Austri - 15.01.1998, Qupperneq 8
Upplýsingar og bókanir í síma 471 1122
ATR - 421 Jafnþrýstibúnaður
46 sœta I 3 f óhöfn
Þegar þú flýgur með
Íslandsflugí tryggir
þú áfram hagstæð
fargjöld á
flugleiðum
innanlands
ISLANDSFLUG
gerir fleirum fært aö fljúga
Egifsstöðum, 15. janúar 1998
2. tölublað.
Breiðdalshreppur-Djúpavogshreppur
Ekki forsendur
fyrir sameiningu
í byrjun desember barst Djúpa-
vogshreppi erindi frá Breiðdalshreppi
um hugsanlega sameiningu þessara
sveitarfélaga. Niðurstaða sveitar-
stjómar Djúpavogshrepps var að for-
sendur fyrir sameiningu væm ekki
fyrir hendi, en taldi rétt að skoða
samstarf þessara sveitarfélaga á ýms-
um sviðum.
Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri,
segir það hafa verið mat sveitarstjóm-
ar Djúpavogshrepps, að sameining
við Breiðdalshrepp væri í raun of lít-
il. „Þegar semeinað er, hefur fólk
ákveðnar væntingar um aukna þjón-
ustu o.fl. og við mátum það þannig
að við réðum ekki við að koma til
móts við þær væntingar.“ Hann segist
hafa lagt til að samstarf milli hrepp-
anna verði aukið eftir næstu kosning-
ar, jafnvel að hafa sameiginlegar
nefndir og samrekstur á skrifstofum.
Þetta hefur þó ekki ekki verið rætt til
hlítar.
Aðspurður um hvort sveitarstjóm
Djúpavogshrepps hafi athugað sam-
einingu í suðurátt, þ.e. við Austur-
Skaftafellssýslu, segir Ólafur það
ekki vera á döfinni í augnablikinu, en
á hinn bóginn sé samstarf þar á milli
að aukast og þar sé fyrir hendi þjón-
usta sem ekki verði unnt að koma
upp á Djúpavogi. Ólafur segist telja
að miðað við auknar kröfur til sveit-
arfélaga sé Djúpavogshreppur of lít-
ill til að mæta þeim, en segir skiptar
skoðanir um það innan hreppsins. Því
sé mjög líklegt að leitað verði eftir
viðræðum við nágrannasveitarfélög
um sameiningu á næstu árum.
Gamla KaupfélagshúsiS sem á nœstu árum verður endurbyggt í upprunalegri mynd
stendur rétt neöan viö Löngubúö. Myndasafn Austra.
Djúpavogshreppur
Gamla faktorshúsið
endurbyggt
Djúpavogshreppur hefur keypt
gamla kaupfélagshúsið, Búð 3, sem
stendur neðan við Löngubúð. Húsið
verður endurbyggt í upprunalegri
mynd og hefur Húsfriðunarsjóður
gefið vilyrði um styrk til verksins.
Húsið er timburhús var byggt um
1850 og var það framan af bústaður
faktors hjá Djúpavogshöndlun og
gekk undir nafninu Faktorshúsið.
Það komst síðar í eigu Kaupfélags
Bemfjarðar sem byggði við það við-
byggingu úr steini árið 1930 og rak
þar verslun fram til ársins 1986.
Faktorshúsinu er ætlað það hlutverk
í framtíðinni að hýsa bókasafn
Djúpavogshrepps, ásamt fuglasafni
og steinasafni sem hreppurinn fékk
að gjöf fyrir nokkru síðan. Húsið
keypti hreppurinn af útgerðarfélag-
inu Tríton og var kaupverðið 3,7
milljónir króna. Nýju eigendurnir
tóku við því um áramót og verður
það, til að byrja með, nýtt að hluta
sem félagsaðstaða fyrir unglinga.
Ætlunin er að bókasafnið verði flutt
í viðbygginguna næsta sumar en
hún verður síðar látin hverfa. Ólafur
Ragnarsson sveitarstjóri telur að það
muni taka fjögur til sex ár að gera
upp húsið og hefur nú þegar verið
sótt um styrk úr Húsfriðunarsjóði.
Svavar, Helgi (Starfsmaður FMA) og Kolbrún
Svavar og Kolbrún í
eina sæng með FMA
Vöruflutningar Svavars og Kol-
brúnar, Flutningamiðstöð Austur-
lands og Landflutningar-Samskip
hafa gert með sér samstarfssamning
sem tekur til vömflutninga og vöm-
afgreiðslu. Þar með sameinast fyrir-
tækin um vöruafgreiðslu á Egils-
stöðum, og um flutninga á milli
Austurlands og Reykjavíkur. Þá
flytja Svavar og Kolbrún afgreiðslu
sína í Reykjavík aftur til Landflutn-
inga í Skútuvogi, frá Vömflutninga-
miðstöðinni.
