Austri


Austri - 17.12.1998, Qupperneq 5

Austri - 17.12.1998, Qupperneq 5
Jólin 1998 AUSTRI 5 Fornleifarannsóknir á Austurlandi og gildi þeirra fyrir íbúana Erindi sem Jóhanna Bergmann, safnstjóri Minjasafns Austurlands, flutti í boði Framfarafélags Fljótdalshéraðs á opnum fundi félagsins í október sl. í þessu erindi byrja ég á því að ræða stuttlega um fornleifarann- sóknir fortíðarinnar, grunninn sem við stöndum á. Því næst fjalla ég um stöðu fornleifarannsókna í dag og loks í örstuttu máli um þá framtíðarsýn sem ég eygi í greininni. Inn í þessa yfirferð tek ég umræðu um gildi rann- sóknanna fyrir heimamenn og þjóðina alla. Sögu forn- leifarannsókna á Islandi má rekja aftur til upphafs 19. aldar þegar stofnuð var í Danmörku nefnd um varðveislu fornminja. Mark- miðið var að afla upplýsinga um fornleifar í danska konungsríkinu svo hægt yrði að móta stefnu um verndun þeirra. Árið 1817 var spurningalisti nefndarinnar sendur til allra sókn- arpresta á Islandi. Upplýsingar bárust um fornleifar af ýmsum gerðum á um 700 stöðum á land- inu. Prófessor Finnur Magnússon þýddi og staðfærði spurningalist- ann og vann einnig sjálfstætt að skráningu. Fyrir tilstilli starfa hans voru fornminjar í fyrsta sinn friðlýstar hér á landi árið 1817. Upplýsingum um fornleifar var safnað áfram fram eftir 19. öldinni þó að svörin sem bárust frá prest- um hafi oft verið á þá leið að eng- ar fornminjar væri að finna í þeirra sókn. Það bendir til þess að menjar um horfna mannvist hafi ekki endilega þótt merkilegar. Raunar beindist áhugi 19. aldar manna mest að minjum tengdum söguöld og á síðari hluta aldarinn- ar, þegar sjálfstæðisbaráttan stóð yfir, jókst áhugi íslendinga á upp- runa sínum, sögu og sérstöðu í samfélagi þjóðanna. Fornleifa- kannanir beindust þá markvisst að því að rannsaka fornsögurnar og leita að staðháttum og fornleifum sem unnt var að fella saman við lýsingar í textunum. í þessum anda er Hið íslenska fornleifafélag stofnað árið 1879. Á þess vegum var á næstu 30 árum farið í rann- sóknarleiðangra á slóðir íslend- ingasagna. Þessir leiðangrar lögð- ust að mestu af, eftir að fyrstu ís- lensku þjóðminja- lögin voru sam- þykkt árið 1907 og embætti forn- minjavarðar, síðar þjóðminjavarðar, stofnað. Héðan að aust- an bárust nokkrir merkir gripir til Þjóðminjasafnsins á áratugunum í kringum síðustu aldamót. Oft var hér um að ræða haugfé og bein úr kumlum sem voru að blása upp. Þetta ágrip af sögu fornleifa- fræðinnar í landinu leiðir í ljós hvert gildi slíkra rannsókna var talið. Fornleifarannsóknimar voru nauðsynlegur grunnur að byggja á röksemdir um sjálfstæði og sérein- kenni hinnar íslensku þjóðar. Þetta viðhorf er í fullu gildi enn í dag. Þ. e. a. s. því upplýstari sem allur almenningur er um fortíð sína, því sterkari hlýtur þjóðarvit- undin að vera. Þetta má heimfæra heim í hérað: Því meira sem vitað er um sögu og sérkenni hverrar sveitar, því traustari fótum standa íbúar hennar í nútímanum. Hér að baki býr nokkuð sem kalla má sam-mannlega þörf á að þekkja uppruna sinn. Auk þess vill heil- steyptur einstaklingur vita hvaðan hann kemur svo að hann geti tekið upplýsta ákvörðun um hvert hann stefnir. Skoðum þá stöðu fornleifarann- sókna í dag, með sérstöku tilliti til Austurlands. Mín tilfinning er sú að greinin standi á tímamótum, hún er að brjóta af sér alltof þröngan stakk fortíðarinnar og úreltrar stofnana- hyggju. Hún er að verða almenn- ingi sýnilegri en fyrr, umræðan er ekki