Austri


Austri - 17.12.1998, Page 6

Austri - 17.12.1998, Page 6
6 AUSTRI Jólin 1998 Sigurður Kristinsson Dagur í sökkvandi borg Hinn 30. júní 1988 lá leiðin til Júgóslavíu, þess hluta hennar sem nú er ríkið Slóvenía. Flugvélin var fullskipuð og lent var í myrkri á herflugvelli við Pula, sem er lítil borg syðst á Istríaskaga. Hann gengur austan frá út í norðurbotn Adríahafs, en það aðskilur Balkanskaga og Ítalíuskaga. Landamæri Slóveníu og Ítalíu eru við lítinn flóa norðan við Istra- skaga og þar er ítalska hafnarborg- in Trieste. Ef dregin er lína til austurs frá Tríeste allt til Svarta- hafs, lendir syðsti sveigur Dónár í línunni. Istríaskagi er því norð- vesturhorn Balkanskaga. Tveggja tíma akstur var í myrkrinu frá Pula til gististaðar, sem var hótel í lítilli hafnarborg á norðurströnd Istraíaskaga. Þar heitir Portorose eða Rósahöfn á ís- lensku. Hótelið var vistlegt og að- búnaður góður. Næstu daga var farið í ferðir, t.d. til frægra kalksteinshella við Postojna. Eru þeir 21 km að lengd en aðeins 7 km eru sýndir. Þarna eru mikil dropasteinatjöld en hellapadda lifir í vatninu sem rennur eftir hellunum. Paddan er litlaus og blind og sýnir aðlögun tegundarinnar við eilífu myrkri umhverfisins. Hún mun tilheyra flokki froskdýra. Einn dag fórum við til borgar- innar Ljubljana sem er í breiðum en grunnum dal er gengur vestur frá ungversku sléttunni. Ein af þverám Dónár fellur til austurs gegnum borgina og nefnist Sava. Þá fórum við til borgarinnar Bled og að Bojinj- vatni í austasta hluta Alpanna. Kallast þar Júlíönsku Alparnir og er undrafagurt svæði. Þar gistum við eina nótt og mætti vel hugsa sér að koma þangað aft- ur. Við sáum tamningastöð hvítu hestanna í Lipiza. Voru þeir látnir gera ótrúlegar listir. Einnig fórum við Istríaskaga og til Trieste. Þeg- ar nær dregur Borginni vekur at- hygli stórt ljósleitt námusár í fjalli norðaustan við hana. Væru hik- laust talin náttúruspjöll á fslandi ef slíkt námusár sæist í Esjunni. Hvarvetna í Slóveníu er land- búnaður og ræktun margvíslegra jurta, t.d. berja og garðávaxta. Landi er hálent og þurrlent en ekki sérlega frjósamt, axgrös áberandi en skógur er lítill inni í landinu. Kannske hefur honum verið út- rýmt fyrir löngu. Mjög stór tré vaxa á láglendi við ströndina og í þeim má sjá ýmsa fugla, gekkó- eðlur og skordýr, meðal annars verputegund sem lifir í trjám og myndar undarlegan hvin er skyggja tekur á kvöldin. Allt er þarna hreinlegt og vel um gengið og fagurt um að litast. Hinn 10. júlí fórum við til Fen- eyja og frá þeirri ferð er einkum sagt hér. Lagt var af stað kl. 8 að morgni og við komum til Feneyja eftir rúma þrjá tíma. Eftir að kom- ið er framhjá Trieste og yfir landa- mærin til Ítalíu er farið um marflatt land, sem kallast Póslétta og er myndað af framburði árinnar Pó og annarra fljóta er frá Ölpum falla. Við fórum yfir a.m.k. tvær ár sem ultu fram kolmórauðar. Höfðu verið gerðir miklir bakkar að þeim báðum megin. Bakkarnir voru grónir og brautir uppi á þeim. Ræktun er mikil, hver einasti blettur nýttur til framleiðslu mat- vara sem seldar eru til daglegrar neyslu í Feneyjum. Jarðyrkja er skipulegri en í Slóveníu. Skrítið var að sjá menn stinga kvíslum í vélbundna bagga og tína þá létti- lega upp á vagna. Hugsaði ég með mér að ekki væri að furða, því hér væru afkomendur hermanna hins rómverska heimsveldis. Fljótlega sá ég þó, að þeir voru að flytja kornhálm burt af ökrum. Áð var í þorpi á sléttunni og ég gekk nokkrar mínútur út á sléttuna og fannst hún deiglend undir fæti. Ósjálfrátt minntist ég spurningar frá íslenskum bónda, sem spurði Halldór Laxness að því, hvort ekki væri gott beitiland á Italíunni. I Feneyjum fengum við okkur fyrst létta máltíð á veitingastað og fórum því næst til Murano- gler- verksmiðjanna og sáum fram- leiðsluna sem er margvísleg og mjög