I fréttatilkynningu frá Samskip
segir að markmið samstarfsins sé að
bæta og auka þjónustu við við-
skiptavini fyrirtækjanna, hagræða í
rekstri og styrkja heildarkerfi flutn-
ingaþjónustunnar á Austurlandi.
Hass fannst á
Egilsstaðaflugvelli
- aukin fíkniefnaneysla í fjórðungnum?
Sl. laugardag tók lögreglan á Eg-
ilsstöðum mann á Egilsstaðaflug-
velli með 9 gr af hassi. Jón
Þórarinsson, lögreglumaður, segir
að meira hafi verið í umferð af
fíkniefnum á síðasta ári, en undan-
farin ár. Hann segist telja þetta vera
svipað um allan fjórðunginn. Jón
telur að stór hluti efnisins komi frá
Reykjavík, en einnig sé töluvert
um að það komi með skipum í
gegn um hafnir hér austanlands.
Nýtt embætti rannsóknarlög-
reglumanns á Eskifirði hefur að
sögn Jóns skilað töluverðum ár-
angri, og leitt til betri árangurs
varðandi fíkniefnamál en fyrr. Þar
er nú unnið að samantekt upplýs-
inga um fíkniefnamál í fjórðungn-
um á síðasta ári og verður fjallað
um niðurstöðurnar í Austra þegar
þær birtast.
Mannekla hefur háð lögreglunni
í umdæmi Sýslumannsins á Seyð-
isfirði verulega undanfarin ár, og
ekki síst í sambandi við fíkniefna-
mál. Jón segir það hafa komið fyr-
ir að ekki hafi verið hægt að sinna
ábendingum um fíkniefni, því lög-
reglumaður sem er einn á vakt get-
ur lítið gert. A síðasta þingi var
samþykkt heimild til að fjölga lög-
reglumönnum í umdæminu, en
ekkert hefur gerst í því enn.
Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja
Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar
Útihurðir o.fl. Másseli, sími 471-1093
Opið
til
kl. 23:30
alla
daga
V
Fellabæ
Sími 471-1623
Fax471-1693
y
Kurl
Annars staðar hér í blaðinu er
sagt frá hagyrðingamóti sem hald-
ið var í Tungubúð þann 29. nóv.
sl., en það þótti takast mjög vel.
Veg og vanda að undirbúningi
mótsins, höfðu félagar í Ung-
mennafélaginu Hróari og var
Aðalsteinn Hákonarson (Aðal-
steinssonar) einn þeirra. Nokkru
fyrir mótið ræddust þeir við í
síma, Aðalsteinn og Þorsteinn
Bergsson bóndi á Unaósi, einn
þeirra fjögurra hagyrðinga sem
sitja skyldi við háborðið á mótinu.
Leyfði Þorsteinn Aðalsteini við
það tækifæri að heyra nokkra
fyrriparta sem hann hugðist leggja
fyrir félaga sína að botna. Var sá
sem hér fer á eftir einn þeirra og
má ætla að Þorsteinn mæli þama
af sárri reynslu:
Nú er kommi vont að vera
veikja flokkinn kratasóttir.
Aðalsteinn botnaði á þessa leið
og fer ekki á milli mála að piltin-
um kippir í kynið:
Ekki er við þvígott að gera
gribban rœður Frímannsdóttir.
Börkur NK
tilbúinn
Breytingum á Berki NK er nú lok-
ið, en skipið var tekið til gagngerðra
breytinga í Póllandi á síðasta ári.
Skipið hefur verið lengt um 14,64 m,
ný brú hefur verið sett á það, skipt
um öll spil, settur sjókælibúnaður
o.m.fl.
Áhöfn skipsins er nú í Póllandi,
ásamt Finnboga Jónssyni fram-
kvæmdastjóra Sfldarvinnslunnar, og
Freysteini Bjamasyni, útgerðarstjóra.
Að sögn Björgvins Jónssonar, starfs-
manns Sfldarvinnslunnar, hafa menn
verið að prófa skipið undanfama
daga og á þriðjudag var vonast til að
allt yrði orðið klárt í vikulokin. Þá er
meiningin að sigla strax heim.
Viðkomustaðir m/f Norröna 1998:
Seyðisfjörður - Þórshöfn í Færeyjum - Hanstholm í
Danmörku - Leirvík á Hjaltlandi og Bergen í Noregi
Hringið og biðjið um áætlun og verðlista
^r*\ AUSTFAR
Fjarðargötu 8, 710 Seyðisfirði
S: 472-1111 -FAX: 472-1105
Frá Seyðisfirði:
/Maí / Júní / Júlí / Ágúst /
28. /4.-U.-18.-og30. /2.-9.-16.-23.-og 30. 6,-13,-20. og 27.
*Brottför frá Seyöisfiröi á fimmtudögum nema 8. september sem er þriðjudagur
September
3. og 8.*