einskorðuð við lokaðan hóp fræðimanna. Fjöldi einstakra fornleifauppgrafta hefur aldrei verið meiri en nú í ár og skortur er á fornleifafræðingum til starfa hér á landi. Hér virðist margt haldast í hend- ur: Nýju þjóðminjalögin kveða skýrt á um friðun allra fornleifa -sem eru skilgreindar sem hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annara staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á, 100 ára eða eldri. Skylt er að skrá allar fornminjar á skipulags- skyldum svæðum. Þetta er gert svo að tillit megi taka til þeirra við gerð endanlegs skipulags. Greinin hefur opnast og styrkst við það að fleiri stofnanir og einstaklingar taka að sér verkefni á sviði forn- leifafræði. Þetta verður mögulegt, þegar vísindarannsóknir fá í aukn- um mæli að njóta styrkja, eins og til dæmis frá Rannsóknarráði rík- isins, og þegar sveitarstjórnir og ríkisstofnanir, eins og til dæmis Skógrækt Ríkisins hér fyrir aust- an, kosta skráningu og rannsóknir fornminja á sínu umráðasvæði. Ný lög um umhverfismat kveða á um að meta skuli hvort fornminj- ar verði fyrir röskun við fyrirhug- aðar framkvæmdir og skal fram- kvæmdaaðilinn kosta vinnu sér- fræðings við matið. Með þessu eru til dæmis Vegagerðin og Landsvirkjun orðnar að kaupend- um fornleifarannsókna. Utlit er fyrir að Ofanflóðasjóður kosti um- fangsmiklar fornleifarannsóknir vegna fyrirhugaðra bygginga snjó- flóðavarnargarða - t. d. í Seyðis- firði. Það er fleira en lög og reglu- gerðir sem valda vextinum í grein- inni. Ný viðhorf til fornleifafræði og þess ávinnings sem af henni leiðir -út fyrir fræðin sjálf, eru að festa sig í sessi. Við skulum í því sambandi huga að því hvernig þróunin hefur verið hér fyrir aust- an. Austurland hefur sérstöðu að ýmsu leyti: Hér hefur um árabil verið starfandi minjavörður svo að þokkaleg yfirsýn hefur verið fyrir hendi um fornminjar í fjórðungn- um og ástand þeirra, þó ekki hafi mikið verið grafið. Kaflaskil verða þegar Minjasafn Austur- lands er endurlífgað með nýrri stofnskrá árið 1995 og forstöðu- maður ráðinn til safnsins um leið og það flytur í nýreist safnahús á Egilsstöðum. Forstöðumaðurinn, Steinunn Kristjánsdóttir, hafði lokið prófi í fornleifafræði og var strax fengin til þess, af þáverandi minjaverði, að bjarga kumli við Þórisá í Skriðdal frá glötun vegna ágangs vatns og veðurs. Þarna kom til sögunnar Skriðdælingur- inn góði sem er til sýnis ásamt haugfé sínu í sýningarsal Minja- safnsins. Engin fordæmi voru fyr- ir því að byggðasafn, annað en Ár- bæjarsafnið í Reykjavík, stæði fyr- ir fornleifauppgreftri. Ymsir byrj- unarörðugleikar urðu í samskipt- um Minjasafns Austurlands og Þjóðminjasafnsins eins og oft vill verða þegar ný braut er fetuð, en þeir eru nú gleymdir og grafnir enda hefur Minjasafnið, í gegnum starf Steinunnar, fest sig í sessi sem mikilvægur aðili að frum- rannsóknum á fornleifum. Þess má geta hér að rannsóknir hennar hafa að langstærstum hluta verið kostaðar með styrkjum, aðeins að litlu leyti hefur til komið fé af rekstrarreikningi Minjasafnsins sjálfs. Það er skemmst frá því að segja að rannsóknir Steinunnar síðustu 3 sumur hafa opnað ýmsa óvænta möguleika í starfi safnsins. Við uppgröft að Geirsstöðum í Hróars- tungu sumarið '97 vann starfs- maður sem kostaður var af Leon- ardosjóði Evrópusambandsins. I gegnum kynni hans af starfi Stein- unnar er Minjasafnið beðið að ger- ast aðili að umsókn stofnana í 8 Evrópulöndum um styrk úr Rafa- elsjóði