Austri


Austri - 17.12.1998, Blaðsíða 15

Austri - 17.12.1998, Blaðsíða 15
Jólin 1998 AUSTRI 15 lægðarinnar frá þéttbýlinu á vissan hátt. Fólk vill gjarnan vera í sveita- kyrrðinni, en fjarlægðin hefur auð- vitað líka vankanta. Leggist þið svo í dvala upp úr miðjum september? Helga: Nei, það er mikið um það að fólk kemur hér á haustin, fé- lagasamtök, hópar og eins eru fund- ir. Þeir sem lengst eiga að, gista jafnvel líka. Nú eruð þið að byrja þriðja rekstrarárið hérna. Finnst ykkur að nýjabrumið sé kannski byrjað að fara af? Helga: Ekki myndi ég segja það. Að vísu eru komnir fleiri staðir og fólkinu fjölgar ekki á svæðinu, en ég held að þörf hafi verið á þeirri uppbyggingu sem orðin er í ferða- mannaiðnaðinum og þetta styðji allt hvað annað. Svæðið hérna í kringum Fossána er svolítið sérstakt og gróskulegra en umhverfið. Hafið þið ekkert hugsað ykkur að fara í skógrækt? Benedikt: Það verður kannski það næsta sem ég fer í. Hér er kjarr sem gefur svæðinu svip og skjól. Það er búið að grisja hérna og gera göngustíga sem gestir nýta sér. Það er mikil vinna að hirða garðinn. Þetta er um 100 hektara land þetta afgirta skógarsvæði, sem við systkinin eigum og sex þeirra hafa byggt sér sumarbústaði hérna - sjö ef Svartiskógur er talinn með. Það má segja þetta sé minn sumarbú- staður, því við Helga flytjum hing- að á vorin og svo aftur heim á haustin. Hvernig er að búa á tveimur stöðum ? Helga: Það var dálítið flókið fyrst í stað meðan maður var að átta sig á því hvaða hlutir þyrftu að vera til á báðum stöðum. Benedikt: Eftir að við keyptum tvenna tannbursta hefur allt gengið vel. Hvaða máli skiptir þessi rekst- ur hérna fyrir sveitina í kring og annað fólk sem hér býr? Helga: Það er aðallega fólk hér úr sveitinni sem er í vinnu hjá okk- ur, þannig að þetta skapar atvinnu fyrir það. Það er ómetanlegt að geta leitað eftir vinnuafli hér á bæjunum þegar mikið er að gera. Þetta bygg- ist allt á því. Það gengur ekki upp að vera með fastráðið fólk mestan hlut árs í svona rekstri. Hvernig viðbrögð fáið þið frá gestum sem koma hingað til ykk- ar? Helga: Maður verður ekki var við annað en að þeir séu ánægðir og þess má geta að gestir sem gista á tjaldstæðinu eru mjög hrifnir að geta komið hér inn á hótelið og fengið sér hressingu. Benedikt: Eg hef tekið eftir því og finnst svolítið sérstakt að flestir okkar gestir, á hvaða aldri sem er, kveðja með handabandi. Þetta kom mér á óvart sérstaklega með ung- lingana. Þetta gefur manni ákveðna vísbendingu um að dvölin hérna sé á einhvern hátt sérstök. Þessi sér- staða skapast kannski ekki síst af staðsetningunni, staðurinn er lítill og tengslin verða nánari. Gefíð þið ykkur einhvern tíma til að sinna einhverjum áhuga- málum? Helga: Því miður er lítill tími í þau. Við erum í Norður-Héraðs kórnum .Það er að segja við æfum með honum, en þegar hann heldur tónleika er oft eitthvað um að vera leika? Benedikt: Já vonandi að þetta verði hvatning fyrir okkur sveita- fólkið. Það er ljóst að hefðbundinn búskapur - kjöt og mjólkurfram- leiðsla á í varnarbaráttu, svo ein- kennilegt sem það nú er með þessa lúksus vöru, en fyrir það verða þeir að svara sem með sölumál landbún- aðarins hafa farið. En þó halli und- an öðrum fætinum má spyrna við með hinum. Jólahlaðborðið í Svartaskógi. Við borðið standa þœr Alda Hrafnkelsdóttir, Þórey Ingimarsdóttir og Helga Jónsdóttir sem heiðurinn eiga af borðinu. Fyrir aftan Helgu má sjá verðlaunagripinn sem þau hjón hlutu á bœndahátíðinni íhaust. AUSTRI/vms hér á hótelinu. Nú orðið er fólk í kórnum alls staðar af Héraðinu og það er mikið félagslíf og skemmti- legt í kringum hann. Nú fenguð þið viðurkenningu á bændahátíðinni í haust. Finnst ykk- ur að svona viðurkenning hafi ein- hverja þýðingu fyrir það fólk sem enn er að þrjóskast við að búa í sveitinni og hafa þar afkomumögu- Þetta sem við höfum verið að sýsla við hér í sveit hefur gengið vel og það er mitt mat að það sé síst verra að reka fyrirtæki í sveit, en í þéttbýli. Það hagar t.d. víða þannig til að ár og lækir falla í bröttum fjallshlíðum og því víða hagstætt að beisla orkuna og virkja hana og í framhaldi af því koma á alls kyns iðnaði - bara nefndu það. Austri/VMS Brœðurnir Benedikt og Helgi Hrafnkelssynir við heyskap. Myndin er tekin 1968. MyndtOrri Hrafnkelsson Búnaðarbanki íslands hefur um árabil þjónað íbúum á Austurlandi. X fia/i/iai* oáís/aft lm á áf*i/ia o(j ó'S'/i(i/f ^ÁÁta^ ^/e/fife^He/ófa/ X Búnaðarbankinn Egilsstöðum / X .e11cIcínv Fjjcínv Í' c L.'.ís c y>/Lli'LLL cc c > I l.'íl.KíI'l s/lí'. f.í'~L'L.\.C á-cs/cc L'>.<. C t CCÍIL. Ll ác ccÍc lS jL.'L l'l^ fíl; SnC ící Li .Í l'LI ILl IILL L Kaupfélag Vopnfírðinga Mjólkursamlag Vopnfírðinga Sláturfélag Vopnfírðinga \__________________ /

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.