listræn. Verksmiðjan er heimsfræg og frá tólftu öld. Svo fórum við að skoða borg- ina. Borgarstæðið er lítið, aðeins nokkrir óshólmar í Feneyjalóni. Sandrif er milli þess og Adríahafs. Borgin er glæsileg, en íbúarnir standa gagnvart miklum vanda- málum. Borgin er að síga. Hús og hallir standa á tréstólpum sem kafreknir voru í botnleirinn. Allar stéttir standa á tréstólpum. Mikil umferð gangandi fólks er á stétt- um og gondólum á síkjum um borgina þvera og endilanga. Yms- ar hugmyndir eru uppi um að bjarga henni frá tortímingu. Einna happadrýgst hefur reynst að hætta að dæla upp grunnvatni, sem lengi hefur verið tekið með djúpborun- um skammt frá borginni. Virðist sigið hafa hægt á sér síðan. Talið er að borgin hafi sigið 2 fet á liðn- um öldum. Svartur dagur í sögu Feneyja var 4. nóvember árið 1966, er stór svæði lentu undir nærri fjögurra feta djúpt vatn í sól- arhring, af völdum sjávarflóðs. Tjón varð mikið og hreinsun eftir flóðið kostnaðarsöm. Stæði fyrir hópferðabíla og sumar stéttir eru á flotpöllum. Öll hús borgarinnar eru margar hæðir og þarna eru dýrar hallir frá þeim tíma er Feneyjar voru ein helsta verslunarborg heims og drottnaði yfir verslunarleiðum við Miðjarðarhaf. Þekktastar eru Her- togahöllin og Markúsarkirkjan við samnefnt torg. Þá má nefna Ge- orgskirkjuna, sem stendur á 27000 staurum. Margar frægustu byggingarnar eru í rómönskum stíl, en svo eru nokkrar í endurreisnarstíl, sem er miklu Iéttari í sniði. Fjölbýlishús eru með ferstrenda glugga. Allt ber votum auð og veldi kaup- mannanna á miðöldum. Svo færð- ust verslunarleiðirnar út á Atlants- hafið eftir landafundina miklu. Þar með hættu vörur eins og hrísgrjón, kaffi, sykur, krydd og silki að ber- ast frá Austurlöndum til Feneyja og þaðan áfram norður um Evrópu til að lenda í veislusölum aðalsins á miðöldum. Þess vegna setjum við skil milli miðalda og nútíma í sögu mannkyns við landafundina miklu um 1500, en ekki aðeins við fund Ameríku árið 1492. Ósjálfrátt vaknar spurn um það, hvort kaupmennirnir í Feneyjum hafi rennt grun í að hallirnar, síkin og bifreiðalausar götur yrðu það eina sem nútíma Feneyingar hafa til að lifa á. Aðalatvinna þar nú er verslun og þjónusta við ferða- menn, selja þeim vörur eða róa með þá um síkin til að sýna skrautlegar framhliðar hallanna frá því sjónarhorni. Aðra atvinnu- möguleika hafa Feneyingar ekki nú og lifa á fornri frægð í orðsins fyllstu merkingu. Þetta gera íbú- arnir sér ljóst og standa andspænis raunveruleikanum. Þarna koma 10000 manns að meðaltali daglega allt árið. Um einstakar helgar get- ur sú tala margfadast. Eitt mesta vandamál ferðamóttökunnar er að geta ekki stjórnað fjöldanum. Erf- iður var sunndagurinn 3. maí 1987, er 150.000 manns flæddu yfir borgina. Lögreglan varð að skerast í leikinn og var lengi að greiða úr troðningnum. Geta má nærri hvílík ókjör af sorpi liggja eins og hráviði eftir slíkan mannfjölda í þessari litlu borg. Vart er meira en klukku- stundar gangur um hana langs og þvers. Eyðing sorps er gífurlegt vandamál á svona stað. Mikið kapp er lagt á að borgin líti snyrti- lega út og það gerir hún, hreinleg um að litast hvar sem gengið er. Rætt er um að takmarka fjöldann með sölu aðgöngumiða, en ekki orðið af. Feneyjabúar greiða nærri helm- ing af tekjum sínum í skatta og af því fer mjög mikið í kostnað við hreinsun borgarinnar. Þó hefur lítt verið átt við að dýpka síkin og eru þau sumsstaðar að verða full af leðju, svo að vöruprammar komast ekki um þau nema á flóði. Sumar götur eru það þröngar, að þær væru kallaðar húsasund á ís- landi. Allsstaðar eru verslanir á 1. hæð, margar og yfirleitt smáar, fullar af vörum sem líta mjög vel út. Sýnilega er frágangur góður Hér má sjá stórstraumsflóð í Feneyjum. Menn stjaka á grunnskreiðum bátum um Markúsartorgið.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.