Evrópusambandsins. Styrkurinn fékkst og sl. vor hittust þátttakendur allir í fyrsta sinn og lögðu á ráðin um samstarf næstu 2ja ára. Eins og áður hefur komið fram í fjölmiðlum mun samstarf þetta gera Minjasafninu kleift að ráðast í að endurgera kirkju frá því fyrir árið 1000. Þetta verður svo- kallað tilgátuhús, en ein nýjasta grein fornleifafræði prófar einmitt hugmyndir og kenningar fræði- manna með því smíða eftirlíkingar af stóru sem smáu og athuga hvort og hvernig þær virka. En hvert er þá gildi alls þessa, til hvers erum við að þessu? Fyrst og fremst er verið að safna nýrri þekkingu og endurmeta eldri kenningar. í leiðinni, ef vel er á málum haldið, er þekkingin færð nær almenningi með því að niður- stöðum er komið á framfæri. Með endurgerð horfinna híbýla eða sýningu á afrakstri uppgraftar eða jafnvel með leiðarvísi um sögu- staði, verður almenningi mögulegt að lifa sig milliliðalaust inn í horf- inn heim. Það er þessi upplifun sem er kjarni málsins. Upplifun af þessu tagi, þar sem fortíðin er gerð næstum því áþreifanleg, er ein- stök. Það er loforðið um hana sem lokkar að forvitna ferðamenn. Því að ferðamenn eru jú alltaf að leita að einhverri einstakri upplif- un. Á það hefur verið bent að ofurá- hersla hafi verið á náttúru landsins sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn hér á landi. Það viðhorf er al- mennt viðurkennt í umræðunni um gildi fornleifa, að þær séu vannýtt auðlind þegar kemur að kynningu landshluta á sérstöðu sinni á ferða- mannamarkaði. Sveitastjórnir og aðilar í ferðaþjónustu eru að vakna til vitundar um þetta. Sem dæmi má nefna að núverandi Minjavörð- ur Austurlands hefur þegar verið ráðinn til fornleifauppgraftar í Norðfirði næsta sumar. Sveitar- félag 7300 ætlar ekki að vera eftir- bátur annarra sveitarfélaga hér fyrir austan, þegar kemur að kynn- ingu á sögu sinni og sérkennum til að laða að fleira fólk. Djúpavogs- hreppur réði nýverið mann til að standa að umsókn hreppsins um framlag úr Rafaelsjóðnum. Til grundvallar liggur viljinn til að draga fram sérstöðu svæðisins vegna hugsanlegrar veru Papa þar. Rannsókn sem Minjasafnið stendur að á Þórarinsstöðum í Seyðisfirði er ekki lokið, en ljóst er að fundurinn þar á sér enn sem komið er ekki hliðstæðu hér á landi. Ég er sannfærð um að ótal möguleikar til nýtingar á upplýs- ingum úr rannsókninni eiga eftir að opnast þegar niðurstöður liggja fyrir. Framtíðarsýn mín fyrir forn- leifafræðina og ávinning sem af henni leiðir er í örstuttu máli, að aukin þekking leiði af sér aukinn áhuga sem hafi í för með sér meira samstarf ólíkra aðila, bæði heima í héraði, á landsvísu og út fyrir landssteinana. Þessir ólíku aðilar hafa sameiginlega hagsmuni að leiðarljósi. Það er að kynna menningu og sérstöðu síns lands eða landshluta, eða eins og gjarn- an er tekið til orða; að koma sér á kortið. Fornleifafræðin og af- rakstur hennar verður æ sýnilegri og meira lifandi í landinu; öllum til góða og engum til miska. Það er framtíðin! Jóhanna Bergmann Magnús A. Sigurgeirsson, jarðfrœðingur, við greiningu á gjóskulögum íjarðvegssniði að Þórarinsstöðum í Seyðisfirði sl. sumar. Hjá honum stendur Steinunn J. Kristjáns- dóttir, fornleifafrœðingur. Ljósmynd: Minjasafn Austurlands. Guðrún Kristinsdóttir, minjavörður, við fornleifaskráningu á Þórsnesi í landi Kols- staða haustið 1997. Þar eru tœttur tveggja samliggjandi bátanausta. Ljósmynd: Minjavörður Austurlands.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.