná
tæknilegri fullkomnun má segja
að það sé á Austurlandi. Nú get-
um við verið riddurunum þakklát
fyrir að ártalið 2010 er komið til
sögunnar, þannig að engin vendi-
punktur verður í þessum efnum
alveg á næstunni. Hefði slíkt að-
eins hatrammar deilur í för með
sér innan fjórðungs og er nú
fólksflóttinn nógur fyrir. Stund-
um hefur því verið fleygt að
fólksfækkun í fjórðungnum sé
samspil margra þátta og sam-
göngur geti jafnvel spilað þar
inní. Ég efa að svo sé því við
svona krákustíg byggja riddarar,
stigamenn og almúginn lífssýn
sína og virðast flestir vera sam-
mála um helgi stígsins. Riddar-
ar krákustígsins geta farið um
hann og talið hverjum kjósenda
trú um að svona sé þetta nú í
pottinn búið alveg sérstaklega
fyrir þá. Stigamenn krákustígs-
ins geta stundað sín óknytti í
skjóli skriða og krappra beygja,
jafnvel framið mannrán íbúaskrá
síns sveitarfélags til hagsbóta.
Hefur mig oft undrað það hvað
íbúatala sveitarfélags míns hefur
haldið velli þrátt fyrir að reikn-
ings kunnáttan mín gefi aðrar
niðurstöður. En þegar þetta er
skoðað nánar í skrá Hagstofunn-
ar þarf þetta ekki að koma á
óvart því þar hefur mátt finna
ungverska fjölskyldu, sem hafði
hér stuttan stans fyrir nokkrum
árum. En stigamennirnir hafa
séð ástæðu til að ásælast ár eftir
ár. I einu af næstu húsum við
mitt hefur komið fyrir að 1. des.
hafa verið skráðar tvær fjögurra
manna fjölskyldur til heimilis
þrátt fyrir að húsið hafi staðið
autt mánuðina á undan og eftir.
Síðastliðinn 1. des. varhúsið enn
einu sinni tómt og bíð ég nú
spenntur eftir útskrift Hagstof-
unnar um hverjir nágrannar mín-
ir eru. Eins má ætla að sumir
sem skráðir eru íbúar hafi ein-
ungis verið sakleysingjar á ferð
um krákustíginn sem enginn veit
frekari deili á. Mig grunar að
þessi mannrán séu ekki einsdæmi
í mínu sveitarfélagi, svona álfa-
byggðir megi finna víða um
landið og kannski verðugt rann-
sóknarverkefni fyrir fleiri en
sýslumanninn í Skorradal. Helsti
kosturinn sem svo almúginn sér
við þennan krákustíg er að alltaf
verður leiðin greiðfærari suður.
Stytting vegalengda innan
fjórðungs með jarðgöngum og
fjallvegum t.d. yfir Öxi virðast
því ekki verða ágreiningsmál
næstu 13 árin. Vegur um Öxi
myndi stytta vegalengdina milli
norður og suðurhluta fjórðuings-
ins um 60-120 km eftir því hvort
miðað er við firði eða Breiðdals-
heiði og um 30 km til hins nýja
Austurríkis. Fram hefur komið
að góður uppbyggður vegur með
bundnu slitlagi kostaði um 400
millj. Áætlaður vegur um Þver-
Magnús Sigurðsson.
árfjall á Skaga myndi kosta um
500 millj. og stytta vegalengdir
um 30 km, samkvæmt fyrr-
nefndri frétt. Ef minnst er á Öxi
sem kost til vegagerðar er ýmis-
legt tínt til t.d. gæti snjóað á
þennan 20 km kafla, lækirnir eru
illteljanlegir, lítið er um ofaní-
burð á leiðinni og Djúpavogsbú-
ar hefðu mest not af veginum.
Reyndar er ekki hægt annað eftir
þannig útskýringar en að stóref-
ast um eigin dómgreind og kom-
ast við yfir þeirra eindæma snilld
að hægt hafi verið að þræða
krákustíginn um þau svæði sem
þessir annmarkar voru viðráðan-
legir.
Ur því að „Vegurinn heim“ var
ekki lagður lengra en í Viðfjörð
og að ekki var farið út á Barðs-
nes og um Hellisfjörð til Norð-
fjarðar, heldur frá Eskifirði um
Oddsskarð, má segja að þar hafi
verið framið eitt stærsta stflbrotið
á krákustígnum. Trúir þú á álfa-
sögur?
Magnús Sigurðsson